Morgunblaðið - 09.01.1960, Qupperneq 18
18
MORCUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 9. jan. 1960
millj. kr. boðnar í Pele
7,5 millj. í Simonsson
HlWTff frægi mðiframherji
sænska knattspyrnulandsliðsins
Agne Simonson er víða umtalað-
nr um þessar mundir. Hvarvetna
J>ar sem rætt er um beztu íþrótta
afrek ársins 1959, kemur hann til
umræðu og á það einkum að
þakka frábærri frammistoðu í
lansdleik Svía og Englendinga,
sem Svíar unnu 3—2 og skoraði
Simonsson 2 markanna.
• Margir um boðið
En á ítalíu tengjast umræður
um Simonsson öðru máli. Þar
vilja menn fá hann sem atvinnu-
leikmann. Þar er aðeins beðið
eftir „rásmerkinu" — það er að
segja deginum þegar aftur verð-
ur leyft að kaupa erlenda knatt-
spyrnumenn til að leika knatt-
spyrnu fyrir ítölsk félög. Það
græna ljós telja menn að verði
gefið eftir Olympíuleikana.
Torino og Udinese hafa þegar
rætt við Simonsson og það er
talað um upphæð sem svarar til
25 milljón ísl. króna (eftir skráðu
gengi!). Fleiri félög hafa áhuga
á Simonsson og ailir telja sig
hafa „lausa stöðu“ handa hon-
um.
• 7 milljón
Pele — hinn ungi Brasilíu-
maður er einnig til umræðu.
Og í sambandi við hann er
ekki talað um rúma milljón
(ísl. króna) heldur 7 milljónir.
Það er jafnmikið og mest hef-
ur verið borgað áður fyrir
kaup á knattspyrnumanni.
Það var greitt fyrir Sivori frá
Argentínu, en mikill hluti
þess fjár rann til féiags hans.
• 25 Svíar keyptir
Síðan Gunnar Nordal gerðist
atvinnumaður á ítalíu fyrir 11 ár-
um fyrir 400 þús. kr. (ísl) hafa
25 Svíar farið að hans fordæmi
og verið keyptir fyrir samtals
um 3 millj. sænskra króna. Mest
var greitt fyrir Hamrin, sem
Juventus „keypti“ fyrir 265.00
sænskar krónur.
KR og ÍR mæt
ost í kvöld
EINS og skýrt var frá í blaðinu
í gær hefst afmælismót KR í
handknattleik í kvöld. Er það
hraðkeppni karia ög kvenna. Úr-
slit mótsins verða svo annað
kvöld.
í keppninni taka þátt 7 kvenna-
flokkar og 10 flokkar karla. Er
þetta því ein fjölmennasta hrað-
keppni’ sem hér hefur farið
fram.
Vafalaust verður keppnin tví-
sýn og spennandi. Svo hafa öll
hraðkeppnismót hér verið. Meðal
leikja í kvöld má: nefna leik KR
og ÍR í mfl. kariá.
Armenn-
ingar til
Þýzka-
lands
HANDKNATTLEIKSFLOKKUR
frá Glímufélaginu Armanni, fer
utan til Þýzkalands í dag 9. þ.m.
Flokkurinn fer til Hamborgar
í boði Hamborgarlögreglunnar og
er ráðgert að leika nokkra leiki
í Hamborg og að auki í Kiel.
Flokkur þessi, sem eru 14 menn,
hefur æft sérstaklega undir ferð
þessa og verður farastjóri Asgeir
Guðmundsson kennari. Einn leik
mann fékk Ármann að láni, hinn
velþekkta handknattleiks-
mann Karl Jóhannsson (KR).
Ekki var búið að ganga enda-
lega frá tilhögun keppninnar úti
í Þýzkalandi, en ráðgert er að
koma heim aftur sunnudaginn
24. þ.m.
Eins og kunnugt er kom flokk-
ur frá Hamborgarlögreglunni í
boði Armanns, vegna 70 ára af-
mæiis Ármanns á sl. ári oe léku
hér nokkra leiki.
Egyptar fá lán
NEW YORK, — Alþjóðabank-
inn tiikynnti nýlega, að hann
hefði ákveðið að lána Egyptum
20 milljón sterlingspund til at
breikka og dýpka Súes-skurðinn.
Mikil andstaða hefur verið gegn
þessari lánveitingu í Bandaríkjun
um, aðallega meðal Gyðinga og
þeirra sem þeim eru hlynntir.
Svartur dogur
fyrir Oiympíu-
stjörnur
Danir vanda til lokaþátl
ar Olympíuþjálfunar
DANlR eru nú að undirbúa loka-
lið þjálfunar knáttspyrnumanna
sinna fyrir Olympiuleikina. Og
segja má að þexr vandi mjög
l>ann undirbúning. Sá undirbún-
ingur er ekkert pukur landsliðs.
nefndar eða knattspyrnusam-
bandsins. Knattspyrnusamband-
ið hefur skipað sérstaka „Olymp-
íu-landsliðsnefnd“ en hana skipa
Ebbe Schwartz, Érik Span Lar-
sen, Vilhelm Rkousen, Klavs
Vedel og Sören Agerschou ásamt
framkvæmdastjóra sambandsins
Erik Hyldstrup.
Auk þess hafa verði til kvaddir
í nefndina einn maður frá hverju
félagi — 16 alls — sem eiga leik-
menn meðal þeirra, sem valdir
hafa verið til sérstakrar þjálfun-
ar fyrir leikina.
I þessari nefnd leggur „Olymp-
íu-landsliðsnefndin“ fram tillög-
ur um þjálfunina og verður sú
áætlun rædd af fulltrúunum öll-
um.
Það má því segja að Danir setji
ábyrgðina ekki á herðar eins eða
fáliðaðrar nefndar.
'SL. laugardag fór fram æfinga-
mót í Innsbruck og kepptu þar
eingöngu þeir sem líklegir eru til
farar á Olympíuleikana í Squaw
Valley. Þetta varð mikill óhappa-
dagur. Verst úti varð Austur-
Þjóðverjinn og stökkmeistari
þeirra Harry Glass, sem vann
bronsverðlaun í Cortina 1956 og
var ein skærasta stjarna Þjóð-
verja á leikunum sem framundan
eru. Eftir að hann hafði með
miklum glæsibrag stokkið 72
metra og lent með ágætum
féll hann í rótum brekkunnar og
braut fót sinn um ökla.
Brotið er mjög slæmt, og það
er næstum vfst, að Harry Glass
verður ekki keppnisfær í Squaw
Valley.
Rétt áður en slysið henti Þjóð-
verjann féll austurríska „verð-
launavonin" Walter Habersatter í
ísaðri brekkuhlíð. Hann meidd-
ist svo illa, að nú liggur hann í
sjúkrahúsi. Fall hans leit illa út,
því aðeins munaði hársbreidd að
tveir litlir drengir, sem voru á-
horfendur að æfingamótinu,
yrðu fyrir honum. En þeir sluppu
með hræðsluna eina saman.
Betty Allen
syngur á tónleik-
um Tónlistarfél-
agsins á mánudag
og þriðjudag
HIN víffkunna, bandaríska
mezzo-sópran söngkona, Betty
Allen, kemur hingaff til lands
um helgina og mun syngja hér
í Reykjavík á tvennum tón-
leikum fyrir styrktarfélaga
Tónlistarfélagsins — í Aust-
urbæjarbíói. Fyrri tónleikarn-
ir verffa á mánudaginn kl. 7
síffd. og hinir síffari á þriðju-
daginn á sama tíma. — Ekki
er fullákveðið, hvort söngkon
an heldur e.t.v. einnig sjálf-
stæða tónleika fyrir almenn-
ing.
★
Betty Allen hefir á undan-
förnum árum unnið sér frama
sem ein allra fremsta mezzo-
sópran söngkona Bandaríkj-
anna, og fáar söngkonur, i
hennar raddflokki a.m.k.,
munu geta hrósað sér af jafn-
hástemmdu lofi gagnrýnenda
austanhafs og vestan sem hún.
Þar má lesa upphrópanir eins
og: Fegursta rödd, sem heyrzt
hefir----hreinasta gull--
röddin geislandi, fögur og full
komin — o.s.frv. — Hún er
einkum konsertsöngkona og
hefir sungið ýmist með píanó-
undirleik eða sem einsöngvari
með hljómsveitum, svo sem
Fílharmóníu-hljómsveitinni í
New York, undir stjórn Bern
steins, og Bostonar-sinfóníu-
hljómsveitinni, undir stjórn
Charles Munchs.
★
Auk Bandaríkjanna, hefir
Betty Allen sungið víða í Suð-
Betty Allen
ur-Ameríku, Afríku og
Evrópu. — Er hún nú að hefja
aðra söngför sína um Evrópu,
sem standa mun 3 mánuði —
og er ísland fyrsti viðkomu-
staðurinn. — Fyrir sex árum
hlaut hún tvenn merk verð-
laun fyrir söng sinn, sem að-
eins eru veitt ungum söngvur-
um, sem þykja óvenjulega
efnilegir og líklegir til að
skara fram úr á sínu sviði. Er
hér um að ræða hin svonefndu
„John Hay Whitney“-verð-
laun og „Marian Anderson“-
verðlaunin, en Betty Allen er
Negri eins og Anderson.
, ★
A fyrrgreindum tónleikum
hér mun Betty Allen m.a.
syngja lög eftir Richard
Strauss, Robert Franz og arí-
ur úr óperunum Brúðkaupi
Fígarós eftir Mozart, Don
Carlos eftir Verdi og Carmen
eftir Bizet.
Vegir spillast
vegna aurhlaups
VEGIR í nágrenni bæjarins hafa
spillzt nokkuð í hlákunni undan-
farið vegna aurhlaupa. Er slík
aurbleyta á vegunum líkust því
sem ekið sé í hafragraut, eins og
einn langferðabílstjóri komst að
orði. Gott dæmi um hvernig á-
standið á vegunum er, er t.d.
vegurinn upp að Álafossi, og eins
mætti nefna Miklubrautina.
Þetta stafar af því að klaki var
kominn í jörðu er hlána tók aft-
Gullbrúðkaup
GULLBRÚÐKAUP eiga í dag hjónin Hallbera Jónsdóttir og
Björn Einarsson, trésmiður og fyrrum bóndi í Svangrund. —
Björn er sonur hjónanna Sigurlaugar Björnsdóttur og Einars
Guðmundssonar, smiðs og bónda á Síðu í Refasveit, en frú
Hallbera er Rangæingur að ætt og uppruna. Hún stundaði í
meira en 30 ár ljósmóffurstörf í Engihlíðarhreppi og síffar á
Blönduósi af mjög miklum dugnaði og prýði. Þeim hjónum
varff átta barna auðiff og eru sjö þeirra á lífi. Yinir þeirra
halda þeim samsæti í kvöld á Blönduósi.
ur. Vatnið gat ekki komizt niður
úr slitlaginu, heldur „hrærðist
það upp“ undan hjólum bílanna.
Enn sem komið er, hefur' ekki
þótt ástæða til þess að takmarka
þungaflutninga um vegina. En
vegamálastjóri, Sigurður Jó-
hannsson sagði Mbl. í gær, að ef
áfram hélcLi að þiðna, myndi
vegagerðin neyðast til þess að
grípa til takmarkana á þunga-
flutningi um vegina, svo að þeir
stórskemmdust ekki, eins og iðu-
lega í vorleysingum. Vegirnir
hafa líka fairið verr fyrir það, að
mikið vatn var í sjálfu slitlag-
inu, vegna hins óvenju votviðra-
sama sumars og hausts hér syðra.
Vegamálastjóri sagði að þjóð-
vegir væru yfirleitt allir færir,
en fjallvegirnir eru tepptir.
Vilja hærri
starfsstyrk
A AÐALFUNDI Bandalags llsta-
manna var nýlega samþykkt ein-
róma eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Bandalags ís-
lenzkra listamanna lýsir undrun
sinni yfir því að Menningarsjóð-
ur skuli að eins veita 15 þúsund
króna starfsstyrk alls til fimm
rithöfunda, þannig að ekki nema
3000 kr. komi í hlut hvers
þeirra.
Fundurinn skorar á Mennta-
málaráð að hækka heildarupp-
hæðina a. m. k. í 50 þúsund kr.,
og sé Rithöfundasambandinu í
sjálfs vald sett hvort fjárhæðin
fellur í hlut eins eða fleiri höf-
unda.“