Morgunblaðið - 09.01.1960, Qupperneq 19
Láugardagur 9. jan. 1960
MOnCVTSHLAÐÍÐ
19
— Bókmenntir
Framh. af bls. 13.
Með eigin höndum
hlóðst þú fangelsið
til verndar frelsi þínu.
Og blindir hnefa þínir
berja
að dyrum reiðinnar,
því á mynd þína af heiminum
vantar þig sjálfan“.
Fimmti og næstsíðasti hlutit
bókar eru „Rímuð ljóð“. Fyrsta
kvæðið 6r áróðúrskvæði, sem ég
fæ ekki séð að nái tilgangi sín-
um. En svo kemur „Kvæðið um
manninn", sem er eitt þeirra fáu
kvæða, sem lifa mun um aldir
og verða því meira metið sem
lengra líður. Sá er svo getur
kveðið þarf ekki að kvíða
gleymsku:
„Máttug er hðnd þín og blóð þitt
er blátt,
og blindur er kraftur þinn,
og auðlegð og völd þín og
heimska þín hrópa
í himininn.
í daganna andárdrætti
felst dauði og píslarvætti.
Þín hugsjón er fögur sem
madonnumynd,
þú mænir til himins og trúir á
guð
og sekkur í synd!
I>ú himneski andi í helblindum
leir,
hann hamingja og smán þín er.
Hann risastór musteri og ræn-
ingjabæli
reisir þér!
Sjá spámenn hans grófust
gleymsku
og gáfur hans urðu að
heimsku.
Mótsögn og villa var æði hans
allt,
en ókunnan himin og framandi
jörð
þú skapa skalt“.
Það er ekki mjög algengt á
vorri tíð, að saman fari mikið
mannvit og meistaralegur skáld-
skapur; venjulega verður lesand
inn að láta sér nægja annaðhvort
— og ósjaldan vera án beggja!
í þessum hluta bókar, sem er
úrval nýrra ijóða höf. er hvert
kvæðið öðru betra og skal les-
andinn ekki þreyttur á neinni
upptalningu. Skáldið hefur vaxið
stórlega að kunnáttu og leikni
á síðari árum. Nægir að benda á
hið gullfagra ljóð: „Ljóðið um
ástina“, til að sýna snillartök
höf. Hann er nú þegar kominn í
fremstu röð íslenzkra skálda —
og ekki aðeins hinna yngri.
Lokakafli bókarinnar eru
„Þýdd Ijóð úr Spámanninum, eft-
ir Kahlil Gibran" — Gibran var
Austurlandamaður, sem ritaði á
ensku og dvaldi síðustu ár sín í
Ameríku. Hann varð heimsfræg
tir fyrir ,Spámanninn‘ sem er dul
rænt snilldarverk, og þó svo ein-
falt og ljóst, að hver unglingur
getur haft fullt gagn af því. Það
liggur í augum uppi að erfitt er
að þýða slíkt verk og hafa marg-
ir jafnvel talið það ógerlegt. En
Þýðing Gunnars Dal er svo meist
aralega gerð, að það er síður en
svo að skáldverk Gibrans hafi
tapað neinu. Ég hef borið gaum-
gæfilega saman frumtextann og
þýðinguna, því Spámaðurinn er
eitt af uppáhaldsskáldverkum
mínum. Og ég fæ ekki betur séð
en að hann sé jafnvel enn feg-
urri í útleggingu Gunnars Dal.
Stefnir-dansleikux
í kvöld
HAFNARFIRÐI — Stefnir held-
ur dansleik í Sjálfstæðisliúsinu í
kvöld kl. 9. — L.ions-kvintettinn
leikur, en auk þess verða
skemmtiatriði.
Það vekur ekki lengur heimsathygli þó gervihnetti sé skotið út í geiminn. Engu að síður er
það afrek á vísindasviðinu, þegar nýr gervihnöttur bætist í hóp þeirra, sem þegar eru á ferð í
geimnum. Þessi mynd er af bandaríska hnettinum Könnuði VII, sem nú gengur á braut um-
hverfis jörðu. Könnuður þessi verður a. m. k. eitt ár „á Iofti“ og sólarrafhlöðurrar í honum
munu alla tíð veita sjálfvirku senditækjunum nægilegan rafstraum.
— /. landhelgi
Framh. af bls. 1.
Mbl. aflaði sér þeirra upp-
lýsinga í gær, að írski „flot-
inn“ væri aðeins 3 korvett-
ur, byggðar í byrjun síðustu
heimsstyrjaldar á stærð við
Þór og þrír gamlir óvopnaðir
flutningabátar á stærð við
Sæbjörgu.
Ekki var vitað í gærkvöldi,
hvaða brezk herskip höfðu þá
verið send á vettvang til ír-
landsstranda.
hann aðhylltist kynþáttaskoðanir
nazista. Hins vegar er það upp-
lýst, að hann hafi verið rekinn
úr nazistaflokknum árið 1944,
vegna þess, að hann lýsti sig mót-
fallinn ofsóknum nazista gegn
Tékkum á stríðsárunum og hlaut
hann fyrir það að sitja í fangelsi
til stríðsloka.
Síldveiðar í
vörpu á 50
lesta báti
VÉLBÁTURINN Sæborg frá
Keflavík, hefur verið seldur
þaðan, og er meðal hinna nýju
eigenda hans Gísli Auðunsson
skipstjóri. Hyggst Gísli stunda
síldveiðar á bátnum nú í vetur
hér við Suðurland.
Var Gísli, sem er einn hinna
kunnu Auðunsbræðra, skip-
stjóri á togskipinu Hafþdr, ei
hann var við veiðitilraunirnar
hér í haust. Mun Gísli hafa
mikla trú á því að stunda megi
síldveiðar í stórum stíl, með
hinni sænsku flotvörpu, sem
Hafþór var með við veiðitil-
raunirnar.
314 börn skírð
í Reykjavík
UM hátíðirnar höfðu sóknarprest
ar í Reykjavík í mörg horn að
líta. Messur voru margar og
óvenju fjölsóttar og jafnframt
var mikið um hjónavígslur og
skírnir.
Morgunblaðið leitaði frétta hjá
sóknarprestum bæjarins um skírn
ir þessa daga, og fékk þær upp-
lýsingar, að 314 böm hefðu verið
skírð. Athyglisvert er, að af þeim
voru 143 börn skírð í kirkjum
bæjarins, og er það óvenju há
tala.
Þeir prestar í Reykjavík og úti
á landsbyggðinni, sem Mbl. hef-
ur átt tal við, eru þeirrar skoð-
unar, að kirkjusókn hafi almennt
aukizt allverulega á áirinu.
Bretar segja: Aðeins
eðfi/eg kurteisisheimsókn
SEINT í nótt barst Mbl. svo-
hljóðandi skeyti frá Reuters-
fréttastofunni:
„TalsmaSur brezka flota-
málaráðuneytisins bar í dag
til baka fregnir um að brezk
herskip væru farin að vernúa
fiskiskip á veiðum innan írsku
fiskveiðitakmarkanna. Tals-
maðurinn sagði m. a.: „Brezkt
fiskiverndarskip er nú statt í
Cobh á suðurströnd írlands i
fullkomlega eðlilegri kurteisis
heimsókn og meira er ekki um
málið að sgja.
Talsmaðurinn svaraði spurn
ingu um það, hvort brezk her-
skip væru farin að vernda
fiskiskip innan írska fiskveiði
takmarka: „Við vitum ekki til
þess og ég held, að það sé eng-
inn fótur fyrir því.“
Atómvísindamaður snýr
heim frá járntjaldslandi
London, 8. jan. (Reuter).
BREZKI atómvisindamaðurinn
Ian Campbell, hefur nú snúið
heim til Bretlands eftir að hafa
dvalist átta ár austan við járn-
tjald.
Campbell starfaði áður fyrr við
ensku læknisfræðistofnunina og
var vel metinn vísindamaður. En
árið 1951 hvarf hann, fjö:skylda
hans og félagi allt í einu. Þau
fór austur fyrir járntjald og hef-
ur Campbell síðan unnið við
Marie Curie geislalækningastofn
unina í Varsjá og við atómrann-
sóknarstofnun Pólverja.
Þegar Campbell sneri nú aftur
heim til Bretlands yfirheyrði
Scotland Yard hann og skýrði
hann þar frá því að hann hefði
farið til Varsjár 1951 af eftirfar-
andi ástæðum:
í fyrsta lagi, hann var hlynnt-
ur því starfi pólsku stjórnarinnar
að byggja þjóðlíf Póllands upp á
grundvelli kapitalisma. í öðru
lagi vissi hann, að Pólland skorti
vísindamenn sem kynnu að fara
|með geislavirk efni í læknis og
j líffræðirannsóknum. Þá hafði
hann gengið með kommúnískar
skoðanir í kollinum á þessum
tíma.
Nú segist Campbell engar póli
tískar skoðanir hafa. Hann sé að-
eins vísindamaður og hafi hann
losnað undan áhrifum kommún-
iskra skoðana við dvölina fyrir
austan járntjald. Valdi þessu m.
a. breytingar sem orðið hafi í
sósíalísku ríkjunum, sem sýni
hið rétta eðli stefnunnar.
Sækja «m yfir-
hafnsögumaima-
starfið
NÆSTA sumar mun Þorvarður
Björnsson, yfirhafnsögumaður
Reykjavíkurhafnar, láta af störf-
um, fyrir aldurs sakir.
Nokkrir samstarfsmenna Þor-
varðar, hafnsögumenn við Reykja
víkurhöfn, hafa sótt um starfið,
þeir Einar Thoroddsen, Kolbein i
Finnsson, Magnús Runólfsson og
Theódór Gíslason.
Mínar innilegustu þakkir sendi ég börnum mínum,
tengdabörnum, systkinum, venzlafólki, frændum og vin-
um, sem glöddu mig með heimsóknum, höfðinglegum
gjöfum og heillaskeytum á sextugsafmæli mínu. Sérstak-
lega þakka ég Kirkjukór Skagastrandar og skólabörnum
og unglingum Höfðaskóla góðar og fagrar gjafir.
Öllu þessu fólki óska ég góðs árs og friðar á, nýbyrj-
uðu ári.
Páll Jónsson, Höfðakaupstað.
Hjartanlega þakka ég ættingjum og vinum sem minnt-
ust mín á átttræðisafmæli mínu 27. des. með heimsókn-
um, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Heiðimansdóttir, Skagnesi Mýrdal.
Bróðir okkar
VALDIMAB SIGUBÐSSON
fyrrum fjárræktarmaður á Grænlandi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjud. 12. þ.m.
kl. 1,30 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Þeir sem vildu
minnast hins látna vinsamlegast láti líknarstofnanir
njóta.
Fyrir hönd bræðra minna.
Guðrún Sigurðardóttir, Flókagötu 10.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
MABGBÉTAB STEFÁNSDÖTTUB
Bakkakoti, Meðallandi.
Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og jarðarför
JÓNS ÓFEIGSSONAE
frá Vatnagarði.
Guðfinna Þórðardóttir og börn.