Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 1
_<yö slður og l-esbók 47. árgangur 18. tbl. — Laugardagur 23. janúar 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórbrunj í Tórshavn Tórshavn, 22. janúar. Einkaskeyti til Mbl. KL. 11 í gærkvöldi kom upp eld- ur í gamla Barnaskólahúsinu þar *em bæjarverkfræðingurinn og Sparisjóður Færeyja eru til húsa. Mikill hluti hússins brann með öllu að innan og þ. á m. ný skipu lagsáætlun fyrir Tórshavn, sem var nær fullbúin. í>að, sem ekki brann, skemmdist mikið af vatni og verður að loka Sparisjóðn- um þar til önnur húsakynni fást. M. a. eyðilögðust öll hljóðfæri lúðrasveitarinnar í Tórshavn í eldinum. Tjónið er metið á mörg hundruð þúsundir króna. Elds- upptök eru ókunn, en talið er, að annað hvort hafi verið farið ó- varlega með sígarettu eða kvikn- að hafi út frá rafmagni. Lögregl- an rannsakar málið. Keflavík, 22. jan. — 1 STOFU nr. 1 hér í spítalan- um í Keflavík ríkir mikil gleði og innilegt þakklæti skín út úr augum hinnar ungu konu, sem mikill fjöldi fólks rétti hjálparhönd í dag er það las um hana í Mbl. með morgunkaffinu í dag. Hér er um að ræða hina Ný flugleið Loftleiða til Helsingfors INIýju flugvélarnar fara ekki til Kaupmannah. og Gautaborgar Agatha hin júgóslavneska og sonurinn. í Keflavíkurspitala 28 ára gömlu Agötu Benk- ovc frá Júgóslavíu. Hún ól sveinbarn hér í sjúkrahúsinu í fyrradag, eftir að hafa tek- ið léttasótt um borð í flug- vél, er hér hafði viðkomu á leið sinni vestur um haf. Strax í morgun, eftir að Mbl. hafði borizt lesendum, tóku konunni og barninu að berast gjafir. Frá heimilum hér í bænum voru send hverskonar föt á móður og barn og jafnvel peningar. Búðir hér í bænum hlupu einnig undir bagga með mæðginunum. Til spítalans voru gerðar fjölmargar fyrir- spurnir héðan úr bænum og eins frá Reykjavík, um það hvað kæmi sér bezt fyrir hina fátæku móður að fá á sig og sveininn unga. En Agata er illa sett, því hún er mállaus að heita, ut- an þess sem hún talar sitt móðurmál, kann hún aðeins fáein orð í þýzku, já, nei, þökk, og þessháttar. Og með hinum mjög svo takmarkaða orðaforða hefur hún sífellt verið að tjá Jóni K. Jóhanns syni lækni, þakkir fyrir hin- ar góðu gjafir er henni og litla kút hafa borizt. — Helgi S. A Ð undanförnu hafa farið fram viðræður milli flug- málastjórna íslands annars vegar og Stóra-Bretlands og Norðurlandanna þriggja hins vegar. Hefur þar m. a. verið rætt um framtíðarfyrirkomu- lag á flugsamgöngum milli íslands og þessara landa. Ár- angurinn hefur m. a. orðið sá, að í vor taka Loftleiðir upp ferðir milli Reykjavíkur og Helsingfors með viðkomu í Ósló og mun félagið hafa Cloudmaster-flugvél á þess ari flugleið. Flugfélag íslands mun jafnframt auka ferðir sínar til Stóra-Bretlands í sumar um eina í viku. Með fluginu til Helsingfors hefja Loftleiðir ferðir á nýrri leið, sem íslenzkt flugfélag hefur ekki flogið áður. Hingað til hefur höfuðborg Finnlands aðeins haft beint flugsamband við New York með vikulegum ferðum. Pan American, sem flogið hefur það- an með viðkomu í Stokkhólmi, Osló og Keflavík. Náðu ekki samkomulagi Fyrrgreindar viðræður hófust hér í Reykjavík ekki alls fyrir löngu með komu fulltrúa brezku flugmálastjórnarinnar, Mr. Sho- velton ,sem þá ræddi við flug- málastjórann, Agnar Kofoed Hansen. ásamt fulltrúum beggja flugfélaganna. Loftleiðir höfðu sl. sumar tvær vikulegar ferðir til Bretlands, til London með viðkomu í Glasgow. Vildi brezki fulltrúinn takmarka ferðir Loftleiða eftir að Cloud- master-flugvélarnar yrðu teknar í notkun við eina vikulega ferð til Bretlands, þ. e. til Lundúna. Öskir Loftleiða voru hins vegar að fá tvær ferðir til London og eina til Glasgow. Glasgow yrði þó ekki endastöð, heldur aðeins komið þar við á leið til Stavang- er. Bretar vildu ekki fallast á þetta en buðu þá tvær vikulegar ferðir til Bretlands, aðra til Lundúna, hina til Glasgow. Ekki náðist endanlegt samkomulag og var frekari viðræðum frestað. Óttast lágu fargjöldin Fulltrúi brezku flugmálastjóm Framh. á bls. 15 Námu- s/ys COALBROOK, Suður-Afríku, 22. jan. (Reuter). — Björgunarlið með gasgrímur barðist við það í dag að grafa sig fram gegnura grjótskriðu sem fyllt hafði námugöng á fimmtudagskvöld og innilokað rúmlega 400 námu- menn 180 metrum undir yfir- borði jarðar. Margir björgunarmannanna voru vonlitlir um árangur. Eina þeirra sagði er hann kom upp úr göngunum til að fá nýja súr- efnishleðslu í öndunartæki þau er björgunarmennirnir verða að bera vegna gas-lofts: „Við verð- um ef til vill að grafa míluleið gegnum urðina .... Við vitum að þetta er vonlaust." Niðri i námugöngunum, þar sem björg- unarliðið er að vinnu, gýs stund- um upp baneitrað gasloft. Hefur verið komið fyrir hundruðum Framh. á bls. 15 Massu í stofufangelsi PARÍS, 22. jan. — De Gaulle, Frakklandsforseti, hélt í dag fund með yfirforingja hersins í Alsír og helztu ráðgjöfum í Alsír málum. Massu, foringi fallhlífa- liðsins í Alsír og yfirmaður hers- ins í Algeirsborg, átti upphaflega að sitja fundinn, en vegna ósam- komulags við de Gaulle um Alsírmálið hefur Massu verið sviptur embætti og fregnir herma, að hann sitji í stofufang- elsi í París. — í yfirlýsingu, sem gefin var út að fundinum lokn- um, sagði m. a. að de Gaulle hefði þegar markað stefnuna. — Alsírbúar ættu að fá sjálfs- ákvörðunarrétt um framtíðar- stjórn landsins, franska stjórnin svo og þingið hefði samþykkt þessa stefnu. Hún yrði fram- 'kvæmd. — Þá sagði í yfirlýsing- unni, að de Gaulle mundi fara til Alsír hinn 5. febrúar næst- komandi til að kynna sér ástand- ið. Hann mundi hafa tal af hern- aðarlegum og borgaralegum yfir- völdum og reyna að gera sér sem gleggsta mynd af afstöðu ibúanna til "hinnar mörkuðu stefnu hans í málefnum landsins. Atlas er nákvœmari — segir Bandaríkja- maður WASHINGTON og Moskvu, 22. janúar — Formaður eldflauga- nefndar bandaríska flughersins lét svo um mælt í dag, að hægt væri að skjóta bándarísku Atlas- eldflauginni 10.000 km. vega- lengd eða meira og hægt sé að stjórna henni nákvæmar í mark en rússnesku eldflauginni, sem skotið var út á KyrraháfT Rússneska eldflaugin er sögð hafa farið 12.500 km. vegalengd. — í Moskvu hefur mikið verið rætt um „Kyrrahafs-skotið‘- og eru’bollaleggingar um, að innan tíðar verði komið upp rannsókn- arstöðvum á tunglinu og Mars. Einn fremsti sérfræðingur Rússa á þessu sviði segir, að eldflaug þessi hafi verið aflmeiri en sú, sem skotið var til tunglsins. Hann sagði að síðasta þrepið hefði ver- ið tómt, en ef það yrði líka hlað- ið orku væri hægt að skjóta eldflauginni enn lengra. — Rússnesku blöðin gátu hins veg- j^r varla hinnar vel heppnuðu til- rarrna Bandaríkjamanna, er þeir skutu eldflaug með apa upp í há- loftin og náðu honum aftur heil- um á húfi. Lúðvík játar LÚÐVlK Jósepsson hefur nú játað, að hann hafi með yf- irlýsingu, er hann gaf fyrir hönd vinstri stjórnarinnar við síðustu Dagsbrúnarsamninga, heimilað vinnuveitendum að miða við hið hækkaða kaup- gjald við ákvörðun verðlags. I þessu fólst auðvitað það, að kauphækkun sú, sem Dags- brúnarmenn fengu var fyrir- fram tekin af þeim me ð bak- samningi Lúðvíks við vinnu- veitendur. Játning Lúðvíks birtist í Þjóðviljanum í gær, en þar segir, að yfirlýsingin hafi verið „um það eitt, að við á- kvörðun á verðútreikn- ingum hjá verðlagseftir- litinu yrði að sjálfsögðu miðað við hið nýumsamda kaup“. Þess skal einnig getið, að Þjóðviljinn skýrði frá þættl Lúðvíks í samningsgerðinni 24. sept. 1958, í frásögn af Dagsbrúnarfundi, á þessa leið: „Eðvarð þakkaði í ræðu sinni Lúðvík Jósepssyni, sjávarútvegsmálaráð- herra, SÉRSTAKLEGA fyrir þann mikla þátt, sem hann átti í, að svo hag- kvæmir samningar náð- ust“. Þessar tilvitnanir sanna, svo ekki verður um villzt, að „kauphækkun“ sú, sem Dags- brúnarmenn fengu í táð vinstri stjórnarinnar, var blekking ein og, að andstæð- ingar kommúnista í Dagsbrún hafa í einu og öllu farið með rétt mál í gagnrýni sinni á vinnubrögðum þeirra við samningsgerðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.