Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. jan. 1960 jf/Iinrrmnr 4 *> | f) 13 Frejus-söfnunin nam 25 þús. kr. stutt samtal við Irmu Weile Jónsson Nefnd sú, sem gekkst fyrir söfn- un til bágstaddra í Frejus eftir að flóðgarðurinn brast þar, af- ihenti s.l. föstudag sendiherra Frakka hér á landi söfnunarupp- hæðina ,sem var nærri 15 þús. kr. Einnig voru gefnar vörur fyr- ir 10.000 kr., teppi og annað, sem Irma Weile Jónsson, ein úr nefnd inni; mun afhenda í París er hún verður þar á ferð innan skamms. Samkvæmt síðustu tölum létu 241 maður lífið í Frejus, 28 týnd- ust og 2524 fjölskyldur eru heim- ilislausar. í gær átti fréttamaður Mbl. tal við Irmu Weile Jónsson af þessu tilefni. Hún beitti sér mjög í söfnuninni, enda ekki óvön slík- um störfum þar sem hún vann á yngri árum að hjálparstarfsemi í Þýzkalandi og á m.a. Rauða Kross heiðursmerki frá þeim tíma. Frú Irma er einnig mikill Frakklandsvinur, enda ætt henn- ar þaðan komin. Getur hún rakið ætt sína aftur til 1183. Arið 1630 fluttist Hugenottinn Jack Pierre Severien frá Province-héraði í Frakklandi til Danmerkur, og hef ur ætt hennar verið þar síðan. Sú grein sem frú Irma er af, fluttist þó til Þýzkalands með afa hennar sem giftist til bæjarins Celle ná- lægt Hannover og segir frúin að íslenzkir ferðahópar hafi stund- um skoðað gömlu ættarhöllina þar. Frú Irma Weile Jónsson var óperusöngkona á yngri árum, en hefur nú búið á Islandi í fjölda mörg ár, gift Asmundi Jónssyni frá Skúfsstöðum. Hefur frúin oft 79 af stöðinni ö nngversku Seldist gersamlega upp á þrem mánuðum ! Þetta er Jacob Peder Severien, einn af forfeðrum Irmu Weile Jónsson. Hann var m. a. eigandi Dronninglund hallarinnar á Norð ur Jótlandi og þar hangir þetta málverk af honum eftir málar- ann Pilo. haldið fyrirlestra um íslenzk mál í Þýzkalandi. Fimmta febrúar næstkomandi fer hún í eina slíka fyrirlestrar- ferð. Leggur hún upp með Gull- fossi og verður vörugjöfin til Frejus send með sama skipi. sennilega fara strax á eftir til Parísar til að afhenda gjöfina og halda að því búnu til Sviss,, þar sem hún heldur fleiri fyrir- lestra um Island í útvarp, á þýzku í Ziirich, á ítölsku í Lugano og frönsku í Genf í lok marzmánaðar. Frúin talar 8 tungumál. ítölsk- una lærði hún á barnsaldri, er faðir hennar, fornleifarfræðingur- inn Jens Weile, var prófessor við | háskpla í Pisa og Flórens og jafn framt þýzkur ræðismaður. Eftir dauða hans fluttist fjölskyldan til Hamborgar. Frú Irma er nú íslenzkur ríkisborgari. — Ég er stolt af að geta farið utan með gjöf frá frá þessu litla landi, sem hefur sýnt skilning á neyð annarra og ég er hreykin af að vera borgari þeirrar þjóðar, sem þessa rausn hefur sýnt, sagði | frú Irma að lokum. NÝTT LEIKHÚS SðNGLEIKllRINN Rjúkandi rdð 42. sýning annað kvöld sunnud. kl. 8. Aðgöngumiðasala milli kl. £ og 6 í dag. — Sími 22643. NÝTT LEIKHÚS Kveðst hún halda fyrirlestur í út varpið í Hamborg um Island eftir að hún kemur þangað, Þorrablótið er hafið EINS og fyrr hefur verið frá skýrt, var skáldsaga Indriða G. Þorsteinssonar, 79 af stöðinni, gefin út í Ungverjalandi snemma á sl. hausti. Fregnir hafa nú bor- izt um það frá Búdapest, að bók- in hafi hlotið. hina beztu dóma og sé nú þegar uppseld. Það var forlag ið Evrópa i Búda pest, sem sá um útgáfu bókarinn ar, m hún er gef in út í flokki smábóka, sem ætlaður er til kynningar á er- lendum nútíma- bókmenntum. — Meðal annarra höfunda, sem bækur eiga í sama flokki, má nefna Jean-Paul Sart re, William Faulkner, Halldór Kiljan Laxness, Friedrich Dúrr- enmatt, John Osborne og fleiri. Skáldsaga Indriða hefur eign azt þakklátan lesendahóp í Ung- verjalandi. Margir gagnrýnendur hafa ritað um bókina og allir far ið um hana lofsorðum. Jafnframt er það að segja af viðbrögðum almennings, að leigubílstjóri einn skrifaði um bókina í dag- blað í Búdapest og mælti ákaft með henni við stéttarbræður sína. Þegar nokkru fyrir jól, eða rúm- um þrem mánuðum frá útgáfu- degi, var upplagið, 8000 eintök, gersamlega uppselt. Fyrsta býðing af íslenzku Þýðandi bókarinnar er ung- verskur menntamaður, Bernáth István að nafni, og sneri hann sögunni beint af frummálinu. — Mun 79 af stöðinni, sem á ung- versku heitir annárs A 79-es so- för, vera fyrsta bókin, sem út er gefin í Ungverjalandi þýdd milliliðalaust úr íslenzku. Bernáth István hefur áður snú ið á ungverska tungu nokkrum af ljóðum Davíðs Stefánssonar, en er um þessar mundir að hefj as‘ handa um þýðingu á íslands klukkunni eftir Halldór Kiljan Laxness. Þegar að því verki loknu er hann ráðinn til að þýða þrjár hinar helztu sögur ís- lenzkra fornbókmennta, Njálu, Eglu og Laxdælu. (Frá Iðunn- arútgáfunni). Blóm afskorin og í pottum. Gróðrarstöðin við Miklatorg. Sími 19775. Indriði Keflavík og núgrenni Svein B. Johansen talar um efnið: ALVARLEGASTI VIÐBURÐUR VORRA DAGA — HVE ER HANN? Ekki er víst að fólk sé á einu máli um, hver hann er. Komið og heyrið ofangreindri spurn- ingu svarað í „Tjarnarlundi“ sunnudaginn 24. jan. kl. 20:30. Einsöngur — Litskuggamyndir. Allir velkomnir. Dansieikur í kvöld kl. 9 2 hljómsveitir leika DISKÓ kvintettinn VENUS kvartettinn ásamt söngvaranum Harald. G. Haraldssyni Óskalög kvöldsins: Alright and ok, Sea of love, Revely Good rocking to night. Keeping and knocking, Jimy Jimy, Carinrose lane, Tisket to the blon. ATH: Lækkað verð. Aðgöngumiðasaia kl. 4—6 og eftir kl. 8. IDNÓ IDNÓ Söngvarar Díana Magnúsdóttir og Berte Möller „Gxxb g&{iyað égværi feominn í rúmið, háttaður, sofnaður, vaknaður aftur* og farinn að éta". Tæpar 2000 blaðsíður ú oðeins 157 krónur! 8 úrvals skemmtibækur, samtals tæpar 2000 blaðsíður í stóru broti, seljast fyritr aðeins 157 krónur. Gerið nú góð bókakaup! — Bækurnar eru þessar: ★ í örlagafjötrum Aður 30 kr. Nú 20 kr. ★ Arabahöfðinginn Aður 30 kr. Nú 20 kr. ★ Synir Arabahöfðingjans Aður 25 kr. Nú 20 kr. ★ Denver og Helga Aður 40 kr. Nú 20 kr. ★ Rauða akurliljan Aður 36 kr. Nú 20 kr. ★ Dætur frumskógarins Áður 30 kr. Nú 20 kr. ★ Svarta leðurblakan Aður 12 kr. Nú 7 kr. ★ Klefi 2455 í dauðadeild Áður 60 kr_ Nú 30 kr. Bók Chessmans verða allir að lesa. „Ódýru bækurnar“ eru sendar gegn eftirkröfu, burðar- gjaldsfrítt, ef pöntun nemur minnst 100 krónum. — 1 Reykjavík fást bækurnar í Bókhlöðunni, Laugavegi 47. Bóksalar og aðrir sem panta minnst 5 eintök af hverri bók, fá 20% afslátt frá þessu lága verði. SÖGUSAFNIÐ Pósthólf 1221. — Reykjavík. — Sími 10080. ! I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.