Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. jan. 1960 MORCUNBLAÐIÐ 3 20 —myboro 3o 4 o 5o ^Aurturallirm---|4£|^£20 3o 40 50 ->-----1------1-----1-----— í>0m- Risabrú yfir Stórabelti UNDANFARIN ellefu ár hef- ur nefnð 25 danskra sérfræð- inga unnið að því að rann- saka möguleika á því að brúa Stórabelti. Hefur þessi Stóra- beltisnefnd nú skilað áliti sínu, sem er gefið út í tveim bindum. Þar reikna sérfræð- ingarnir með því að brúin verði fullbyggð árið 1980. Mið- að við verðlag árið 1955 er reiknað með að brúin kosti um 1,300 milljónir danskra kr. j Bifreiðaeign Dana Hingað til hefur ekki þótt I svara kostnaði að brúa Stóra- belti. Til þess að brúin borgi sig þarf ákveðinn bílafjölda á dag að fara um hana. Bif- reiðaeign Dana var um 502 þúsund um síðustu áramót, en sérfræðingarnir búast við því að árið 1980 verði bifreiða- fjöldin norðinn 1150 þúsund, og nægir það til að tryggja brúnni tekjur til að standa undir byggingarkostnaðinum. En samtök bifireiðaeigenda í Danmörku eru ekki sammála nefndinni í þessu máli. Þau álíta að bifreiðafjöldinn árið 1980 verði orðinn 1480 þúsund og sé möguleiki fyrir því að brúin geti talsvert fyrr svar- að kostnaði. 15 kílómetra brú Þegar vinna hefst við brúnna, munu 5000 manns starfa að byggingunni. Full- gerð verður hún tæpir 15 km á lengd, mesta brú veraldar. Verður brúin á tveim hæðum. A efri hæð verða fjórar ak- reinar, tvær í hvora átt, þar sem reiknað er með að 2500 bifreiðir geti ekið yfir á klukkustund. Á neðri hæðinni er gert ráð fyrir tveim járn- brautum en á milli þeirra ak- brautir fyrir reiðhjól, „skelli- nöðrur‘‘ og mótorhjól. Yfir alþjóðasiglingarleið Þar sem brúin verður byggð yfir alþjóðasiglingarleið, verð ur hún að vera það hátt yfir haffletinum að stærstu skip veraldar komist undir hana. Verða því hæstu stöplarnir 125 metra háir, en brúin sjálf í um 70 metra hæð. Til sam- anburðar má geta þess að ráðhústurninn í Kaupmanna- höfn er „aðeins“ 105 metrar, en hæstu hús á íslandi, 12 hæða húsin í Reykjavík, eru um 36—40 metrar. JT. Kasper, Jasper og JÓnatan ~ ' Þjóöleikhúsinu NÆSTKOMANDI miðvikudag frumsýnir Þjóðleikhúsið Karde- mommubæinn eftir Thorbjörn Egner. Þetta er gamansöngleikur, sem fyrst og fremst er ætlaöur börnum, en sennilegt að fullorðn- ir skemmti sér einnig engu minna en börnin. Þjóðleikhússtjóri Guðlaugur Rósinkranz skýrði blaðamönnum frá því á fundi er hann boðaði til í gær að höfundur leiksins, sem væri Norðmaður, hefði einn ig samið lögin og ljóðin, gert teikningar að búningum og að tjöldum. Væri Égner mörgum kunnur hér, til dæmis fyrir barna söguna Karíus og Baktus, sem gefin hefur verið út hér og flutt í barnatíma útvarpsins, og einn- ig fyrir þetta leikrit, sem flutt var í framhaldssögu-formi í barnatímanum, ★ Hugmyndin frá Sikiley. Segja mætti að leikurinn gerð- ist „í litlum bæ á bak við heim- inn“, en höfundurinn fékk hug- myndina að sögunni er hann dvaldi um skeið á Sikiley, þar sem fólkið var glatt, áhyggju- laust og elskulegt. Leikstjóri er Klemens Jónsson og er hann enginn nýliði við barnaleikrit, setti til dæmis í fyrra upp hið vinsæla barnaleik- rit Undraglerin. Klemens, sem Viðstaddur var á fundi Þjóðleik- hússtjóra, tók það fram að þótt leikritið væri bæði fyndið og fjörugt, væri það einnig tákn- rænt og hefði boðskap að flytja. Það sýndi að með vinsemd og velvilja væri unnt að breyta öllu til betri vegar. A Hlutverkin ' Alls koma fram í leikritinu yf- ir 40 manns, en helstu hlutverk eru þessi: Ræningjarnir þrír, Kasper, Jasper og Jónatan, sem leiknir eru af Ævari Kvaran, Baldvin Halldórssyni og Bessa Bjarnasyni. Borgarstjórann, sem jafnframt er lögreglustjóri og vill ógjarnan vera að dæma fólk fyr- ir smáyfirsjónir, leikur Róbert Arnfinnsson. Soffía frænka, tepruleg meykerling, sem vill að allt fari siðsamlega fram í Kardemommubæ, er leikin af Emilíu Jónasdóttur. Svo er það Tobbi gámli veðurfræðingur, sem Jón Aðils leikur. Tobbi gamli býr í háa turninum, en þaðan gáir hann til veðurs og tilkynnir bæj arbúum veðurbreytingar. En það er mjög sjaldgjæft, því yfirleitt er alltaf sólskin í Kardemommu- bæ. Ekki má gleyma dansfólkinu, sem þarna kemur fram undir stjórn Eriks Bidsted en hann kom aftur til íslands um síðustu ára- mót, eftir að hafa séð um dans- ana i „My Fair Lady“ í Kaup- mannahöfn. Hljómsveit Þjóðleiks hússins leikur í þetta skipti und- ir stjórn Carls Billich. Þá koma þarna fram hundar og kettir, asnar, úlfaldi og fleiri skemmtiieg dýr. Frú Hulda Valtýsdóttir þýddi leikritið, en Kristján skáld frá Djúpalæk ljóðin. I 0: 0 *f 0 0 0 :0 0 0 0 0 0 0 0:0 0 0 0' Tillaga um mæðra heimili rædd i bæjarstjórn FUNDI sl. fimmtudag var borin fram svohljóðandi til- laga frá bæjarfulltrúum Al- þýðubandalagsins: „Bæjarstjórnin ályktar að fela bæjarráði og borgarstjóra félags- mála að hefja nú þegar nauðsyn- legan undirbúning þess, að bær- inn stofnsetji og starfræki mæðra heknili, þar sem einstæðar mæð- ur og aðrar konur, sem við erfið- ar heimilisástæður búa, geti dval Ur leikritinu. izt nokkurn tíma, fyrir og eftir barnsburð.“ Guðmundur Vigfússon mælti fyrir tillögunni. Kvað hann mál þetta ekki nýtt af nálinni, því slíkt mæðraheimili hefði verið starfrækt í Tjarnargötu 16 frá 1943 til 1950, en þá hefði starf- ræksla þess fallið niður þar eð forstöðukonan hefði verið öldruð orðin og farin að heilsu. Þyrfti ekki að lýsa því, hver nauðsyn væri á slíku heimili hér í Reykja vík, og hefði Bandalag kvenna í borginni á flestum aðalfundum sínum gert samþykktir í þessu máli. Hefðu bæjarfulltrúar Al- þýðubandal. því talið rétt að hreyfa málinu og myndi bæjar- s tjórnin ekki þurfa að deila um nauðsyn þess. Frú Auður Auðuns, borgar- stjóri, vék í upphafi máls síns að mæðraheimili því, er starfrækt hefði verið í Tjarnargötu 16, er Guðmundur Vigfússon hafði rætt um. Kvað borgarstjóri þessu heimili hafa verið ætlað að vera athvarf fyrir ógiftar mæður (einkum) fyrir og eftir barns- burð. Hefði það verið stofnað fyrir áeggjan ljósmæðrasamtak- anna og fröken Þuríður heitin Bárðardóttir verið einn aðal- hvatamaður að því og veitt því forstöðu fyrstu árin. Misskiln- ings hefði gætt hjá Guðmundi Vigfússyni, er hann hefði talið ástæðu fyrir lokun mæðraheim- ilisins þá, að forstöðukonan hefði verið öldruð orðin og heilsulaus. Ástæðan fyrir því að heimilið var lagt niður, hélt borgarstjóri áfram, var sú, að aðsókn var svo lítil og stundum dvaldi þar ekki nema ein kona. Hinsvegar þurfti Og aðstæður a um töluverðan að ræða. — að hafa þar starfsfólk til staðar allar, og því hallarekstur Má leiða ýmsum getum að því, hvers vegna aðsókn minnkaði svo að heimilinu. Mun það að nokkru leyti hafa stafað að því, að nýja fæðingardeildin hafði þá fyrir nokkru tekið til starfa og stór- bætt aðstöðu fæðandi kvenna. Gott samstarf var ætíð milli gömlu fæðingardeildarinnar og mæðraheimilisins, er gerði það að verkum, að konur, sem komn- ar voru inn á fæðingarheimilið vorU öruggar um að fæða bam sitt annað hvort þar eða á fæð- Ingardeildinni, sem á þessum ár- um þurfti að vísa fjölda kvenna frá. Þá vék borgarstjóri að tillög- unni, er fjallaði um, að hafinn yrði undirbúningur að stofnun slíks mæðraheimilis á ný, og kvaðst af fenginni reynslu hika við að slá því föstu að sett yrði á fót mæðraheimili. Að sjálf- sögðu væri erfitt að gera sér grein fyrir aðsókn að slíku heim- ili og eftirspurn eftir dvöl, en. um þetta atriði mundi þó mega fá nokkrar upplýsingar hjá mæðraverndinni, er hefði sam- band við svo til allar barnshaf- andi konur í bænum. Kvaðst borgarstjóri telja rétt að athugað yrði gegnum mæðra verndina, hvort eftirspurn væri líkleg eftir dvöl á slíku mæðra heimili og gæti slík rannsókn al- tént orðið vísbending. Eins og Guðmundur Vigfússon hefði tek- ið fram, þekktu flestir erfiða aðstöðu margra kvenna, kring- um barnsburð, en þeirri stað- reynd mætti ekki heldur gleyma hve lítil aðsókn var orðin að mæðraheimilinu. Með tilvísun til iramansagðs, kvaðst borgarstjóri vilja leggja til að tillögu Alþýðu bandalagsmanna yrði vísað til bæjarráðs. Nokkrir fleiri tóku til máls, þar á meðal frú Valborg Bents- dóttir, en að umræðum loknum var tillaga borgarstjóra félags- mála samþykkt og málinu vísað til bæjarráðs og borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.