Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 2
2 MORCJlTSni.AÐlÐ Laugardagur 23. jan. 1960 0 0 + 0 0 0 0 0 0 00 0 0 0 0 6000 kw. orka til ÞAR eð afli niun ekki berast á land í dagr, er kynnisferð Heim- dallar í frystihúsið tsbjöminn frestað til næsta laugardags. Stjórn Heimdallar Yfirlýsing frá 1958 Ef litið er á þá yfirlýsingru, sem Lúðvík Jósefsson gaf í samn ingaviðræðum Dagsbrúnar við atvinnurekendur árið 1958, verð nr það greinilega ljóst, að með henni er því heitið, að verðlag megi hækka í samræmi við væntanlega kauphækkun. En yfirlýsing Lúðvíks um þetta efni var á þessa Jeið: „Sú meginregla skal gilda við \ verðlagsákvæði eftir gildistöku ) hins nýja Dagsbrúnarsamnings, [ ^ að miðað sé við hið umsamda s kaup við ákvörður. verðlagning- ) ar og nýjar verðreglur ákveðnar \ sem fyrst, hafi kaupbreyting- s in teljandi áhrif á verðútreikn- ) inginn .. . “ . \ Fram hjá þessari yfirlýsingu s komast kommúnistar ekki. Þeir í reyndu að telja Dagsbrúnarverka \ mönnum trú um að þeir væru s að bæta kjör þeirra með nýrri S kauphækkun, enda þótt samtímis [ væri um það samið að hún skyldi s af þeim tekin með hækkun verð j lagsius . . ,í — Námuslys Nú hefur Lúðvík Jósefsson reynt að klóra yfir þessa yfir- lýsinu sína frá haustinu 1953, meðan hann ennþá sat í ríkis- stjórn. En honum ferst þetta svo illa, að hann staðfastir í raun og veru það sem hann er að reyna að afsanna. Hann segir í yfirlýsingu sinni í Þjóðviljanum I gær, að af hálfu vinstri stjórn- arinnar hafi því verið Iýst yfir „að við ákvörðun á verðútreikn- ingum hjá verðlagseftirlitinu yrði að sjálfsögðu miðað við hið nýumsamda kaup“, sem Dags- brúnarmenn myndu fá sam- kvæmt hinum nýju samningum. vcrrnor- liðsins í GÆR aflaði blaðið sér upplýsinga um það hvernig rekstur nýja orkuversins við Efra- Sog gengi. Önnur véla- samstæðan h e f u r nú verið keyrð frá því fyrir jól og gengið að óskum. Gert er ráð fyrir að hin samstæðan verði fullbú- in í lok febrúarmánaðar. Um þessar mundir standa yfir samningar m i 11 i Rafmagnsveitna ríkisins og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli um sölu á rafmagni til þess, og er gert ráð fyrir að varnarliðið fái 6000 kw. orku til sinna þarfa síðari hluta næsta mán- aðar. Til þessa hefur Keflavíkurflugvöllur fengið rafmagn frá eigin dieselstöð, en hún mun í framtíðinni verða notuð sem varastöð á orku- veitusvæði Sogs, þegar þurfa þykir. Þrátt fyrir þessa auknu rafmagns- notkun frá Sogi er gert ráð fyrir að fyrst í stað þurfi ekki að nota nema orkuna frá annarri véla- samstæðunni í h i n n i nýju stöð. í ráði er að leggja sæ- streng til Vestmanna- eyja og leiða þangað raf- magn frá Sogi einnig, en allt það mál er á athug- unarstigi enn sem komið er. — Frakkland er SV-átt með 10— 12 stiga hita, en um vestan- vert Atlantshafið og austur- strönd Bandaríkjanna er norðanátt með vægu frosti, 2 stiga frosti í New York. Veðurútlit kl. 22 í gærkv.: Tvær lægðir fyrir sunnan landið, önnur nálægt Vest- mannaeyjum, hin vestur af írlandi og hreyfist hún norð- ur eftir. SV-land og SV-mið: A-átt, 0" 18 stiga hitamunur á Islandi Á KORTINU í dag ber mest á stóru lægðarsvæði suður af íslandi og má segja að það ráði veðri á norðanverðu Atlantshafi og vestanverðri Evrópu. Hér á landi er aust- anátt og’frostlaust og rigning á S- og A-landi, með 2—4 stiga hita. En í Scoresbysundi á Grænlandi, sem er í aðeins 400 km fjarlægð frá Vestfjörð um, er 30 stigum kaldara. Um Bretlandseyjar og allhvass með köflum, rigning. Faxaflói til N-lands, Faxa- flóamið og Breiðafjarðarmið: A- og NA-strekkingur, þíð- viðri, úrkomulítið. NA-land og Vestfjarðamið til NA-miða: Allhvass NA, stormur á djúpmiðum, slydda eða rigning. Austfirðir, SA-land, Aust- fjarðamið og SA-mið: A-kaldi í nótt, en allhvass á morgun, rigning. Framh. af bls. 1 kanarífugla í smábúrum niðri í göngunum, til þess að vara björg- unarliðið við ef nýtt gasgos á sér stað, og skundar þá björgunar- liðið upp úr göngunum. Sífeht grjóthrun er í göngunum þar sem unnið er að björgunarstarfinu. „Við heyrum bresti í loftinu yf- ir göngunum," sagði einn björg- unarmannanna. — Allt grjót sem fellur, gefur frá sér þrumu- hljóð. Við vitum að allan tim- ann hangir líf okkar á þræði.“ Samkvæmt síðustu frétum var talin lítil von um björgun og er álitið að hér sé um að ræða mesta námuslys sem um getur. Aðstandendur þeirra sem inni- lokaðir eru, hafa safnast saman við innganginn í námuna og biðj- ast þar fyrir, og sérstök guðs- Iþjónusta var haldin í Jóhannes- I arborg á föstudag. þegar. Við Skaftafellsbrekkur er vatnið nú orðið um 3 m á dýpt. Hin síðari ár hafa hlaupin í Skeiðará verið fremur hæg, þ. e. þau hafa verið lengi að renna fram og eldgos hafa ekki fylgt þeim síðan 1934. Átökin um Dagsbrún Um þessa helgi fara fram stjórnarkosningar í verkamanna félaginu Dagisbrún, sem er stærsta verklýðisfélr/' landsins. Kommúnistar hafa um árabil stjórnað þessu félagi og farizt það illa úr hendi. Þeir hafa fyrst og fremst haft áhuga fyrir því, að beita félaginu fyrir hinn pólit- íska stríðsvagn sinn, en minni áherzlu lagt á baráttu fyrir raun verulegum hagsmunum verka- mannanna. Undanfarin ár hefur stór hópur verkamanna gert sér þetta ljóst. En andstæðingar kommúnista í Dagsbrún hafa átt Örðugt um vik. Hin kommúniska stjórn félagsins hefur beitt þá margvislegu ofbeldi og fanta- tökum. Tilfinnanlegast er þó það, að hundruð manna í félag- inu hafa verið hindraðir í því að neyta atkvæðisréttar síns við hverjar stjórnarkosningar á fæt- ur öðrum. Kommúnistar hafa haldið þeim utan við kjörskrá, sem þeir einnig hafa haldið leyndri fyrir andstæðingum sín- um. Þannig er lýðræðið í þeim fé- lögum, sem kommúnistar ráð.i. En lýðræðissinnaðir verkamenn innan Dagsbrúnar eru stöðugt að efla samtök sín. SKEIÐARÁ fer sívaxandi og er nú á að gizka 800—1000 m á breidd undan Skaftafells- brekkum. Mun nú komið á að gizka hálft hlaupvatn í hana. Ekki var hún í gær farin að brjóta úr jöklinum að neinu ráði og gerir vart, nema hún brjóti sér nýjan farveg undan jöklinum, en símastaurar á Skeiðarársandi voru komnir um 5 m í sand og símalínan yfir sandinn rofin. Þó er símasamband austur yfir gegnum talstöð. Staurar fallnlr í samtali við Ragnar á Skafta- felli, er blaðið átti í gærkvöldi, sagði hann að 8 símastaurar væru fallnir og búist væri við að tveir myndu falla þá og Kosninga- skrifstofa B-listans Snjallræði Lúðvíks Frá því hefur verlð skýrt, að þegar Dagsbrún samdi síðast um kaup og kjör árið 1958, þá hefði sjávarútvegsmálaráðherra kom- múnista, Lúðvík Jósefsson, gefið út yfirlýsingu um það að at- vinnurekendum skyldi heimilt að hækka verðlag, sem svaraði til þeirrar kauphækkunar, sem um yrði samið. Með þessu var í raun og veru samið um það fyrirfram, að væntanleg kauphækkun Dags brúnarmanna skyldi samstundis tekin af þeim aftur í hækkuðu verðlagi. Má þá öllum vera ljóst, hverskonar „kjarabót" verka- mönnum var að slíkri kauphækk Kosninga- skrifstofa B-listans í Dagsbrún KOSNINGASKRIF- STOFA lýðræðissinna í Dagsbrún er í Breið- firðingabúð (efri hæð). Símar skrifstofunnar eru: 2-49-31 og 2-49-37 Stuðningsmenn B-list- ans eru beðnir að hafa samband við skrifstof- una og veita aðstoð og upplýsingar í sambandi við kosninguna. /' NA /5 hnúiar X SnióÁoma V Shirir 'MIZ, KuUaskH H HcsS / SV 50 hnútar » Úti K Þrumur Hitcskii L LosqS Tíu hlaup á þessari öld Ragnar á Skaftafelli sagði að alls hefðu orðið 10 hlaup í Skeið- ará á þessari öld, hið fyrsta 1903. Var það stórt hlaup og fylgdi því eldgos og öskufall. Þá varð hlaup 1913 öllu minna og ekki fylgdi því eldgos. 1922 varð stórt hlaup og fylgdi því eldgos og öskufall. 1934 varð einnig stórt hlaup með eldgosi og öskufalli. Hlaupin hægari nú 1938 fylgdi ekki eldgos hlaup- inu og hefur ekki gert síðan. 1939 varð einnig hlaup en frem- ur lítið og stóð það í mánuð. Sama gilti um hlaupin 1941 og 1945 nema hvað hið síðasta varð þeirra stærst. 1948 varð töluvert mikið hlaup en rann hægt og stóð lengi. Hlaupið 1954, sem er hið síðasta á undan því sem nú hleypur fram, var mikið en um það gildir sama og hin fyrri, að það stóð lengi og rann fremur hægt. ísfisksölur lélegar FISKMARKAÐURINN í Bret- landi og raunar Þýzkalandi líka hefur verið óhagstæður undan- farið og þeir smáslattar, sem tog- ararnir hafa náð hér á heima- miðum og farið með til sölu, hafa selzt illa. í gær hafði fisk- markaðurinn í Grimsby þó tekið við sér á ný. Var Þorkell Máni þar með 145 tonn af ísvörðum fiski og seldi hann fyrir rúmlega 9800 sterlingspund. ♦-------------- VVARDARKAFFI í Valhöll í dag kl. 3—5 síðd. ♦---------------♦ Píanótónleikar GUÐRÚN Kristinsdóttir píanó- leikari frá Akureyri, heldur tón- leika fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins n.k. þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 7 í Aust- urbæjarbíói. Á efnisskránni eru verk eftír Schubert, Beethoven, Bartók og Debussy. Guðrún er Reykvíking- um að góðu kunn, því að hún lék hér á vegum Tónlistarfélagsins fyrir 2 árum og hlaut framúr- skarandi góðar viðtökur. Einnig lék hún með Sinfóníuhljómsveit- inni. Hún hélt tónleika í Kaup- mannahöfn í sl. nóvembermánuði og fékk mjög lofsamlega dóma í dönsku blöðunum, sem töldu hana bezta píanóleikara af yngri kynslóðinni, sem nú eru á Norð- urlöndum. Guðrún heldur tónleika á Akranesi á morgun (sunnudag) kl. 4 e. h. i Bólusót! í Moskvu i i MOSKVU, 22. janúar. — Bólu ( l sótt er komin upp í Moskvu S S og verða allir borgarbúar t í þegar bólusettir. Jafnframt \ \ allir þeir, sem fara frá borg- S S inni og koma til hennar. Þeg- • | ar hafa 9 manns látizt vegna \ \ sóttarinnar, sem sögð er hafa S S borizt með manni, sem kom | ) þangað sunnan frá Indlandi. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.