Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. jan. 1960 M\)RGU1SBLAÐ1Ð 15 — Loftleiðir Framh. af bls. 1 arinnar taldi sig hins vegar ekk- ert hafa við það að athuga, að Flugfélag Islands bætti við einni ferð vikulega til Bretlands. Hefði viðkomu í Glasgow alla daga vik- unnar á leið til og frá Kaup- mannahöfn og auk þess eina beina ferð til Lundúna frá Reykjavík. Ljóst var því, að afstaðan gagn vart Loftleiðum var byggð á óttanum við að hin lágu fargjöld Loftleiða milli Bretlands og New York eftir að félagið tekur í notk un hraðfleygari flugvélar. Að vísu flýgur brezka flugfélagið BOAC með þotum yfir hafið og flytur margfalt meiri farþega en Loftleiðir á þessari leið. Fargjald Loftleiða er hins vegar tæpum 22 sterlingspundum lægra en lægsta fargjald BOAC og ann- arra flugfélaga, sem aðild eiga að alþjóðasambandi flugfélaga (IATA) og háð eru gjaldskrá þess. lega til eftirlits og viðhalds í verkstæði Braathens í Stavangri. Loftleiðir áætla að nota Cloudmaster-vélarnar á leiðinni til Hollands og Þýzkalands auk Lundúna. Verður flogið frá Reykjavík til Hamborgar um Amsterdam. Geta flutt 1260 farþega á viku Þannig mun Cloudmastervél- arnar tvær fara 5 vikulegar ferð- ir milli Evrópu og Ameríku. Tvær þeirra til Amsterdam og Hamborgar, eina til Helsingfors, eina til Stavangurs og þá fimmtu til Lundúna .Fastlega er búizt við að ekkert verði því til fyrir- stöðu, að samkomulag takist við brezku flugmálastjórnina um til- boð það, sem hún hefur þegar gert. Alls munu Loftleiðir fara 9 ferðir fram og til baka yfir haf- ið í sumar og verða ferðir Sky- mastervélanna tveggja til Norð- urlanda því fjórar með viðkomu í Osló, Gautaborg, Kaupmanna- höfn og sennilega Bergen. I Óbreytt áætlun til Svíþjóðar 1 fyrri viku var svo haldinn fundur flugmálastjóra Norður- landa í Osló og sótti Agnar Ko- foed Hansen hann. Þar var m. a. rætt um áætlun íslenzku flug- félaganna og náðist þar samkomu lag um að flugmálastjórarnir mæltu með því við ríkisstjórnir sínar, að kostur íslenzku flug- félaganna yrði ekki þrengdur á Norðurlöndum. Hins vegar, að Loftleiðir gætu bætt við einni vikulegri ferð til Kaupmanna- hafnar, þannig, að þær yrðu fjór- ar. Og jafnframt það, að félagið fengi réttindi til að hefja ferðir á nýrri leið, um Osló til Helsing- fors með Cloudmaster-vélum. Fór á annan veg Mikið hefur verið rætt um það í blöðunum, að Svíar hefðu hom í síðu Loftleiða vegna lágu far- gjaldanna, enda þótt SAS sé nú að taka í notkun stórar og hrað- fleygar farþegaþotur á Atlants- hafsleiðinni. Þess hefur jafnvel verið getið í blöðum ytra, að Sví- ar hefðu hvatt Norðmenn og Dani til að loka flughöfnum sínum fyr- ir Loftleiðum. Fundur flugmálastjóranna fór á annan veg: Loftleiðir munu áfram fljúga tvisvar vikulega til Gautaborgar. Loftferðasamning- ur Svíþjóðar og íslands hefur sem kunnugt er, ekki verið end- urnýjaður, en viðræður um hann munu að öllum líkindum hefj- ast í næsta mánuði og er að vænta þess, að engar breytingar verði þar gerðar á samkomulagi flugmálastjóranna. Skymaster til Norðurlanda Þess ber þó að gæta í þessu sambandi, að Loftleiðir munu áfram hafa Skymaster-flugvélarn ar á flugleiðum til Norðurlanda — aðeins með tveimur undan- tekningum: I fyrsta lagi ferðinni til Helsingfors með viðkomu í Osló og í öðru lagi vikulegri ferð til Stavangurs með viðkomu í Glasgow. Er þetta fyrirkomulag haft á vegna þess, að Cloudmast- er-vélarnar munu svo sem Skymastervélarnar fara reglu- Með tilkomu nýju flugvélanna eykst sætafjöldi Loftleiða veru- lega, verður um 280. Með 9 ferð- ' um fram og til baka milli Evrópu I og New York gæti félagið þvi íj sumar flutt um 1,260 farðega á; viku milli meginlanda beggja vegna hafsins. — Skák og Bridge Á MORGUN, sunnudag, fer fram hraðskákmót á vegum Heimdall- ar, í Valhöll við Suðurgötu. Hefst mótið kl. 14. ÖUum Heimdell- ingum er að sjálfsögðu heimil þátttaka í mótinu. Mótið stendur aðeins þennan eina dag, og að því loknu verða veitt verðlaun. Þeir, sem hug hafa á að taka þátt í mótinu, og enn hafa ekki tilkynnt þátttöku sína, geta gert það milli kl. 2 og 4 í dag á skrif- stofu félagsins í Valhöll. Simi skrifstofunnar er 17102. ★ Eins og áður hefur verið aug- lýst, hefst tvímenningskeppni i Bridge á vegum Heimdallar nk. mánudagskvöld. Mun keppniu standa yfir í þrjú kvöld, 25. jan- úar, 1. febrúax og 8. febrúar. Þeir, sem hæstir verða eftir þessi þrjú kvöld, hljóta góð verð- laun. Keppnin fer fram í Valhöll og hefst kl. 20.30. Stjórnandi hennar verður Sigurður Helga- son lögfræðingur. Þeir, sem hyggjast taka þátt i keppninni, en enn hafa ekki til- kynnt þátttöku sína, geta gert það milli kl. 2 og 4 í dag á skrif- stofu félagsins í Valhöll. Sími skrifstofunnar er 17102. Herbergi til leigu í Miðbænum, til 1. október. Reglusemi áskilin. Uppl. á Smiðjustíg 7, 2. hæð. Næstu daga eftir kl. 5 e.h. Pan American fiugfélagið tekur á móti uinsóknum um FLUGFREYJUSTARF. Umsóknir á ensku sendist til Pan American á Keflavíkurflugvelli, þar sem tilgreint er aldur, hæð, þyngd, fæðingardagur, menntun og tungumála- kunnátta umsækjanda. Umsóknir sendist strax, ásamt mynd. Talað verður við umsækjendur i skrifstofu G. Helgason & Melsted h.f., Hafnarstræti 19, Reykjavík 2. og 3. febrúar. Pan American World Airways. Sigurbjörg Jónsdóttir F. 24. marz 1885. D, 18. janúar 1960. I DAG verður Sigurbjörg Jóns- dóttir, Vallargötu 7 í Keflavík, jarðsungin Srá Keflavíkurkirkju. Hún var Austfirðingur að ætt, fædd í Papey við Berufjörð. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson óg Kristín Pétursdóttir. Þau voru í húsmennsku í Papey um þær mundir. Jón var uppal- inn í Papey, en Kristín var frá Víðivallagerði í Fljótsdal. Systkinin voru mörg og eru fjögur þeirra enn á lífi, tveir bræður og tvær systur. Á meðan Sigurbjörg var enn í frumbernsku. fluttist hún með foreldrum sínum að Rannveigar- stöðum í Alftafirði og þar ólst hún upp. Aður en börnin voru öll uppkomin, lézt faðir þeirra. Kristín móðir þeirra bjó nokk- ur ár eftir lát manns síns, en barnahópurinn dreifðist nokkuð. Eftir að Sigurbjörg hvarf að heiman, var hún þjónandi á ýms- um stöðum þar eystra næstu árin. M. a. var hún að Hofi í Alftar- firði hjá sr. Jóni Finnssyni, um tveggja ára skeið. Hinn 5. janúar árið 1906 giftizt hún eftirlifandi manni sinum, Gisla Daníelssyni frá Viðborði í Hornafirði. En um'það leyti voru þau bæði vinnuhjú að Búlands- nesi við Djúpavog, hjá Ölafi Thorlacius lækni. Gísli er af mæt um og þekktum mönnum kom- inn að langfeðgatali. Hann er t.d. fimmti liður frá sr. Jóni Stein- grímssyni, eldmessuklerkinum fræga. Vorið 1907 fluttust ungu hjón- in til Eskifjarðar og bjuggu þar í 15 ár eða til ársins 1922 .Þá fengu þau jarðnæði að Karls- skála við Reyðarfjörð — og þar bjuggu þau 13 næstu árin. Síð- asta árið, sem þau voru á Aust- urlandi, dvöldust þau á Eskifirði. Börn þeirra hjóna urðu 11 alls. Af þeim eru þrjú látin. Eitt dó þegar í fyrstu bernzku. Ragn- hildur andaðist 28 ára og Jón drukknaði í Sandgerði árið 1952. Á lífi eru: Björgvin, býr á Reyð- arfirði; Snorri; býr í Keflavík; Hjörtur býr hjá föður sínum í Keflavík; Erlingur búsettur í Reykjavík; Fanney einnig bú- sett x Reykjavík; Kristín býr í Bandaríkjunum og yngstur er Guðjón, búsettur á Eskifirði. Aðalstarf Gísla var sjósókn, en auk þess var hann í póstferð- um milli Eskifjarðar og Horna- fjarðar um árabil. — Það féll því lí hlut Sigurbjargar að starfa heima og gæta bús og barna. Verksvið hennar var því næsta yfirgripsmikið og starfisdagurinn oft harla langur .Hún unni heim- ili sínu og helgaði því alla starfs- krafta sína. Fyrir það var engin fórn of stór. Með frábærum dugn aði sínum, iðni og árvekni tókst henni aðdáanlega vel að leysa hlutverk sitt af hendi. En árið 1924 missti hún heils- una. Fékk berkla í bakið. Næstu árin voru erfið, bæði f^rir hana og hennar stóra heimili, sem missti svo mikið, er móðirin hvarf á braut. Þrjú ár sam- fleytt lá hún á sjúkrahúsi í Reykjavík. En um síðir var sig- urinn unnin. Hún fékk heilsuna aftur og tók til þar sem firá var horfið, að kynda arin kærleik- ans á heimili sínu. Til Keflavíkur fluttu þau hjón- in svo í ársbyrjun 1936, og þar hafa þau átt heimili upp frá því. Um langt skeið var heilsa Sig- urbjargar allgóð, en síðustu árin var henni tekið mjög að hnigna. En ávallt á meðan hún átti þess kost, leitaðist hún við að sinna heimili sínu svo sem hún mátti. Sigurbjörg var kona óáreitin og fremur ómannblendin. En gest risin var hún mjög og tók hverj- um þeim, sem bar að hennar garði með einlægri hlýju. Og vissi hún einhvern í vanda eða erfiðleikum staddan, þá var hún fús og fljót til að rétta fram hjálpandi hönd. Hjónabandið var farsælt. A langri og oft næsta erfiðri sam- leið stóðu þau hjónin saman, studdu hvort annað og leituðust við, hvort um sig, að létta hinu lífið og byrðar þess. — Sá, sem þetta ritar, minnist fiimmtíu ára hjúskaparafmælis þeirra. Þá Ijómaði gleðin á brá ,og glöggt mátti greina, að enn logaði glatt í fornum glóðum. Frá því snemma á sl. ári dvald- ist Sigurbjörg á elliheimilinu Hlévangi í Keflavík. Lengst þann tíma var hún við allgóða heilsu. Meðal annars kom hún heim um síðustu jól ög hélt jólahátíð- ina heilaga með manni sínum. Og til síðustu stundar var hún jafnan með hugann heima. Aðfaranótt hins 18. janúar sl. veiktist Sigurbjörg skyndilega og lézt hina sömu nótt. ,Um leið og ég bið góðan Guð að blessa minningu hennar — og heimkomu hennar til landsins handan við hafið, sem heimana skilur, — þá bið ég þess til handa eiginmanningum, börnum hans fjær og nær — og ástvinunum öllum, að heilög föðurhönd megi blessa þau, leiða þau og styrkja á ókomnum ævistígum. Bj. J. Plötur frd 2,30 - 3 Quartett Gunnars Ormslev frd kL 3-5 N N KLÚBBUR REYKJAVÍKUR Maðurinn minn CARL C. BENDER andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 22. þ.m. Jarðar- förin auglýst síðar. Guðleif Bender, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓSEP ÞORSTEINSSON andaðist 20. jan. að heimili sínu Vesturgötu 53B. Fyrir hönd fjarstaddra dætra og annara vandamanna. Fjóla Jósepsdóttir, Eyþór M. Bærings, Helga Jósepsdóttir, Ragnar S. Ólafss., Geir Jósepsson og barnabörn. Fóstursonur minn DAVlÐ SVANBERG HARALDSSON andaðist að Vífilstaðahæli fimmtudaginn 21. þ.m. Arnheiður Björnsdóttir. Útför konunnar minnar og móður okkar ÓLAFlU AGNESAR ÓLAFSDÓTTIR sem andaðist 13. þ.m. að Sólvangi, fer fram frá, Fossvogs* kirkju, mánudaginn 25. janúar kl. 13,30. Athöfninni I kirkjunni verður útvarpað. Sigurbjörn Guðmundsson, dætur hinnar látnu og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð við fráfall mannsins míns og föður okkar, JÓNS GARÐARS GUÐMUNDSSONAR skipstjóra sem fórst með m.b. Rafnkell, 4 janúar. Ásta Eyjólfsdóttir og börn, Vík — Garði. Alúðar þakkir flytjum við öllum nær og fjær er hafa sýnt okkur samúð og hluttekningu við fráfcill eigin- manns míns, föður, sonar og tengdasonar, VILHJÁLMS ASMUNDSSONAR 1. vélstjóra er fórst með vélskipinu Rafnkell. Gróa Axelsdóttir og börn, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ásmundur Jóhannsson, Þorbjörn og Axel Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.