Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUTSBLAÐIB Laugardagur 23. jan. 1960 Stjórn og varastjórn Húsmæðrafélags Reykjavíkur. — Sitjandi frá vinstri: Soffía Ólafsdóttir (ritari), Margrét Jónsdóttir (gjald- keri), Jónína Guðniundsdóttir (form.), Inga Andreasen (varaform.) — Standandi frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Þórdís Andrés- dóttir, Guðfinna Jóhannsdóttir og Kristín Bjarnadóttir. Húsmœðrafélag víkur 25 ára MÁNUDAGINN 25. janúar verð- ur Húsmæðrafélag Reykjavíkur 25 ára. Tildrög að stonun fé- lagsins voru þau, að ný lög voru sett um mjólkurdreifingu í Reykjavík. Áður hafði mjó'k verið send í heimahús og sérstök barnamjólk komið frá Korpúlfs- stöðum. Mikil óánægja varð með- al húsmæðra í Reykjavík, er þessi hlunnindi voru frá þeim tekin. Þær héldu því mótmæla- fund í Gamla bíó, Sem varð svo fjölsóttur að leita varð í annað hús. Einnig söfnuðu nokkrar for- ystukonur húsmæðra undirskrift um til mótmæla og þegar það ekki dugði gerðu þær verkfall. Voru þá gefnir út lyfseðlar fyrir mjólk handa ungbömum og sjúklingum. — En allt kom fyrir ekki, heimsending mjólkur var óframkvæmanleg. Upp úr þess- um átökum var félagið stofnað 25. janúar 1935. Fyrstu stjóm skipuðu: Guðrún Lárusdóttir, formaður, Jónína Guðmundsdóttir, varaformaður, María Maack gjaldkeri, Unnur Pétursdóttir, ritari og meðstjórn- endur þær Margrét Jónsdóttir, María Thoroddsen, Ragnhildur Pétursdóttir, Eygló Gísladóttir og Guðrún Jónasson. Nær 13 þús. konur á námskeiðum Um 1936 kom félagið á fót ým- iss konar hjálparstarfsemi. Hjá bænum var hús tekið á leigu, og dvöldust þar fátækar konur og böm. Þess var þá mikil þörf, þvi að erfiðleikar fólks voru miklir. Reykja- Síðar fékk félagið lóð og 4000 kr. styrk til að byggja sitt eigið hús- næði. Komst það upp á mjög skömmum tíma og gátu 15—20 manns dvalizt þar. í stríðinu var húsið hernumið og gert að loftskeytastöð. Það var síðar selt. Höfðu þá þegar verið þar 68 konur með 370 börn á vegum féllagsins. Um líkt leyti stóð félagið að því, að senda hús- mæður til vikudvalar í Hvera- gerði, sér til hressingar og hvíld- ar. í stríðslok tók félagið að leggja alla áherzlu á að halda matar- og saumanámskeið fynr húsmæður. Þau ár, sem félagið hefur starfað að þessum nám- skeiðum, hafa 6893 konur sótt matamámskeiðin og 5671 kona saumanámskeiðin. Á síðustu tveim árum hefur félagið geng- izt fyrir bastnámskeiðum og hafa þegar sótt þau nær þrjú hundruð konur. Sú starfsemi hefur þó af ýmsum ástæðum vart komizt af byrjunarstigi. Húsnæðisskortur hefur alla tíð hamlað mjög starfsemi Hús- mæðrafélalgsins. Árið 1949 veitti Bæjarstjóm Reykjavíkurbæjar- félaginu húsnæðisstyrk, og fékk það inni í Borgartúni 7 og er þar enn. Á fundi með blaðamönnum á fimmtudaginn, sagði frú Jónína Guðmundsdóttir, núverandi for- maður félagsins, að félagskonur væru mjög þakklátar eigendum hússins fyrir skilning og velvilja Hámarkstala vöru- bifreiðastióra ákveð- in í bœiarstjórn Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI alla tíð. f tvö síðastliðin ára hafa verið haldnir jólafundir í Sjálf- stæðishúsinu. Hafa þar verið kenndar ýmiss konar jólaskreyt- ingar, mataruppskriftir gefnar og sýnikennsla höfð í tilbúningi ým- issa jólarétta. Hefur verið gerður góður rómur að þessum fundum félagsins. Ýmsar nefndir starfa í félag- inu og fulltrúar þess eiga sæti í ýmsum öðrum samtökum kvenna. Frú Jónína Guðmunds- dóttir hefur verið í stjóm Hús- mæðrafélagsins frá stofnun þess, ýmist sem formaður eða vara- formaður þess. Heimsending mjólkur Þótt ýmislget hafi áunnizt með starfsemi þessa félags húsmæðr- anna, er höuðmál þess ennþá ó- leyst, en það er heimsending mjólkur til húsmæðra. Kvað frú Jónína samvinnu við mjólkur- samsöluna yfirleitt hafa verið á- gæta, en þetta skorti á. Og ef hún mætti óska eftir afmæiis- gjöf félaginu til handa á þessu merka afmæli, yrði það ósk um að þetta meginmál félagsins kæmist til framkvæmda. Stjórn Húsmæðrafélags Reykja víkur skipa nú: Jónma Guð- mundsdóttir, formaður, Inga Andreasen, varaformaður, Mar- grét Jónsdóttir, gjaldkeri, Soffía Ólafsdóttir, ritari og meðstjórn- endur: Þóranna Símonardóttir, Þórdís Andrésdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Kristín Bjarnadótt ir. Eins og fyrr segir er afmæli félagsins á mánudaginn kemur. Munu félagskonur halda daginn hátíðlegan með afmælishófi í Þjóðleikhúskjallaranum og vænta þær þess, að húsmæður fjölmenni til hófsins. bílstjórafélagsins tæki svo nán- ari ákvörðun um það sjálft, hvort hún tæki til greina þær umsókn- ir er fyrir lægju. Nokkrir fleiri tóku til máls, en að umræðum loknum var til- laga bæjarráðs samþykkt með 10 atkv. gegn 4. — Gatnagerð Þróttarbílstjórar fjórum itœrri en 1959 sl. fimmtud. urðu nokkrar umr. Innflytjendur! Bjóðum: Léreft, Flónel, Flauel, Sirs, og margskonar bómullar metravörur frá Cetebe, Lodz, Póllandi. Afgreiðslutími mjög stuttur. iSlEllZK-ERLElJt VLRZLIIMRFÍLAGIB N.F. Carðastrœti 2 Símar 15333 og 19698 * * * um hámarkstölu vörubifreiða- stjóra hjá Þrótti. — Bæjarráð hafði fyrir sitt leyti samþykkt 15. þ. m. að hámarkstala þeirra skyldi vera 261. Tveir bæjar- ráðsmenn, þeir Guðmundur Vig- fússon og Magnús Astmarsson, höfðu þó lagt til, að tala bif- reiðastjóranna yrði 255. Einar Ögmundsson, varabæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins og formaður Þróttar, er mætur var á bæjarstjórnafundinum í gær, hóf þar umræður um málið. Skýrði hann svo frá, að vöru- bílstjórar frá Þrótti hefðu verið 265 í ársbyrjun í fyrra, en 10 gengið úr á árinu og væri það n ú eindregin ósk stjórnar félagsins, að ekki yði fjölgað í félaginu. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir afstöðu meirihluta bæjarráðs til málsins. Það væri út af fyrir sig umdeilt atriði hvort rétt væri að takmarka há- markstölu vörubifreiða. Á fyrra ári hefði hámarkstala verið 265 en 10 hefðu fallið út á árinu og nú legði Þróttur til að enginn þeirra 6 umsókna, er fyrir lægju um inngöngu í félagiðí yrði tek- in til greina. Kvaðst borgarstjóri telja það mjög alvarlegt atriði að takmarka svo atvinnufrelsi manna, enda hefði það aldrei fyrr komið fyrir í sögu bílstjórafél- agsins Þróttar að engín af þeim umsóknum, er fyrir hefðu legið, hefði verið tekin til greina. Þess vegna hefði bæjarráð ekki viljað fallast á þá tillögu Þrótt- ar, að loka félaginu gersamlega, en hefði hinsvegar talið nóg að þar fækkaði um 4. Stjórn Vöru- Framh. af bls. 6. nægja hinni miklu þörf fyrir nýj ar og fullkomnar götur í hinni hraðvaxandi borg. í þessu sambandi sagði ræðu- maður er rétt að hafa í huga pá erfiðleika, sem ekki einungis Reykjavíkurbær hefur haft við að stríða, heldur öll sveitarfé- lög, með því að ríkisvaldið hefur stöðugt lagt á þau auknar byrð- ar, án þess jafnframt að sjá þeim fyrir nýjum tekjustofnum. Það væri þess vegna mikið fagnaðar- efni að ríkisstjórnin hefði, þegar hún tók við völdum, lýst yfir vilja sínum til þess að leysa þennan vanda sveitarfélaganna með því að treysta grundvöllinn fyrir tekjuöflun þeirra. Slíkar ráðstafanir væru raunhæfar að- geðir, sem hlytu að koma til góða í gatnamálunum m. a. Þá kvað Þorvaldur Garðar athyglisverða þá hugmynd að tryggja sveitar- félögunum einhverja ákveðna hlutdeild í benzínskattinum til gatnagerðar. Þá sagði ræðumaður, að allir gætu verið sammála um að hin óleystu vandamál í gatnagerð bæjarins væru stór og mikil. Þau væru raunar svo stór að þau yrðu ekki leyst á fáum árum. Gera þyrfti heildaráætlun um malbik- un hina opinberu gatna. 1 því sambandi ætti að vera mikið atr- iði að skapa sem fyrst það ástand í gatnamálum, sem væri viðun- andi, þótt ekki væri varaniegt eða til frambúðar. Nokkrir fleiri tóku til máls en að umræðunum loknum var frá- vísunartillaga frá Geir Hallgríms syni borgarstjóra samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 10 at- kvæmdum gegn 4. Magnús Ast- Imarsson sat hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.