Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNftT, 4fílÐ Laugardagur 23. jan. 1960 ÍJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsirgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askrxftargald kr 35,00 á mánuði innanxands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið SKRIFFINNSKU BÁKNIÐ A ÞVÍ leikur naumast vafi, að allur almenningur í landinu er því eindregið fylgjandi að gerðar verði rót- tækar ráðstafanir til viðreisn- ar í efnahagsmálum þjóðar- innar. Fólkið var orðið leitt á káki vinstri stjórnarinnar. Það sá og skildi, að enda þótt því væri sífellt sagt að verið væri að bæta kjör þess og ráða niðurlögum dýrtíðar og verðbólgu, þá var þó verð- bólgan í stöðugum vexti og afkomugrundvöllur þess stöð- ugt að verða veikari. Það er vegna þessarar reynslu og þeirrar botn- lausu óreiðu, sem ríkti í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum, sem almenningur vil nú að gengið sé hreint til verks og gerðar skynsamlegar og réttlátar ráðstafanir til raunverulegrar viðreisnar. Það er að vísu jafnan svo, að hver einstök stétt og hver einstaklingur er ófús til þess að fórna miklu eða afsala sér einhverju, sem hann hefur fengið, enda þótt það kunni að vera nauðsynlegt fyrir þjóðarheildina. En yfirgnæf- andi meirihluti íslendinga mun þrátt fyrir það ekki hika við að taka á sig nokkrar byrðar í bili til þess að unnt sé að leggja traustan og var- anlegan grundvöll að góðum lífskjörum, framförum og uppbyggingu í landinu. Pólitísk spilling En jafnhliða því, sem al- menningur tekur á sig byrð- ar vegna nauðsynlegra við- reisnarráðstafana, er það ósk hans og krafa að stjórnarvöld in geri það sem unnt er til þess að draga saman hið opin- bera skriffinnskubákn, sem verið hefur að þenjast út í okkar litla þjóðfélagi á und- anförnum áratugum. Enda þótt allir stjórnmálaflokkar beri nokkra ábyrgð á hinni sívaxandi skriffinnsku, mun það þó ekki ofmælt, að Fram- sóknarflokkurinn hafi verið afkastamestur í þessum efn- um. Framsóknarmenn hafa átt sæti í ríkisstjórn nær ó- slitið sl. 33 ár. Þeir hafa farið með fjármálastjórn þjóðar- innar lengur en nokkur ann- ar einstakur stjórnmálaflokk- ur í landinu. Og þeir hafa sýnt meiri áhuga á því en nokkur annar flokkur að hrúga upp nýjum stöðum og úthluta margskonar bitling- um til flokksmanna sinna. Hefur þetta haft í för með sér margvíslega pólitíska spillingu, sem haft hefur hin óheillavænlegustu áhrif á opinbert líf í þjóðfélaginu. Vandasamt verk Það er að vísu miklu meiri vandi að draga saman opin- bert skriffinnskubákn en að þenja það út. Allir sem í bákninu eiga sæti, virðast hafa ákveðnu hlutverki að gegna og nægan starfa á höndum. Þess vegna er oft erfitt um vik að breyta til í skjótri svipan, leggja niður stofnanir og stöður. En nú- verandi ríkisstjórn verður engu að síður að hefjast nú þegar handa um rannsókn á því, hvernig draga megi úr hinni opinberu skriffinnsku og spara þjóðinni með því veruleg útgjöld. Slík sparn- aðarviðleitni á ekki að byggj- ast á pólitískum hefndarhug gagnvart einum eða neinum. Hún á að hafa þann tilgang einan að gera ríkið og stofn- anir þess auðveldari í vöfum og ódýrari í rekstri. Of há yfirbygging íslenzkur almenningur myndi áreiðanlega taka því vel, ef nú yrði gerð heiðarleg og ábyrg tilraun til þess að draga saman hin miklu skrif- stofubákn hins opinbera í okkar fámenna þjóðfélagi. Það viðurkenna allir, að yfir- byggingin er orðin alltof há á þjóðarskútunni. Alltof marg ir menn sitja í skrifstofum hinna fjölmörgu opinberu stofnana, sem settar hafa ver- ið á laggirnar á síðustu ára- tugum. Þjóðin hefur ekki gætt þess sem skyldi að miða stjórnarkerfi sitt við stærð þjóðfélags síns og fjárhags- lega getu þess. í þessum efnum þarf aS vera gjörbreyting. Á því fer vel að hún verði ein- mitt nú, þegar víðtækar viðreisnarráðstafanir eru gerðar í þeim tilgangi að treysta afkomugrundvöll þjóðarinnar og koma bjarg ræðisvegum hennar og efnahagsmálum á réttan kjöl, eftir óreiðu og upp- lausnartímabil vinstri stjórnarinnar. Vertu ávallt góð við bróður minn — sagði eiginmaðurinn við konuna — Hún fékk skilnað LONDON, 20. jan. (Reuter). — Ung og lagleg ljóshærð eigin- kona fékk skilnað frá manni sín- um vegna þess að hann vildi deila öllu með tvíburabróður sín- um. Eiginkonan, sem ekki kærði sig um nema einn eiginmann, kvartaði þegar tvíburinn gerðist nærgöngull við hana. En þegar hún tilkynnti manni sínum það, sagði hann hana annaðhvort segja ósatt, eða að hann bað hana að vera ávallt góða við bróður minn.“ — Frúin, sem nú er 25 ára, kvaðst hafa kynnzt bræðr- unum þegar hún var 19 ára og gifzt Russell Bennett skömmu síðar. Kenneth bróðir hans hafi verið svaramaður. Vandræðin hófust strax á brúð kaupsdaginn, þegar Kenneth lok- aði sig inni í herbergi því, er Deilt um kvenpresta STOKKHÓLMl, 21. jan. — (NTB) — SÚ hætta vofir nú yfir, að alvarlegur klofning- ur verði innan sænsku kirkjunnar, eftir að sam- þykkt var á biskupa- fundinum, sem lauk hér í dag, að vígja þrjá kven guðfræðinga til prests. Hultgren erkibiskup upplýsti á blaðamanna- fundi í dag, að þessar þrjár konur muni nú verða vígðar, og að hann sjálfur ætlaði að vígja eina þeirra. — Strax eft- ir blaðamannafundinn komu allmargir prestar, sem eru því andvígir, að konum sé hleypt inn í stéttina, saman á fund og ræddu, hvaða ráð- stafanir skyldu nú gerð- ar. — brúðurin hafði búið í hjá for- eldrum sínum, og grét ákaft yfir brúoarkjólnum, sem hún hafði skilið þar eftir. — Bræðurnir voru oft saman, og ef frúin þvoði manni sínum um hárið, varð hún einnig að þvo hár tvíburans. Maður hennar heimtaði að það sem hún gerði fyrir sig, yrði hún einnig að gera fyrir bróður sinn. Marilyn Monroe i nýrri mynd MARILYN Monroe er nú ekki eins tíður gestur í heimsfrétt- unum eins og hún var fyrir svo sem tveim til þrem árum — en eigi að síður er hún enn af flestum talin „drottning" þokkadísa kvikmyndanna. — Og þar sem langt er nú liðið síðan Monroe hefur verið að nokkru getið hér í þættinum, fannst okkur ekki úr vegi að birta af henni nýja mynd, sem við rákumst á. “ ★ — Marilyn er nú að leika í nýrri kvikmynd í Hollywooa, sem nefist „Let’s make Love“. — Aðlaðandi titill það, finnst ykkur ekki. í fyrstu átti Gre- gory Peck að leika annað aðal hlutverkið í myndinni. Bæði höfðu þau ýmislegt við hlut- verk sín að athuga, m.a. það, að þau væru of „lítil". Og þeg- HIN þeldökka reviusong- kona Josephine Baker berst skelegglega gegn kynþátta- fordómuxn, svo sem sagt hefur verið frá hér í þætt- inum áður. Fyrir skömmu var haldinn fundur í París til þess að mótmæla gyð- ingahatri. Sóttu hann um 5000 manns, en Baker var meðal ræðumanna. — Á myndinni sést hún flytja ræðu sína á samkundu þess ari. — Kvaðst frúin vera orðin tauga- sjúklingur af þessu öllu. Eiginmaður hennar var nú fluttur frá henni til bróður síns. Sagðist hann mest elska móður sína, númer tvö væri bróðirinn, númer þrjú bíllinn og númer fjögur eiginkonan. ar Marilyn fékk flestar óskir sínar uppfylltar, en Peck ekki, kvaddi hann kóng og prest og fór sína leið. — ★ — Handriti kvikmyndarinnar var nú breytt talsvert — oig tveir erlendir leikarar fengnir til að leika á móti Marilyn, þeir Frankie Vaughan, enski söngvarinn (til vinstri á mynd inni) og Frakkinn Yves Mon- tand (til hægri), sem er raun- ar kunnastur sem kabarett- söngvari, en er jafnframt ágætur kvikmyndaleikari. — Fólk hér mun t. d. eflaust minnast hans úr kvikmynd Clouzots, „Laun óttans“. — Þetta verður hins vegar engin hryllings-kvikmynd, eins Oig reyndar má ráða af nafninu. Þar er allt eintómur söngur og dans — og svo auðvitað tals- vert af ást .... UTAN UR HEIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.