Morgunblaðið - 11.02.1960, Side 1

Morgunblaðið - 11.02.1960, Side 1
20 ^íður Viðreismin í framkvæmd: Stdrfelld efling almannatrygginga IUesta skattalækkun, sem fram- kvæmd hefur verið hér á landi Tekjuskattsgreiðendum fækkar úr 63 þúsundum niður í 15 þúsund Hvít bók ríkisstjórnarinnar um efnahagsmálin RÍKISSTJÓRNIN hefur gefið út Hvíta bók um efnahagsmálin. þar sem gerð er grein fyrir þróun þeirra mála undanfarin ár, og þeim tillögum, sem stjórnin hefur lagt fyrir Alþingi, eða hyggst flytja á næstunni til viðreisnar. Þessi Hvíta bók er gefin út til þess að þjóðin eigi sem hægast með að kynna sér allar hliðar þessara mála. Verða næstu daga gerðar ráðstafanir til þess að dreifa bókinni um land allt. í henní eru fyrst og fremst álitsgerðir þær, sem fylgja viðreisnartillögum ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Jafnframt eru þar tveir nýir kaflar. Er hinn fyrri þeirra um tryggingarmálin en hinn síðari um skatta mál. — Fullkomnar og öruggar upplýsingar Ríkisstjórnin á þakkir skildar fyrir útgáfu þessarar Hvítu bók- ar. Á miklu veltur að þjóðin eigi sem beztan kost á að kynna sér þá úttekt, sem framkvæmd hefur verið á þjóðarbúskapnum og ástandi íslenzkra efnahagsmála. Er því nauðsynlegt að hver ein- asti hugsandi íslendingur eigi greiðan aðgang að fullkomnum og öruggum upplýsingum um þessi mál og geti byggt afstöðu sína til lausnar vandamálanna á staðgóðri þekkingu. ísafoldarprentsmiðja hefur annazt prentun hinnar Hvítu bókar og er allur frágangur hennar hinn vandaðasti. Er hún 47 bls. að stærð og ber titilinn „VIÐREISN“. Hér fara á eftir kaflar bókarinnar um tryggingarmál og skattamál: „í sambandi við ráðstafanir þriðja barni, en fullar með fjórða barni og fleirum í hverri fjölskyldu. T.d. verða fjölskyldubætur til foreldra, sem eiga f jögur börn, yngri en 16 ára, kr. 10.400,00 á ári, en eru nú kr. 3.496,50 á ári á Framh. á bls. 13. Makarios erkibiskup Radíó-samband við kafbátinn ? ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um er áformað að hækka bætur almannatrygginga verulega, svo sem nánar er gerð grein fyrir hér á eftir. 2600 kr. með hverju barni Frá 1. apríl n.k. verða fjöl- skyldubætur greiddar með H. C. Honsen hættulego veikur KAUPMANNAHÖFN, 10. febr. — (Reuter). — Hans Christi- an Hansen forsætisráðherra Danmerkur hefur legið á sjúkrahúsi síðan 29. desember vegna sjúkdóms í lungum. í dag var skýrt frá því, að for- sætisráðherrann væri mjög þungt haldinn. Það er rétt ár síðan H. C. Hansen kom af sjúkrahúsi eftir hættulcgan uppskurð. Þjáðist hann þá af meini í hálsi, en menn vonuðu að þá hefði tekizt að koma í veg fyrir það. hverju barni, eins á 1. og 2. verðlagssvæði, kr. 2.600,00 á ári. Nú eru ekki greiddar f jöl- skyldubætur með fyrstu tveim börnum í f jölskyldu og aðeins hálfar fjölskyldubætur með Buenos Aires, 10. fébr. (Reuter) FREGNIR frá Nuevo-flóa um 1000 km. suður af Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, herma að argentínskur flota- foringi hafi haft radíósam- band við útlendan kafbát, sem liggur á botni flóans. — Síðari fregnir herma, að það sé ekki einn, heldur tveir ókunnugir kafbátar, sem nú eru innikróaðir á Nuevo-flóa. Yfirstjórn Argentínuflota hef- ur lítið viljað upplýsa, hvað hef- ur gerzt í eltingarleiknum við kafbátinn í dag. Þó sagði Eladio Vasques, einn af háttsettustu foringjum flotans, að haldið yrði áfram varðgæzlu í Nuevo-flóa og yrði leitað að kafbátnum með bergmálsdýptarmælum, en talið er að hann liggi á botni flóans. í dag var öll skipaumferð um mynni Nuevoflóa bönnuð. Er óttazt að hinn ókunnugi kafbát- ur geti sloppið út með því að sigla undir botninum á skipum er þar væru á ferð. Skömmu eftir að fregnin um radíósamband argentínska flota- foringjans, Mario Lar.zarini, við kafbátinn barst út, var skýrt frá því, að argentínski flotinn hefði æskt aðstoðar bandaríska flot- ans til að loka mynni Nuevoflóa sem rammlegast. En nú þegar í mynnið, auk þess sem herskip hefur tundurduflum verið kastað eru þar stöðugt á verði. Neyðarástand meðal norskra fiskimanna MARGIR norskir fiskimenn eru þeirrar skoðunar, að úti sé með alla vetrarsíldveiði við vesturströnd Noregs, ekki að- eins í ár, heldur um langa framtíð. í síðustu viku, þegar menn héldu að veiðin væri að hefjast, veiddust aðeins 55 þúsund hektólítrar. í þessari viku hefur aflinn verið enn minni. 40 síldarverksmiðjur, sem geta unnið úr 400 þúsund hektólítrum á sólarhring, standa auðar og aðgerðarlaus- ar. Um 30 þúsund sjómenn eru að heita má atvinnulaus- ir og sjá þeir neyð fyrir dyr- um. — Mikið er rætt um þetta geig- vænlega ástand í norskum blöð- um. Greina þau frá því, að norsku fiskimennirnir séu marg- ir orðnir taugaveiklaðir af þess- ari eilífu bið. Nú er farið að bera á því, að jafnskjótt og einhverj- ar lausafregnir berast um að orðið hafi vart síldar, þyrpast bátarnir þangað. En síldarboðin hafa ætíð reynzt gabb eða mis- skilningur. Þannig gerðist það nú í byrj- un vikunnar, að orðrómur barst um það, að síldar hefði orðið vart við Máloy. Fjöldi báta kom á staðinn áður en það var ljóst, að þetta var misskilningur. Síð- ar sama dag barst orðrómur um að vitavörður einn hefði séð mikið fuglager á einum stað við ströndina. Þær fréttir reyndust og ýktar. A mánudaginn sendi sjálft fiskirannsóknaskipið „G. O. Sars“ út tilkynningu um að það hefði orðið vart við „fremur litlar síldartorfur" skammt frá bænum Stad. Margir herpinóta- bátar komu á vettvang og leit- uðu um stórt svæði, en fundu ekki neitt. Fullt tungl á föstudag Eina von norskra fiskimanna nú er að breyting verði á þessu með fullu tungli á föstudaginn. Þeir fiskimenn eru þó fleiri sem óttast að öll frekari bið muni verða árangurslaus. Eru gömul munnmæli um það í Vestur- Noregi, að síldveiðin haldist 22 ára tímabil. En nú eru einmitt liðin 22 ár síðan síldin fór að koma í miklu magni upp að ströndinni. — ★ — Einn af aflakóngum Norð- Framhald á bls. 19. I Hótan- ir á víxl NÍKÓSÍA, 10. febr. (NTB). — Þjóðernisleiðtogar Kýpur-búa, Grikkinn Makarios og Tyrk- inn Kutchuk hafa nú í hót- unum við Breta um að stofna lýðveldi á Kýpur án alls at- beina þeirra. En slíkt væri brot á Kýpursamningunum. Aðstoðar-nýlendumálaráð- herra Breta Julian Amery hef- ur dvalizt á Kýpur og rætt við helztu foringja eyjarskeggja. Hafa þeir fundir verið mjög stormasamir. í dag hótaði Am- ery að hverfa tafarlaust heim til Bretlands um hádegísieyt- ið. — Brottför hans dróst þó fram eftir deginum og átti hann enn langa fundi með Makariosi og Kutchuk. Ekki varð þó neinn árangur af þeim fundi. Eitt- hvað hefur skapið pó lægt, því að þegar ráðherran.n f’aug loksins heim til BretlancLs seint um kvöldið lét Makarios erkibiskup þau orð falla, að dyrnar stæðu enn opnar til samkomulags. Ágreiningur Breta og Kýp- urbúa fjallar um herstöðvar Breta eða réttara sagt um það, hve mikið landssvæði Bretar skuli fá undir herstöðvar sín- ar. Vegna þeirrar deilu hefur stofnun lýðveldis á Kýpur tvisvar verið frestað og nú síðast í þriðja skiptið um óá- . kveðinn tíma. Mikoyan elst tvo daga í Oslo ÓSLÓ, 10. febr. (NTB). - Mikoy- an aðstoðar-forsætisráðherra Sov étríkjanna mun koma við í Ósló á heimleiðinni frá Kúbu. Er bú- izt við flugvél Mikoyans til Forne bu-flugvallar við Ósló árdegis á sunnudag. Mun hann dveljast einn eða tvo daga í Ósló, skoða sig um og ræða við norska ráða- menn. □- Fimmtudagur 11. febrúar. Efni blaðsins m.a.: Bls. 2: Svar til dr. Benjamíns Eiríks- sonar frá dr. Jóhannesi Nordal. — 3: í Nazaret, grein eftir Pétur Ottesen. 8: Eden beygði sig fyrir jþrem læknum. — 9: Yfirflugfreyja Loftleiða. — 10: Ritstjórnargreinarnar: Sjálfsá- kæra. — Út úr myrkviði. — 11: Úr fjárlagaræðu fjármálaráð- herra. — 17 og 18: Lesbók barnanna. — 19: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.