Morgunblaðið - 11.02.1960, Síða 2

Morgunblaðið - 11.02.1960, Síða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmfudagur 11. febrúar 1960 Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri: Þegar komið er að skuldadögum er tilgangslaust að berja höfðinu við steininn Svar til dr. Benjamíns Eirikssonar DR. BENJAMIN Eiríksson, banka stjóri, skxifar í Morgunblaðið og Tímann í dag grein, er hann nefnir „Erlendar skuldir". Er til- gangur hans sá, að gera nokkrar athugasemdir um þe&si mál í til- efni af umræðum, sem farið hafa fram að undanförnu um hina miklu skuldasöfnun erlendis, þ. á. m. í greinargerð fyrir efnahags málafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar, sem nú liggur fyrir Alþingi. Því miður virðist mér þessi grein Benjamíns illa til þess fallin að skýra þau vandamál, sem nú er við að stríða, þar sem hún er að mestu almennar hugleiðingar um það, hvers eðlis erlendar lántök- ur séu og hvernig slík lán megi greiða án þjóðhagslegra erfið- ieika. Astæðan fyrir því, að ég tek mér fyrir hendur að svara þessari grein, er að mörgum kann að virðast, að í henni sé gert sem minnst úr þeim miklu erfið- leikum, sem nú er við að etja í efnahagsmálum fslendinga og eru öðru fremur fólgnir í hinum -nikla greiðsluhalla við útlönd. Þetta kemur til dæmis fram í því, að dr. Benjamín ræðir ein- göngu um greiðslúbyrðina vegna afborgana og vaxta fram til árs- ins 1958, og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu, að það hafi ekki verið erfiðara fyrir fslend- inga að greiða 5% milljón dollara vegna erlendra lána 1958 heldur en 2 miíljónir dollara árið 1951. Ef til vill má þetta til sanns vegar færa, en við verðum bara að átta okkur á því, að við lifum ekki á árinu 1958, heldur á árinu 1960. Vandamálið nú er, að greiðslubyrðin í ár er hvorki meira né minna en 10 milljón dollarar, og hún verður að öll- um líkindum hátt í 11 milljónir dollara á næsta ári, eða 11—12% af heildargjaldeyristekjum þjóð- arinnar það ár. Og þessi byrði er afleiðing skuldasöfnunar und- anfarinna ára og verður ekki um- flúin, hvað svo sem menn segja um lántökur þessa tímabils með ^ða móti. Dr. Benjamín bendir réttilega i, að greiðsluhalli geti verið tvenns konar. Annars vegar er halli, sem myndast, eins og hann orðar það, „við það, að þjóðin notar of mikið til neyzlu og fjár- festingar, og að orsakimar séu af innlendum rótum.“ Hins vegar er halli, sem stafar af því, að lán eru tekin erlendis til fram- kvæmda eða kaupa á fram- Ieiðslutækjum. Benjamín telur fyrri tegund halla óæskilega, en ekki þá síðari, því að lánin greiðist af auknum tekjum, sem af viðkomandi framkvæmdum leiðir. Síðan heldur hann því fram, að ekki hafi ætíð verið nægilega mikill greinarmunur íerður á milli þessara tveggja rsaka greiðsluhalla. Það kann ^agskrá Alþingis DAG eru boðaðir fundir í báð- m deildum Alþingis á venjuleg m tíma. A dagskrá efri deildar ru tvö mál. 1. Samkomudagur reglulegs Uþingis, frv. 1. umr., 2. Útsvör, rv. 1. umr. Eitt mál er á dagskrá neðri deildar. Efnahagsmál, frv. 2. umi. Kf leyft verður. Jóhannes Nordal rétt að vera, en hann verður þá líka að muna, að það sem nú skiptir megin máli eru ekki orsakir greiðsluhallans undan- farin ár heldur vandamálin, sem af honum hafa hlotizt í formi geysiþungrar skuldabyrða og hættulegrar gjaldeyrisstöðu. Sjálfur virðist Benjamín þeirrar skoðunar, að lántökur undanfarinna ára hafi verið rétt lætanlegar, en það sé aðeins eyð- ing gjaldeyrisforðans og söfnun lausaskulda bankanna erlendis, sem sé af hinu illa. Á þetta get ég ekki fallizt, þar sem ég tel skuldasöfnun síðustu ára ótví- rætt stafa af of mikilli neyzlu og fjárfestingu, og orsakirnar séu því af innlendum rótum og alveg í samræmi við skilgreín- ingu Benjamíns hér að framan. Mikill hluti þessara lána, og þá sérstaklega almennu vörukaupa- lánin, sem tekin hafa verið í Bandaríkjunum, voru fyrst og fremst nauðsynleg vegna hinn- ar almennu umframeyðslu þjóð- arbúsins, en andvirði þeirra var notað til framkvæmda, sem eðlilegast hefði verið að greiða af innlendum sparnaði. í stað þess að afla þessa fjár með því að takmarka neyzlu og fjárfest- ing á öðrum sviðum, var byrð- inni velt yfir á framtíðina í formi erlendrar skuldasöfnunar. Þótt lánin færu þannig ekki að forminu til í neyzlu, urðu þau til þess, að ekki þurfti að tak- marka neyzlu þjóðarinnar við það, sem hún raunverulega afl- aði. Slík stefna getur gengið í bili, en þegar kemur að. skulda- dögum, er tilgangslaust, að berja höfðinu við steininn. Og þegar við þetta bætist, að þær umframtekjur í erlendum gjaldeyri, sem fengizt hafa með lántökum, hafa gert það kleift að flytja inn nægilega mikið af hátollavörum til þess að halda uppbótakerfinu gangandi, verð- ur ekki hjá því komizt að álykta, að lántökur þessa tímabils hafi verið óeðlilegar og óæskilegar og bein afleiðing af getuleysi stjórnarvaldanna til að halda út- gjöldum þjóðarbúsins í samræmi við tekjur þess. Þessar lántökur eru þeim mun óeðlilegri vegna þess, að síðustu árin hafa verið einstætt velmeg- unartímabil, svo að auðvelt hefði átt að vera að stilla lántökum í hóf og jafnvel að bæta stöðu þjóðarbúsins út á við. Þetta við- urkennir Benjamín, þegar hann segir: „Undanfarin átta ár hafa verið mikil velgengnisár fyrir þjóðina. Og hvenær á að greiða erlendar skuldir, ef ekki þá? Síð- ar koma nýir tímar og nýjar þarfir, þegar taka verður og taka má ný lán.“ Þetta er einmitt mergurinn málsins, en því miður ekki í neinu samræmi við aðra hluta greinarinnar. Kjarni þess máls er, að hvaða skoðanir, sem menn hafa á lán- tökum undanfarinna ára og rétt- lætingu þeirra, breytir það ekki því vandamáli, sem við okkur blasir í dag. Þjóðin er komin í stórkostlegar skuldir við útlönd, bæði fastar og lausar, og afleið- ingin er komin í ljós annars veg- ar í sívaxandi greiðslúbyrði og hins vegar í því, að frekari lán eru ekki fáanleg með eðlilegu móti erlendis. Samkv. greiðslu- jafnaðaráætlunum er nú þegar svo komið, að á þessu ári þarf almennur innflutningur að minnka um 15—20%, ef jöfnuður á að nást í gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinnar, og er þó reiknað með nokkru erlendu lánsfé. Það er af þessum ástæðum, sem nauð- synlegt er að grípa til svo rót- tækra ráðstafana í efnahagsmál- um og leggja á þjóðina veruleg- ar nýjar byrðar. Og þær byrðar verða því miður ekkert léttari, þótt reynt sé að sanna, að skulda- söfnun við útlönd geti við vissar aðstæður verið réttlætanleg. Reykjavík, 10 .febrúar. Jóhannes Nordal. Á markaði í New York MANNI nokkrum hér í bæn- um, sem fæst við söfnun frí- merkja, hefur fyrir stuttu bor- izt bréf frá kunningja sínum er hann á frímerkjaskipti við, vestur í New York. f bréfinu getur New York-búinn þess, að einkennilega mikið af göml um íslenzkum frímerkjum hafi verið boðin upp á frí- merkjauppboðum þar í borg, nú um nokkurt skeið. Mikið væri líka um þessi merki í frí- merkjaverzlunum. — Kvaðst hann furða sig á þessu, og því gera þetta að umtalsefni. Nordurlönd Eisenhower bjóða heim OSLO, 10. febr. (NTB) — Ríkis stjórnir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar hafa allar ákveðið að bjóða Eisenhower forseta Banda- ríkjanna að koma við í þessum löndum í för sinni til eða frá Rússlandi næafta vor. Þó er jafnframt látið í það skína, að litlar líkur séu til þess að forsetinn hafi tíma til þess að heimsækja þessi lönd. Er bent á það í þessu sambandi að finnska stjórnin hafi fyrir nokkru boðið Eisenhower að koma þar við á leiðinni til eða frá Rússlandi. En Finnar hafi þegar fengið tilkynn- ingu um að Eisehower hefði ekki tíma til að heimsækja land þeirra. ★ Mbl. spurði íslenzka utanrikis- Víðtœkar aðgerðir gegn byltingarmönnum í Alsír Garðahreppur SJÁFSTÆÐISFÉLAGI® í Garða hreppi heldur spilakvöld í sam- komuhúsinu á Garðaholti í kvöld kl. 8,30. PARÍS, 10. febrúar (Reuter) — Franska stjórnin ákvað á ráðu- neytisfundi með de Gaulle for- seta í dag, að framkvæma víð- tækar ráðstafanir til að refsa þeim sem áttu sök á byltingar- tilrauninni í Algeirsborg og koma í veg fyrir að slíkt geti endur- tekið sig. Það var ákveðið að leysa upp heimavamarlið Alsír, en þau sam tök eru talin hafa átt mikinn þátt í byltingartilrauninni Þá verður hin svonefnda „Fimmta skrifstofa“ franska hersins leyst upp, en svo hefur kallazt áróð- urs og ofsóknadeild hersins. Franska stjórnin ákvað, að sveitarstjórnarkosningar skuli haldnar í Alsír fyrir júníbyrjun og er það ætlunin að þessar kosn- ingar komi í stað sveitarstjórn- arkosninga, sem haldnar voru i fyrra, en talið var að öfgamenn hefðu viðhaft slíkar ofsóknir í sambandi við þær, að úrslit þeirra hafi orðið alröng. Nú er ætlunin að sjá til þess að úrslit- in verði í samræmi við vilja kjós- endanna. Það er nú vitað að 18 menn sitija í fangelsi fyrir hlutdeild að byltingartilrauninni í Alsír. 18 menn til viðbótar eru eftir- lýstir af lögreglunni. Þá hafa ellefu háttsettir herforingjar, þeirra á meðal þrír hershöfðingj- ar verið færðir til, svo að þeir verði ekki eins hættulegir öryggi Frakklands. Meðal þeirra er Jean Gracieux yfirmaður fallhlifa- sveitanna í nágrenni Algeirs- borgar, sem kom mjög við sögu þegar byltingin var að brjótast út og lýsti margsinnis yfir sam- úð með byltingarmönnum. Hefir Gracieux nú verið sendur til bar- dagasvæðis í austurhluta Alsír. Annar frægur herforingi, sem hefur verið færður til er Marcel Bigeard ofursti. í fallhlifaliðinu. sem hefur fengið stöðu heima í Frakklandi. Franska stjórnin hefur enn fremur ákveðið að láta endur- skoða refsilöggjöfina svo að refs- ingar verði þyngdar stórlega fyr- ir brot gegn öryggi ríkisins og að endurskipuleggja ailt lögreglu lið Alsír og dómaskipun. ráðuneytið í gær, hvort íslenzka stjórnin hefði í hyggju að fylgja fordæmi hinna Norðuriandaþjóð anna og bjóða Eisenhower hing- að. Var því svarað, að ekkert hefði verið um slíkt rætt. Enn slys við Borgartún ENN hefur orðið slys í Borgar- túni. í fyrrakvöld um kl. 9, varð maður fyrir bíl þar á götunni og hlaut hann slæmt fótbrot. Hann heitir Páll Hannesson, Höfðaborg 99. Gekk Páll á nyrðri jaðar göt- unnar og kom bíllinn aftan á hann. Taldi bílstjórinn sig ekki hafa séð til ferða mannsins fyrr en um leið og slysið varð. Gangstétt er þarna engin, og gangbraut eigi afmörkuð. Nærri því á sama stað varð samskonar slys fyrr í vetur. WASHINGTON, 10. febr. (NTB). Bandaríska flotamálaráðuneytið tilkynnir, að enn einn bandarísk- ur kafbátur, Sargo, hafi siglt imd ir íshelluna á Norðurpólnum. Lagði kafbáturinn af stað frá Pearl Harbour á Hawai-eyjum 18. og var á Norðurpólnum á þriðjudag. Hann er þriðji kafbát- urinn sem þangað kemst. NA 15 hnútar y SV50hnútar ¥: Snjókoma » Úði U Skúrír IZ Þrumur KuMaskil Hiltskil H Hetl L Laq! Straumur aí heimsskautslofti HÆÐIN, sem var yfir Bret- landseyjum í fyrradag, hefur smám saman minnkað og þok- azt vestur eftir hafinu suður af fslandi. Á sama tíma hefur önnur hæð færzt í aukana yf- ir Grænlandi. Þar er loftþrýst- ingur 1045 mb. Milli þessarar hæðar og djúprar lægðar yfir Finnlandi er breiður straumur af köldu heimsskautalofti norð an úr íshafi. Þessum kalda flaumi fylgir éljagangur alla leið suður á Norðursjó, og hér á landi er éljaþeytingur í Þing eyjar- og Múlasýslum. Veðurhorfur kl. 10 í gær- kvöldi: — Suðvesturland og Faxaflói og miðin: Norðan kaldi eða stinningskaldi, létt- skýjað, frost 3—-6 st. Breiða- fjörður, Vestfirðir og miðin: Norðaustan gola, víða létt- skýjað. — Norðurland og mið- in: — Norðan kaldi og skýjað, en víðast úrkomulaust. — Norðausturland, Austfirðir og miðin: Norðan stinningskaldi og gengur á með éljum. — Suðausturland og miðin: — Norðaustan stinningskaldi, léttskýjað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.