Morgunblaðið - 11.02.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 11.02.1960, Síða 3
Fimmtudagur 11. febrúar 1960 MOnr.TiNnr a n IÐ 3 Pétur Ottesen: - För til landsins helga V. Þegar greinarliöfundur og ljósmyndari stigu út úr bílnum til þess að taka myndir af arabiskum stúlkum, sem báru brúsa á höfði, lá við að þeir væru grýttir. — Þessi mynd náðist þó út um bílgluggann. — ÞEIR, sem taka sér ferð á hendur til Israels og hafa sér- staklega í huga að skyggnast inn í fortíðina, rifja upp fyrir sér frásagnir Biblíunnar um viðburði þá í Landinu helga, sem þar er skýrt frá, beina ferð sinni fyrst og fremst til Jerúsalem, Nazaret og Betle- hem. Að sumu leyti ná slíkar fyrirætlanir skammt, eins og nú er komið, því að Arabar hafa sett „hespu og lás“ fyrir allar samgöngur við ísraels- ríkið, en Betlehem er öll á þeirra yfirráðasvæði og Ve hluti Jerúsalemborgar, en í þeim borgarhluta er einmitt margt af því, sem markað hefur dýpst spor í minni manns af frásögn Biblíunnar um þessi efni. Golgatahæðin er t. d. á yfirráðasvæði Arab- anna, en aðeins 300 metra frá landamærunum. ☆ Það er því með öllu fyrirmunað að komast til þessara staða frá ísrael. Til þess verður að velja aðrar leiðir. Nazaret er aftur öll innan landamæra Israels og er ekki nema tæplega tveggja tíma ferð þangað frá hafnarborginni Haifa. Nazaret er mjög gömul borg og leikur um hana, eins og Jer.usal- em, mikill ljómi fornrar frægðar. En allt öðru máli er að gegna, ef miða ætti gildi hennar við um- bætur og framfarir á nútímavisu. • Lifa í „grárri forneskju“ Um 200 þús. íbúar eru í Nazar- et. íbúatalan hefir nokkuð staðið í stað, enda hafa Arabar verið þar í miklum meirihluta. En hluturinn «r sá, að hinar miklu og öru framfarir hjá Gyðingum í fsrael hafa ekki, nema þá að ör- litlu leyti, náð til Arabanna, sem landið byggja. Þeir lifa yfirleitt lifi sínu aftur í grárri foreskju, ef svo má segja. Fengum við, sem fórum saman til Nazaret, að þreifa á þessu með því að kynn- ast á leið okkar byggðahverfum Araba, sem liggja nærri vegin- um, sem leið okkar lá um, en þó máske enn betur með því að fara um götur hverfa þeirra í Nazar- et, sem þeir einir byggja. Þvílík sjón, sem maður sér þar. líður manni ekki úr minni fyrsta kast- — borg fornra minja og minninga ið. Götur þessara hverfa eru mjög þröngar, og er renna í þeim miðjum, sem í er hellt öllu skolpi, en þessi sama renna er jafnframt Umferðarsvæði fyrir gangandi fólk og litla asna, er Arabar nota mikið til áburðar og reiðar, og svo önnur húsdýr, sem þeir hafa til framfæris sér. • Sóðaskapur Uppi á steinþrepum þeim sem eru sitt hvorum meginn við renn- una hefst fólkið við, við vinnu sína, því að allt er þama unnið utan dyra, enda bendir margt til þess að húsaþröng sé ærin. Þarna er verzlað, meðal annars seldur sláturvarningur — og þurfti kaup andinn að þreifa rækilega á kjöt- inu og þukla það með ekki alltof hreinum höndum, áður en kaup- in voru gerð. Þarna ægir öllu saman. Þeim er ekki klígjugjarnt sem ekki fá snert af ógleði af því að horfa upp á þetta allt saman. En ekki urðum við, sem þarna vorum á ferð, varir við að fólkið hefði hom í síðu okkar fyrir það að fara þarna um, þótt vér sýnd- um jafnvel nokkra hnýsni til þess að kynnast sem bezt háttum þess. Allt önnur var reynsla okk- ar af Aröbunum á öðrum stað, eins og vikið verður að síðar. Þetta er einkennilegt líf, en máske líður fólki þessu ekki illa við þessa frumstæðu lifnaðar- hætti. — Við Norðurlandabúar skiljum þetta ekki. • Maríubrunnur í Nazaret I Nazaret er margt að sjá fornra minja. Við skoðuðum þar kirkju mikla og forna, sem kennd er við Jósef. Hér hafa staðið margar kirkjur frá dögum Konstantínusar, sem uppi var 300 árum eftir Krist. í námunda við Jósefskirkju þessa og klaust- ur, sem er sambyggt við hana, er verið að undirbúa mikla kirkju- byggingu í nútímastíl. Undir Jós- efskirkju eru hellar miklir og grafhvelfingar og í einum af hell- um þessum á Maríu konu Jósefs, að hafa birzt engillinn, er boðaði henni, að hún ætti að fæða son, man"’;ynsfrelsarann. Þarna er talið að þau Jósef og María hafi búið, og þar hafi Jesús aiizt upp. Þar skammt frá sér maður í gegn um gat, nokkurs konar trekt, nið- ur í djúpan helli, þar sem hellis- gólfið er þakið af smápeningum. Þetta minnir okkur íslendinga á peningagjána á Þingvöllum. Við köstuðum eins og aðrir smápen- ingum þarna niður, en vissum ekki fyrr en síðar, að um leið og maður gerði þetta gæti maður borið fram eina ósk, sem líkur væru til, að fengist uppfyllt. Þá er í Nazaret lind ein eða brunn- ur, sem María át: að hafa sótt vatn í, og við lind þessa hefur festst heitið „Maríubrunnur“. Er ekki að efa, að þetta er sama lindin og á dögum Maríu, þvi að önnur lind er ekki til í Nazaret. Nazafet stendur á nokkrum hæð- um og liggja því sumar götur borgarinnar um nokkurt bratt- lendi. • „Nazaret-súkkulaði“ Hátt uppi í hlíðum fyrir ofan hina gömlu byggð borgarinnar er verið að reisa nýtt íbúðarhúsa hverfi. Að þeim byggingum stendur að verulegu leyti fólk, sem nýlega er flutt inn í landið, og heyrðum við sagt, að allmargt af því væru Gyðingar frá Ung- verjalandi. Eru byggingar þess- ar allar í nýtízkustíl og stinga þær mjög í stúf við hinar fornu byggingar, sem fyrir eru. Uppi á þessum hæðum er búið að reisa flæmisstór verksmiðjuhús, þar sem framleiddar eru vefnaðar- vörur margs konar o. fl. Þar er c; súkkulaðiverksmiðja stór og mik il, og var okkur tjáð, að Gyðing- ar gerðu sér vonir um að geta lagt undir sig alla súkkulaðimark aði í Evrópu, því að ekki væri að efa, að allir vildu éta súkkulaði, sem framleitt væri í Nazaret. Skammt frá borginni má sjá kirkju eina, sem ber við himin á hárri hæð. Ber hún heitið Birgittakirkja. Kirkja þessi er ekki ýkjagömul, og kostaði bygg ing hennar offjár, svo milljónum skipti. Það var kaþólsk kona — sem kirkjan er heitin eftir — sem lét reisa hana og lagði svo fyrir, að þar skyldi daglega æ siðan sungin yfir henni sálumessa. — Henni hefur þótt mikils við þurfa í þeim efnum, blessaðri. • Þegar sálin „gengur úr vistinni“ Leiðin frá Nazaret að Genesar- etvatninu liggur fram hjá mörg- um byggðahverfum, og meðal þeirra er Arabaþorp eitt, sem vegurinn liggur um. Er vér kom- um inn í þorpið, bar fyrir okkur nýstárlega sjón. Þar voru konur nokkrar að sækja vatn í blikk- brúsa, sem þær báru á höfðinu, óstudda með öllu. Eru stúlkurnar teinréttar og spengilegar uhdir vatnsburðinum og göngulag þeirra hnitmiðað og settlegt. Studdu sumar þeirra höndum á mjaðmir sér. Okkur langaði mik- ið til að ná mynd af þessari sjald- gæfu sjón. Var bíllinn því stöðv- aður og við hlupum tveir, mynda tökumaður og ég, út úr bílnum og komum beint í flasið á stúlk- unum, svo myndatakan gæti not- ið sín sem bezt. En þá kom nú heldur en ekki hljóð úr horni. Vesalings stúlkurnar tvístruðust í allar áttir, en karlmenn, sem þama voru að starfi ráku upp óp mikið, þustu upp og gerðu sig líklega til þess að ráðast að bíln- um með grjótkasti og öðru, sem þeir höfðu þarna handbært. Við sáum okkar óvænna, því að leik- urinn var harla ójafn, og tókst að skjótast inn í bílinn áður en „skriðan féll“, ókum á brott hið bráðasta og þóttumst eiga fótum okkar fjör að launa. Við fréttum síðar að það væri trúarskoðun Araba, að myndatökur væru svo óguðlegt athæfi, að þeir gætu átt það á hættu, að sálin gengi úr vitinni! • Minnir á Þingvallavatn Genesaret-vatnið liggur í kvos Frah. á bls. 18 Götumynd frá Nazaret. — Báðum megin götunnar er „höndlað" með hvers kyns varning. ___________________ Drengur leiðir smávaxlnn asna eftir þröngri um ferðarbrautinni, og kona gengur þar með körfu á höfði. — Greinarhöfundur sést eilítið til hægri við miðja mynd. STAKSTEIIMAR Vaxtahækkun gegn verðbólgu Aíþýðublaðið ræðir í gær t forystugrein sinni um fyrirhug- aða vaxtahækkun. Kemst blaðið þá m.a. að orði á þessa leið: „Breyting á vöxtum hefur um allar jarðir verið notuð til að hafa áhrif á efnahagsjafnvægi þjóðanna. Þegar ofþensla er, reyna stjórnarvöldin að draga úr henni með vaxtahækkun. Þegar stöðvun er, reyna stjórnarvöld að örfa framleiðslu og fram- kvæmdir með ódýrari peningum — lægri vöxtum. Þegar Þjóðverjar voru að byggja upp atvinnulíf sitt tyrstu árin eftir stríðið ,höfðu þeir ár- um saman mjög haa vexti, miklu hærri en verið hafa hér á landi. Nýlega hafa jafnaðarmanna- stjórnir í Svíþjóð og Danmörku hækkað vexti til að hamla gegn peningaþenslu og verðbólgu. Vextir hér á landi hafa verið mjög Iágir miðað við efnahags- legar aðstæður. Afleiðingin hef- ur verið gífurleg ásókn í lánsfé, ekki aðeins til nauðsynlegrar fjárfestingarstarfsemi, heldur einnig til óarðbærrar fjárfesting- ar og verðbólgiubrasks“. Miðair í áttina fslendingur á Akureyri ræð- ir nýlega fyrirhugaðar skatta- lækkanir og kemst þá að orði á þessa Ieið: „Öll sólarmerki benda til þess, að skattur á launatekjum verði afnuminn á þessu ári, og menn þurfi þá ekki Iengur að hafa á- hyggjur af því, þótt þeir vinni lengur en 8 tíma í sólarhring, ef vinnu þeirra væri óskað. Þá hef- ur skipting söluskattsins stór- merka þýðingu fyrir bæjar- eg sveitarfélög, en Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra, hefur sem þingmaður unnið að þeirri skipan um mörg undanfarin ár. Þá er það mikið ánægjuefni í sambandi við fjárlagafrumvarp- ið 1960, að ætlast er til að gam- almenni og öryrkjar fái verulega hækkun á lífeyri, en verðbólga undanfarinna ára hefur enga harðar leikið." Gengisbreyting og verðhækkanir Kommúnistablaðið birtir nti daglega útreikninga sína á því, hve mikið einstakar erlendar vörutegundir muni hækka við gengisbreytinguna. Þetta eru að sjálfsögðu engin tíðindi. Allir vissu, að með gengisbreytingu nú hlyti verðlag á innfluttum vör- um að hækka, á sama hátt og það hækkaði vorið 1958, þegar vinstri stjórnin lagði á 55% yfir- færslugjaldið og framkvæmdi þannig stórfelda dulbúna gengis- lækkun. Það sem nú er verið að gera er ekkert annað en það, að með nýrri skráningu á gengi krónunn ar er verið að viðurkenna þá stað reynd, að hún er fyrir löngu fall- in stórkostlega í verði. Allan þann tíma, sem vinstri stjórnin fór með völd, var gengi íslenzkrar krónu að hríðfalla. Kommúnistar og Framsóknarmenn, sem nú hamast gegn því að sú staðreynd sé viðurkennd, unnu þá ötullega að því að höggva stærri og stærri skörð i vesalings krónuna. Útreikningarnir, sem Þjóðvilj- inn er að birta nú daglega um verðhækkanir, sem leiði af nýrri gengisskráningu, eru þess vegna fyrst og fremst talandi tákn, þess, hvaða áhrif verðbólgustefna v- stjórnarinnar hafði á efnahagslíf íslendinga. Þetta ættu menn aS hafa í huga framvegis, þegar þeir lesa verðhækkanaútreikninga þeirra Þjóðviljamanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.