Morgunblaðið - 11.02.1960, Side 6
6
MOKGVffnLAÐlÐ
Fimmtudagur 11. fehröar 1960
Mynd þessi var tekin á Fiskiþingi í fyrradagr. A henni eru
Arngrímur Fr. Bjarnason frá ísafirði, ritari þingsins og Arni
Vilhjálmsson frá Seyðisfirði, forseti þess.
Námskeið í hjálp
i viðlogum
EINS og á undanförnum árum,
mun Reykjavíkurdeild Rauða
kross Islands gangast fyrir nám-
skeiðum í hjálp í viðlögum. Nám
skeiðin eru ókeypis og ætluð al-
menningi. Þau fara fram í Heilsu
verndarstöðinni og hefjast næstk.
miðvikudag þ. 17. febrúar. Kennt
verður í tveim hópum, annan
hvern dag, kl. 5,30 e.h. og 8,30
e.h., tvær kennslustundir 1 senn.
Kennslu annast Jón Oddgeir
Jónsson fulltrúi, en skrifstofa
Rauðakrossins í Thorvaldsens-
stræti 1 veitir nánari upplýsing-
ar og annast innritun þátttak-
enda.
Hæstu vinningor hnppdrættis H.Í.
Þorsteinn
Sjötugur i dag:
Sch. Thorsteinsson
t GÆR var dregið í 2. flokki
happdrættisins. — Dregnir voru
953 vinningar að upphæð kr.
1,235,000,00. —
100.000 krónur komu á fjórð-
ungsmiða númer 14564. — Tveir
fjórðungar voru seldir í umboð-
inu á Eyrarbakka, og hinir tveir
fjórðungarnir voru seldir í um-
boði Guðrúnar Ólafsdóttur og
Jóns St. Arnórssonar, Banka-
stræti 11, Reykjavík.
50.000 kr. komu á heilmiða nr.
32256, sem seldur var í umboði
Þóreyjar Bjarnadóttur, Lauga-
veg 66, Reykjavík.
Þessi númer hlutu 10.000 kr.
hvert:
3441. 16448 29100 33095 37275
47327.
Þessi númer hlutu 5,000 kr.
hvert:
• Ný innheimtuaðferð
Húsmóðir skrifar:
„Eins og kunnugt er, hefur
Rafveita Reykjavíkur til-
kynnt öllum bæjarbúum að
nýtt fyrirkomulag skuli hefj-
ast á innheimtu fyrir rafmagn
og hitaveitugjaldi. Þann 10.
hvers mánaðar á fólk að
greiða á skrifstofu rafveitúnn-
ar við Tjamargötu áætlaðan
kostnað miðað' við fyrri not-
kun og síðan á að gera upp
reikningana á þriggja mánaða
fresti.
Maðurinn minn á hús á hita
veitusvæði með fjórum
þriggja herbergja íbúðum. Er
hitakostnaði deilt á leigjend-
ur, eins og yfirleitt tíðkast.
Hitakostnaður fer upp í 1200—
1400 á mánuði yfir veturinn.
Það hefur komið í minn hlut
að innheimta hitagjaldið hjá
leigjendum, þar sem maður-
inn minn er sjómaður. Enda
hefur það gengið vel fram að
þessu.
En nú hafa leigjendur látið
í það skína, að þeir greiði ekki
hitakostnað fyrr en fullnaðar-
kvittun liggur fyrir. Mér lízt
ekkert á þetta nýja fyrir-
komulag. Ekki getum við
hjónin greitt fyrir leigjendur
3000—4000 kr. í einu, þó það
sé aðeins í þrjá mánuði.
9 Óþægindi og
atvinnutap
Svo er annað í þessu sam-
bandi. Hvernig er hægt að
13202 14563 14565 16621 16645
16656 16897 23050 25393 28156
29642 301776 35441 39922 41714
43547 45891 46959 50791 50908
(Birt án ábyrgðar).
ætlast til þess að allir bæjar-
búar geti komið og staðið í
biðröðum 10. hvers mánaðar.
Um leið og 15—20 menn eru
komnir inn í þessa skrifstofu,
er hún fullskipuð, utan af-
greiðsluborðs. Er mér skilst
að samkvæmt þessu fyrir-
komulaig eigi 15—20 þús.
manns að koma og greiða
reikning sinn innan 10. hvers
mánaðar.
Og ekki nóg með það. Allt
þetta fólk á að fá frí úr vinnu
eða stelast úr vinnu, til að
fara niður á skrifstofu Raf-
veitunar milli kl. 9 og 5 e. h.,
hvar sem þeir vinna í bænum
eða utan hans.
Fyrir utan þau óendanlegu
óþægindi, sem þetta hlýtur að
skapa bæjarbúum, hlýtur að
verða af þessu stórkostlegt
vinnutap. Það má kannski
bjóða fólki hvað sem er, en
hvað skyldu bæjarstofnanir
einar tapa mikilli vinnu á því
að fjöldi starfsmanna þarf í
hverjum mánuði að bregða
sér frá í hálftíma, til að borga
rafmagnsreikninginn sinn.
Skyldi ekki fljótlega þurfa að
bæta við aukamanni, til að
vinna upp vinnutapið hjá stór
um skrifstofum, reiknandi
með að það muni eitthvað um
hálftíma vinnu hvers og eins.“
• Hællinn gekk
ammmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm*
í buxnabrotið
Síðan Velvakandi birti um
daginn útreikninginn á því
hve þungt kona á mjóum hæl-
um stígur til jarðar, hefur
EIN glæsilegustu og vinsælustu
hjcn Isafjarðar á uppvaxtarárum
mínum voru læknishjónin, frú
Þórunn og Davíð Sch. Thorsteins
son. Frú Þórunn mikilhæf hús-
hann heyrt margar sögur um
mjóu skóhælana.
Ein sagan segir frá manni,
sem fór á ball og kom heim
með brotið ristarbein eftir
einn af þessum mjóu hælum
dansmeyjanna. Og ung stúlka
segir þá sögu, að eitt sinn er
hún var að dansa á Borginni,
hafði hún allt í einu verið
orðin föst með annan fótinn.
Er hún leit niður, sá hún að
hún hafði stigið ofan í upp-
brotið á buxum eins dansar-
ans og mjói hællinn gengið
niður úr. Þarna voru þau sem
sagt kyrfilega negld saman.
Ekki lét hún þess getið við
Velvakanda, hvort hún þurfti
að greiða skaðabætur fyrir
buxnaskemmdir.
freyja í fjölmennu heimili, Davíð
Scheving læknirinn, mannkosta-
maðurinn, glæsimennið.
Börn þeirra hjóna sum eru lát
in en sex á lífi, og meðal þeirra
er Þorsteinn lyfsali, sem er sjö-
tugur í dag.
Hann fæddist á Brjánslæk í
Barðastrandas., en þar var Davíð
Scheving heraðslæknir um skeið,
— og ólst síðan upp í Stykkis-
hólmi og á Isafirði.
Eftir að hafa lokið 4. bekkjar
prófi — sem þá var tilskilinn
undirbúningsmenntun lyfjafræð-
inga — tók hann að leggja stund
á lyfjafræðinám og lauk því í
Kaupmannahöfn. Gerðist síðan
eigandi Reykjavíkurapóteks og
rekur það enn.
Að ytri gerð hefir þessi elzta
lyfjabúð landsins tekið miklum
stakkaskiptum frá því er Þ. Sch.
Th. tók við henni í „gamla
apótekinu“, og reksturinn hefir
margfaldast. Undralyfið, sem
allra líkamsmeina er bót, er
ófundið enn ,og því eru menn frá
leitt á einu máli um lyfin, sem
seld eru. En um hitt hygg ég álla
á einu máli, sem þekkja, að af
starfsfólki sínu hafi lyfsalinn fá-
gætar vinsældir, og þó er þeirra
tala orðin legíó, sem hjá honum
hafa unnið.
En vinsældir Þorsteins Schev-
ings ná miklu víðar, enda er hann
félagsmaður með miklum ágæt-
um, og á þeim vettvangi hefi ég
sitt hvað með honum unnið.
Fyrir Rauða Kross Islands hef-
ir hann unnið mikið starf, og þó
sennilega mest meðan sumar-
dvalir barna voru reknar í stærst
um stýl á styrjaldarárunum. Stór
gjöfull maður hefir hann reynzt
í R.K.-starfinu og gjöfull ekki
síður á starfsorku og tíma. Um
alllangt skeið hefir hann verið
form. Rauða Kross íslands og
manna kunnugastur R.K.-starfi
bæði hér og erlendis, þar sem
hann hefir setið fjölmarga fundi
og alþjóðaþing. En sá erindis-
rekstur hefir orðié R.K.I. æði
ódýr.
I foreldrahúsum kynntist Þorst.
Sch. Thorsteinsson hvorutveggja:
áhuga fyrir mannúðarmálum og
áhuga fyrir kristindómi. Og
hvorttveggja tók hann í arf. Agæt
ur stuðningsmaður Dómkirkju-
Ný ljóðabók —
ÚT er komin hjá bókaforlagi
Heimskringlu ljóðabók eftir unga
skáldkonu, Vilborgu Dagbjarts-
dóttur, kennara, en hún hefur
nokkur undanfarin ár birt eftir
sig ljóð í tímaritum og auk þess
geíið út barnabók. — Ljóðabók
Vilborgar nefnist „Laufið á
trjánum“ og inniheldur 18 Ijóð
— ýmist áður birt eða óbirt.
Bókin er í litlu smekklegu broti
og hefur skáldkonan sjálf gert
káputeikninguna.
fM álfundanám-
skeið Heimdallar
FYRSTI fundur málfundanámskeiðs Heimdallar, F.U.S., verður í
kvöld í Valhöll við Suðurgötu. Hefst fundurinn kl. 20.30.
A fundinum í kvöld mun Ævar R. Kvaran leikari leiðbeina
þátttakendum um framsögu.
Námskeið þetta mun standa yfir í mánaðartíma. Verða fund-
irnir tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum.
Þátttaka í námskeiðinu er að sjálfsögðu heimil öllum félags-
mönnum Heimdallar, og eru þeir, sem hyggja á þáttöku, beðnir
að hafa samband við skrifstofu Heimdallar í Valhöll við Suður-
götu kl. 3—7 í dag (sími 1-71-02) eða að tilkynna þátttöku sína
á fundinum í kvöld.
skrifar ur
daglega lifinu
safnaðarins hefir hann lengi
verið, kirkjukær og áhugamaður
um safnaðarmál. Hann var form.
sóknarnendar um árabil og lætur
sig miklu skipta safnaðarmálin
og knstni þjóðarinnar.
I reglu Frímúrara hefir hann
staðið í fremstu röð. Og hvar-
vetna, þar sem hann hefir komið
að félagsmálum, hefir hann sýnt
örlæti á fémuni sina og starfs-
kraíta, svo að sporin sjást, þar
sem hann hefir staðið fæti.
Með ágætri konu sinni, frú
Bergþóru Patursson, hefir hann
átt mikilli heimilishamingju
að fagna, — og með fósturbörn-
um þeirra tveim.
Þorst. Sch. Thorsteinsson er
glaður í vinahópi, en þó að eðli
fremur maður fámennis en fjöld-
ans. En þar sem hann sækir
mannfundi, má sjá,.að vinsældir
hans eru miklar. Þess vegna
munu margir hugsa til hans í dag,
og mörgum finnast, að þeir eigi
honum sitt af hverju að þakka,
ekki sízt þeir sem annað tveggja
eru heimilisvinir eða með honum
starfa að félagsmálum. En til
þess að hafa hljótt um þennan
dag, dvelur hann fjarvistum frá
heimili sínu.
Jón Auðuns.
• SKÁK •
HAFNARFJÖRÐUR
ABCjJEFGH
ABCDEFGH
KEFLAVÍK
10.. c7—c5
★
KEFLAVÍK
ABCDEFGH
ABCDEFGH
AKRANES
11. BxRf6