Morgunblaðið - 11.02.1960, Qupperneq 8
8
MORCtnsnJ.AÐIh
ITimmtudagur 11. febrúar 1960
Eden
ÞAÐ vakti ekki litla eftirtekt
og furðu, þegar sú frétt barst
út í byrjun árs 1957, að Ant-
hony Eden forsætisráðherra
Breta hefði beðizt lausnar.
Fregnin kom, þegar atburð-.
irnir við Súez-skurð voru enn
í hámæli. Brezkur og fransk-
ur innrásarher var í Egypta-
landi og samningar stóðu yfir
um það með hvaða skilyrðum
hann skyldi fluttur brott.
Stefna Edens í Súez-málinu
hafði beðið ósigur, þegar inn-
rásin og taka Súez-skurðar-
ins var stöðvuð. Lausnar-
beiðni hans var skýið með
því að hann treysti sér ekki
til að halda embættinu leng-
ur ,vegna veikinda. Þessu
vildu sumir ekki trúa og nokk
uð var talað um, að Eden
hefði eingöngu orðið að fara
frá vegna hins pólitíska ósig-
urs. Síðari atburðir hafa þó
sýnt, svo ekki verður um
villzt að Eden var fársjúkur
maður.
Að undanförnu hefur Eden
skráð æviminningar sínar og
kaflar úr þeim birzt víða í
blöðum. Þar segir hann m. a.
frá þeim atburði, er hann
beiddist lausnar. Æviminning
ar hans þykja heiðarlegar og
hreinskilnar og er ekki að
efa að þessi frásögn sem hér
fer á eftir er rétt:
Nokkur hættumerki
Mér hafði hlotnazt í vöggu-
gjöf sterk líkamsbygging. Það
hefur komið sér vel í 30 ára
stjórnmálaönnum, en af þeim
hef ég verið ráðherra í 20 ár
og aftur þar af 10 ár utanríkis
ráðherra.
Árið 1953 varð ég að gang-
ast undir þrjá uppskurði. Upp
skurðirnir og sjúkdómslegan
höfðu mætt á mér og það gat
alltaf verið hætta á því, að
það sjúkdómsástand, sem
bandaríski læknirinn dr. Catt-
ell hafði meðhöndlað svo
snilldarlega, gæti komið aft-
ur.
Síðustu ár hafði ég fengið
nokkur hættumerki, þó ég
tæki lítið mark á þeim. Rétt
eftir jólin 1956, meðan við
dvöldumst enn á sveitasetrinu
Chequers, fékk ég skyndilega
háan hita. Af þessu urðum við
svo óróleg, að ég leitaði ráða
hjá Evans lávarði. Hann rann
sakaði mig og ráðlagði mér að
koma til London eins skjótt
og ég gæti til frekari rann-
beygði sig fyrir
þremur læknum
sóknar og til viðræðna við
sérfræðinga í sjúkdómi mín-
um. Hann dró enga dul á það,
að vel mætti vera að ég væri
aftur að fá hitaköstin. Það
var sannarlega óskemmtilegt
að heyra.
Ég talaði við konu mína um
þetta og var mjög áhyggju-
fullur. Síðan ákvað ég að
fara til London eftir áramót-
in. Þangað til reyndi ég að
taka mér störfin létt, en ég
fékk engan bata og hinn hái
hiti hélzt.
Samdóma álit þriggja
lækna
Þegar Evans lávarður skoð-
aði mig í London, ítrekaði
hann að það væri skoðun sín,
að ég hefði alvarleg einkenni
þess að hinn gamli sjúkdóm-
ur væri að taka sig upp og
það mætti búast við að hita-
köstin yrðu tíðari. Hins vegar
var ekki hægt að segja fyrir
víst, hve fljótt það myndi ger-
ast, hvort ég fengi mörg hita-
köst á næstu mánuðum og
yrði þannig neyddur til að
láta af embætti, eða hvort
lengra liði þangað til köstin
byrjuðu. En Evans taldi að
hitaköstunum myndi fjölga
og verða styttra milli þeirra.
Við ákváðum nú að leita
ráða hjá öðrum lækni Sir
Gordon Taylor, sem var reynd
ur skurðlæknir og í mjög
miklu áliti Hann studdi ákveð
ið skoðun Evans lávarðar.
Næsta dag leituðum við ráða
enn eins læknis, dr. Thomas
Hunt. Hann var sömu skoðun-
ar og hinir. Eftir svo ákveðin
og einróma ráð þriggja lækna
vissi ég, að ég átti um ekkert
að velja. Fyrst ég var neydd-
ur til að leggja fram lausnar-
beiðni mína, vildi ég gera það
strax til þess að gefa eftir-
manni mínum tíma og tæki-
færi til þess að velja samráð
herra sína og taka við ábyrgð
armiklum verkefnum, áður
en hann yrði að ganga fyrir
þingið. Ég áleit að það væri
tillitslaust gagnvart drottn-
ingunni, að gera henni ekki
aðvart nokkru fyrirfram. Ég
ákvað að spyrja hennar há-
tign, hvort hún vildi veita
mér og konu minni áheyrn í
Sandringhamhöllinni.
Síðasti dagurinn
Við fórum til Sandringham
9. janúar. Hennar hátign
veitti okkur áheyrn fyrir há-
degi og ég sagði henni frá
áliti læknanna og þeirri skoð-
un minni, að ég yrði að taka
tillit til álits þeirra, annað
væri ábyrgðarlaust af mér í
því embætti sem ég gegndi.
Drottningin svaraði að vegna
þessa ástands væri hún reiðu
búin að fara til London næsta
dag og var ákveðið að ég
skyldi afhenda henni lausnar
beiðni mína í Buckinghamhöll
annað kvöld.
Ég sneri nú heim til London
fyrir hádegi 10. janúar og bað
helztu samráðherra, þeirra á
meðal Butler og Macmillan að
koma til mín. Sagði ég þeim
meginatriði málsins. Klukkan
5 síðdegis hélt ég síðasta ráðu
neytisfund. Sagði ég ráðherr-
unum frá því, hvernig heilsu
minni væri háttað og frá
þeirri ákvörðun minni að beið
ast lausnar. Kom þetta mörg-
um þeirra á óvart og held ég,
að okkur hafi öllum þótt þetta
áhrifamikil stund.
Ég lét því næst kalla til
mín aðstoðarráðherrana, sem
ekki áttu sæti í sjálfu ráðu-
neytinu og kvaddi þá. Þessar
kveðjustundir voru sársauka-
fullar fyrir mig en engin
snerti mig þó jafn mikið og
síðasti kveðjufundur minn
með þjóðhöfðingjanum, sem
ég hafði þjónað og mat mik-
ils. Ég ók til Buckinghamhall-
ar og afhenti hennar hátign
lausarbeiðni mína.
Siglt til Nýja Sjálands
Ég fékk mörg bréf, en með
al þeirra var eitt frá Sidney
Holland, forsætisráðherra
Nýja Sjálands, sem bauð mér
að dveljast það sem eftir væri
vetrarins í hinu fagra landi
hans.
Þann 18. janúar 1957 sigld-
um við frá Tilbury. Við brott
förina gaf ég síðustu stjórn-
málayfirlýsingu mína:
„Ósamkomulagið milli vest
rænna landa og Egyptalands
stafar ekki af nýendustefn-
unni, — heldur er það árekst-
ur milli lýðræðisríkja og ein-
ræðisríkis. Brezka þjóðin sem
á til að bera svo mikla al-
menna skynsemi hefur skilið
þetta. Ég er viss um, að hún
mun ætíð skilja það‘:.
Vinir komu til að kveðja á
hafnarbakkann, um borð í
skipið og á hafnargarðinu;. .
Við sigldum niður fljótið, það
var kaldur vetrardagur og
þoka lá yfir öllu. Skipin sem
mættu okkur blésu af eim-
pípum eða sendu okkur út-
varpskveðjur. Þau héldu því
áfram alla leiðina um Atlants
haf og Kyrrahaf, þar til við
komum til hafnar í Auckland
Nýr sendiherra-
Bandaríkjanna
FYRIR skömmu var það til-
kynnt í Washington, að nýr
bandarískur sendiherra hefði
verið skipaður á Islandi í stað
John J. Muccio sendiherra,
sem nú er orðinn sendiherra
í Guatemala. Hinn nýi sendi-
herra heitir Tyler Thompson
og birtum við hér í fyrsta
skipti mynd af honum. Hann
vann embættiseið sinn í utan-
ríkisráðuneytinu í Washing-
ton sl. fimmtudag. Er hann
væntanlegur hingað til lands
í næstu viku.
Tyler Thompson, hinn nýi
sendiherra Bandaríkjanna
hér á landi.
Tyler Thompson er 52 ára að
aldri, fæddur í bænum Elmira
í New York-fylki 21. sept. 1907.
Hann lauk háskólanámi við
Princeton-háskóla árið 1930. Ari
síðar gekk hann í utanríkisþjón-
ustu Bandaríkjanna og hefur
starfað þar æ síðan.
VAR í VICHY
Hinn nýi sendiherra virðist
samkv. skrá um æviatriði aðal-
lega hafa starfað í Frakklandi
og virðist hann oft hafa haft
hin erfiðustu verkefni. Hann var
t. d. sendiráðunautur og vara-
ræðismaður í Vichy í Frakklandi
á stríðsárunum og enn síðar
ræðismaður í Alsír á stríðsar-
unum. A árunum 1952—55 var
hann framkvæmdastjóri Evrópu-
deildar utanríkisráðuneytisins og
vann að málefnum flóttamanna.
Hann hefur síðan 1955 verið
sendiráðunautur í Ottawa í Kan-
ada og aðalræðismaður með
sendiherranafnbót.
Anthony Eden gengur út úr forsætisráðherrabústaðnum,
Downing Street 10, í síðasta sinn, 10. janúar 1957.
Á TVÖ BÖRN
Verzlunarstarf
Stúlka (ekki undir 18 ára aldri) getur fengið atvinnu
í úra- og skartgripaverzlun írá 1. marz n.k.
Eiginhandar umsókn ásamt mynd og upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fyrir 16.
febrúar í pósthólf 812, merkt: „Verzlunarstarí“.
Lokað
vegna breytinga til mánaðamóta
ÖRIVIINiN
Spítalastíg 8
BLÓM
Daglega mikið úrvai af nýafsknrnum blómum
BLÓMABÚÐIN RUNNI, Hrísatoig 1. — Sími 34174
(gengt Laugarneskirkju).
Einbýlishús
í Smáíbúðarhverfinu 85 ferm., hæð og ris, mið-
stöðvar- og þvottahús í kjallara. Stór bifreiðaskúr
og standsett lóð. — Upplýsingar í síma 15795 og
34429.
Frímerkjasafnarar
Til söiu nokkur stykki af 6 aura frímerkjum
tk. 14x13 Vz, yfirprentun í gildi ’Ö2—’03. ásamt fleiri
tegundum. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstu-
dagskvöld, merkt: „Frímerki — 9577“.
Kona hans heitir Ruth Webb
Hunt. Kvæntist hann henni 1931
og eiga þau tvö börn, Tyler
Hunt og Margaret Webb.
Þotuvöllur í Syðri
Straumfirði
HINN 27. febrúar nk. verður
nýi þotuflugvöllurinn í Syðri-
Straumfirði á Grænlandi vígður
við hátíðlega athöfn. Þar er sem
kunnugt er mikil bandarísk her-
stöð, en að undanförnu hefur
farið fram stækkun flugvallar-
ins vegna þotanna, sem væntan-
lega munu hafa reglulega við-
komu á flugvellinum á leið milli
Evrópu og vesturstrandar N-
Ameríku. Jafnframt hefur hótel
verið byggt í Syðri-Straumfirði
og á það að taka liðlega 100
manns. — Ekki er búizt við að
fyrsta DC-8 þotan frá SAS lendi
þama fyrr en í marz-apríl og
um reglulegar viðkomur verður
vart að ræða fyrr en kemur fram
á sumar.