Morgunblaðið - 11.02.1960, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.02.1960, Qupperneq 9
Fimmtudagur 11. febrúar 1960 MORCl’NfílAÐIÐ 9 Y fi rf I ugfreyja MORGUNBLAÐINU barst í gær sú fregn að ungfrú Erna Hjaltalín hefði verið ráðin yfir flugfreyja hjá Loftleiðum. Svo sem mörgum er kunn- ugt, er Erna einnig flugmaður og siglingafræðingur að menntun, en hefur ekki fengið að starfa sem flugmaður vegna þess eins að hún er kona. í>ótti henni að vonum súrt í broti fyrst í stað, en hefui nú sætt sig við að starfa sem flugfreyja. 1 tilefni fréttarinnar hitti íréttamaður Mbl. Ernu að máli sem snöggvast í gær. Hún hefur mikið að gera um þess- ar mundir, var að koma frá Gíbraltar í gærkvöldi og fer. aftur snemma í fyrramálið til Stavanger. Kaupmannahafnar og Hamborgar. — Þetta er nú óvenju skömm viðdvöl, sagði Erna, yfirleitt er lengra milli flug- ferða, og við megum sam- kvæmt samningum ekki fljúga meira en 120 stundir á mán- uði. — Hvenær byrjaðir þú að starfa sem flugfreyja? — Arið 1951 hjá Flugfélagi Islands og var þar í eitt og hálft ár. Fór þá til Loftleiða og hef verið þar síðan. — Þið voruð að koma frá Gíbraltar? — Já, við fórum þangað leiguflug með norska sjó- menn, sem voru að sækja þangað skip. Þar höfðum við viðdvöl í tvo og hálfan sólar- hring og notuðum tækifærið til að bregða okkur til Spán- ar og einnig yfir til Tangiers í Afríku. — Þú minntist eitthvað á að þú værir að læra hollenzku. Er það beinlínis vegna starfs- ins, fða sem tómstundagam- an? — Það er vegna starfsins. Við fljúgum til Amsterdam og það kemur sér illa að kunna ekki málið, því að marg ir kunna ekkert annað en hol- lenzku. Lo/f/e/ðo — Er hollenzkan erfitt mál? — Framburðurinn er dálít- ið erfiður og sérkennilegur, en að öðru leyti svipar henni mjög til þýzku. — Breytist nú starf þitt eitt hvað við að verða yfirflug- freyja? — Já, það breytist nokkuð, vinnan eykst einkum á jörðu niðri. — Við höfum heyrt því fleygt að áhugi ungra stúlkna fyrir flugfreyjuatarfinu fari minnkandi. Hvað heldur þú um það? — Það held ég sé ekki rétt, en eftirspurnin hefur aukizt svo geysilega. Þegar ég hóf starf hjá Loftleiðum vorum við fimm flugfreyjur, en núna eru þær orðnar 24 og enn er ráðgert að fjölga þeim fyrir sumarið. — Hefur ekkert hvarflað að þér að hætta flugi og setjast í helgan stein. Hefur ekki stundum verið erfitt að velja milli þessa starfs og húsmóð- urstarfsins, sem menn segja að sé hlutverk kvenna. — Nei, ef maður veit hvað maður vill, er það ekki svo erfitt, og þessi tvö störf er engan veginn unnt að sam- rýma. Flugfreyjustarfið er mjög skemmtilegt og fjöl- breytt starf. — En erfitt? — Já, nokkuð, á meðan á fluginu stendur, en það er þó ekki mikið hjá okkur miðað við stúlkurnar sem vinna á þotunum hjá Pan American félaginu. Þær verða bókstaf- lega að hlaupa fram og aftur til að anna störfunum í tima. En þegar vélin er lent, eig- um við okkar frítíma, meðan staðið er við, hvar svo sem við erum í heiminum og það er geysilegur kostur. PATREKSFIRÐI, 8. febr. — Vél- báturinn Sæborg, Patreksfirði, er áflahæst íslenzkra vélbáta í jan. Sæborg aflaði 205 lestir, óslægt, í 24 sjóferðum. Meðalafli 2ja vélbáta í Patreks- firði í janúar var 9,2 lestir í sjó- ferðum. Tálknafjarðarbátarnir tveir öfl uðu í janúar 8,8 lestir, óslægt, í sjóferð. Aflabrögðin í Patreksfirði og Tálknafirði í janúar eru þau beztu hérlendis. . . . & SKIPAUTGCRB RIKISINS Skjaldbreið fer til ÓlafSvíkur, Grundar- fjarðar, Stykkishólms og Flat- eyjar 16. þ.m. Tekið á móti flutn ingi í dag og á morgun. — Far- seðlar seldir á mánudag. HERÐURBREIÐ austur um land í hringferð hinn 16. þ.m. Tekið á móti flutn ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, — Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Kópaskers, í dag og árdegis á morgun. — Farseðlar seldir á mánudag. HEKLA vestur um land í hringferð hinn 18. þ.m. Tekið á móti flutn- ingi á mortun og árdegis á laug- ardag til Patreksfjarðar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsavíkur, Raufarhafnar og Þórs hafnar. — Farseðlar seldir á þriðjudag. Félagslíl ASalfundur Handknattleiks-dóm- arafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 18. febr., og hefst kl. 8,30 í fund- arsal Í.S.I., Grundarstig 2-A. Fé- lagar eru beðnir að fjölmenna á fundinn. — Stjórn H.K.D.R. Góð risíbúð til sölu á ágætum stað í bænum. íbúðin er ca. 110 ferm., 3 herbergi, eldhús, bað, ytri og innri forstofa og stór geymsla auk sameignar í kjallara. íbúðin er laus nú þegar. Góð hitaveita. Fagurt útsýni. — íbúðin er nýstandsett. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Einbýlishús Höfum til sölu einbýlishús tvær hæðir m. m. á fögrum stað í úthverfi bæjarins. Stór lóð fylgir. Upplýsingar gefur: EIGNAMIÐLUN AUSTURSTRÆTI 14, Sími 14600 Úfsala í dag og næstu daga seljum við nokkraf gerðir af barnapeysum og gallabuxum með miklum afslætti. Notið þetta sérstaka tækifæri Skólavörðustíg 13 — Sími 17710 Kjötverzlun tfl leigu Verzlun á góðum stað er til leigu. — Nöfn, heimilis- fang og símanúmer þeirra, sem óska eftir nánari upplýsingum, sendist afgr. Mbl. merkt. Strax—9580 Erum kaupcndur að 12 fokheldum íbúðum 2ja og 3ja lierbergja, er þurfa að vera tilbúnar til afhendingar á tímabilinu maí 1960 til apríl 1961. Tilboð, er tilgreini stað, húsbyggingastig, verð og skilmála, ásamt teikningu og greinargóðri lýsingu, sendist skrifstofu okkar fyrir 15. þ.m. Áskiljum okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öHum. HAPPDRÆTTI DVALARHEIMILSI ALDRAÐRA SJÓMANNA Aðalstræti 6, 6. hæð. Vönduð hæð til sölu við Sigtún hér í bænum. Hæðin er 135 ferm., 4 stór herbergi, eldhús, bað, skáli, ytri forstofa. í kjallara fylgja 2 geymslur o. fl. Ræktuð og girt lóð. Bílskúrsréttindi. Nýlega komin mjög góð hitaveita. Óvenjulega fagurt útsýni. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Þar munuð þér einnig hitta mig, en ég er „lukkukisa" fyrirtækisins Deutscher Innen- und Aussenhandel Textil. Meðan vorkaupstefnan í Leipsig stendur yfir frá 28. febrúar til 8. marz 1960 mun ég verða þar og hafa til sýnis fullkomið sýnishornasafn af útflutningsvörum okkar. Gjörið svo vel að leita upplýsinga í Ringmesse- haus, um hið yfirgripsmikla framboð á vefn- aðarvörum og í sýningarhöllinni „Drei Könige“ en þar er fjölbreytt sýnishornasafn af skófatn- aði. Við vonumst til að hitta yður í Leipzig. DEUTSCHER INNEN-UND AUSSENHANDEL TEXTIL, BERLIN W 8, Deutscher Demokratischer Republik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.