Morgunblaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 10
10
M O R C V N Tt r 4 n 1 Ð
Fimmtudagur 11. febrúar 1960
Útg.: H.f Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Krxstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið
SJÁLFSÁKÆRA
Þarna verða pass'íuleikirnir sýndir í mai n.k. — Séð yfir hluta bæjarins Ober-Ammergau í
Suður-Bayern, sem liggur í 850 metra hæð yfir sjávarmáli.
Helgileikirnir
Ammergau
AÐ er að vísu fátítt, en
hendir þó, að afbrota-
menn komi að eigin frum-
kvæði til dómarans og skýri
honum frá yfirsjónum sínum
og afbrotum. En þetta hefur
þó gerzt hér á landi nú. Fram-
sóknarmenn og kommúnistar
eru með útmálun sinni á
verðhækkunum og kjara-
skerðingum af völdum geng-
isbreytingarinnar að ákæra
sjálfa sig frammi fyrir alþjóð
fyrir afleiðingar þeirrar verð-
bólgustefnu, sem vinstri
stjórn þeirra markaði á árun-
um 1956—1958. Það er nefni-
lega af þeirri stefnu, sem
þjóðin er að súpa seyðið nú.
Viðurkenning stað-
reynda
Núverandi ríkisstjórn
hefur vissulega ekki fund-
ið upp á því sér til dægra-
dvalar að fella gengi ís-
lenzkrar krónu. Hún er að-
eins að viðurkenna þá
ömurlegu staðreynd, að
gengi krónunnar var fallið
áður en hún komst til
valda.
AFT er talað um það, að
" ýmiss konar spilling ríki
í þjóðfélagi okkar. Að menn
séu ekki jafnir fyrir lögun-
um og að fullkominn heiðar-
leiki sé ekki lengur í háveg-
um hafður. Mikið af þessu
tali er sem betur fer ýkt, en
því miður á það samt við
veruleg rök að styðjast.
Einskonar „náttúrulög-
mál“
Ekki er nokkur vafi á því,
að haftakerfið hefur átt veiga
mikinn þátt í þeirri spillingu,
sem vart verður : þjóðlífinu.
En þetta kerfi hefur nú stað-
ið svo lengi, að þjóðin er orð-
in því vön að ýmsu leyti, og
eru sumir jafnvel farnir að
líta" á það sem eins konar
„náttúrulögmál"! Svo mjög
geta illar venjur breytt hugs-
unarhættinum.
Það hlýtur eitthvað að
vera bogið við skipan mála,
þegar sá hugsunarháttur er
almennur, að meira sé upp
úr því að hafa að „þekkja
rétta menn“ heldur en að
vinna vel og dyggilega.
Þegar öflun „leyfa“ og
ýmiss konar ívilnana er
orðin eftirsóttari, en að
Gengisfall íslenzkrar krónu
hefur verið að gerast undan-
farin ár, og hröðust var,ó-
heillaþróunin á valdatímabili
vinstri stjórnarinnar.
Hin pólitísku verkföll,
sem kommúnistar og Her-
mann Jónasson hófu árið
1955, innsigluðu fellingar-
dóminn yfir hinum íslenzKa
gjaldmiðli. Þá var hafið kapp
hlaup milli kaupgjalds og
verðlags, sem stóð fram til
ársloka 1958. Vinstri stjórnin
kunni engin ráð til þess að
lækna þetta sjúka efnahags-
ástand. Hún kákaði aðeins við
að dylja sótthita þess með
gagnslausum hrossalækning-
um. —
Hrun og atvinnuleysi
Nú er með viðreisnarráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar
reynt að skera fyrir sjálft
meinið. Og þá er byrjað á því
að viðurkenna staðreyndir og
segja þjóðinni sannleikann
um ástand efnahagsmála
hennar. En það finnst komm-
únistum og Framsóknar-
mönnum ganga glæpi næst.
vinna fyrir raunverulegum
verðmætum, vill vegur
dyggðarinnar verða vand-
rataður og hrösulum verða
hætt.
Bauð spillingunni heim
Afnám haftakerfisins tákn-
ar vissulega ekki, að eitthvað
misjafnt geti ekki viðgengizt.
En með afnámi þess er of-
stjórn rutt úr vegi, sem bein-
línis hefur boðið spillingunni
heim.
Að höftunum frátöldum
mun skattakerfið hafa átt
mestan þátt í því að deyfa til-
finninguna fyrir réttu og
röngu. Skattarnir hafa verið
svo óréttlátir, að stór hluti
þjóðarinnar hefur talið það
sjálfsagt að draga eins mikið
undan skatti og unnt hefur
verið. Þetta virðingarleysi
fyrir ranglátum lögum hefur
svo færzt í sumum tilfellum
yfir á önnur lög.
Það eru því meira en efna-
hagsmál í þrengstu merkingu,
sem um er að ræða, þegar
verið er að leiða þióðina út
úr myrkviði kreppu- og
styrjaldarhagkerfisins, og
ýmiss konar óréttlætis á öðr-
um sviðum.
— tara fram í maí n.k.
UNDANFARIÐ hefur allt
verið „á öðrum endanum“ í
smábænum Ober-Ammergau
í suðurhluta Bayerns — og
svo mun enn verða um skeið.
Ástæðan? — í maí hefjast þar
hinir frægu passíu- eða helgi-
leikir, sem fram fara á 10 ára
fresti — og allir, sem vettl-
ingi geta valdið, vinna nú að
undirbúningi þeirra. — Nú
þegar er hver einasti að-
göngumiði að sýningunum
seldur — en þrátt fyrir það
berast ferðaskrifstofu bæjar-
ins enn daglega 500—600 bréf
með aðgöngumiðapöntunum.
# Plágan
Hver er annars forsaga þessara
einstæðu „leiksýninga“? — Það
var árið 1632, að litla sveitaþorp-
ið Ober-Ammergau fékk að
kenna á hinni harðvítugu plágu,
„svarta dauðanum". — Fólkið
hrundi niður unnvörpum — og
ótti greip um sig meðal íbúanna.
1 því skyni að milda hina illu
anda, er menn hugðu valda plág-
unni, hét bæjarráðið því, að upp
frá því skyldi sýna passíuleik í
bænum tíunda hvert ár, þar sem
lýst yrði píslum og dauða Krists
— ef pestarfaraldurinn stöðvað-
ist.
Svo brá við, að sjúkdómurinn
Bœrinn hefir gífur-
legar tekjur af
sýningum þessum
— enda gerast nú
„Mammons-sjónar-
miðin œ ágengari...
fjaraði brátt út — og síðan hafa
helgileikir verið sýndir í bænum
tíunda hvert ár, eins og bæjar-
ráðið hafði heitið. Aðein’s þrjú
frávik hafa orðið frá venju þess-
ari: Þegar fransk-þýzka stríðið
geisaði og í heimsstyrjöldunum
tveimur.
• Enginn er verri, þótt hann
vökni
Parísarleikirnir hefjast kl. 8,15
að morgni og standa til kl. 18 að
kvöldi — svo að það má segja,
að leikararnir hafi ærið dags-
verk að vinna, a. m. k. þeir, sem
með aðalhlutverkin fara. — Leik
urinn fer fram í miklu hringleika
húsi, sem reist var aldamótaárið.
Þar er rúm fyrir 5200 áhorfend-
ur — talsvert fleiri en allir íbúar
Anton Presinger, sem fer með
hlutverk Jesú Krists. — Mynd-
in er tekin fyrir utan gistihús-
ið hans.
bæjarins eru. — Leikhúsið er
opið, þ. e. a. s. þaklaust, og ekk-
ert skýli er einu sinni yfir leik-
sviðinu. Leikararnir verða því að
vera við því búnir að vökna —
því að sýningu er aldrei frestað,
þótt ausandi rigning sé. — All-
ir, sem með hlutverk fara, eru
innfæddir bæjarbúar — yfir 1000
talsins. — Það skilyrði er sett, að
allar konur, sem þátt taka í leikn
um, séu ógiftar.
• Feikna-tekjur
Enn er byggt á sama grunni
og í upphafi — hið trúarlega er
höfuðatriðið í sambandi við þessa
erfðavenju. Þó verður því ekki
neitað, að „peningasjónarmið"
eru tekin að gera allmjög vart við
sig í seinni tíð. Má geta þess til
dæmis, að enginn aðkomumað-
ur fær keyptan aðgöngumiða að
leiksýningunum, nema hann
skuldbindi sig jafnframt til þess
að gista a. m. k. tvær nætur í
einu af gistihúsum bæjarins.
Tekjurnar af sýningunum eru
líka feikilegar, eins og nærri má
geta — svo miklar, að segja má,
að bærinn „lifi“ á þeim þau tíu
ár, sem líða milli sýninga. —
Þannig er það t.d. nú, að þegar
hafa verið unnar miklar fram-
kvæmdir „út á“ væntanlegan
hagnað af næstu sýningum — í
maí. Byggð hefir verið ný slökkvi
stöð, nýtt ráðhús, stærðar-skóla-
í Ober-
hús og nýtt holræsakerfi. Upp-
til 60 millj. ísl. króna, hefir verið
hæðum, sem svara til a. m. k. 50
varið til þess að betrumbæta vegi
til bæjarins og byggja nýja. Og
þegar líða tekur að hátíðinni,
þarf aukið vinnuafl í ýmsum
greinum — t. d. mun þurfa að
ráða 100 starfsmenn við póstaf-
greiðslu til bráðabirgða. Nú þeg-
ar vinna 35—40 manns að stað-
aldri í ferðaskrifstofunni myrkr-
anna milli — og betur má, ef
duga skal, þegar nær líður hinni
miklu stund.
• Mammon sækir á
Við minntumst áðan á „pen-
ingasjónarmið“ í sambandi við
passíuleikina. — Það hefir orðið
til þess, að íbúar þorpsins hafa
skipzt að nokkru í tvo hópa út
af sýningunum. — Þeir sem vilja
hafa þennan aldagamla sið í full-
um heiðri og halda honum „hrein
um og ómenguðum", vilja, að sýn
ingarnar verði framvegis sem
hingað til aðeins á tíu ára fresti.
Aðrir telja það hreinustu firru,
með tilliti til þess mikla áhuga,
sem fólk hefir sýnt helgileik-
unum, að halda þá ekki oftar en
nú — helzt á hverju ári. Munu
þeir jafnvel vera heldur fleiri,
sem aðhyllast þessa skoðun — en
talið er líklegt, að sætzt verði á
það í bráð, að leikirnir verði
framvegis haldnir fimmta hvert
ár. — En þróunin sýnir, að
„Mammon gamli“ er farinn að
láta þarna æði mikið til sín taka.
• Kristur — hóteleigandi
1 hópi þeirra, sem telja, að
halda beri fast við hina gömlu
Irmgard Dengg, önnum kafin
við sín daglegu störf í skrif-
stofunni. — Hún fer með hlut-
verk Maríu
„tradisjón”, er maðurinn, sem fór
með hlutverk Krists síðast og
vakti þá mikla aðdáun fyrir
næma og innilega túlkun sína á
frelsaranum: Anton Presinger,
47 ára gamall hóteleigandi í bæn-
um. Hann fer einnig með hlut-
verk Jesú í ár. — Presinger er á
Framh. á bls. 12
ÚT ÚR MYRKVIÐI