Morgunblaðið - 11.02.1960, Síða 18
18
MOKCHTSJtLAÐÍÐ
Fimmtudagur 11. febrúar 1960
— / Nazaret
Frh. af bls. 3.
umlukt háum f. 'Uum, og svipar
að því leyti nokkuð til Þingvalla-
vatns. Það er 20 km á lengd og
12 km á breidd. Það liggur 200
metra undir sjávarmáli og úr því
rennur áin Jórdan eftir Jórdan-
dalnum í Dauðahafið, sem er
400 metra undir sjávarmáli. Við
námum staðar í bæ, sem heitir
Tiberias og liggur á vestri bakka
vatnsins. Er þetta allstór bær og
um margt nokkuð einkennilegur.
í honum eru leifar af mjög stór-
um byggingum, harla fornleg-
um, enda kváðu þær vera frá dög
um Heródesar. Mikil fiskveiði er
á sumum tímum árs í Genesaret-
vatni, og er þar veitt í net eins
og á dögum postulanna.
Allmikill niðursuðuiðnaður er
í bæ þessum, einkum er það nið-
ursuða á fiski úr vatninu. Við
borðuðum þarna úti í glampandi
sólskini og hita á vatnsbakkan-
um og átum meðal annars „sankti
Péturs fisk“ úr vatninu. Fiskur
þessi er nokkuð líkur karfa að
lögun og stærð. Hann er hvítur
1 sárið, með hörðum beinum, en
mjög bragðgóður. Við sáum lif-
andi fiska úr vatninu í vatnskeri
stóru inni í veitingahúsinu, og
voru fiskarnir fremur litlir og
allmisjafnir að lögun. Á einni teg
und fiskanna voru fjórir langir
fálmarar framan á hausnum.
• Heilsubrunnur
Nokkur gistihús eru í bænum
og er eitt þeirra mjög stórt og
veglegt. Mikill straumur ferða-
manna er til bæjar þessa, enda
er náttúrufegurð mikil þarna við
vatnið. Ekki er það þó það eitt,
sem veldur um aðsóknina til
bæjarins, heldur öllu fremur hitt,
að skammt frá bænum, nálægt
því sem áin Jórdan rennur úr
Greinarhöfundur vif Maríu-
brunninn í Nazaret.
vatninu, er heilsubrunnur mik-
ill, 65 gráða heit vatnsuppspretta,
og rennur lind frá upptökum
hins heita vatns út í Genesaret-
vatnið. Undir Genesaret-vatninu
kváðu vera heitar lindir, enda er
hitastig þess 18 gráður að vetrar-
lagi, en upp í 25 gráður að sumr-
inu.
Ferðamenn sækja mikið að
lind þessari allan ársins hring.
Þegar við fórum þarna fram hjá,
voru þéttskipaðar fylkingar við
uppsprettuna og meðfram lækn-
um, sem úr henni rennur, og nutu
þess heilsugjafa, sem vatnið hef-
ir að geyma. Okkur varð hugsað
til heita vatnsins heima og alls
þess heilnæmis, sem þar er fólgið.
• „Allt er hreinast . . . sem
himninum er næst“
Við dokuðum litla stund við
ána Jórdan, þar sem hún rennur
úr Genesaret-vatni. Ég tók þar
vatn í flösku og flutti heim með
mér.
Jórdansdalurinn, sem áin renn
ur eftir milli vatnanna, er mjög
frjósamur og eiginlega eina svæð
ið í ísrael, þar sem eigi þarf með
sérstökum tilfæringum að veita
vatni á gróðurlendið. Áin sér fyr-
ir því.
Þarna skammt frá lá leið okk-
ar fram hjá 600 metra háu fjalli,
sem er mjög lítið um sig, og er
þetta út af fyrir sig ekki frá-
sagnar vert. En uppi á efstu nöf
fjallsins gnæfir kaþólsk kirkja
og klaustur við himin, og hefir
verið lagður bílfær vegur í ótal
krókum upp á fjallið. Þetta fólk,
sem þarna hefst við, hugsar sjálf-
sagt líkt og Steingrímur Thorst-
einsson, þegar hann var í fyrsta
sinni á leið til útlanda og horfði
tárvotum augum á Snæfellsjökul,
æskuvin sinn, hverfa í sjó:
„Allt er hreinast, hugði ég þá,
sem himninum er næst.“
• Fólk og fé undir sama
þaki
Enn lá leið okkar um Araba-
þorp. Þar sáum við allmikið af
nautgripum á beit, og fylgdi gam
all maður gripunum. Ekki held
ég að það komi til mála, að Araba
kýrnar, sem við sáum þarna, séu
bæði mjólkurháar og dropsam-
ar, eins og sagt er um Búkollu.
Og ólíkar voru þær mjög kún-
um, sem við sáum á bændaskól-
anum.
Utan við þetta Arabaþorp voru
tvö stór tjöld, kolsvört af reyk,
og allmikilir hrískestir í kring.
Var sagt, að þarna hefðust Arab-
ar við, og gisti bæði fólk og fén-
aður undir sama þaki. — Við
sáum í nokkrum fjarska þorpið
Nain. Þetta er lítið þorp. Það var
á þessum stað, sem Kristur vakti
einkason ekkjunnar upp frá dauð
um.
Við veginn, þar sem leið okkar
lá um, gefur að líta minnismerki
mikið og harla sérkennilegt.
Norski presturinn, fylgdarmað-
ur okkar, sagði svo frá, að það
hefði verið reist til minningar
um stórorrustu, sem þarna var
háð, er Arabar og Gyðingar átt-
ust hér síðast við. Annars eru
minnismerki í borgum í ísrael
mjög fáséð.
• Stórmerkar fornminjar
í landinu helga, þar sem vagga
menningarinnar stóð í árdaga, er
æði margt hinna fornu minja frá
elztu timum, mörgum öldum fyr-
ir Krists burð, löngu jörðu hulið.
Hafa fornfræðingar því um all-
langt skeið unnið mikið að því
að grafa úr jörðu bæi og borgir
sem þarna stóðu í öndverðu.
Hafa þessar rannsóknir leitt
margt harla merkilegt í ljós um
þá miklu menningu, sem stendur
að baki þeirra furðuverka í bygg-
ingarlist og skrautmunagerð, sem
þarna hefir verið dregið fram í
dagsljósið. Á hinni sögufrægu
Magiddohæð í Galileu, sem er 35
km. frá Haifa, hafa við uppgröft,
sem alllengi hefir verið unnið að,
fundizt hinar merkilegustu forn-
minjar, sem sögur fara af, og er
þessu verki hvergi nærri lokið.
Fornfræðingar vorra tíma hafa
náð valdi á mikilli tækni í því
að ákveða með nokkurri vissu
aldur hinna fornu minja. Það er
talið, að rannsóknir þessar hafi
leitt í ljós,að þarna á þessum stað
hafi verið reistir 20 bæir hver á
annars rústum og er sá neðsti og
fyrsti talinn vera frá fjórðu ár-
þúsundinni fyrir Krist.
Á eystri hluta hæða þessara
hafa fundizt leifar af þremur
musterum. Þar hefir fundizt fag-
urlega gerður hringmyndaður
fórnstallur, sem álitið er að sé
4600 ára gamall, og að þeir, sem
notuðu þetta altari, hafi verið
sóldýrkendur.
• Göng frá 12. öld f. Kr.
Þarna hafa ennfremur fundizt
miklar virkisbyggingar og bend-
ir margt til, að gert hafi verið
ráð fyrir langvarandi umsátri
óvinaherja. Þarna hefir verið
mjög stór komgeymsla, og til
þess að tryggja virkisbúum
neyzluvatn, hafa verið höggvin
300 metra löng göng í gegnum
berg niður í jafnlendi, þar sem
hægt var að grafa brunn. Göng
þessi eru óskemmd enn þann dag
í dag, og eru þau talin vera
síðan á 12. öld fyrir Krist. Þ^rna
hafa í hallarrústum fundizt fag-
urlega gerðir fílabeinsmunir, ein
hverjir þeir merkustu sinnar xeg-
undar. Sagnir herma, að Saló-
mon konungur hafi endurbyggt
virki þetta á sinni tíð, og fundizt
hefur þarna margt merkilegra
minja frá þeim tíma. f Biblíunni
eru frásagnir um margar orrust-
ur, sem tengdar eru Magiddo-
hæðinni, en hún virðist hafa haft
mikið hernaðarlegt gildi á þeim
tíma.
Heldur liínað yfir
ÞAÐ hefur heldur lifnað yfir
aflabrögðunum hjá togurunum,
eftir langvarandi fiskileysi. 1
gær var verið að landa úr Ing-
ólfi Arnarsyni um 200 lesta afla,
sem var blandaður, en togar-
inn hafði farið á veiðar 26. janúar
síðastl. Er þetta með meiri förm-
um, sem borizt hafa að lokinni
veiðiför. nú um nokkurt skeið.
Um daginn hafði Þormóður
goði, sem er á útleið, verið með
svipað aflamagn.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
ÞAÐ var á dimmri vetr-
arnóttu árið 1867, að ung-
ur maður gekk eftir eyði-
legum þjóðvegi í t’kinu
Oklohama í Bandaríkjun
um.
Maðurinn hét Tómas
og var loftskeytamaður
að atvinnu. Nú stóð ein-
mitt þannig á, að hann
var atvinnulaus, eins og
reyndar hafði oft komið
fyrir áður. Því var nú
verr að hann átti sök á
því sjálfur. Ekki svo að
skilja, að hann væri ekki
duglegur. Þvert á móti
var hann duglegasti loít-
skeytamaðurinn í öllum
Bandaríkjunum á þeim
tíma. Vandræðin voru
þau, að hann varði of
miklum tíma til þess,
sem hann hafði áhuga á,
og of litlum í vinnu sína.
Tómas hafði fjarska
gaman af eðlisfræði, vel-
fræði og efnafræði.
Hvern eyri, sem hann
vann sér inn, notaði hann
til að kaupa sér bækur
og tæki. Auk þess varði
hann hverri mínútu af
tómstundum sínum — og
allt of miklu af þeim
tíma, sem notast átti til
svefns og hvíldar, til þess
að gera tilraunir og aftur
tilraunir. Verst af öllu
var þó það, að í vinnu-
tíma sínum las hann líka
og gerði tilraunir, svo að
hann vanrækti starfið.
Þess vegna var honum
alltaf sagt upp vinnunni
þrátt fyrir dugnað sinn.
Nú var Tómas í atvinnu
leit. Hann ferðaðist gang
andi, því að hann hafði
ekki efni á að fara með
lestinni. Eina vonin var,
að hann fengi vinnu a
einhverri járnbrautarstöð
inni og þess vegna gekk
hann meðfram brautar-
teinunum.
Við litla stöð kom hann
auga á allstóran timbur-
skúr, og þar sem hann
var bæði syfjaður og
þreyttur, gekk hann þang
að til þess að leita sér
náttstaðar.
Hann hnaut um tein-
ana, sem lágu inn í skúr-
inn, og þá skildist honum
að hann myndi vera
hafður til að geyma í
eimvagna, sem ekki voru
í notkun. Hliðardyr stóðu
opnar, og hann gekk inn.
Inni var koldimmt og
hann kveikti á eldspýtu
til að svipast uni, eftir
stað, þar sem hann gæti
lagt sig.
En það, sem hann sá
við flöktandi logann á
eldspýtunni, gerði hann
í einni svipan glaðvak-
andi: í skúrnum stóð eim
vagn.
Eimvagn! Tómas hafði
lesið allt, sem hann komst
yfir, um eimvagna, sem
á þessum tíma voru til-
tölulega ný uppfinning.
Nú gafst honum færi á
að skoða raunverulegan
eimvagn, og hann vai
ekki seinn á sér að taka
tii starfa.
Tómas fann ljósker,
sem hann kveikti á, og
klifraði svo upp til að líta
á vélina.
Ljáðu mér vængi
Úr fyrstu sögu flugsins
Hann athugaði vand-
lega öll mælitæki, hjól
og handföng í klefa lest-
arstjórans. Að stuttri
stund liðinni, hafði hann
gert sér grein fyrir þvi í
aðalatriðum, hvernig vél
in vann og hvernig nota
átti hin ýmsu stjórntæki.
— Ef ég ýti þessari
stöng niður, sagði hann
við sjálfan sig, þá hleypi
ég gufunni inn á bullurn-
ar. Þær fara að ganga
upp og niður og snúa
sveifarásnum, sem selur
hjólin af stað: eimvagn-
inn mundi aka áfram.
Tómas fann ómótstæði
lega löngun til að reyna,
hvort eimvagninn myndi
vinna á þann hátt, senj
hann gerði sér í nugar-
lund.
Allt hafði verið undir-
búið, vatn sett á ketilinn
Qg brenni lagt á eldstæð-
ið. Tómas þurfti ekki aim
að en að kveikja á eid-
spýtu, — og það gerði
hann.
Um leið opnaði hann
fyrir súginn og eldurmn
tók að loga glatt undir
katlinum. Reykurinn þyrl
aðist upp úr reykháfnum
og síðan áfram út um ’oft
rásirnar á þakinu. Tómas
mokaði kolum á eldinn
og fylgdist með mæli-
tækjunum. Hann sneri
litlu hjóli og af hvininum,
sem heyrðist, réði hann
að þrýstingur væri að
koma á ketilinn.
Tómas beið óþolinmóð-
ur þar til mælirinn sýndi
nægan þrýsting og ýtti
siðan eftirvæntingar-
fullur stöng nokkurri nið
16. Aftur á móti hef-
ur Bandaríkjamönnum
heppnazt vel með lítil
loftskip, sem „Good Year“
verksmiðjurnar hafa
framleitt. í síðasta stríði
áttu þeir heilan flota lít-
illa loftskipa, sem notuð
voru til að leiðbeina skipa
lestum og annast strand-
gæzlu.
Öld loftskipanna er lið-
in. Þau hafa orðið undir
í samkeppninni við flug-
vélarnar, sem eru ódýr-
ari, fljótari og öruggari.
ur. Ærandi hávaði braust
fram þegar gufan tók að
hreyfa bullurnar upp og
niður.
Eimvagninn rykktist
til. Hvæsandi og stynj-
andi mjakaðist hann af
stað.
Tómas brosti ánægju-
lega. Hann hafði skilið
En uppfinningamennimir,
ofurhugarnir sem fóru á
loft með fyrstu loftbelgj-
unum, og skipstjórainir á
loftskipunum áttu allir
sinn þátt í því að sigra
loftið.
Þessir hugrökku frum-
herjar öfluðu þeirrar
reynslu og þekkingar, sem
flugtæknin byggist á.
Án þeirra væru ekki til
flugvélar, sem fara heirrs
hafanna á milli með
meiri hraða en hljóðið.
Endir.
rétt, hvernig vélin myndi
vinna. Nú gat hann hér
eftir líka sótt um vinnu
sem lestarstjóri. Feiknar-
legur brestur ásamt braki
og brothljóði vakti hann
upp af draumum sínum.
Hann kastaðist til, svo
hann var næstum dott-
inn. Meira