Morgunblaðið - 11.02.1960, Side 19

Morgunblaðið - 11.02.1960, Side 19
Fimmtudagur 11. febrúar 1960 MORGVNBLAÐIB 19 Torskilinn lagabókstafur Frá umræðum á Alþingi ~ Neyðarástand Fram. af bls. 1. manna, Peder Biindheim, segir, að það sé ljóst ,að engin síld sé á norsku miðunum og telur hann að nú verði að fá úr því skorið, hvert stórsíldin hafi far- ið, hvort hún haldi sig í ná- grenni Færeyja eða hafi farið suður í Norðursjó. DEVOLD ENN VONGÓÐUR KRISTJANSSUNDI, 10. febr. (NTB). — Finn Devold fiski- fræðingur á G. O. Sars er ekki eins svartsýnn og margir fiski- mannanna norsku á útlitið á síld- armiðunum. Hann segist vera þeirrar skoðunar að strax og veðr ið batni muni skipin fá góðan afla. Bendir Devold á það, að þeir á G. O. Sars hafi orðið varir við 100 stórar síldartorfur á síðustu siglingu sinni milli Færeyja og Noregs. Stormur geisaði í dag við vest- urströnd Noregs, en í kvöld var veðrið tekið að lægja og ætlaði G. O. Sars þá að sigla þegar út í síldarleit. Devold heldur fast við það að hita og átuskilyrði í sjónum vestur af Noregi séu hin ákjósanlegustu og ættu þau að gefa góðan herpinótaafla. I FYRIRSPURNARTÍMA Al- þingis í gær urðu miklar og nokkuð sérstæðar umræður um skattalög, einkum eina grein þeirra. Karl Guðjóns- son, 6. þm. Suðurlands, flutti fyrirspurn þess efnis, hví ekki hefði verið gefin út reglugerð um þá lagabreyt- ingu, er samþykkt var á þingi í fyrra um að störf í þágu útflutningsframleiðslunnar unnin í eftir-, nætur- og Stefnir heldur skemmtifund STEFNIR, félag ungra Sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði heldur skemmtikvöld í kvöld (fimmtu- dag) í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30. Til skemmtunar verður Bingó- spil og sýnd verður kvikmynd. Er fólk hvatt til að fjölmenna á skemmtikvöldið . helgidagavinnu og ekki or- lofsskyld, skyldu undanþegin skatti. Lög þessi skyldu koma til framkvæmda 1. jan. 1960 og ráðherra setja þar um nán- ari ákvæði í reglugerð. Sú reglugerð hefði ekki verið gefin út og bað ræðumaður um skýringu á því atriði. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, varð fyrir svörum. — Skýrði hann svo frá, að er rík- isstjórnin var mynduð hefði hún skipað nefnd til að endurskoða öll ákvæði skattalaganna. Hefði sú nefnd lagt til að þetta laga- ákvæði yrði lagt niður. Laga- ákvæði þetta væri mjög óljóst og tvennur skilningur á gildis- tökutímanum. Þá hefðu fulltrúar verkalýðsfélaganna tahð að lög- in væru líkleg til að skapa úlfúð milli vinnustétta. Áður en langt um liði yrði flutt frv. um breyt- ingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og kæmi þetta á- kvæði þá að sjálfsögðu einnig til endurskoðunar. Olympíufararnir í keppni; Eysteinn vakti athygli — Kristinn komst einn í gegn fSLENZKU skíðamennirnir sem taka eiga þátt í alpagreinum Olympíuleikanna kepptu á móti í Aspen s.L sunnudag. Var þetta mikið mót og meðal keppend- anna margir Olympíukeppendur. Sigurvegari í sviginu varð Aust- urríkismaðurinn Toni Spiess, sá er hér kenndi um tíma, en hann er nú kennari við skíðaskóiann í Aspen sem er í Klettafjöllum. íslendingunum gekk heldur illa í þessari keppni. Kristinn Benediktsson var sá eini er lauk stórsvigskeppninni. Varð hann 38. í röðinni. Aðeins 30 fyrstu fengu að halda áfram keppni í öðrum greinum um Roch-bikarinn sem þarna var keppt um i 13. sinn. Tími Kristins í stórsviginu var 125,5 sekundur. Hann var 6,5 sek. á eftir 30. manni ( þeim síðasta ef áfram fékk að halda keppni). Tími sigurvegarans var 103.1 sek. Óöruggur í brattanum Fréttamenn segja að Kristinn hafi verið óörggur í bröttustu köflum brautarinnar. Virtist hann bremsa við hliðin og hika í stað þess að renna mjúklega gegnum þau eins og allir þeir gerðu er beztu tímana fengu. Fjöldi annara keppenda hikaði á sama hátt og virtist 4—5 tommu snjólag sem féll kvöldið áður gera þeim erfitt fyrir. Samt var brautin troðin fyrir keppnina. Eysteinn góður Eysteinn Þórðarson hlaut rás- númer 1 í keppninni. Hann sieppti hliði og var dæmdur úr leik. En kiukkurnar sýndu að hraði hans var mikill. Hann var fyrirfram talinn einn af líklegum til góðs árangurs í keppninni og var það byggt á góðum árangri hans á stórmótum í Evrópu. Eysteinn hafði einn allra GREIN PÁLS ÞORGILSSONAR um Þuríði Runólfsdóttur sem birtist í blaðinu í gær, átti upp- haflega að birtast á útfarardegi hennar, en varð að bíða vegna rúmleysis í blaðinu. bezta tímann er hann kom að flötum kafla brautarinnar og var þá þriðjungur hennar að baki. Hraði hans var einnig mikill á flata kaflanum og hann fór mjúklega gegnum hámálar í bröttum kafla brautarinnar er nálgaðist markið. í neðsta hluta þessa bratta kafla, áður en brautin Iá bein í mark, henti það ólán að Eysteinn sleppti hliði — og þar með var hann úr keppn- inni. Brotið skíði og erfiðleikar Jóhann Vilbergsson vakti mesta kátínu áhorfenda. Hann braut skíði sitt ofarlega í brautinni en reyndi að halda áfram samt. Ahorfendur hvöttu hann og hon- um tókst að komast gegnum 12 hlið til viðbótar og komast í neðsta hluta brautarinnar er hann féll og hrapaði 20 metra nið ur. Lagði hann ekki í að ganga til baka og hætti. Leifur Gíslason sem dvalið hef ur úti við æfingar tók einnig þátt í keppninni. Hann átti við mikla erfiðleika allt frá upphafi. Hann fór framhjá hliðum hvað eftir annað, en sneri alltaf til baka unz að því kom að næsti keppandi var að koma. Vék hann þá úr brautinni og hætti. ★ Aðrir keppendur Annar í keppninni og 0,7 sek. á eftir Spiess var Bandaríkjamað urinn Max Marolt sem er í Olym- píuliði Bandaríkjamanna. I 3., 4. og 5. sæti voru Bankaríkjamenn- irnir Tom Corcoran, Dave Gor- such og Marvin Melville. Banda- ríkjamenn tóku einnig 8. og 9. sæti. Sjötti í keppninni var Aust- urríkismaðurinn Franz Tritchn- er, Kanadamaðurinn Anderson í sjöunda sæti og John Koltzlow, eini Norðmaðurinn í keppninni varð tíundi. Cólfslípunin Barmahlíð 33. — Sími 13657. ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögmaður Málf'utningsskrifstofa. Bankastræti 12. — Sími 18499. Hörður Ólafsson lögfræðiskrifstofa, skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Austurstræti 14. Hjartanlega þakka ég skyldfólki og vinum f jær og nær, sem glöddu mig á 100 ára afmæli mínu 12. janúar sL Guð blessi ykkur öll. Karolína Jónsdóttir, Melbrún, Fáskrúðsfirði LOKAÐ vegna jarðarfarar frá kl. 12—4 í dag. Hansa H.f. Ólafur Björnsson kvað oft ógeming að greina hverjir ynnu í þágu útflutningsframleiðslunn- ar og hverjir ekki, t d. þegar hluti aflans væri seldur á inn- anlandsmarkaði og hluti fluttur út. Sama máli gengdi um land- búnað. Gísli Jónsson, Jón Skaptason og Magnús Jónsson tóku mjög í sama streng og fjármálaráð- herra, að alls ótímabært og ó- skynsamlegt hefði verið að gefa reglugerð þessa út nú eins og málum væri háttað. Þingmenn kommúnista, sem töluðu margir og sumir oftar en einu sinni, töldu lagagreinina auðskilda og að sjálfsagt hefði verið að setja reglugerðina enda þótt hún yrði felld úr gildi skömmu síðar. Móðir mín GÍSLÍNA P. SÆMUNDSDÓTTIR Vallargötu 25,Keflavík, andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur, miðvikudaginn 10. febrúar. — Jarðarförin auglýst síðar. Sæmundur G. Sveinsson Elskuleg eiginkona mín, ástkær móðir mín, systir, tengdadóttir, mágkona og frænka, BORGHILD STANGELAND fædd Amundsen andaðist í dag Stavanger, 6. febrúar 1960. Ámi Stangeland, Sólveig, systkini og tengdaforeldrar Jarðarförin fer fram í Krematoriet í Stavanger, Norge, föstudag. 12. febrúar kl. 12. Útför eiginkonu minnar GUÐMUNDU SIGURJÓNSDÓTTUR Suðurlandsbraut 63, fer fram frá Fossvogskirkju laugard. 13. febr. kl. 10,30 f.h. Blóm og kransar afþakkað, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Júlíus Einarsson og börn. Útför eiginkonu minnar og móður okkar KRISTlNAR TRAUSTADÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. þ.m. kL 13,30. Einar Runólfsson, Trausti Einarsson, Hákon Einarsson, Guðrún Einarsdóttir, Þórhallur Einarsson. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN ANDRÉSSON málarameistari, Barmahlíð 23 sem lézt föstudaginn 5. febrúar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 12. febrúar kl. 1,30 e.h. Margrét Guðmundsdóttir, Elín Kristinsdóttir, Hörður Sveinsson, Sigrún Eyjólfsdóttir, Andrés Kristinsson og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DAGBJARTUR GUÐMUNDSSON verkstjóri, er andaðist 2. þ.m. verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, Hafnarfirði, fimmtudaginn 11. þ.m. kl. 2 s.d. Athöfnin hefst að heimili hins látna, Silfurtúni H 15, Garðar- hreppi, kl. 1,30. — Blóm afbeðin, þeim sem vildu minnast hins látna, láti S.Í.B.S. njóta þess. Dagbjört Brynjólfsdóttir, synir, tengdadætur og bamabörn. Þökkum innilega sýnda samúð við fráfall elskulegs eiginmanns míns, sonar og föður okkar, MAGNÚSAR BJÖRNSSONAR frá Laufási Dóra Magnúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Jón Magnússon, Elín H. Magnúsdóttir Magnús Th. Magnússon. öllum þeim, sem fyrr og síðar hafa sýnt vinfengi og tryggð og nú síðast vottað samúð sína við andlát og jarðarför, ÞURÍÐAR RUNÖLFSDÓTTUR Lindargötu 52 færum við okkar innilegustu þakkir . Halldóra Ásmundsdóttir, Magnús Jónsson, Runólfur Ásmundsson, Sveinbjörg Vigfúsdóttir, Davíð Ásmundsson, Jónína Elíasdóttir böra og barnaböra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.