Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 1
16 slðoiF og l esbók 47. árgangur 42. tbl. — Laugardagur 20. febrúar 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðreisnarlögin staðfest í dag Elísabel ó/ son Voru endanlega sam- ' þykkt í E.d. ■ gær með 11 atkvæðum gegn 9 EFRI DEILD ALÞINGIS samþykkti kl. 4,15 í gær frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagslega viðreisn í landinu, mei) 11 atkvæðum gegn 9. Mun forseti íslands staðfesta lögin í dag og koma þau því til framkvæmda nk. mánudag. Verður þá gengi íslenzku krónunnar skráð í samræmi við ákvæð' laganna og tollafgreiðsla hefst að nýju. En hún hefur legiö niðri síðan 29. janúar, þ. e. daginn eftir að f járlagafrumvarpið var lagt fram. H. C. HANSEN H.C. Hansen látinn H. C. HANSEN, forsætisráðherra Danmerkur, lézt í gær- kvöldi kl. 20,40 í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, eftir tæpra tveggja mánaða sjúkdómslegu. Gengisbffeyting — afnám uppbóta Aðalatriði hinna nýju laga er gengisbreytingin, sem í því er fólgin, að gengi íslenzkrar krónu miðað við erlendan gjaldeyri skal vera 38 kr. hver bandarískur dollar og gengi hennar miðað við annan gjald eyri í samræmi við það. Sterlingspundið verður þá 106 kr., dönsk króna 5,50 kr. og vestur-þýzkt mark 9,11 kr. Jafnliliða gengisbreyting- unni er styrkja og uppbóta- kerfið afnumið og útflutnings- sjóður hættir greiðslu hvers konar bóta. Þá er í hinum nýju lögum gert ráð fyrir að óheimilt sé að miða kaupgjald við breyt- ingar á vísitölu. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi kapp- hlaup milli kaupgjalds og verðlags. Þá er gert ráð fyrir álagn- ingu 5% útflutningsgjalds af fob-verði allra vara, sem fluttar eru úr landi til sölu n--------------n Liaugardagur 20. febrúar Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Þannig átti að kúga Finna. —• 8: Forystugreinin: „Atvinnuleysi" «— 6: André Maurois: Innblástur. Völdin og ég (Utan úr heimi). — 9: Heildarskipulagning Reykja- víkur. — 14: ipróttir. Tórshavn, 19. febrúar. (Frá fréttaritara Mbl.) FISKIMANNAFELAG Fær- eyja segir, að viðræður muni hefjast á ný við Landssam- band íslenzkra útvegsmanna. Eru menn vongóðir um það í Færeyjum, að samningar muni takast, en trúa þó ekki, að það geti orðið fyrr en Al- þingi hefur samþykkt efna- hagsaðgerðir íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Telja menn að það muni enn líða um hálfur frá gildistöku laganna. Undan þegnar útflutningsskattinum eru þó vörur, sem framleiddar eru fyrir 16. febrúar 1960. Þá er samkvæmt lögunum gert ráð fyrir myndun allt að 20 millj. dollara gjaldeyris- varasjóðs. Ennfremur er ríkisstjórn- inni heimilað að fengnu áliti stjórnar Seðlabankans og stjórnar viðkomandi sjóðs eða stofnunar, að kveða á um vaxtakjör og lánstíma hjá Fiskveiðasjóði, Stofnlánadeild sjávarútvegsins, Byggingar- sjóði sveitabæja og Ræktunar- sjóði, Byggingarsjóði ríkisins (húsnæðismálastjórn), Bygg- ingarsjóði verkamanna og Raforkusjóði. f lögunum segir, að ríkis- stjórnin í heild fari með fram- kvæmd þeirra. Skal ríkis- stjórninni heimilt að setja með reglugerðum eða á annan hátt nánari fyrirmæli um framkvæmd laganna. Víðtækar hliðar- ráðstafanir Eins og áður hefur verið skýrt frá mun ríkisstjórnin í framhaldi af þessari lagasetn- ingu gera víðtækar hliðarráð- stafanir til þess, sumpart að draga úr kjaraskerðingu af völdum gengisbreytingarinn- ar og sumpart til að koma á jafnvægi í peningamálum jnn anlands. í þessu sambandi má nefna Framh. á bls. 2. mánuður þangað til sam- komulag næst. Árangurslausar ferðir Togarinn Gylfi frá Patreks- firði kom til Þvereyrar í Trang- isvogi í fyrradag á heimleið frá Þýzkalandi og ætlaði að fá 18 færeyska sjómenn með sér. En hann fékk engan. Annar togari, Þorkell Máni frá Reykjavík, mun einnig hafa ætlað að koma við í Trangisvogi á leið heim frá Eng- landi, en hætt við það af ein- hverjum ástæðum. Gullfoss er væntanlegur til Hann var lagður á sjúkrahús hinn 29. desember sl. til lækn- inga við lungnabólgu og var þá ekki álitið að sjúkdómurinn væri hættulegur. En batinn dróst á langinn og hinn 2. febrúar sl. > v er.snaði honum og var þá tekið Tórshavn á laugardaginn, en það er ólíklegt, að nokkur einasti fiskimaður fari með honum. Fiskimenn hafa ekki hug á að fara til íslands fyrr en þeir hafa fengið einhverja tryggingu fyrir betri kjörum. Rangar aðferðir Færeysku blöðin hafa mikið rætt um þetta mál allt og eru nokkur þeirrar skoðunar, að Fiskimannafélagið hefði átt að beita öðrum aðferðum til að leita eftir samningum, en það gerði í Reykjavík. Til dæmis telja þau, að sjálf landsstjórn Færeyja hefði átt að ræða við íslenzku ríkis- stjórnina. Ekki er þó búizt við Frh. á bls. 15 að óttast um líf hans. Forsætisráðherrann mun ekki hafa gert sér grein fyrir hve ástandið var alvarlegt. Hann gat lesið blöðin og tekið á móti full- trúum ríkisstjórnarinnar, og öðrum gestum, sem oft komu í heimsókn. En á föstudagsmorg- ur.n versnaði honum enn, máttur hans þvarr smám saman, þar til hann lézt um kvöldið. Lát H. C. Hansen er mikill skaði fyrir dönsk stjórnmál og fyrir dönsku jafnaðarmannastefnuna, sem nú á fáum árum hefur misst tvo af s:num fremstu mönnum. Þegar Hans Hedoft lézt í jan- úar 1955 varð H. C. Hansen for- sætis- og utanríkismálaráðherra og auk þess formaður jafnaðar- mannaflokksins. í fjögur ár var hann miðdepill dönsku stjórn- málanna og vann álit dönsku þjóðarinnar og virðingu andstæð- inga sinna. Hans Chistian Hansen var fæddur 1906. Hann lagði stund á prentnám, en sneri sér snemma að stjórnmálum og 27 ára gamall varð hann formaður æskulýðs- félags jafnaðarmanna. 1939 varð hann ritari jafnaðarmannaflokks ins, en varð að láta af því em- bætti árið 1941 samkvæmt kröf- um frá þýzku hemámsstjórninni. Hann varð virkur tengiliður milli jafnaðarmcinnaflokksins og mót- Framh. á bls. 2. London, 19. febrúar. (Reuter) ELÍSABET Brelandsdrottn- ing eignaðist son í gær. Er þetta þriðja barn hennar. Hin eru Charles, sem er 11 ára, og Anne, sem er níu ára. — Þegar fréttin barst út í London varð þar mikið um fagnaðarlæti. Fjöldi fólks hafði safnazt saman fyrir ut- an hlið Buekingham-hallar, og lusti mannfjöldinn upp fagnaðarópi er tilkynnt var um fæðinguna. Allar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hættu út- sendingum sínum til að til- kynna þennan gleðiviðburð. Hinn nýi prins fæddist kl. 3,30 e.h. (brezkur tími) í belgísku í- búðinni í Buckingham höll, og sögðu læknarnir fjórir, sem stunduðu drottningu, að móður og syni liði vel, fæðingin hafi gengið vel. Eftir að nánustu ættingjum hafði verið tilkynnt um atburð- inn, var samkvæmt venju haft samband við innanríkismálaráð- herrann R. A. Butler, sem síðan gaf út opinbera tilkynningu um fæðinguna. Áður var það venj- an að innanríkisráðherrann væri viðstaddur fæðingar hjá konungg fjölskyldunni til þess að ganga úr skugga um að raunverulega væri um krúnuarfa að ræða og ekki umskipting. Þessi regla var brotin í fyrsta sinn árið 1948, þeg ar Charles prins fæddist. Á laugardag munu 36 orustu- þotur úr brezka flughernum fljúga yfir Buckinghamhöll til að hylla sinn nýja prins og samtím is munu öll brezk herskip, hvar sem þau eru stödd, skjóta 41 skoti honum til heiðurs. . Meðal þeirra fyrstu, sem fréttu um atburðinn, var Eisenhower forseti. Hann kvaðst sannfærður um að allir Bandaríkjamenn tækju undir heillaóskir sínar og konu sinnar til Bretadrottningar. „Það gleður mig mjög mikið að móður og barni líður vel. Megi prinsinn öðlast langt hamingju- líf“. Búizt er við að hinn nýji prins verði skírður eftir um fjórar vik- ur, og eru ýmsar getgátur um það hvaða nöfn áonum verði gefin. Helzt er reiknað með því að hann verði skírður George, eftir föður drottningar og Albert í höfuðið á eiginmanni Victoríu drottningar. En einnig er talað um Andrew, (faðir hertogans), Edward, David og James. Er Ortiz í Þýzkalandi BONN. — Vestur-þýzka viktl- blaðið Der Spiegel skýrði nýlega frá því, að einn af helztu upp- reisnarforingjunum í uppreisn- inni í Alsír á dögunum, Joseph Ortiz, sem komst undan, sé undir vernd franskra liðsforingja i Eifel-fjöllunum í Þýzkalandi Frekari upplýsingar gefur blaðið ekki, en utanríkisráðuneytið vest ur-þýzka hefir gefið út þá til- kynnngu, að það viti ekki til þess, að Ortiz sé í Vestur-Þýzkalandi. □- -□ Ólíklegt oð nokkur Færey- ingur komi með Gullfossi Færeyingar vænta jbess oð samkomulag náist innan hálfs mánaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.