Morgunblaðið - 20.02.1960, Síða 8

Morgunblaðið - 20.02.1960, Síða 8
8 MORGUrfTtrJfíin L.augar'dagur 20. febr 196t> XJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsir.gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið ATVINNULEYSI? UTAN UR HEIMI Vúldin og ég PRÁ því hefur nýlega verið skýrt, að við skráningu atvinnulausra í Reykjavík í janúar hafi enginn maður reynzt atvinnulaus í höfuð- borginni. Það er einnig vitað, að mikill skortur er á mönn- um á fiskiskipaflota þjóðar- innar og víðtækar tilraumr hafa verið gerðar til þess að fá erlenda sjómenn á íslenzk fiskiskip. Nokkrir togarar liggja við landfestar vegna skorts á mannafla og þegar kemur fram á vetrarvertíðina er búizt við því, að skortur á sjómönnum verði tilfinn- anlegri en hann er nú. Fáránlegar fullyrðingar Þegar á þessar staðreyndir er litið, sést það greinilega, hversu fáránlegar fullyrðing- ar kommúnista og Framsókn- armanna eru um yfirvofandi atvinnuleysi. Það er geysileg atvinna í landinu í dag, og allt bendir til þess að hún haldist framvegis. Allt hjal kommúnista og fylgifiska þeirra um að stórfellt aL- vinnuleysi sé á næstu grösum, er þess vegna hreinn þvætt- ingur út í bláinn. Eitt mesta vandamál ís- lendinga í dag er þvert á móti það, hvernig hægt sé að tryggja nægilegan mannafla til þess að halda útflutningsframleiðslunni í fullum gangi. Væri það vissulega vel far- ið, ef viðreisnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar hefðu þau áhrif, að beina vinnuaflinu í ríkara mæli að útflutnings- framleiðslunni. Þessi þjóð verður að gera sér það ljóst, að útflutningsframleiðslan er lífæð þjóðfélags hennar. Það er á afkomu framleiðslunnar, sem lífskjör þjóðarinnar fyrst og fremst byggjast. Það er þess vegna hreint glapræði að ætla sér til langframa að byggja rekstur sjávarútvegs- ins að verulegu leyti á er- lendu vinnuafli, sem borga verður kaupgjald í erlendum gjaldeyri. Fleira fólk til framieiðslustarfa Ef svo reynist, að stórfelld- ur skortur verður á mannafla á fiskiskipaflotanum síðar á þessari vetrarvertíð, er óhjá- kvæmilegt að gera róttækar ráðstafanir til þess að bæta úr þeim skorti. I Vestmanna- eyjum og fleiri þróttmiklum verstöðvum hefur skólafólk með glöðu geði tekið þátt í fiskvinnslu, þegar mestur afli hefur borizt á land. Þannig hefur oft miklum verðmæt- um verið borgið. Vel má svo fara, að gera verði hliðstæð- ar ráðstafanir til þess að fá nægilegan mannafla á sjálfan fiskiskipaflotann, um lengri eða skemmri tíma. Aðalatriði málsins er, að þjóðin geri sér ljóst, að út- flutningsframleiðslu sína má hún ekki vanrækja. 70 fiskiskip í smíðum í þessu sambandi má einnig benda á það, að þjóðin á nú um 70 fiskiskip í smíðum er- lendis. Þá aukningu fiski- skipaflotans þurfum við að geta mannað íslenzkum sjó- mönnum. Engum heilvita manni getur til hugar komið að koma þessara 70 nýju skipa til landsins á næstu 1— 2 árum auki líkurnar fyrir því að atvinnuleysi skapist í land- inu. . Allt ber þannig að sama brunni um það, að staðhæf- ingar kommúnista um yfir- vofandi stórfellt atvinnuleysi, eru rakalaus þvættingur, sem sýnir greinilega hve gersam- lega allur málflutningur þeirra er um þessar mundir á sandi byggður. Svífast einskis Kommúnistar svífast einsk- is í baráttu sinni gegn efna- hagslegri viðreisn í þjóðfé- laginu. Þeir reyna að hræða fólkið með hinum gamla at- vinnuleysisdraug. En sann- leikurinn er sá, að viðreisn- arviðleitni núverandi ríkis- stjórnar beinist fyrst og fremst að því, að koma í veg fyrir stöðvun framleiðslunn- ar og algert hrun og upplausn í efnahagslífi þjóðarinnar. Ef styrkja- og uppbótakerfið, ætti að gilda áfram, hlyti að leiða af því tryllta verðbólgu og stöðvun útflutningsfram- leiðslunnar. Þessu lýstu Framsóknarmenn og komm- únistar líka beinlínis yfir, þegar vinstri stjórnin sagði af sér. Forseti Alþýðusambands- ins sagði, að styrkja- og upp- bótastefnan væri „leiðin til glötunar“ og hún lægi „fram af hengiflugi“. | Peron leysir HINN 27. marz munu íbúar Argentínu ganga til kosninge. Ýmsir búast við því að meiri- hluti hinna 12.000.000 kjör- seðla verði auðir. Sérhver auður seðill er í rauninni at- kvæði greitt Peron, sexn hrakinn var frá völdum fyrir fimm árum. Peron er nú á ferðalagi í Evrópu, og bíður þar úrslit- anna. Þar átti blaðamaður fra Daily Express viðtal við hann og komst Peron þá með- al annars svo að orði. Ég sé ekki eftir neinu. Ef ég hefði ekki fæðzt Peron, hefði ég óskað að verða Peron. Vissuð þið að langamma mín var skozk? Hún var af Mackenzie ættinni. Ég hefi ósjálfrátt þekkingu á hagfræði. Ef til vill stafar þessi hæfileiki frá mínum skozku for- feðrum. Ég býst við að hagfræði- þekking sé stjórnmálamönnum nauðsyn vegna þess að, þegar allt kemur til alls er landstjórn mjög svipuð stjórn voldugs verzl unarfyrirtækis. Ég hefi mikið hugsað um þá erfið'eika sem samfara eru völd- um. Hæfileikinn til að sannfæra er undirs'aða ' c lda. l.ítið á. Þignr stjóraandi u ‘!'f að íramjiva-ra eitthvað, v:.,ii hann he.zt fara þannig að a 'd- stæð. nf um sirc.ni að þeir fyigau honi.m að n.á'vm Það er ið! - legt. En mjög sjaldan mögulegt. En hins vegar er mögulegt að fá Vilja leggja niður sendiróð- ið í Heykjavík KAUPMANNAHÖFN, 18. febrúar. (Einkaskeyti til Mbl.) — Kvöldberlingur“ skýrir frá því, að vinstri- og íhaldsmenn undirbúi nú frumvarp um 4—5 milljón króna sparnað í utanríkis- þjónustunni — m. a. með því að leggja niður sendi- ráðin í Reykjavík, Osló, Stokkhólmi og að líkindum einnig í Helsinki. Sé það álit þeirra, að nóg sé að hafa ræðismenn á þessum stöðum. - ♦ - Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að koma fram enn frekari sparnaði með því að sameina nokkur sendiherraembætti. — Sú staðreynd, að mörg þau verkefni, sem sendiráðin hafa löngum annazt, má nú leysa á vettvangi ýmissa- alþjóðastofnana, mun Iiggja að baki þessum sparnaðar- tillögum. - ♦ - Þannig munu t. d. rökin fyrir því að leggja niður sendiráðin á Norðurlöndum hvað helzt vera þau, að í undirbúningi er að setja á stofn norræna ráðherra- nefnd — og einnig má vísa til samvinnu landanna inn- an Norðurlandaráðsins, hjá Sameinuðu þjóðunum og í Fríverzlunarbandalaginu. frá skjóðunni þá til að samþykkja helminginn af fyrirætlununum, og þá er um að gera að það sé sá helmigur sem skiptir máli. Hermaður, sem gerist stjórn- málamaður, verður að gleyma hermennsku sinni. Þá mun hann ekki blanda saman því að skipa fyrir og að stjórna. Að skipa fyrir er að vísa til skyldukvaðar við- komandi, en til að stjórna verður að sannfæra. Það reynir mikið á menn að starfa ,að stjórnmálum. Ég hefi auðvitað alltaf búið við góða heilsu. En ég hefi gætt heilsunn- ar með því að lifa skipulögðu lífi án þess að ofbjóða henni. Ró er undirstaða varanlegrar vel- gegni. Engin hefur séð mig reiðast. Og það hefur verið mér mikil hjálp að geta haft þessa stjórn á sjálf- um mér. Ég gat verið öskureiður án þess að nokkurn grunaði það. Svipbrigði mín voru óbreytt vegna sjálfsstjórnar svipaðrar þeirri sem indverskir fakírar hafa. Ráðlegging mín til ungra stjórn málamanna er þessi. Setjið ykk- ur það takmark að gera þjóð ykkar og landi gott. Lærið að greina hvenær þið eigið að nema staðar. Það er fimm metrum áður en þið eruð komnir það langt að þið eigið ekki aftur- kvæmt. Argentínsk vísa segir svo: Þegar maðurinn er búinn að eyðileggja sjálfan sig, geta ekki einu sinni dýrlingarnir í Himna- ríki bjargað honum. Ég er ekki einmana, vegna þess að ég á enn 10.000.000 vini í Argentínu. Munið eftir að 70% kjósenda greiddu mér atkvæði. Á ég að segja ykkur hvað féll mér verst hjá Bretum? Það var stífni þeirra. Fastheldni þeirra. Englendingar skelltu allri skuld- inni á Skota fyrir þetta, en ég held að þeir séu sjálfir jafnsekir. Þrátt fyrir drengskap þeirra, sem er sá eiginleiki er ég dáði mesta hjá þeim, fannst mér erfitt að verzla við Breta. Ég man eftir viðræðum um 100 millj. sterlings punda viðskiptasamning árið 1950. Það fóru mánuðir í það að rífast um eina milljón. Það var loks síðasta kvöldið að samning- ar tókust með því að skipta millj óninni í jafnt á milli beggja. En við skulum ekki vera að tala um stjórnmál. Við skulum láta þau bíða seinni tíma. ♦ Talið er að bráðlega muni fást úr þvi skorið hvað varð um þær tvö hundruð milljónir dollara sem Peron tókst að koma út úr Argentínu skömmu áður en hon- um var steypt af stóli. Fréttir frá Buenos Aires herma að ýms- ir forystumenn úr ríkisstjórn Perons muni koma saman til fundar í Sviss, þar sem álitið er að peningarnir séu geymdir. Þá er álitið að Peron hafi lagt um þrjár milljónir sterlings- punda í Mercedes bílaverksmiðj- urnar í Þýzkaladi og stórfé í baðmullariðnað á Ítalíu og í Egyptalandi. Eldflaoga- njósnari FENEYJUM, 18. febr. (Reutér): Gagnnjósnadeild ítalska hersins handtók hér í dag símamann nokkurn, sem sakaður er um að hafa gefið erlendum aðilum ýms ar upplýsingar varðandi eld- flaugar, sem vera skyldu hernað- arleyndarmál. Lögregluyfirvöld- in hér sögðu f»á þessu í dag. Sagt er að maður þessi, Fran- cesco Arduino (39 ára), sem á júgóslavneska konu, hafi oft farið til Júgóslavíu á undanförnum árum. — Hafa gagnnjósnarar hersins fylgzt nákvæmlega með ferðum Arduino nú um sex mán- aða skeið. Italía er eitt þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins, sem hafa leyft, að Bandaríkin kæmu upp eldflaugastöðvum í landinu. Á ferðalagi í Evrópu: Peron og mynd af Evu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.