Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUIVBLAÐIÐ Laugardagur 20. febr. 1960 Gull og sllfur til Svía jJernberg sigraði ■ 30 km göngu eftir harða keppni við landa sinn Ramgaard Fyrstu baráttunni er lokið í Squaw Valley. Fyrstu verðlaunin hafa „eignazt eigendur“. Og gullið og silfrið er í höndum tveggja Svía, sem með frábærum afrekum hafa varpað ljóma á nafn Sví- þjóðar. Sixten Jernberg sigraði en landi hans Ramgaard kom mjög á óvart og var aðeins 13 sek- úndur á eftiir Jernberg. ★ Prinsinn viðstaddur Það var 6 stiga frost en stillt veður og gott þegar göngumenn- irnir komu að rásmarkinu í dag kl. 3 eftir ísl. tíma. Fátt óhorf- enda var en meðal þeirra var Bertil Svíaprins, sem er aðal- fararstjóri sænska flokksins á leikunum. Oddmund Jensen Noregi var ræstur fyrstur og brunaði af stað í góðu færi. Síðan fóru hver af öðrum í för hans. Fánar þátttökuþjóðanna blöktu í hægum andvara. Það var kyrrð um stund en síðan fóru fréttirn- ar að berast af göngumönnunum. Jernberg í fararbroddi Er leiðin var hálfnuð kom í ljós að Jernberg hafði forystuna og var millitími hans á 15 km 57 mín. 18 sek. Ramgaard hafði þá krækt sér í annað sætið og var tími hans 57.46 mín. Anikin var þriðji á 58,16 og Vaganov fjórði á 58,27. Haukulinen var í 5 sæti og Larson Svíþjóð í sjötta. Við 25 km markið var röðin sú sama en „einvígi” Jernbergs og Ramgaards hafði náð hámarki. Ramgaard hafði dregið á um 2 sekúndur og næstum mínútu síð- ar var Anikin. Svo ljóst var hver úrslitin yrðu. Larson hafði dregið Hakulinen uppi hvað tíma snerti. Röðin breyttist ekki eftir þetta. ■jfr Einvigið harðnar En einvígi Jernbergs og Ramgaards harðnaði. Jern- berg stóð betur að vígi því bann hafði hærra rásnúmer og Sœnsk forusta AÐ loknum tveim greinum á Ólympíuleikunum eru þátttökuþjóðirnar þegar farnar að setja upp útreikn- ing á stigum. Sú „stiga- keppni“ er þó ekki opinber og kemur ekki frá fram- kvæmdanefndinni. En það hefur lengi tíðkazt að at- buga styrkleika þjóðanna á þann hótt að reikna fyrsta manni 7 stig, öðrum 5 stig o. s. frv., þannig að 6. mað- ur hlýtur 1 stig. Reikning- urinn lítur þannig út eftir tvær greinar: Svíþjóð 14 Kanada 10 Rússland 8 Þýzkaland 7 Bandaríkin 4 Finnland 1 sá því til Ramgaards. En bilið milli þeirra í brautinni óx er að markinu dró, en með góð- um endaspretti tókst Jernberg að tryggja sér sigurinn með 13 sek. forskoti. Endanleg úrslit urðu. Jernberg Svíþjóð 1.51.03 sek. Ramgaard Svíþ. 1.51,16 Anikin Rússl. 1.52,28 Vaganov Rússl. 1.52,49 Larson Svíþ. 1.53,53 Hakulinen Finnl. 1.54,02 Kutnetzov Rússl. 1.54,23 Brenden Noregi 1.55,19 Óvænt. Afrek Ramgaards kom mest á óvart, og gleður Svía ekki síður en gullverðlaun Jern- bergs. Þá kemur á óvart að Hakulinen skyldi ekki verða framar, og fáir hefðu trúað því fyrirfram að hann yrði 3 mín. á eftir Jernberg, en búizt var við að þeir berðust jafnri baráttu um gullið. Sixten Jernberg hefur um mörg undanfarin ár verið „kon- ungur skíðagöngumannanna“. Hann hlaut silfur á leikjunum í Cortina bæði í 15 og 20 km göngu og gullið vann hann í 50 km göngu, en sú keppni er hámark skíðagöngukeppni hverra leika. Með því afreki má segja að hann hafi áunnið sér konungskórónu skíðagöngumanna, og æ síðan hefur hann verið meðal þeirra bestu eða jafnvel langbeztur. Jernberg er skógarhöggsmað- ur í Dölunum í Svíþjóð og býr í bænum Lima. Viljakraftur hans er geysimikill sem kemur bezt fram í því að hann skuli í öll þessi ár hafa verið fremstur skíða göngumanna, og jafnvel sótt sig, bætt stíl sinn og kraft. ★ Röðin í bruni Islendingarnir hafa orðið aft- arlega við niðurröðun í brun- keppninni, sem fram á að fara á mánudaginn. Er því hætt við, að þeir nái ekki eins góðum arangri og ella. Eysteinn Þórðarson hefur orð- ið nr. 39, Kristinn Benediktsson nr. 40 og Jóhann Vilbergsson nr. 61. Keppendur eru 66. Rásröð keppendanna í 1. fl. í bruni verður þessi: 1. Zimmermann, (Austurr.), 2. Bonlieu (Frakkl.), 3. Molterere (Austurr.), 4. Milianti (Italíu), 5. Borgner (Þýzkal.), 6. Stiegler (Austurr.) 7. Lanig (Þýzkal.), 8. Sanus (Svissl.) 9. Alberti (It'alíu) 10. Vuarnet (Frakkl.), 11 Duvill- ard (Frakkl.), 12. Schranz (Austrr.), 13. Perillat (Frakkl.), 14. Leitner (Þýzkal.), 15. Forrer (Svissl.). DAGSKRÁ Vetrarleikanna í dag er þannig: 10 km ganga kvenna. Listhlaup kvenna á skaut- um (1. hluti). Brun kvenna. 500 m skautahlaup kvenna. Ishokkí. V.' Sixten Jernberg Knnada fékk annnð gullið ÖNNUR gullverðlaunin sem keppt var um í Squaw Valley í dag féllu í hlut Kanadamanna. Fór fram keppni í listhluupi á skautum, parakeppni. Dómararn ir sjö dæmdu B. Wagner og Robert Paul frá Kanada sigurinn og þau sýndu slíka list, að fréttamenn segja að aldrei áð- ur hafi parakeppnin verið unnin svo fallega. — I öðru sæti var bandarískt par. Þá hófst í gær keppnin í ís- hokkí. Þrír leikir fóru fram, Bandaríkin—Tékkóslóvakía, Kan ada gegn Svíþjóð og Rússland gegn Þýzkalandi. Úrslit höfðu ekki borizt er þetta var skrifað. Handknattleikur ÞAÐ fara fram 5 leikir í kvöld, tveir í 2. fl. kvenna. Haukar — Ármann Aa Fram — ÍR Ab. og fyrsta umferð í 1. flokki karla Þróttur — F.H. A KR — FRAM A ÍR — Víkingur B Evgení Grishin Grishin er snarpasfur Þó œtlar BiBI Disney að sigra hann og 40 sekúndurnar 500 metra skautahlaup er mjög vinsæl og spennandi grein á hverjum Ólympíu- leikum. Hún er sambærileg við spretthlaup á sumarleik- um, en sá er munurinn, að hlaupararnir ná miklu meiri hraða. Munu þeir verða að- eins í kringum 40 sekúndur að hlaupa þennan hálfa kíló- meter. Fyrir skömmu var haldið heimsmeistaramót í skautahlaupi í bænum Davos í Svisslandi. Þar kom það í ljós, að Rússinn Ev- gení Grishin var snarpastur allra. Hann er mjög harðger og krafta- legur maður. Svo hefur einnig verið í æfingahlaupi einu, sem fram fór í Squaw Valley fyrir nokkrum dögum. Grishin varð fyrstur á 40,3 sekúndum. Það hefur verið talið, að Bandaríkjamaðurinn Bill Disney væri líklegur til að verða nr. 2, en á æfingahlaupinu eignaðist hann skæðan keppinaut, Japan- ann Nagakugo. Virtist áhorfend- um, að Disney og Nagakugo kæmu hnífjafnt í mark, en dóm- ararnir dæmdu Japananum sig- urinn, en báðir höfðu tímann 40,4. Rússinn Rafaei Gratsj, sem talinn hafði verið líklegur keppi- nautur Disneys um 2. sætið, var óheppinn. Hann varð 5., á eftir Bandaríkjamanninum Eddie Ru- dolph, en á sama tíma og hann, 40,9 sekúndum. Sjötti varð Sví- inn Hans Wilhelmsson. Þjálfari Bill Disneys, sem heit- ir Leo Freisinger, kveðst hvergi vera hræddur, þótt þessi yrðu úrslit æfingarinnar. „Bill var ekki vel upplagður og komst þó niður í 40,4 sekúndur. Það var vel gert. Ef hann verður upp- lagður fer hann fram úr Grishin og jafnvel niður fyrir 40 sekúnd- ur“. — Það er beðið eftir 500 metra skautakeppninni í Squaw Valley með allmiklum spenningi. Menn spyrja jafnvel: Skyldi Grishin takast að brjóta „hljóðmúrinn" og fara niður fyrir 40 sekúndur? En heimsmetið er núna 40,2 sek. Engin vægð hjá konum ÞAÐ ÞYKIR ugglaust, að rússnesku þátttakendurnir í 10 km skíðahlaupi kvenna verði harðir í horn að taka. Menn telja líklegt að Ljubova Kozyreva vinni gullpeninginn, en hún vann hann í keppninni í Cortina 1954. Keppnin í þessari grein fer íram í dag, laugardag og er tal- ið að mikill ákafi verði í keppn- ínni, því að sömu fimm til sex konurnar og urðu fremstar í Cortina fyrir fjórum árum berj- ast aftur um efstu sætin. 1 Cortina var keppnin mjög hörð milli þeirra, svo að þær voru allar örmagna eftir keppn- ina, nema sigurvegarinn Kozyr- eva, sem virðist byggð úr stáli. Hinar þurfti að bera. í hópi þessara hörðustu keppi- nauta eru Eroshina og Koltjina frá Rússlandi (nr. 2 og 4 í Cort- ina), Sonja Ekström frá Svíþjóð ínr. 3 í Cortina) og Eiiri Rantan- en frá Finnlandi (nr. 5 í Cortina) Ekki er búizt við að neinir aðr- ir þátttakendanna komist upp í efstu sætin, en afbrýðissemi milli þeirra kvenna sem hér hafa ver- ið nefndar mun tryggja óvægi- lega keppni. Alls taka 27 konur þátt í keppn inni frá 7 löndum, Rússlandi, Svíþjóð, Finnlandi, Þýzkalandi, Póllandi, Búlgaríu og Ungverja- landi. Skautamót íslands í dag í DAG hefst Skautamót fslands á Tjörninni í Reykjavík. Stendur mótið yfir í 2 daga, en því lýkur á sunnudag. Keppni hefst báða dagana kl. 14.00. Þátttakendur í mótinu eru 8 skautarpenn frá Akureyri, en á / meðal þeirra er Björn Baldurs- son, skautameistari íslands. Möguleikar eru á þátttöku skautamanna héðan úr Reykja- vík, en þeir hafa ekki getað æft eða sett upp skauta um langt skeið vegna ísleysis. Fyrri daginn verður keppt í 500 m og 3.000 m hlaupum, en á sunnudag verður keppt í 1.500 m og 5.000 m hlaupum. Keppt er um Skautabikar íslands, sem veittur er þeim, sem sigur ber úr býtum í samanlagðri keppni í öllum greinum mótsins. Handhafi bikarsins er Björn Baldursson, frá Akureyri. Mælt hefur verið fyrir 400 m braut á vestanverðri Tjörninni og eru áhorfendur minntir á, að bezt er að fylgjast með keppni mótsins frá Tjarnargötunni, enda óvarlegt ef fjölmenni hópist út á ísinn. Leiðrétting í GREIN um Jón Sigurðsson bónda á Stapa í Hornarfirði í sunnudagsblaðinu 14. febr., féll úr nafn móður hans, sem var Rannveig Hallsdóttir, bónda á Stapa Sigurðssonar. Eru hlutað- eigendur beðnir afsökunar á mis- tökum þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.