Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. febr. 1960 MORGUISBLAÐIÐ 15 Kristinn Benedikts- son Hólmavík — Minning SÍÐASTLIÐINN sunnudag, 14. þ. má, lézt á Hólmavík Kristinn Benediktsson kaupmaður og fyrr póstafgreiðslumaður þar, á 77. aldursári. Fer útför hans fram á Hólmavík í dag. Er þar kvaddur merkur maður og góður drengur, sem þeir, er þekktu hann bezt, munu sakna og lengi — Ræba borgarstjóra Framhald af bls. 9. lega samkv. endurskoðuðu skipu- lagi. Skipulagssjóðir sveitar- félaga I fjórða lagi hafa svo þau frv., sem flutt hafa verið til nýrra skipulagslaga, fjallað mjög um nýja tekjustofna til handa sveit- arfélögum til að standa straum af skipulagsbreytingum. Það er öll- um ljóst, að endurskipulagning og uppbygging gama bæjarins, miðbæjarins, t.d. hér í Reykjavík, er bæjarfélaginu dýr, þar sem bæjarfélagið þarf að kaupa upp miklar lóðir og svæði, til þess að hið nýja skipulag nái fram að ganga. Hefur það raunar reynzt banabiti ágætra skipulagshug- mynda víða um heim, hve þær eru dýrar í framkvæmd. Og af- leiðingin orðið sú, að ekkert hef- ur verið aðhafzt um lengri tíma, vegna hins mikla kostnaðar. Reykjavík hefur nú ekki ann- án tekjustofn til þess að verja til þessara skipulagsbreytinga og lóðakaupa en % hluta af leigu íbúðarhúsalóða í bænum, en skv. ákvörðun bæjarstjórnar fór sá hluti í sérstakan sjóð, sem heitir Skipulagssjóður Reykjavíkurbæj ar, en árlegar tekjur af þessum stofni eru innan við hálfa millj. króna, og reynist því þessi skipu- lagssjóður því mjög vanmegnug- ur að kaupa upp lóðir svo sem með þarf. Þær leiðir, sem frv. til skipu- lagslaga, er hingað til hafa verið flutt, hafa bent á að þessu leyti, eru annars vegar almennir fast- eignaskattar á allar húseignir í bænum, og hins vegar verðhækk unarskattar fasteigna vegna skipulagsaðgerða. Og er þá gert ráð fyrir, að fasteignaeigendur greiði annað hvort alla eða hluta af þeirri verðhækkun, sem talið er að á fasteignum verði beinlínis vegna hins nýja skipulags. Borgarstjóri lét í lok máls síns í Ijós von um að bæjarfulltrúar alir gætu sameinazt um sam- þykkt tillögunnar. Eftir nokkrar umræður var til- laga Sjálfstæðismanna samþykkt með atkvæðum allra bæjarfull- trúa. minnast með virðingu og þakk- látum hug. Kristinn Friðrik hét hann fullu nafni, fæddur 6. nóv. 1883 í Syðsta-Samtúni í Kræklingahlíð. Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson bóndi og kona hans Þóra Jónsdóttir frá Syðstabæ í Hrísey, Gunnlaugssonar. Um æskuár Kristins er mér fátt kunnugt ann að en það, að á fjórða ári missti han föður sinn. Síðar á upp- vaxtarárum mun hann hafa dvalizt um skeið á hinu góðfræga heimili að Völlum í Svarfaðar- geyma „órofa tryggð við forna vini“. Mun hið fagra heimili dal, hjá frænda sínum síra Stef- þeirra hjóna á Hólmavík lengi am Kristinssyni og konu hans Sólveigu Pétursdóttur Eggerz. Varð Kristinn vel að sér og stundaði um hríð barnakennslu þar nyrðra, í Hrísey, þótt eigi ætti hann þá skólagöngu að baki. Síðan hóf hann nám í Kennara- skólanum, er þá var nýstofnaður, og lauk kennaraprófi á öðru starfsári skólans, vorið 1910. Þó að Kristinn væri þannig búinn að afla sér góðrar kennara menntunar, auk þess sem hann var gæddur góðum kostum, sem bezt mega kennara prýða, þá réðu örlög því, að hann stundaði kennslustörf aðeins örskamma hríð, en gekk aðra braut í lífs- starfi sínu. Hann gerðist kaup- maður á Hólmavík um 1918 og fjórum árum síðar einnig póst- afgreiðslumaður. Hinu fyrr- nefnda starfi gegndi hann til æviloka, en hinu síðarnefnda sagði hann lausu fyrir eigi all- mörgum árum, er heilsa hans tók að þverra. Það kom og í hans hlut að sinna fræðslumálum; var hann um langt skeið formaður skólanefndar. Einnig var hann skipaskoðunarmaður og átti um skeið sæti í yfirskattanefnd. Og fleiri voru störf hans fyrir sveitarfélag sitt og sýslufélag, þó hér verði ekki talin. Fer það ekki milli mála, að hvert starf, sem honum var falið, vann hann af alúð og trúmennsku og var þar jafnan sanngjarn og samvinnu- þýður. En fjarri var það skapi hans að sækjast eftir vegtyllum af því tagi. Hann var að eðlisfari einn hinna kyrrlátu í landinu. Hin yfirlætislausa ljúfmennska fór honum vel. Það mátti hver finna, sem honum kynntist, að hann var hlýr í þeli, góðviljaður og vinfastur. Ánægjulegt var að ræða við hann í góðu tómi; þá komu þeir eiginleikar hans, sem hér hefir verið minnzt á, skýr- ast í Ijós. Þá mátti og finna, hve dómgreind hans um stærri sem smærri málefni var glögg og á- lyktanir hófsamlegar. Hinn 22. des. 1917 kvæntist Kristinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Jakobínu Jakobsdóttur Thorarensen, alsystur Jakobs skálds. Hún er kona ágætlega gefin, eins og hún á kyn til, skör- ungur í gerð, en um leið gædd þeirri eigind úr Egils kyni að geymast vinum þeirra i minni. I flest þau 20 ár, sem ég, er þe-tta rita, var búsettur í Strandasýslu, var ég gestur þeirra hjóna, með- an sýslufundur stóð yfir. Hið fyrsta skipti, sem ég kom þar, var sem ég hitti fyrir systur og móður, þar sem voru þær mæðg- ur, frú Jakobína og Vilhelmína Gísladóttir, móðir hennar, og þannig var það alltaf síðan. En þær mæðgur voru mér vel kunn- ar frá bernskuárum mínum í Hrútafirði. Húsbóndanum, Kristni Benediktssyni, kynntist ég fyrst þarna á heimili hans. En eigi voru mörg ár liðin frá fyrstu komu minni þangað, þegar mér fannst hann vera mér jafnná- kominn sem þær mægður. Og gott er það, að eiga að, fram á efri ár, heimili, þar sem manni finnst sem systkini og móðir taki manni opnum örmum. Vil ég nú nota tækifærið til þess að þakka fyrir þetta, um leið og ég blessa minningu minna látnu vina, Kristins Benediktssonar og tengdamóður hans, og votta frú Jakobínu og börnum innilega samúð og bið þeim heilla á kom- andi tð. Börn þeirra hjóna, Kristins og Jakobínu, eru þrjú: Guðjón Ás- geir skólastjóri á ísafirði, Jako- bína Jóhanna gift Leifi Eiriksen bankamanni í Osló, og Þóra Unn- ur kennslukona í Reykjavík. Jón Guðnason. ÞESSI orð eiga ekki að vera eftir mæli um Kristin Benediktsson, heldur kveðju og þakkarorð til manns sem ég virti mikils og naut mikilla vinsemdar af um áratugi. Þessi skapfasti og velgefni maður kom mér jafnan fyrir sjónir sem einkenni réttlætis og drengskapar, og hin dula og bros- andi hógværð hans gleymist mér ekki. Með fráfalli Kristins missir Strandasýsla einn sinn mesta persónuleika. Konu hans, frú Jakobínu Thorarensen og börn- um þeirra sendi ég samúð mína og bíð þeim allrar blessunar. Kristján Einarsson. Lelk-tríóið og söngkonan Svana Jakobs byrjar að leika í Leikhúskjallaranum í kvöld. — Færeyingar Framh. af bls. 1. að landsstjórn Færeyja geri neitt í málinu nema stjórn Fiskimannafélagsins fari þess á Ieit við hana og ótrúlegt að Fiskimannafélagið leggi slíka málaleitan fyrir landsstjórn- ina. Það er óhætt að fullyrða það að allir færeyskir fiskimenn og allir Færeyingar óska eftir því, að samstarf takist milli Fiski mannafélagsins og Landssam- „Hjónaspil" frumsýnt í þjóðleik- húsinu á nœstunni GLEÐILEIKURINN „Hjónaspil“ eftir hinn kunna leikritahöfund Thornton Wilder verður frum- sýndur um næstu mánaðarmót í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en leiktjöld, sem eru mjög tilkomumikil og sérstæð, eru gerð eftir hugmynd- um enska leiktjaldamálarans Tanya Moiseiwilch, en hún mál- aði leiktjöldin þegar leikurinn var sýndur í London og New York. Aðalhlutverkin eru leikin af Haraldi Björnssyni, Herdísi Þorvaldsdóttur, Guðbjörgu Þor- bjarnadóttur, Rúrik Haralds- syni og Bessa Bjarnasyni. bands íslenzkra útvegsmanna og þeir trúa því, að samningar muni takast. • Áður hefur verið sagt frá þvl í blaðinu, að togarinn Gylfi hafi siglt inn í Trangisvog. Bæjarút- gerð Reykjavíkur, sem á Þorkel mána fékkst ekki til að staðfesta það, að togarinn hefði átt að koma til Trangisvogs. Þorkell máni er á heimleið frá Englandi. Mun hann nú vera á milli Fær- eyja og fslands og er væntanleg- ur til Reykjavíkur á laugardag. Samkomur Hjálpræðistaerinn í kvöld kl. 20,30: Söng- og hljómleikaguðsþjónusta. Hvíta- sunnumenn syngja og spila. — Allir velkomnir. ZION, Óðinsgötu 6a. — Samkom ur á morgun: Sunnudagaskóli kl. 10. Almenn samkoma kl. 20,30. Hafnarfjörður: Sunnudagaskóli kl. 10. — Almenn samkoma kl. 16. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10 sunnudaga- skólinn. Kl. 1,30 drengir, Langa gerði, Kirkjuteig, Amtmanns- stíg. Kl. 8,30 samkoma sem kristi leg skólasamtök sjá um. — Allir velkomnir. Kristniboðshúsið Betanía, Lauf- ásvegi 13. Á morgun: Sunnudaga skólinn kl. 2 e.h. Öll börn vel- komin. Innilega þakka ég öllum þeim sem á morgan hátt sýndu mér virðingu og vináttu á áttræðisafmælinu 7. þ.m. Jónína Jónsdóttir, Melabraut 36. Innilega þakka ég öllum, sem glöddu mig á fimm- tugsafmæli mínu hinn 13. febr. s.l. með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn ógleym anlegan. Sérstaklega þakka ég konum í Borgarnesi fyrir rausnarlegar gjafir og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Jóhannsdóttir, ljósmóðir í Borgarnesi. Bréfritari Stúlka vön erlendum bréfaskriftum óskar eftir vinnu strax. Tilboð sendist Morgunbl. fyrir föstudags kvöld merkt: „9623“. Eiginkona mín og móðir okkar STEFANlA INGIMUNDARDÓTTIR Þórsgötu 21A, Reykjavík, andaðist 19. febr. í Bæjarspítalanum. Jóhann Stefánsson, Margrét Jóhannsdóttir, Jón K. Jóhannsson. Móðir mín ÓLAFlA EINARSDÓTTIR andaðist 19. febrúar að heimili sínu Njálsgötu 58B. Fyrir hönd fjarstaddra systkina og annara vanda- manna. Soffía Sveinsdóttir. Hjartanlega þökkum við öllum sem sýndu okkur séunúð og vinarhug við andl,á,t og jarðarför eiginkonu og móður okkar ÞÖRHILDAR SIGURDARDÓTTUR Gunnar Eiríksson, Svavar Gunnarsson. Hjartkærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar GÍSLÍNU P. Sæmundsdóttur Vallargötu 25, Keflavík. Sæmundur G. Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.