Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 6
6 MORCU1VBLAÐ1Ð Laugardagur 20. febr. 1960 Chopin tónleikar Sinfómuhljómsveitarinnar SINFÓNÍ UHL J ÓMS VEIT fs- lands efnir til hátíðatónleika mánudaginn 22. febrúar í tilefni af 150 ára afmæli tónskáldsins og píanósnillingsins Chopins. Af- mælisdags hans verður minnzt um allan heim, og sagði Jón í>ór- arinsson fréttamönnum í gær, að aðstandendur hljómsveitarinnar vildu fyrir sitt leyti sýna lit á að hylla minningu þessa mikla meistara. Einleikarar á tónleikunum verða Jórunn Viðar og Rögnvald ur Sigurjónsson, en hljómsveit- arstjórinn er fenginn frá Warsjá. Nefnist hann Bohdan Wodiezko. Wodiezko er fæddur í Varsjá. Lagði hann stund á tónlist sam- tímis menntaskólanámi og lærði píanóleik, fiðlu- og blásturshljóð færaleik. Að loknu stúdentsprófi fór hann til Prag og nam þar hljómsveitarstjórn við Tónlistar akademíuna og síðan við Konser- vatoríið í Varsjá. Lauk hann burtfaraprófi þaðan í hljómsveit arstjórn og hljómfræði árið 1939. Að stríðinu loknu tókst Wodi- ezko á hendur víðtæk störf í Póllandi. Hann var aðalhljóm- sveitarstjóri og ráðunautur Baltn esku fílharmóniíunnar í Gdansk, aðalhljómsveitarstjóri fílharm- • SKÁK • H AFN ARFJÖRÐ UR ABCBEFGH KEFLAVÍK ABCDEFGH ABCDEFGH AKRANES 15. h2 — h4 óníunnar í Lodz, aðalhljómsveit- arstjóri og ráðunautur fílharm- óníunnar í Krakow. Sömuleiðis var hann kennari í hljómsveitar stjórn í æðri tónlistarskólum í þessum borgum. Hann starfaði fyrir pólska útvarpið, þar sem hann annaðist hljómsveitarstjórn á mörgum hljómplötuupptökum sveitarverk, einungis píanókon- certar hans og örfá verk önnur. Á mánudaginn verða því flutt tónverk eftir annað pólskt tónskáld, Stanislav Moniuszko, sem var samtímamaður Chopins og eitt fremsta tónskáld Póllands. Fyrsta verkið á efnisskránni verður Koncertforleikur, sem nefnist „Bajka“ (sem þýðir Ævin týrið), eftir Moniuszko. Þá verð- ur leikinn dans, „zur“ úr óper- unni „Halka“ eftir sama höfund. Ópera þessi er þjóðarópera Pól- verja á sama máta sem óperan „Selda brúðurin“, eftir Smetana er þjóðarópera Tékka. Þriðja verkefni á tónleikum þessum er Polonaise fyrir píanó og hljómsveit eftir Chopin. Ein- leikari er frú Jórunn Viðar. Að lokum verður svo fiuttur píanó konsert nr. 1 í E-moll eftir Chop in og annast Rögnvaldur Sigur- jónsson einleik. Hljómleikarnir hefjast með því, að Dr. Páll ísólfsson flytur ávarp af hálfu hljómsveitarráðs. og sá um frumflutning ýmissa tónverka. Sem hljómsveitarstjóri hefur hann kynnt nýleg tónverk, sem til skamms tíma voru algerlega óþekkt í Póllandi. Hefur hann og unnið mikið starf við að út- breiða og greiða fyrir nútímatón- list. Efnisskrá tónleikanna á mánudag Eftir Chopin liggja fá hljóm- Mikil hátíðahöld í Varsjá í Varsjá stendur fyrir dyrum vegleg hátíð í tilefni afmælisins. Þangað hafa m.a. verið boðnir 80 leiðtogar tónlistarlífs með öðrum þjóðum. Árni Kristjánsson píanó leikari var boðið sem fulltrúa ís- lands og er hann nú farinn utan. Hátíðahöldin standa yfir í þrjár vikur, en áður en þau hefjast fer fram í Varsjá alþjóðarráðstefna tónlistarsögufræðinga. Frd Suðurnesjum íí 99 BÖK nokkur er að hefja göngu sína, ein síns liðs, eins og föru- kona á hallæristíma bókmennt- anna. Hún fór ekki á flot á haust vertíð systra sinna, en býr sig nú í óða önn undir vetrarvertíð- ina og vildi vera komin að sín- um keip á kyndilmessu (2. febr.) eins og vermenn og hlutakonur í gamla daga, en tafðist af rúmleik um á leið sinni. Lauk þeirri glímu eftir fjórar vikur með sigri hennar, og er því að vænta um Öskudagsleyti. Hún hefir innan klæða milli spjalda sinna: Sögur og sagnir „Frá Suðurnesjum“. Héraðslýsingar frá Seljabót að Garðskaga og fiskimið árabát- anna á öllu því svæði. Segir frá sjóferðum og mörgum öðrum atburðum, á sjó og landi, frá lið- inni tíð. Sannorð vill hún vera, sem frekast er unnt, vonár gest- risni og gistingar hjá ,sem allra flestum. Er ekki mannvönd, vill vera allra vnur, vermönnum fróðleg og skemmtin í landleg- um, biður að heilsa eldri mönn- um um land allt, sem róið hafa á Suðurnesjum og er alveg sama í hverri Keflavíkinni hún rær. En hún vill hafa vaðið fyrir neð- an sig og mælist til, að unnend- ur sínir safnist á lista, sem liggja reiðubúnir hjá góðum mönnum í öllum héruðum Suðurnesja, einnig Hafnarfirði, Reykjavík og Akranesi. — Dóttur sína, sem fróð er um söguburð frá ágætum mönnum ,hyggst hún senda á haustvertíðina í Faxaflóa á næsta hauti, og vonar að mönnum lít- ist eigi síður vel á hana. Að svo mæltu, óskar hún öllum árs og friðar, en sjálfri sér og öðrum, góðrar vertíðar. F.h. Bókaútgáfufélags Suður- nesjamanna. Magnús Þórarinsson Aukin geisiavirkni TÓKÍÓ, 18. febrúar. (Reuter) — Talsmaður veðurrannsóknar- stöðvarinnar í Tókíó sagði í dag, að í regni, sem féll í borginni í gær hefði geislavirkni reynzt meiri en áður. Kynni það að stafa frá kjarnorkusprengingu Frakka á Sahara sl. laugardag. skrifctr ur daglega lífina ) * Biðraðaómenning Pétur á Bala skrifar: Velvakandi góður. Þú birtir um daginn bréf frá konu, sem hellti úr skálum reiði sinnar yfir því, að hún hefði ekki fengið miða á ákveðna sýn- inu á bamaleikriti Þjóðleik- hússins þrátt fyrir langa og stranga biðröð. Ég er alger- lega á móti þeirri biðraða- menningu, sem þessi bréfrit- ari þinn gerist þarna tals- maður fyrir. Menn eiga alls ekki að þurfa að standa í bið- röð í 2—4 klukkusundir til þess að fá miða á leiksýningu, nær helmingi lengri tíma en sýningin sjálf tekur. Þjóðleikhúsið á að hafa hér annan hátt á. Þegar sýningar- dagar hafa verið ákveðnir á leikriti, óperu eða óperettu, sem ætla má að verði vinsæl, á þegar að byrja á að taka frá pantanir á miðum (eða selja miða) á allar sýningarn- ar. Einhverjir halda því vafa- laust fram að vandinn sé ekki leystur með þessu, en ég álít það þess virði að reynt sé. Með biðraðakerfinu er fjöldi fólks hreinlega útilokaður frá að sjá leiksýningar, því þeir eru margir, sem hvorki hafa tíma né getu til þess að standa í biðröð. AuH þess getur það bókstaflega verið hættulegt eins og viðrað hefur að undan förnu. Það væri skemmtilegt fyrir Þjóðleikhúsið, ef það gæti skapað nýja hefð í sambandi við aðgöngumiðasölu — og Innblástur í HVERRI póstsendingu berast mér eins og flestum rithöfundum nokkur handrit. Sum eru smásögur, önnur langar skáldsögur. Eg hefi ekki tíma til að lesa þau. En oftast nægir mér að líta á fyrsta blaðið til að gera mér ljóst, að þau eru ekki þess virði að lesa þau. Léleg stafsetning, hirðuleysislegur stíll, ósnyrtileg vélritun, sýna undir eins, að vinnunni er ábótavant. Og hvernig geta allir þessir verðandi rit- höfundar trúað því, að framleiðsla þeirra sé hæf til útgáfu? Bersýnilega á táldraumur þeirra rætur sínar í óhóflegu sjálfsáliti. „Eg hefi reynslu af ást og von- brigðum. Jæja, ég ætla bara að segja frá því, hvað gerðist, hvernig mér leið. Úr því verður falleg saga eða mikið kvæði. Þegar öllu er á botninn hvolft, var þetta heillandi ævintýri.“ Til allrar óhamingju verður heillandi ævintýrið ekki óhjákvæmilega að góðri bók. Rithöfundur verð- ur að læra list sína hægt, með mikilli fyrirhöfn og sætta sig við óteljandi mistök. Hann verður að lesa meistarana til að skilja tækni þeirra. í fyrstu stælir hann þá ef til vill, hann mun því næst smám saman losa sig, en alltaf bera verk sín saman við ritin, sem hann dáir mest. Þessi samanburður fyllir hann ör- væntingu. Hann mun strika út, endursemja og að lokum rífa sundur handritið. Því næst mun hann byrja að nýju hvað eftir annað, og sé hann gáfaður, getur hann ef til vill eftir tíu ára strit byrjað að skrifa sómasamlega. Eg heyri í anda mótmæli hins gremjufulla viðvan- ings: „Svo sannarlega fara snillingarnir ekki þannig að. Það er til nokkuð, sem heitir innblástur. Höfum við ekki alveg nýlega séð bæði í Frakklandi og Amer- íku dæmi þess, að ungum stúlkum tekst vel í fyrstu tilraun?“ Við skulum doka við í öllum bænum! Eg kynntist tveimur þessara undrabarna: Margaret Mitchell og Francoise Sagan. Margaret Mitchell helgaði bók sinni, Á hverfandi hveli, mörg ár af alltof stuttri ævi og hafði náð fullkominni leikni. Francoise Sagan er mjög gott dæmi um, hversu mikilvæg menntunin er. Sjald- an hefi ég hitt nokkurn, sem lesið hafði Balzac og Proust af svo mikilli samvizkusemi og nákvæmni, vegið hvert orð og gefið gaum öllum tæknilegum leyndarmálum. Hvað ungum skáldum viðvíkur, trúði ég því líka einu sinni, að innblásturinn einn nægði þeim til að yrkja. Síðan hefi ég rannsakað handrit Byrons og Victors Hugos. Eg sá, hversu oft þeir reyndu á nýjan leik, þar til þeir voru ánægðir. Balzac byrjaði að skrifa, þegar hann var tvítugur, en hann komst ekki á rétta leið fyrr en um þrítugt og skrifaði þá fyrst skáldsögu, sem hann áleit verðuga þess að skipa með heildarverkum sínum. Auðvitað er snilligáfa ekki eingöngu fólgin í takmarkalausum hæfileika til að vanda sig. En snilligáfan gengur úr sér, ef ekkert erfiði kemur á móti. Sem sagt: Hvaða verksvið sem við veljum okkur, verðum við að gera okkur ljóst, að enginn verður óbarinn biskup. Góður árangur er ekkert kraftaverk. Hann er laun þeirra, sem reyndu að vinna verkið af nákvæmni og til fullnustu. Að skrifa er sérstakt fag, rétt eins og verkfræði, og það má ganga út frá þvi sem vísu, að seljist fyrsta bók stúlku í milljónum eintaka, hefir hún kunnað mikið fyrir sér í faginu — og ýmislegt að auki. kvæði niður gamlan draug. Það hefur þegar vanið gesti sína af hinni landlægu óstund vísi með því að hefja sýning- ar á réttum tíma. Ef því tæk- ist líka að vinna bug á biðraða ómenningunni væri vissulega vel. * Komast ekki í mat Vesturbæingur skrifar: Velvakandi! Fyrir skömmu var kvartað í dálkum þínum um ferðaleysi strætisvagnanna milli inn- hverfa bæjarins og skömmu seinna var kippt í lag því sem var ábótavant. En okkur Vest- urbæingum gengur ver að fá lagfæringu á ferðum í inn- hverfin. Ætli maður þangað verður að skipta um vagn, borga tvenn fargjöld, og biða þar að auki 5 til 9 mínútur á Torginu. Sem sagt, ómögulegt að notast við vagnana til að fara í mat ef maður vinnur þar innírá. Við skiljum ekki hvers vegna enginn strætisvagn er látinn ganga alla leið vestur í bæ og þaðan innúr eins og það sé ófrávíkjanlegt lögmál að láta strætisvagna stoppa á Torginu, þó allir viti, að í grennd við það búa fæstir bæj arbúa. Auðvitað ættu ein- hverjir vagnar að ganga gegn- um allan bæinn, sumir með viðkomu á Torginu, aórir ekki. Þessi bið á Torginu er óþolandi þeim scm ekki stend- ur á sama um hve lengi þeir eru á leiðinni. Þ. F. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.