Morgunblaðið - 20.02.1960, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.02.1960, Qupperneq 2
2 MORGVNBLAÐJÐ Laugardagur 20. febr. 1960 Okkur fellur norð- læga loftslagið ve — segir Thompson, sendiherra Bandarikjanna NÝI bandaríski sendiherrann, Tyler Thompson, afhenti for- seta Islands trúnaðarbréf sitt að Bessastöðum um há- dcgisbilið í gær. Síðdegis átti fréttamaður Mbl. stutt tal við sendiherrann í sendiráðinu við Laufásveg. Tyler Tompson er 52 ára að adri. Hann hefur verið í utan- ríkisþjónustu Bandaríkjanna síð an 1931 og starfað víða utan Waahington, m. a. í Frakklandi, Norður-Afríku, Tékkóslóvakíu og nú síðast í Kanada. Kunna vel við Ioftslagið — Þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem til íslands, sagði sendi- herrann, og mér fir.nst þessir fáu dagar, sem ég hef verið hér, lofa góðu. Að vísu hef ég verið á ísienzku yfirráðasvæði Þá naut ég mikillar gestrisni Thor Thors, sendiherra íslands í Washington. Somgöngur vestur stöðvust í bili „SÆFAXI", Katalínuflug- bátur Flugfélagsins, verður tekinn til eftirlits og við- gerðar 24. febrúar og þar með leggjast flugsamgöng- ur til Vestfjarða og Siglu- fjarðar niður um stundar- sakir. Ekki er unnt að segja fyrir um það hve viðgerðin tekur langan tíma, en búast má við að hún standi þó nokkrar vikur. — Flugfé- lagið hefur nú aðeins einn Katalínubát í förum, sem kunnugt er. Samkvæmt til- kynningu frá félaginu hyggst það halda honum „gangandi“ enn um skeið þrátt fyrir að það sé félag- inu fjárhagslegur baggi. — Erfitt er hins vegar um aðr- ar samgöngur við Vestfirði og mikil bót að Katalínu- bátnum, enda þótt hann geti ekki annað nema takmörk- uðum, hluta flutninganna. — Við hjónin erum vön norð- lægu loftslagi og okkur fellur það vel. Við erum bæði ættuð frá rorðurríkjum Bandaríkjanna, frá Maine og New York. Og síðustu fimm árin höfum við verið bú- sett í Kanada og ég gæti trúað því, að veturinn þar sé alls ekk- ert mildari en hann er hér. Fyr- ir nokkru fórum við alla leið norður til Stóra Bjarnarvatns í Kanada og komumst jafnnálægt heimskautabaugnum og við er- um hér í Reykjavík, sagði sendi- herrann. Börnin ytra — Við hjónin komum ein hing- að núna, því bæði börnin okkar eru í Bandaríkjunum. Átján ára dóttir, Margaret Webb, stundar nám í háskóla í Rhode Island. Hún kemur í vor og verður hjá okkur meðan á sumarleyfinu stendur. Sonur okkar, Tyler Hunt, sem er 25 ára, er í sjó- hernum. Hann er á tundurspilli og stöðvar hans eru í San Diego. Að sjálfsögðu getur hann ekki beimsótt okkur nema í leyfi sínu. — Við höfum ekki verið hér nerna nokkra daga og því ekki haft tækifæri til að skoða okkur mikið um. Við höfum þó gengið um bæinn og líka séð skugga- myndtr af helztu sögustöðum og fögru landslagi hér á Islandi, sagði sendiherrann — og við hlökkum bæði mikið til að fá að kynnast landinu betur. Hallast helzt að skíðaíþróttinni — Ég hef líka mjög gaman af Thompson sendiherra í skrifstofu sinni. ýmsum útiíþróttum, sem hér er sjálfsagt gott að iðka, svo sem skíðaferðum. Við gerðum mikið af því að fara á skíði í Kanada, ég naut þess verulega. Við þekkj- um þó sama vandann og þið hér hvað skíðaferðirnar snertir. Það getur stundum verið erfitt að komast í góðan skíðasnjó, sagði sendiherrann og brosti. — Tennis og laxveiðar hef ég líka stundað og ég geri ráð fyrir að það sé ekki síður hægt að gera það hér en vestra. — Það var sérlega skemmtilegt að heimsækja forseta íslands, hr. Asgeir Ásgeirsson, og ökuferðin þangað var sú fyrsta, sem við höfum farið síðan við komum hingað til bæjarins. Við hjónin eigum vafalaust eftir að skoða landið ykkar betur og kynnast mörgu skemmtilegu og mér er óhætt að segja, að við nlökkum mikið tiL Að hvaða marki er bœjarrekstur œskilegur N.K. mánudagskvöld efnir Heimdallur, F.U.S. til mál- fundar í Valhöll við Suður- götu. Hefst fundurinn kl. 814. Umræðuefni fundarins verð Fjórðu helgitónleikarnir HAFNARFIRÐI — Á sunnudag- inn verða fluttir fjórðu helgitón- leikamir í Hafnarfjarðarkirkju á þessum vetri og hefjast þeir kl. 5 síðdegis. Hafa hinir fyrri tónleikar verið mjög vel sóttir, sérstaklega hinir tveir síðustu, en þá var hvert sæti skipað. Að þessu sinni verða eingöngu flutt tónverk eftir íslenzka höf- unda, og eru mörg þeirra flult nú í fyrsta sinn. Sóknarprestur- inn, séra Garðar Þorsteinsson prófastur, hefur eins og áður prestshlutverkið á hendi. Að þessu sinni verður tilhögun, sem hér segir: Kirkjukórinn syngur lofsöng eftir Sigfús Einarsson. Kórnum stjórnar Páll Kr. Pálsson, sem einnig hefur á hendi orgelleik. Þá les séra Garðar úr ritning- unni og flytur bæn. Síðan er lof- söngur eftir Sigfús Einarsson (kór og orgel). Flutt verk eftir Sigursvein D. Kristinsson. Að því loknu verða flutt nokkur verk eftir Friðrik Bjarnason og Jóel Fr. Ingvarsson. Þá verður flutt verk á orgelið eftir Jón Ás- geirsson. Síðan lofgjörð (úr Davíðssálmum) eftir Sigfús Ein- arsson (kór og orgel). Að því loknú er bæn, Faðir vor, bless- um. Og að lokum er safnaðar- söngur. Aðgangur er ókeypis eins og verið hefur. — G. E. Hitaveita fyrir Akranes ? Akranesi, 19. febrúar. S DAG bárust hingað til bæj- arins gleðiíregnir frá Leirár- Vorboðafimdur HAFNARFIRÐI. — Næstkom- andi mánudagskvöld kl, 8,30 heldur Sjálf- stæðiskvenna félagið Vorboð inn aðalfund sinn í Sjálf- stæðishúsinu. Þar fara fram venjuleg aðal- fundarstörf — kaffi framreitt og spilað á spil. Á fundinum heldur Matthías Á. Mathiesen, alþm. stutta ræðu. Eru Vor- boðakonur beðnar að fjöl- menna og taka með sér gestL Matthías laug í Leirársveit, þar sem nú standa yfir boranir eftir heitu vatni. Hefur vaknað spurningin um hvort þar sé nægur jarðhiti til þess að hagnýta fyrir hitaveitu Akra- nesbæjar. Fregnirnar, sem bárust hingað frá Leirárlaug, voru þess efnis að í gær hefði vatn ið í borholunni, sem er aðeins 75 metra djúp — skyndilega aukizt um helming. Mældist eftir aukninguna röskir 5 sekúndulítrar. Hiti vatnsins er 80 stig við botn holunnar, en 77 stig við holuopið. Á þessum stað á að byggja barnaskólahús, en vatnsþörf þess er aðeins 1,6 seklít. Þessi tíðindi hafa vakið slíka athygli, að bændur í Leirársveit héldu fund um jarðhitamálið í kvöld. Þá brugðu bæjarráðsmenn og bæjarstjóri sér upp að Leirár- laug í dag til þess að kynna sér sjálfir aðstæður þar. Boðaður hefur verið fundur í bæjarráði í sambandi við möguleika á því að hægt verði með borunum að fá svo mikið vatn á jarðhitasvæði Leirárlaugar, að koma megi á fót hitaveitu fyrir Akranesbæ. Héðan úr bænum og þangað eru 19 km. — Oddur. ENN FRESTAÐ — Edmund Brown ríkisstjóri í Kaliforníu tilkynnti í dag að af- töku Chessmans yrði frestað um tvo mánuði. Ástæðan, sem gefin var upp er sú að aftakan hefði getað valdið ólgu í Suður-Amer- íku þegar Eisenhower fer þangað í heimsókn eftir þrjá daga. Á næstunni mun svo verða haldin ráðstefna um afnám dauðarefs- ingar í Kaliforníu. ur: Að hvaða marki er bæjar rektur æskilegur? Fnummæl- endur verða Kristján Ragnars son skrifstofumaður og Val- garð Briem Iögfræðingur. Er þessi fundur hinn þriðji, sem haldinn er með þessu sniði á vegum félagsins á vetrinum. Hafa þeir allir tek- izt mjög vel og umræður ver ið f jörugar. Má búast við, að umræður verði ekki síður fjörugar á þessum fundi, þar sem jafnvel er langt frá, að afstaða manna til þessa máls sé skýr eftir stjórnmálaflokk- um. Fundurinn hefst eins og áð- ur er sagt kl. 20,30 á mánu- dagskvöld og verður í Val- höll. Heimdellingar og aðrir ung ir sjálfstæðismenn, sem áhuga — H, C. Hansen Framh. af bls. 1. stöðuhreyfingarinnar í Dan- mörku og var í stríðslok einn fremsti stjórnmálamaður Dana. Hann varð fjármálaráðherra í fyrstu ríkisstjórninni sem mynd- uð var eftir að Danmörk var aft- ur orðin sjálfstæð, og sama em- bætti var honum falið í ríkis- stjórn Hans Hedtofts á árunum 1947—50. Hann var viðskipta- málaráðherra haustið 1950. Þeg- ar Hedtoft myndaði aðra ríkis- stjórn sína árið 1953 varð H. C. Hansen utanríkismálaráðherra, og hélt því embætti einnig eftir að hann varð forsætisráðherra árið 1955. í október 1958 varð hann að ganga undir uppskurð vegna krabbameins, og tók þá Jens Otto Krag við embætti utanríkis- ráðherra. H. C. Hansen hefur átt sæti í danska þinginu síðan 7. desem- ber 1936. — Viðreisnarlögin Fram. af bls. 1. stórfellda hækkun á fjöl- skyldubótum og elli- og ör- orkulífeyri. Tekjuskattur af mennum launatekjum fellur niður og gagnger endurskoðuu verður hafin á fjármálum rík- isins með það fyrir augum að gera rekstur þess hag- kvæmari og ódýrari. Þá verður gerð víðtæk breyt ing á skipan innflutnings- og gjaldeyrismála. Innflutnings- skrifstofan verður lögð niður og um það bil 60% árlegs inn- flutnings til landsins gefinn frjáls. Verðlagseftirliti verður haldið áfram. Samningar um fisk- verð Samningar um flskverð munu nú hafnir milli vinnslu- stöðvanna annars vegar og samtaka útvegsmanna hins vegar. Þar til nýir samningar hafa verið gerðir milli báta- sjómanna annars vegar og út- vegsmanna hins vegar um skiptaverð til bátasjómanna á þorskveiðum skal miða afla- hluti við það skiptaverð, sem í gildi var í febrúarmánuði 1959. í greinargerð efnahagsmála- frumvarpsins var skýrt frá því, að hið nýja gengi krón- unnar sé miðað við það, að stærsta grein útflutningsfram leiðslunnar, þorskveiðar vél- bátaflotans, beri það sama úr býtum og þær gerðu með þeim útflutningsbótum, sem hafa á þessu máli ,eru hvattir til þess að fjölmenna. hingað til hafa gilt, að öllum sérbótum meðtöldum. 1 f NA /5 hnútar [ SVSOhnútar X Snjókoma ’ 06 i V Skúrir IZ Þrumur WZll Kuldaskil ^ Hitaski/ H Ha» 1 L * L*93 | Ehki öskumistur heldur sund mökkur ENNÞÁ er köld NA-átt á ts- landi og í nágrenni þess. Er yfirleitt köld veðrátta á öllu svæðinu, sem veðurkortið nær yfir, nema syðst á Bretlands- eyjum og í Frakklandi, en þar er skúraveður og 6—7 stiga hiti. Skömmu eftir hádegið í gær barst rykský úr A-NA yfir Reykjavík. Gat svo virzt í fljótu bragði, að þetta væri öskumistur frá eldgosi. Svo mun þó ekki hafa verið, heldur var á f erðinni ryk- mökkur af svæðinu suður af Langjökli, en þar eru miklir sandar, t. d. við Sandvatn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.