Morgunblaðið - 23.02.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVNriTjfíiÐ triðjudagur 23. febrúar 1960 óstyrk, þegar tollþjónninn athug- aði farangur hennar. Ekkert óeðlilegt -virtist vera við farang- ur konunnar svo tollþjónninn gaf henni sjálfri nánari gætur. Hann veitti því þá athygli, að stúlkubarnið, sem hún bar á handleggnum, var í þykkri og mikilli peysu þrátt fyrir að mjög hlýtt var í veðri. Hann bað um, að barnið yrði fært úr peysunni. Og viti menn: Um háls þess voru fimm verðmæt hálsmen. upp um hana, ef hún hefði ekki reynt að smygla nokkrum að auki í handtösku sinni. Þegar toll þjónninn fann varninginn í tösk- unni bað hann um, að leit yrði gerð á konunni — og þá varð allt ljóst. Þannig reynir fólk að fela smyglvarning á ólíklegustu stöð- um og með ærinni fyrirhöfn. Hol- ir skóhælar, holar bækur og því um líkt lendir oft í höndum toll- gæzlunnar. Xollþjónn athugar töskur farþega í Idlewild-flughöfninni. Tollþjónar í Idlewild- flughöfnirmi hafa i mörg horn að lita Var með 500 gullúr innanklæða VEL klædd kona með skínandi demantshring og hálsmen fitlaði óþreyjufull við farangúr sinn í tollafgreiðslunni á Idlewild-al- þjóðaflugvellinum í New York. Hún hafði komið með einni af nýju þotunum frá Evrópu, senni- lega úr skemmtiferðalagi. Og hún var óþolinmóð eins og allir ferðalangar, sem eru að flýta sér heim. Tollþjónninn gekk á röðina og athugaði farangur farþeganna. Hann sá út undan sér, að þessi kona var eitthvað óróleg. Hann brosti hughreystandi og bað hana að benda á farangur sinn. Tvöfaldur botn í töskunni Hún átti þarna fjórar töskur, þrjár þeirra stórar og dýrar úr leðri, en ein var gömul og slitin — og mun minni en hinar. Og í flýti, svolítið skjálfhent, ætlaði hún að opna eina stóru töskuna. „Við skulum láta þær stóru eiga sig“, sagði tollþjónninn. „En hverng er það með þessa litlu?“ Konan fölnaði. Tollþjónninn veitti því athygli og hann skoð- aði litlu töskuna mjög gaumgæfi- lega. Hann uppgötvaði, að botn töskunnar var tvöfaldur og með lítilli fyrirhöfn dró hann úr botninum flatt málmhylki. I því voru 1,000 carata demantar. Þekkja brögð smyglaranna Smyglarinn hafði festst í net- inu. Ástæðurnar voru tvær: 1 fyrsta lagi óörugg framkoma kon unnar. 1 öðru lagi góð þekking tollþjónsins á brögðum smyglar- anna. Á tollþjónaskólanum hafði hann einmitf verið búinn undir atvik sem þetta. Og enda þótt konan hefði sýnt fyllstu stillingu hefði tollþjónninn athugað gömlu töskuna vel, hún vakti sér staka athygli hans, hún stakk í stúf við annan farangur hennar. Sjötta skilningarvitið Bandarísku tollþjónarnir, er rannsaka farangur og varning, sem daglega er fluttur inn í hafn arborgum og á flughöfnum, njóta sérstakrar þjálfunar á skóla bandarísku tollgæzlunnar. Skól- inn lætur ekki mikið yfir sér, kennslustofan er aðeins ain. En þar er tollþjónunum kennt '— ekki einungis að koma í veg fyrir smá-smygl ferðamanna, heldur að vera alltaf á verði gegn öllum ólöglegum innflutningi. — Mínir menn verða að þroska með sér sjötta skilningarvitið, segir John T. Rash, forstöðumað- ur þessarar þjálfunardeildar. í hvaða töskum eru eiturlyfin? — Um 98% allra, sem fara um Ildewild, eru heiðvirðir borgar- ar. En þeir, sem hafa eitthvað óhreint í pokahorninu, koma oft- ast sjálfir upp um sig á einn eða Til fyrrverandi lesenda ísafoldar & Varðar Vinsamlegast sendið sem allra fyrst svör við bréfi útgáfustjórn- arinnar dags. 8. jan. sl. viðvíkj- andi kaupum á Morgunblaðinu. annan hátt. Og það er tollþjons- ins að vera vakandi fyrir öllum vísbendingum. — Ágætt dæmi um starfsað- ferðir tollþjóna á Idlewild er atvik sem gerðist fyrir skemmstu er eiturlyfjasmyglari var hand- samaður. Þetta var ungur stú- dent, sem var að koma frá Aust- urlöndum. Farangurinn var ekk- ert óvenjulegur. Samt sem áður ,beindist athygli tollþjónsins að honum. Það var eitthvað ein- kennilegt við þennan unga mann. E.t.v. óeðlilegar tilraunir hans til að sýnast eðlilegur. — Tollþjónninn virti stúdent- inn lengi fyrir sér, síðan spurði hann hvellt: „í hvaða tösku eru eiturlyfin?“ Ungi maðurinn gapti af undr- un. Hann kom ekki upp einu ein asta orði, en benti á einn pynkil- inn. 1 honum fannst heroin. 100 manna gæzluliff — Tollþjónaskólinn var stofn- settur 1926 og þúsundir tollþjóna hafa á þessu tímabili verið braut skraðir þaðan. Það er úrval starfs manna tollgæzlunnar, sem tekið er í skólann. Sá þáttur tollþjón- ustunnar, sem hér um ræðir, er talinn einn hinn vandasamasti. — Á Idlewilde-flugvellinum starfa 100 tollþjónar og þeir telja það höfuðverkefni sitf að hafa upp á skargripum, sem smygla á inn í landið vegna hárra tolla — svo og eiturlyfjum, sem auð- vitað er ólöglegt að flytja inn. Allt um „falska“ töskubotna — Við kennum okkar mönnum allt um „falska“ töskubotna, seg- ir Raseh forstöðumaður, og um leynihólf í ferðatöskum og kist- um. En fjölmargar aðrar aðferð- ir eru reyndar til að koma ýmsu ólöglegu inn í landið. Við höld- um samt, að við þekkjum öll þessi brögð. — Dærriið um konuna, sem bar fimm ára dóttur sína á handleggn um inn í tollstofuna, er sígilt. Konan virtist sérlega tauga- Lyktin vakti grun hans I þessu tilfelli gerðum við ekkert annað en reikna út toll- nn á hálsmenunum. Konan greiddi upphæðina umsvifalaust og fór svo með dýrgripina. — Tollþjónarnir verða ekki að eins að hafa augun hjá sér Þeir þurfa líka að vera lyktnæmir, því stundum kemur annarleg lykt upp um smyglara. Flugfar- þegi nokkur frá Italíu framvís- aði t. d. tveimur ferðatöskum sem aðeins geymdu fatnað og hreinlætisáhöld. — En tollþjónninn fann ein- hverja annarlega lykt. Hann gaf því ekki frekari gaum fyrr en maðurinn var búinn að taka tösk- ur sínar og gekk á braut. Hann fann þá, að lyktin hvarf. Tollþjónninn horfði á eftir manninum og sá jafnskjótt, að hann bar þrjár töskur — eina minnsta og henni hafði ekki ver- ið framvísað. Manninum var því skipað að opna litlu töskuna og þá kom í ljós, að í henni voru i'jögur oststykki og af þeim lagði megna fýlu. Óhreint í pokahorninu — En það var ekkert ólöglegt við ostinn. Grunur tollþjónsins hafði vaknað O'g undir ostin- um fann hann varning, sem maðurinn hafði ætlað að smygla inn í landið. Hann hafði búizt við, að tollþjónninn forðaðist ostinn og rótaði ekki í töskunni, en Fá fjórffung Bandaríska tollgæzlan fær oft aðvaranir og boð um að hinir og þessir séu grunaðir um að hafa smygl á prjónunum. Þessi boff koma frá útlöndum, frá ólíkleg- ustu aðilum, oftast þó verzlunar- fyrirtækjum, sem selja bandarísk um ferðamönnum grunsamlega mikið magn af hátollavöru. Ef smyglarinn er síðan handsamað- ur með varning sinn greiðir toll- gæzlan þeim, sem að aðvörunina sendi, fjórðung andvirðis smygl vörunnar. Salami og írsk mold En úra- og skartgripasmygl- arar eru ekki skæðastir á Idle- wild. Þeir eru miklu fleiri, sem- reyna að smygla ítölskum salami kjötkökum og smáöskju með írskri mold. Salami-kökur eru einn af þjóð- arréttum Itala. Bandaríkjamönn um af ítölskum ættum finnast kökurnar hvergi eins góðar og á ítalíu og heimsæki þeir Italíu á elliárunum vilja þeir gjarnan koma með raunverulegt ítalskt salami til að gefa börnunum heima að bragða. Ferðamennirnir reyna oft að leyna kökunum innanklæða eða á einhvern ann- an hátt. En samkvæmt bandarísk um lögum er innflutningur kjöt- vöru, háður mjög ströng um regium. Sama er að segja með írsku moldina. Innflytjendur frá Ir- Tollþjónunum er kennt aff finna strax ef einhver eru. leynihólf í töskum, bragðið hafði misheppnazt. Lykt- in kom tollþjóninum á sporið. — Það er staðreynd, segir Rasch, að 90% þeirra flugfar- þega, sem framvísa ekki öllum farangri sínum við tollskoðun og reyna að rugla tollþjóninn með því að færa töskurnar til og frá, eru með eitthvað óhreint í poka- horninu. 500 gullúr innan klæffa — Eitt sinn komst upp um far- þega, sem ætlaði að smygla inn 500 úrum. Þetta var kona og hún hafði saumað þau inn í lífstykki sitt. Sennilega hefði ekki komizt Húsráðendur verzlanir og önnur fyrirtæki ATHUGIÐ — Sandblástur, teiknistækkanir mynsturteikningar ýmiskonar. Grjótagötu 14 Og land heimsækja margir gamla ættlandið á efri árum og taka með sér moldarlúku til minja. Þar gegnir sama máli. Reglurnar eru strangar, því alltaf er nætta á að einhverjr plöntusjúkdómar benst með moldinni. Slapp við tollinn Tollverðirnir verða oft fyrir að kasti frá ferðamönnum pegar írska moldin og annað þvílíkt er tekið. Margir hafa haft mikið fyrir að nálgast þessa hluti og flytja þá yfir hafið — og þeim þykir að vonum sárt að sjó af hlutunum. Eitt sinn var maður nokkur að koma frá Evrópu og í fórum hans fundust tvær töskur fullar af nýj um dýrum hljómplötum, sem hann hafði keypt handan hafsins. Hann ætlaði að sleppa við toll- inn, en tókst ekki. I bræði sinni tók maðurinn aðra töskuna, þeytti henni í gólfið og trampaði á þar til engin hljómplata var heil. Það þarf ekki að taka fram, að hann slapp við tollinn af þeim plötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.