Morgunblaðið - 23.02.1960, Blaðsíða 16
16
MORCrvm.AÐlÐ
Þriðjudagur 23. febrúar 1960
Svo varð alger þögn og á eft-
ir þögninni heyrði ég undarlegt
hljóð. Condor hafði bersýnilega
þrýst íingrunum svo fast saman,
að það brakaði í liðamótunum.
„Svo að þannig var því >farið“,'
tautaði hann með óánægjuhreim
í rómnum. „Og hugsa sér að ég
skyldi vera svo heimskur að sjá
þetta ekki. Það er alltaf sama
sagan — maður hættir að sjá
sjúklinginn sjálfan vegna sjúk-
dómsins. Það er að segja — auð-
vitað fann ég undir eins að það
var eitthvað að stúlkunni Þér
munið eftir því að ég spurði
gamla manninn einu sinni þeg-
ar ég var búinn að athuga hana
hvort annar læknir hefði verið
sóttur til hennar. Það var eitt-
hvað undarlegt við þessa skyndi
legu og sjúklegu löngun hennar
til að verða albata á einu andar-
taki. Sú tilgáta var alveg rétt
hjá mér að einhver ókunnugur
hefði blandað sér inn í málið. En
ég var svo mikill aulabárður, að
mér datt einungis í hug skottu-
læknir eða dávaldur. Ég ímynd-
aði mér að hún hefði orðið fyrir
áhrifum af einhverju hocus-
pocus. En mér datt aldrei í hug
einfaldasta og rökréttasta skýr-
ingin sú sem blasti við augum
mínum. Stúlkan er einmitt kom-
inn á þann aldur, þegar menn
verða helzt ástfangnir. Það
átakanlegast er, að það skyldi
einmitt þurfa að verða á þessu
augnabliki og svona ofsalega. Oh
veslings, veslings barnið.“
Hann var staðinn á fætur og
ég horfði hann ganga stuttum,
snöggum skrefum aftur og fram
um gólfið.
„Hræðilegt", andvarpaði hann
— að þessi leiðindi skyldu nú
endilega þurfa að verða einmitt
núna, þegar við höfðum ákveð-
ið ferðina til Engadine. Og það
versta er, að nú getur enginn
jarðneskur máttur fært klukk-
una til baka — nú þegar hún
hefur sannfært sjálfa sig um að
henni verði að batna vegna yðar
en ekki sjálfrar sín. Nú þegar
hún hefur gert sér svona glæst-
ar vonir, verður hún ekki á-
nægð með litlar framfarir, hæg-
an bata. Guð minn góður, við
höfum tekið á okkur hræðilega
ábyrgð.“
Skyndilega vaknaði hjá mér
einhvers konar uppreisnarandi.
Ég var hamstola yfir því að vera
dreginn inn í þetta mál. Ég hafði
líka komið hingað til þess að
frelsa sjálfan mig.
„Ég er yður aigerlega sam-
mála“, sagði ég ákveðinn — „Af
leiðingarnar eru ófyrirsjáanleg-
ar. Við verðum að stöðva þetta
brjálæði í tíma. Þér verðið að
vera ákveðinn. Þér verðið að
segja henni ....“
„Segja henni hvað?“
„Ja.... að þessi blinda ást sé
einskær barnaskapur og vit-
leysa. Þér verðið að koma vit-
inu fyrir hana.“
„Koma vitinu fyrir hana?
Hvað á ég að segja henni? Á ég
að segja konu að hætta að elska?
Segja henni að tilfinningar henn
ar eigi ekki að vera eins og þær
eru? Að elska ekki þegar hún
elskar? Það væri eitt það versta
sem hægt væri að gera og auk
þess það heimskulegasta. Hafið
þér nokkurntíma heyrt að rök-
fræði megi sín meira en tilfinn-
ingar, ástríður. Að nokkur mað-
ur hafi getað sagt við sólhit-
ann: „Hiti, hættu að geisa,“ eða
við eldinn, „Eldur, hættu að
brenna. Falleg, sannarlega mann
úðleg hugsun að hrópa að sjúkl-
ingi, örkumla manneskju: „ í
guðs bænum, farðu ekki að í-
mynda þér að þú hafir leyfi til
að elska, eins og aðrar mann-
eskjur. Það er ofdirfskufullt af
þér, bækluðum vesaling, að sýna
tilfinningar. Þetta er einmitt það
sem þér viljið að ég segi við
vesalings stúlkuna. En hugsið
þér yður bara þær dásamlegu af
leiðingar, sem slíkt myndi hafa
í för með sér“
„En það eruð þér, sem verðið..“
„Hvers vegna ég? Þér tókuð
beinlínis alla ábyrgðina á yður.
Hvers vegna skyldi ég nú taka
hana á mig?“
„Ég gæti bókstaflega ekki
sjálfur sagt henni að....“
„Og ég ekki heldur, enda dett-
ur mér ekki í hug að gera neitt
slíkt. Það þarf ekki að taka það
fram, að þér megið hvorki með
orðum né látbragði láta veslings
barnið fá grun um, að ást henn-
ar sé yður óþægileg. Það væri
engu betra en að berja hana nið-
ur með öxi“
„En...“ — röddin brást mér
gersamlega — „einhver verður
að sýna henni fram á . . .“
„Fram á hvað? Yæri yður
nokkuð á móti skapi, að tala ör-
lítið ljósar?“
„Ég á við...að... að þetta sé ger-
samlega vonlaust...hreinasta fjar
stæða...svo að hún myndi ekki...
ef ég...ef ég...“ Ég hikaði. Condar
þagði líka. Hann var sýnilega að
bíða eftir því að ég héldi áfram.
En svo gekk hann skyndilega
tvö stór skref til dyranna og
studdi hendinni á Ijósakveikjar-
ann. Hið skæra Ijós neyddi mig
miskunnarlaust til að loka aug-
unum. Þrjú hvít ljós kviknuðu
og í herberginu varð bjart eins
og um miðjan dag.
„Ah“, hrópaði Condor —
„Þarna höfum við það, hr. liðs-
foringi. Ég sé að þetta er yður
heldur ógeðfellt. Það er auðvelt
að fela sig í skjóli myrkursins
og í sumum tilfellum er betra
fyrir menn að horfast í augu.
Við skulum bara vera hrein-
skilnir, hr. liðsforingi — hér er
eitthvað öðruvísi en það á að
vera. Þér skuluð ekki reyna að
telja mér trú um að þér hafið
komið hingað til þess eins að
sýna mér þetta bréf. Ég er sann-
færður um það, að þér hafið tek-
ið einhverja sérstaka ákvörðun.
Annað hvort segið þér mér hana
hreinskilnislega og undanbragða
laust, eða ég verð að biðja yður
að yfirgefa hús mitt“
Það glansaði á nefklömbrurn-
ar hans. Ég var hræddur við hin
glansandi gler og leit niður fyrir
mig.
„Þessi þögn yðar, hr. liðsfor-
ingi, spáir ekki beinlínis neinu
sérlega góðu. Hún er ekki bein-
En ég hefi veikan grun um, hvað
það sé, sem fyrir yður vakir.
Engar vífilengjur, ef yður er
sama. Er það ætlun yðar, vegna
þessa bréfs eða einhvers annars
að slíta þessari svokölluðu vin-
áttu ykkar?“
Hann beið. Ég leit ekki upp.
Rödd hans fékk áskorunartón
rannsóknardómarans: „Er yður
ljóst, hvað þér væruð að gera,
ef þér drægjuð yður skyndilega
til baka? Nú, þegar þér hafið
ruglað stúlkuna með hinni dýr-
mætu meðaumkvun yðar?“
Ég þagði
„Jæja, ég skal þá reyna að
lýsa persónulegri skoðun minni
á slíkri hegðun. Að leggja þann-
ig á flótta væri fyirlitleg rag-
mennska. Hér er ekki um neina
smámuni að ræða. Hér er ham-
ingja ungrar, lifandi, mikils-
verðrar manneskju í veði —
manneskju sem ég ber auk þess
ábyrgð á. Undir slíkum kring-
umstæðum hefi ég hvorki löng-
un né getu til að vera kurteis.
Og til þess að þér gerið yður
ekki ranga hugmynd um, hvað
þér takið á samvizku yðar, ef
þér flýið nú í burtu, ætla ég að
segja þetta í fullri hreinskilni.
Ef þér strjúkið nú. á þessu tví-
sýna augnabliki þá fremjið þér
ragmennsku glæp gagnvart sak-
lausri manneskju og jafnvel
meira en það — það væri morð“
Litli maðurinn kreppti hnef-
ana eins og hnefaleikari og gekk
í áttina til mín. Við aðrar að-
stæður hefði hann kannske virzt
hlægilegur í flossloppnum og
stóru inniskónum, en það var
eitthvað tignarlegt við hina rétt
látu reiði hans, þegar hann æpti
að mér:
„Það væri morð, morð. Já
morð, segi ég og þér vitið það.
Haldið þér kannske, að svo til-
finninganæm og stolt manneskja
gæti haldið áfram að lifa ef, — í
fyrsta skipti sem hún opnar
hjarta sitt fyrir karlmanni — ef
hann svaraði þá með því að
leggja á flótta dauðskefldur, eins
og sjálfur djöfullinn hefði birzt
honum? Lásuð þér ekki bréfið
hennar, eða eruð þér gersam-
lega hjartalaus? Jafnvel venju-
leg, hraust kona myndi ekki þola
slíka óvirðingu. Slíkt högg myndi
jafnvel koma henni úr andlegu
jafnvægi. Og þessi stúlka, sem
ekkert hefur að lifa fyrir nema
þá tálvon um lækningu sem þér
hafið veifað, fyir framan augun
á henni — þessi óláns sama, ein-
mana stúlka haldið þér að hún
myndi nokkurntíma þola slíkt
áfall? Ef það gerði ekki útaf við
hana, þá myndi hún sjálf ráða
línis merki um góða samvizku. sér bana. Já, hún myndi áreiðan-
Skáldið ogf mamma litla
1) Mér fannst strákurinn þeirra 2) Þau komu honum fyrirhafnar •
ekki jafnóþægur og okkur hefur ver- lítið í rúmið á réttum tíma.
ið sagt
3) Já, með því að leyfa honum að
hafa sjónvarpstækið með sér í rúmið:
r
[
ú
6
I'M SORPT/
ABOUT THE WAY OUR
TRIP TURNED OUT,
___ MARK...
and i guess you
ALL HATE ME POR
MESSINO IT UP/ i
WE KNOW YOU
DID IT TO SIVE U5
STORy MATERIAL,
SUE...ITS OKAY/
IT'LL BE THE
BEST STORY
l'VE EVER
WRITTEN,
SUE/
n l\l\ * W /llu *y I _ í M "■
J V nPmSm í
Mér þykir leiðinlegt hvernig
þetta fór Markús. Ég býzt við að
þið séuð öll mjög ill út í mig
fyir að eyðileggja ferðina
Við vitum að þú gerðir þetta
til að útvega eitthvað til að
skrifa um Súsanna. Þetta er allt
í lagi.
Þetta verður bezta fréttin sem
ég hefi nokkurntíma skrifað
Súsanna.
lega gera það, manneskja í slíku
sálarástandi þyldi ekki svo mikla
auðmýkingu. Ég er viss um að
hún þyldi ekki svo miskunnar-
lausa og ruddalega meðferð og
þér, hr. liðsforingi vitið það líka
eins vel og ég. Og vegna þess að
þér vitið það, þá yrði flótti yðar
ekki aðeins veikleiki og rag-
mennska heldur níðingslegt
morð, gert að yfirlögðu ráði.“
Ég hörfaði ósjálfrátt lengra
frá honum. Á því andartaki sem
hann sagði orðið „morð“ hafði
ég séð allt í leiftursýn: séð hand-
riðið á svölunum og veiku stúlk-
una grípa um það með báðum
höndum, séð sjálfan mig þrífa
í hana og draga hana til baka
á síðasta augnabliki. Ég vissi að
þetta voru engar öfgar hjá
Condor. Það var einmitt þetta
sem hún myndi gera, kasta sér
niður. — Ég sá fyrir mér stéttar-
steinana, langt fyrir neðan, sá \
allt fyrir mér á þessu augnabliki
eins og það væri raunverulega
að gerast og það var þungur hvin
ur í eyrunum á mér, eins og ég
væri sjálfur að hrapa niður þess-
ar fimm hæðir, niður í djúpið.
„Jæja, getið þér neitað þessu?*
hélt Condor áfram — „Látum
okkur sjá eitthvað af því hug?
rekki, sem þér kannist við sem
hermaður"
„En, hr. læknir....hvað á ég að
gera...? Ég get ekki verið neydd-
ur...get ekki sagt eitthvað, sem ég
meina ekki...Hvernig væri mér
mögulegt, að segja og gera það,
sem styrkti hana í þessari brjál-
æðislegu sjálfsblekkingu...? Nei,
ég þoli það ekki, ég þoli það
ekki“, hrópaði ég — ,,Ég get það
ekki, ég vil það ekki og ég get
það ekki...“
SHÚtvarpiö
8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —-
8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregn
ir. — 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 FréttiT
og tilkynningar).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Amma segir börnunum sögu.
18.50 Framburðarkennsla í þýzku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand. mag.
20.35 Utvarpssagan: „Alexis SorbasM#
eftir Nikos Kazantzakis í þýð-
ingu Þorgeirs Þorgeirssonar, VI,
lestur (Erlingur Gíslason leikari).
21.00 Einleikur: Ignaz Friedman leik-
ur mazúrka eftir Chopin.
21.25 Erindi: Nokkrar hugleiðingar
um íþrótt þýðanda: I. Um Eddu-
kvæði, Þórberg og elskuna
(Martin Larsen lektor).
21.45 Tónleikar: Þjóðlög og þjóðdansar
frá Póllandi.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (7).
22.20 Tryggingamál (Eyjólfur Jónsson
skr if stof ustj óri).
22.40 Lög unga fólksins (Kristrún Kjr-
mundsdóttir).
23.30 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 24. febrúar
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mammi
skilur allt“ eftir Stefán Jónsson;
VIII. lestur (Höfundur les).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand. mag.).
20.35 Með ungu fólki (Jón R. Hjálm-
arsson skólastj óri).
21.10 Kórsöngur: Lög úr óratóríunni
,Strengleikar“ eftir Björgvin Guð
mundsson (Kantötukór Akureyr-
ar og einsöngvarar syngja undir
stjórn tónskáldsins).
21.30 „Ekið fyrir stapann". leiksaga
eftir Agnar Þórðarson, I. kafli.
Sögumaður: Helgi Skúlason.
Leikendur: Ævar Kvaran, Her-
dís Þorvaldsdóttir, Jón Aðils,
Jónas Jónasson og Halldór Karls-
son. höfundurinn stjómar flutn-
ingnum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (8).
22.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson)
22.40 Djassþáttur á yegum Jazzklúbbs
Reykjavíkur.
23.20 Dagskrárlok.
ð :o5ri.aume perj