Morgunblaðið - 23.02.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.02.1960, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 23. febrúar 1960 MORCVNBLAÐtÐ 19 Skúli Ágústsson Björn Baldursson Hækkun ú flugfargjöldum FLUGFÉLAG ÍSLANDS skýrir svo frá, að verulegar hækkanir verði á fargjöldum og farmgjöld- um í millilandaflugferðum fé- lagsins. Stafar þetta af því að fargjöldin eru ákvörðuð með milli ríkjasamningum og eru þau ákveðin í sterlingspundum á flugleiðum til Evrópu en dollur- um á flugleiðum til Ameríku. Hljóta fargjöldin því að breytast samstundis við gengislækkun. Nokkuð dregur þó úr hækkun- inni við það, að 10% farseðla- skattur sem á hefur verið er felldur niður. Fargjaldabreytingin kemur til framkvæmda á miðvikudag öft verður sem hér segir á helztu flugleiðum: Kaupmannahöfn: 3734 kr., áðui 2728 kr. Báðar leiðir 6722 kr., áður 4910 kr. Hamborg: 4214 k_-., áður 3078. Báðir leiðir 7586 kr., áður 5541 kr. London: 3366 kr., áður 2459 kr. Báðar leiðir 6059 kr., áður 4426 kr. Oslo: 3430 kr., áður 2506 kr. Báðar leiðir 6174 kr., áður 4512 kr. Engar breytingar verða fyrst um sinn á fluggjöldum innan- lanas. Innilega þakka ég öllum, sem glöddu mig á áttræðis afmæli mínu hinn 17. febrúar sl. með heimsóknum, gjöf- um, blómum og skeytum og gerðu mér daginn ógleyman- legan. — Guð blessi ykkur öll. Björn Baldursson skauta- meistari íslands * UM helgina fór fram Skautamót Islands á Tjörninni í Reykjavík. Keppendur voru 8 og allir frá Akureyri. Má segja að það sé nokkuð dýrt spaug að láta 8 Akur eyringa keppna innbyrðis í Reykjavík. En þeir veittu bæjar búum mikla ánægju og sýndu skemmtilega íþrótt. Sigurgeir Guðmannsson framkvstj. ÍBR sett> móti en síðan var keppt í 4 greinum og urðu úrsfit þessi: 500 m hlaup: Björn Baldusson, Ak. 50,1 sek. Sigfús Erlingsson, Ak 51.0 — Skúli Agústsson, Ak 52.5 — Agúst Karlsson, Ak 53.2 — 3.000 m hlaup: Skúli Ágústsson, 5:54.2 mín. Björn Baldursson, 6:05.2 — Örn Indriðason, 6:19.0 — Sigfús Erlingsson, 6:22.4 — 1.500 m hlaup: Björn Baldursson, 2:38.7 mín. Sigús Erlingsson, 2:40.3 — Skúli Ágústsson, Örn Indriðason, 2:44.2 — 2:44.9 — 5.000 m hlaup: Skúli Agústsson, 9:47.2 mín. Björn Baldursson, 10:00.4 — Örn Indriðason, 10:06.3 — Sigfús Erlingsson, 10:12.2 — Samanlagður árangur: stig Björn Baldursson hlaut 223,927 Skúli Agústsson — 225,003 Sigfús Erlingsson — 229,386 Örn Indriðason — 232,264 Jón D. Armannsson — 247,096 Þórhallur Karlsson — 247,413 Agúst Karlsson — 248,376 Birgir Agústsson — 249,984 Vann Björn Baldursson Skauta bikar Islands í annað sinn í röð. Verðlaunaafhending fór fram þeg ar að loknu móti í Framsóknar- húsinu og afhenti Axel Jónsson, ritari Í.S.I. verðlaunin. Iþrótta- bandalag Reykjavíkur sá um framkvæmd mótsins, sem fór hið bezta fram. DAGSKRÁ i V etrarolimpíuleikanna í dag, þriðjudag: 15 km skíðaganga karla Stórsvig kvenna 3000 metra skautahlaup kvenna Listskautahlaupi kvenna lýkur íshokkikeppni heldur áfram Dómaranámskeið í Handknattleik ÞEIR handknattleiksmenn, sem þátt vilja taka í dómaranám- skeiði, sendi þátttökutilkynn- ingar til HKDR, Hólatorgi 2, fyrir næstu helgi. ÞjóBverjinn „stal" norrænu tvíkeppninni frá Norbmönnum 22 ÁKA gamall Þjóðverji Georg Thoma kom öllum á óvart í dag er hann sigraði í norrænni tvíkeppni, stökki og 15 km göngu, sem er ein elzta og mest metna grein hverra vetrarleika. Og sáu keppnina nú (stökkið) 30— 40 þús. manns. Norðmaður- inn Tormod Knutsen vann silfrið — fyrstu verðlaun Norðmanna á þessum leikj- um. Eftir stökkkeppnina á sunnudag, stóð keppnin þannig, að Knutsen varð að sigra Thom með 1 mín. 12 sek. En Þjóðverjinn var á Æfingar landsliðs ins hafnar í KVÖLD kl. 7,45 hefjast æfingar hjá landsliði karla í handknatt- leik. Æft verður hjá Benedikt Jakobssyni í íþróttahúsi Háskól- ans. í síðustu viku voru hafin svo kölluð þolpróf á leikmönnum, en þeim verður haldið áfram nk. fimmtudag kl. 8 fyrir þá, sem eftir er að prófa. öðru máli. Hann sigraði Knutsen með 8 sekúndum. • Útkeyrður Ég var gersamlega útkeyrð- ur undir lok göngunnar og millitím. mínir og Thoma sem ég heyrði í hátalaranum drógu úr mér máttinn. Ég sá fram á að keppnin um gullið var töp- uð. Hann var svo miklu sterk- ari en ég hafði reiknað með. Úrslit stökkkeppninnar á sunnu dag urðu næstum áfall fyrir Norð menn. Þeir urðu að sjá Þjóðverja, Rússa og Japana á undan sínum mönnum. Thoma bar nokkuð af, átti lengsta stökkið í „litla-stökk- pallinum“ 69 m og stíll hans var góður. Annar varð Koltsjin Rúss- landi, sem stökk 67 m og þriðji var Japaninn Ydsule sem stökk 68 metra. Norðmennirnir Knut- sen og Arne Larsen voru i 4. og 5. sæti. • Úrslitastund Göngukeppnin gat þó ráðið úr- slitum, svo jafnir voru 5 fyrstu menn í stökkinu. Knutsen þurfti t.d. 1 mín. 12 sek. betri tima en Thoma til að sigra hann, og 35 sek. til að sigra Koltsjin. Gönguveður fengu þeir gott og færi var ákjósanlegt. En eftir 5 km göngu kom vísbending um það hvert gullið mundi fara. Thoma var þá 7. í röðinni aðeins 15 sek. á eftir.Knutsen. Knútsen var þá í 4. sæti en Rússinn Guza- kov (mesti göngugarpurinn) _ — hafði örugga forystu. Spenningurinn óx. Eftir 10 km var Thoma kominn í 5. sæti og hafði dregið á alla sem framar voru. Knutsen var í 4. sæti 9 sek. á undan Thoma. Og Guzakov kom fyrstur í mark í göngunni. Það var í sama mund og kona hans var að vinna önnur gullverðlaun sín, nú í 1000 m skautahlaupi. En hann varð að láta sér nægja bronz í tvíkeppninni, eftir að hafa verið nr. 10 eftir stökkið. Úrslít: 1. Georg Thoma, Þýzkal.... 451,00 stig 2. Tormod Knutsen, Noregi 453.00 — 3. Nikolai Gusakov, Rússl. . . 452,00 — 4. Pekka Ristola, Finnl.... 449,80 — 5. Dimitri Kotsjkin, Rússl. . 447,60 — 6. Arne Larsen, Noregi .... 444,60 — 7. Sverre Stenersen, Noregi 438,08 — 8. I.ars Dahlqvist, Svíþjóð . . 436,53 — 9. Paavo Korhonen, Svíþjóð 434,98 — 10. Bengt Erikson, Svíþjóð .. 433.71 — 11. Gunder Gundersen Norg. 433,04 — 12. Mikhail Priakhin, Rússi.. 432.74 — af göngu kvenna, skotfimi á skíð- um og skautahlaupi kvenna bíð- ur til morguus. Kristján Markússon, Nýlendugötu 19 B. H árgreiÖslustofurnar í Reykjavík verða lokaðar vegna jarðarfarar eftir kl. 1 í dag. Lokað í dag vegna jarðarfarar Skósalan, Laugaveg 1 SIGUBJÓN STEFÁNSSON Kirkjuteig 13, andaðist 20. febrúar Dætur hins látna Móðir okkar GUÐRlÐUR ÓUAFSDÓTTIR prestsekkja frá Húsavík er látin. Börnin Móðir okkar BJARNVEIG MAGNÚSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Barónsstíg 19 þann 21. febrúar. Þórsteina Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir Hrólfur Benediktsson, Sigurbjörn Benediktsson ANNA STEFÁNSDÓTTIR í Síðumúla sem lézt 17. febrúar sl. verður jarðsungin þar fimmtudag 25. febrúar kl. 14. Vandamenn Elskuleg eiginkona mín og dóttir okkar, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR Leifsgötu 27 sem lézt sunnudaginn 14. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, í dag, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 1,30 e.h. Sveinn Björnsson, Margrét Jónsdóttir, Gísli Jónasson. Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns og bróður, FINNBOGA THEÓDÓRS. Sérstaklega þökkum við Fóstbræðrum og félögum úr Oddfellówreglunni, er veittu okkur ómetanlega aðstoð. Einnig þökkum við hjartanlega læknum og hjúkrunar- liði Landspítalans, sem af frábærri alúð önnuðust hann í legunni. Ingiríður Theódórs, I.ára Theódórs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.