Morgunblaðið - 12.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVTSBLAÐIÐ Þrlðjudagur 12. apríl 1960 Hörð orðaskipti út af tillogu Kanada og Bandaríkjanna Tvö lönd gerast meðflytjendur Asíu- og Afríkuríkjanna Siðasltðinn sunnudag var starfsfraeðsludagur á Akureyri með líku sniði og fyrir skömmu var í Reykjavík. Kom þar margt ungmenna, til að leyta sér upplýsinga um ýmisleg störf. — Hér sést Steindór Steindórsson, menntakólakennari, ræða við unga pilta um náttúruvísindi og í baksýn Ragnar Steinbergs- son — upplýsingar um lögfræði. Genf, 11. apríl. Frá fréttaritara, Mbl., Þorsteini Thorarensen. I MORGUN var borin fram endurskoðuð útgáfa af til- lögu hinna 16 Afríku- og Arabaríkja — og bættust þá í hópinn tvær þjóðir sem flytjendur tillögunnar, Mexí- kó og Venezúela. — Efnis- lega er tillagan alveg hin sama og áður, aðeins gerðar allmargar breytingar á orða- lagi. — John Hare, fiskimála- ráðherra Breta, hélt ræðu á árdegisfundinum, og er sagt frá henni á öðrum stað. ★ Tvær ályktunartillögur Á föstudaginn báru Kúba og Perú fram ályktunartillögur varð andi forgangsrétt strandríkis á miðum sínum, þegar það er mjög háð fiskveiðum. — Tillaga Perú er svohljóðandi: Ráðstefnan ályktar, að þegar fiskveiðar eru svo nátengdar lífs- afkomu og efnahag þjóðar, að hægt sé að segja að hún sé að mestu háð nýtingu lífrænna auð- linda hafsins, og þetta stafar af sérstökum aðstæðum í hafinu, sem unnt er að sýna fram á vís- indalega, þá má umrætt land vegna hinna algerlega sérstöku aðstæðna ákveða á eigin spýtur víðáttu þess svæðis, þar sem það beitir friðunar- og eftirlitsað- gerðum við fiskveiðar. Þó skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum: 1) Ríkið leggi fram vísindaleg sönnunargögn fyrir því, að hin- ar sérstöku aðstæður séu fyrir hendi, með tæknilegum, land- fræðilegum, líffræðilegum og efnahagslegum rannsóknum, sem undirbúnar séu með þátttöku sér- stofnana Sameinuðu þjóðanna. — 2) Að erlendum fiskimönnum, sem eftirltinu hlíta, sé gert jafnt rmdir höfði. — 3) Að í aðgerð- unum felist ekkert, sem haft get- ur áhrif á siglingar kaupskipa eða flugferðir. Ályktunartillaga Kúbu er þess efnis, að bætt verði við samning frá síðustu ráðstefnu um fisk- veiðar og friðun lífrænna auð- linda hafsins svohljóðandi grein: — Ef nauðsynlegt er að takmarka veiði fiskstofns eða stofna til þess að ná hagkvæmari heildarveiði, skal leggja höfuðáherzlu á sér- stakar þarfir og hagsmuni strand- Verðlauna- afhending á frí- merkjasýningu ÞAÐ var ranghermt við opnun sýningar unglinga á frímerkjum og Ijósmyndum sl. föstudag, að verðlaunaafhending færi fram sunnudaginn 10. þ.m. Akveðið hafði verið, að athöfn þessi skyldi fram fara fyrsta sunnudag eftir páska, þ.e. 24. þ.m., en þess má geta, að verð- laun þau er Morgunblaðið gaf fyrir bezta ísl. frímerkjasafnið á þessari sýningu, hlaut Matthías H. Matthíasson, Miklubraut 90, sem er 13 ára að aldri, sonur Matthíasar Hreiðarssonar tann- lækms. Þá hlaut Sveinn Gunnars son, Laugaveg 37B 1. verðlaun fyrir bezta erlenda safnið og 1. verðlaun fyrir „motiv“ safn hlaut Kári Jónsson, Efstasundi 83. ríkis, þegar um er að ræða frið- un og nýtingu umrædda auöiinda. ★ Deilur Á síðdegisfundi kom til harðra orðaskipta milli Garciarobles frá Mexíkó, Drew frá Kanada og Dean, bandaríska fulltrúans. — Mexíkaninn sagði það rangt hjá hinum að skora á 12 mílna ríkin að koma til móts við þá, því að sannast sagna hefðu Bandarík- in og Kanada aðeins samið sín á mijii, en ekki tekið minnsta til- lit til ijefndra ríkja. — Hann furð aði sig á breyttri aðstöðu Kanada, sem hefði áður barizt af hörku gegn „sögurétti', en nú fallizt á, að hann skyldi gilda 10 ár. Drew svaraði, að hann hefði ekki komið til ráðstefnunnar til þess að standa staður í sömu spor um, heldur til að finna sameig- inlega grundvöll til samkomu- lags. Ég tel, sagði hann, að hver einasti fulltrúi sé skuldbundinn til að reyna til hins ýtrasta að ná samkomulagi. Mótmælti hann ummælum Mexíkanans, að ekki hefði verið rætt við 12 mílna ríkin. — Við höfum verið að reyna þetta síðustu tvö ár úti um allan heim, sagði Drew. ★ Enn um fórn John Hare, fiskimálaráðherra Breta, lýsti því á blaðamanna- fundi síðdegis, hve sameiginlega tillagan (bandarísk-kanadiska), fæli í sér mikla fórn af hálfu Breta — þeir misstu strax miðin að 6 mílum — og út að 12 míl- um eftir 10 ár. Þetta væri af- skaplegt áfall fyrir brezkan út- veg og því hefðu Bretar verið tregir að fallast á þessa tillögu — en þeir vildu gera allt til að vinna að samkomulagi. — Kvaðst hann telja, að þessar aðgerðir hlytu að valda hækkandi fisk- verði, m. a. vegna stórfelldrar • Ferðatíminn hefst með páskum Ferðatímir.n hér á landi hefst venjulega með páskun- um, er víst óhætt að segja, þó sl. vetur hafi verið svo mildur, að ferðahópum hefur jafnvel verið fært inn á há- lendið. En um páskana aug- lýsa ferðaskrifstofur og ferða. félög sínar fyrstu ferðir og öll- um fjallaskálum og fjallakof- um er löngu ráðstafað til ferða hópa eða meðlima þess félags, sem skálann á. Vinsælasti staðurinn innan- lands í þetta sinn ætlar að verða Öræfin. Þrjár ferðaskrif stofur auglýsa ferðir þangað, fjallabílstjórarnir Guðmundur Jónasson og Páll Arason, og ferðaskrifstofa Úlfars Jacob- sens. Reykvíkingar munu sem sagt fjölmenna í þessa fögru sveit. Ferðafélag fslands snýr baki við byggð og ráðgerir þrjár ferðir inn á hálendið, í Land- mannalaugar, Þórsmörk og að Hvítárvatni, enda góðir skálar á öllum stöðum. Ferðaskrif- stofan ráðgerir einnig páska- ferðir og sjálfsagt fleiri aðilar, sem Velvakanda er ekki kunn ugt um. Hin milda veðrátta í vetur er þrátt fyrir allt ekki sem fjárfestingar í sambandi við breyttar veiðiaðferðir. Er hann var spurður, hvort hann teldi, að 12 mílna ríkin kynnu að gefa eitthvað eftir, kvaðst hann ekki vita það, en hann vonaði, að þau viður- kenndu, hve langt væri gengið til móts við þau. Ekki vildi hann heldur segja neitt um það, hvort líkur væru til, að einhver af 12 mílna ríkjunum kynnu að breyta afstöðu sinni. — Hann var og spurður, hvort hugsanlegt væri, að Bretar gæfu enn meira eftir, ef upphaflega kanadiska tillagan væri tekinn upp að nýju. Kvaðst hann ekki vilja svara því, nema hvað hann teldi, að sú tillaga ætti minna fylgi en málamiðlun- artillagan. Er gengið var á hann, hvorf Bretar mundu þá ófáan- legir að gefa meira eftir, sagði hann ekki svara því, en sagði, að næðist enginn árangur á ráð- stefnunni, myndi öngþveiti vrða ríkjandi á höfunum — og myndu Frh. af bls. 1. ystu SjálfstæSismanna, hefur markað framtíðarstefnuna, sem er byggð á hinum gömlu hug- sjónamálum um athafnafrelsi einstaklinganna. Mjög mikilvæg og ánægjuleg hugarfarsbreyting hefur orðið hjá Alþýðuflokknum varðandi afstöðuna til viðskipta- málanna, sem hefur gert mögu- lega myndun núverandi ríkis- stjórnar, með jafn frjálslyndri stefnuskrá og raun ber vitni. En sú skoðun er nú orðin ríkjandi í öllum hinum vestræna heimi, að frjálsir viðskiptahættir og at- hafnafrelsi, séu nauðsynleg und irstaða bættra lífskjara. Segja má að allir helztu sér- fræðingar þjóðarinnar í efnahags málunum styðji stefnu rikis- stjórnarinnar. Og hin almenna hugarfarsbreyting varðandi at- hafnafrelsi ætti að tryggja, að hentugust fyrir páskaferða- langana, sem ætla í fjarlægu skálana inni á öræfunum, því nú er víða jarðvegur blautur og of linur fyrir farartæki, og ferðalangarnir sökkva í leðj- una á göngunni, í stað þess að renna á skíðum með far- angurinn á sleða, eins og oft / * áður á þessum tíma árs. Ég veit t. d. um hóp, sem ætlar í skála í Tindafjöllum og ráð- gerir að ganga og flytja far- angur á traktor. En nú hefur aftur snjóað dálítið, svo e. t. v. rætist úr fyrir þeim, sem helzt vilja eyða páskun- um á skíðum. Vonandi verður veður hag- stætt á þessum páskum. Flest- ir þeir, sem hafa yndi af úti- veru, eiga minningar um ynd- islegar páskaferðir í glamp- þá Bretar áfram halda fast við 3 mílna landhelgi. ★ Spurður um þaS, hvort Bretar inyndu þá aftur senda herskip á íslandsmið, sagðist hann ekki vilja svara nú, en mundi fúslega gera það, er þar að kæmi. þetta verði stefna framtíðarinn- ar. Innflutningurinn Frummælandi kvað blöðin hafa í aðalatriðum gert grein fyrir innflutningsmálunum, eins og þau eiga að verða. Meginhluti innflutningsins mun falla undir almennan frílista, en sumar vöru tegundir á þó að kaupa frá Aust ur-Evrópulöndunum. Sá inn- flutningur verður þó á engan hátt bundinn, þannig að raun- verulegum innflutningshömlum verður aðeins haldið á 10—15% innflutningsins, meðan þörf er talin á. Innflutningsskrifstofan verður lögð niður og menn geta snúið sér beint til bankanna til að tryggja sér gjaldeyri fyrir innflutningi. Yfirdráttarlánin, sem samið hefur verið um, munu tryggja að gjaldeyrir verður fyrir hendi, andi sólskini, sem endurkast- ast frá mjallhvitum si.jónum, er maður rennur yfir hasigi á skíðum. Hinir dagarnir, sem eytt var í rigningu og drunga inm í skálunum, eru gleymd- ir. • Fljúga suður mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm* á bóginn Sumir hugsa þó ekki um snjó og vilja ekki eiga undir misjafnri veðráttu, þegar þeir undirbúa páskaferð sína, held- ur tryggja sér sólskin og hita og framandi landslag með því að fljúga suður á bóginn, til Spánar. Tvær leiguflugvélar fara héðan með ferðahópa til eyjarinnar Mallorca. Upp úr páskum fer fólk að hugsa fyrir og undirbúa sum- arleyfin sín. Ferðir til útlanda verða í ár að sjálfsögðu mikl- um mun dýrari en verið hefur, sem hlýtur að beina ferða- fólkinu meira í innanlands- ferðir. Einhverjir láta sig þó hafa hækkað verðlag og skoða sig um í heiminum, þrátt fyrir allt. Innlendar og erlendar ferða skrifstofur eru nú að undir- búa ferðir sínar. Dönsku ferða skrifstofurnar hafa ýmis ný- mæli á prjónunum fyrir utan hinar venjulegu og mjög svo enda koma þau núna í staðinn fyrir gjaldeyrisvarasjóð, sem þjóðin hefur lengi þarfnast svo mjög. Hinar víðtæku efnahags- málaráðstafanir eiga svo að tryggja, að yfirdráttarlánin verði ekki notuð sem eyðslueyrir. Fjárfesting gefin frjáls . Nú eiga menn ekki að þurfa lengur að leita til opinberra nefnda vegna fjárfestingar, enda á efnahagskerfið að geta stjóm- að sér sjálft. Hið opinbera mun aðeins hafa yfirsýn yf.r gang málanna og beita áhrifum sínum •með ráðstöfunum peningamál- anna og öðru slíku. Um verðlagseftirlitið er það að segja, að þó að frjálst verðlag sé takmarkað, þá varð það að ráði að halda verðlagseftirlitinu á þessu stigi málsins. En menn ættu að hafa þá staðreynd í huga að verðlagseftirlit hefur oft orðið til þess að halda verð- lagi uppi og jafnframt orðið til að brengla hið eðlilega verð- myndunarkerfi. Sjálfstæðismenn tengja mikl- ar vonir við hina nýju skipan mála, sagði Jóhann Hafstein að lokum. Og það mun sannast að .um geysilegt framfaraspor er að ræða, þegar allir kostir við- skiptafrelsisins hafa komið í ljós. vinsælu ferðir til ftalíu, Frakk lands, Sviss, Alpafjalla, Grikk lands o. s. frv. Helztu nýj- ungar hjá þeim eru ferðir til Austur-Evrópulandanna sem nú eru að opna rifur á járn- tjöld sín, þó ferðafólk sé ekki jafnfrjálst ferða sinna um löndin, eins og í Vestur-Ev- rópu. Danir ráðgera t. d. 5000 km langa hringferð í áætlun- arvögnum um Kaupmanna- höfn, Stokkhólm, Helsinki, Leningrad, Smolensk, Varsjá, Berlín og svo til Kaupmanna- hafnar, allt á 18 dögum. 9 Nýtt ferðamanna- land Alveg nýtt ferðamannaland og það ekki langt frá íslandi, er að opnast — Grænland. — Ungur Grænlendingur, Lars Lynge, sonur Aage Lynge þingmanns, sem fórst með Hans Hedtoft, hefur stofnað ferðaskrifstofuna „Green- land Safari" ,auk þess sem hann rekur rekur hótel Arc- tic í Narsassuak. Hann undir- býr nú sex Grænlandsferðir í sumar með 60 ferðamenn í hverri, auk þess sem hann hefur ráðagerðir um að flytja Grænlendingana í frí til Dan- merkur um leið. Fréttir herma að ferðahóparnir muni fljúga um Reykjavík, en sjálfsagt verður of fullt til að bæta ís- lenzku ferðafólki í hópinn. Það væri þó óneitanlega skemmtilegt. skrifar úr daglegq lifínu — Tímamót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.