Morgunblaðið - 12.04.1960, Side 13

Morgunblaðið - 12.04.1960, Side 13
Þriðjudagur 12. apríl 1960 MORCTJNnr 4 OIÐ 13 í TILEFNI af grein um Albert Schweitzer, sem Morgunblaðið hafði birt eftir erlendu tímariti, skrifar sr. Jón Auðuns dómpróf- astur athugasemd þann 1. apríl í sama blað. Var það í sjálfu sér gott og réttmætt, en um leið veitist hann að kristniboðinu og gerir kristniboðum upp afstöðu til Alberts Schweitzers á mjög svo villandi hátt. Vill undirritað ur því benda á eftirfarandi: a) Um kristniboðið er það að segja að áratugum saman, t.d. frá því um 1930, hefir bæði kristni- boð og guðfræði Schweitzers verið kynnt ungum mönnum, er að kristniboði starfa, þegar á námsárum þeirra. Löngu áður en íslendingar tóku að leggja rækt við þennan ágæta mann, gáfu játningatrú kristniboðsfélög, eins og t.d. NMS, út bækur um starf hans og þegar á fyrsta námsári mínu í guðfræði fékk ég að vita um skýringar hans á siðgæði Fjallræðunnar (1934). Sú skoðun sem sr. J.A. lætur í ijós varðandi aðra kristniboða, er ekki frá Schweitzer runnin og honum mjög ólí'k. Geta menn sannfærzt um þetta með því að lesa orð hans sjálfs í hinni ágætu bók eftir sr. Sigurbjörn Einarsson, nú verandi biskup (útg. Setberg 1955). Má þó vera að hér sé sr. J.A. samverkamaður Guðs um eflingu kristniboðsins á dulinn hátt. Það eru ekki játningarnar, heldur illt framferði hvítra manna víða um lönd ,sem rýrir álit þess — og kirkjunnar — í ekki-kristnum heimi. b) Guðfræði Schweitzers er ekki sú, sem talin er frjálslynd hér á landi, þótt hún sé sérkenni- leg og róttæk. En hún átti sinn þátt í að kveða niður hina gömlu frjálslyndu guðfræði, með því að Schweitzer lagði svo mikla áherzlu á kenningu Jesú um hina síðustu tíma (Lösung der konsek venten Eschatologie). Margir frjálslyndir guðfræðingar tóku þessu illa, þar sem þeir höfðu sumir strikað þetta nálega út. Má benda mönnum á „Modern Churchman“ frá sept. 1946 því til sönnunar. Schweitzer hefir átt sinn þátt í að endurnýja hina ’ biblíulegu mynd af Jesú Kristi og um leið að steypa hinni frjáls- lyndu af stóli. Hollt væri kenni- mönnum hér einnig að lesa það, sem hann segir um heimilisguð ræknina (sbr. bók sr. S.E. bisk Jóhann Hannesson prófessor: Lotning fyrir lífinu r aras- Efti lina á Ver- woerd EINS og frá var skýrt í sunnudagsblaðinu, var gerð tilraun til að ráða Verwoerd forsætisráðherra Suður- Afríku, af dögum sl. laug- ardag, er hann hélt ræðu við opnun sýningar einnar í Jóhannesarborg. Verwoerd sagði meðal annars í ræðu sinni, er hann talaði um atburði undanfar- innar viku og stefnu stjórn- arinnar: — Enginn skal komast upp með ofbeldi — enginn skyldi ætla, að hann geti gengið yfir lík okkar og komið málum sín- um þannig fram. Er Verwoerd var kominn í sæti sitt, að ræðunni lok- inni, réðist að honum hvít- ur bóndi, og skaut að hon- um þrem skotum úr lítilli skammbyssu. Tvö hæfðu og særðu forsætisráðlierrann nokkuð — en hann er nú sagður hress og á góðum batavegi. — Myndin er tek in rétt eftir árásina. Ver- woerd hefir fallið við og heldur báðum höndum um blæðandi andlitið, en menn beygja sig yfir hann. — Sjá fréttir frá S.-Afríku á for- síðu. ups). Það er annar tónn en sá, sem hér hefir talizt frjálslyndur. c) Heimspeki Schweitzers er ekki hin minnsta gjöf hans til mannkynsins, eins og sr. J. A. bendir réttilega á. Kenninguna um lotninguna fyrir lífinu má gera svo einfalda að unglingar fái skilið hana og ætti að mínum dómi að kenna hana í skólum, á- samt öðrúm þeim sannindum, sem menning vor lifir á. Ég fæ ekki skilið þá menn, sem veitast að þessari kenningu, því að hún liggur í sjálfum kristindóminum og eftir henni fara meira og minna allir þeir, sem vinna að menningarmálum af samvizku- semi ,svo sem kennarar, læknar, húsmæður, hjúkrunarkonur og yfirleitt allir mannvinir. Ég gerði tilraun til þess að skýra hana fyrir almenningi í útvarp árið 1954. Það er gert á mjög einfanldan og alþýðlegan hátt, án fræðiorða, svo að öllum mætti verða ljóst hvað hér er um að ræða E.t.v. sjá menn ekki hvað af efninu er frá A. Schweitz er og hvað er frá undirrituðum, en það munu þeir finna, sem meira vilja vita. Bið ég þvi Morgunblaðið að birta þetta stutta mál eins og það var flutt, þar sem það er aftur komið á dagskrá. — ★ — EINN af vinum mínum í Kína, sagði mér eftirfarandi sögu: „Meðan ég var við nám í Ame- ríku, þá gerðist einkennilegur atburður. Nokkrir ungir menn fóru inn í stóran og langan helli. En meðan þeir voru inni í hell- inum, vildi svo til að grjót hrundi í fjallinu og lokaði hellisdyrun- um svo að þeir gátu ekki komizt út aftur. Nú var þetta grjót svo mikið og steinarnir svo stórir að ókleift virtist að ryðja því burt á stuttum tíma. Og þó var strax hafizt handa þegar vitað var að mennirnir voru innilokaðir. Með an menn unnu í grjótinu, bárust fréttir út um landið um þessa menn, sem innilokaðir voru í hellinum. Heil þjóð fylgdist með í fréttum af þessu björgunar- starfi, fé var safnað, fleiri menn voru sendir og það var unnið sleitulaust dag og nótt við að bjarga þessum fáu mönnum. Þegar loksins var búið að ná þeim út, þá var engu líkara en öll þjóðin fagnaði“. „Ég hafði aldrei séð né heyrt annað eins, aldrei orðið var við neitt þessu líkt. Það hefði verið , alveg ómögulegt og óskiljanlegt að nokkuð þvílíkt hefði getað átt sér stað í Kína“. Þannig sagði minn kínverski vinur frá. Og þegar ég heyrði þessa sögu ,skildi ég undir ^eins hvað hann átti við. Yfirleitt vilja Kínverjar ekki bjarga mönnum úr lífsháska nema fyrir allmikla borgun. Sagt er jafnvel að þeir standi og horfi á menn brjótast um í vatninu og hreyfi sig hvergi nema þeim séu boðin mikil björgunarlaun. Allir sem verið hafa í Kína, kannast við þennan hugsnarhátt. Það eru andar og djöflar í vatninu og þeir eru að taka þann, sem er að farast og það er hættulegt að hrifsa mann úr höndum þeirra, segja Kínverjar. Nú má spyrja: Er auðið að finna eitthvert ákveðið sérkenni í hinni kristnu menningu, sem að greinir hana frá allri annarri menningu? Eigum vér eitthvað, sem vantar í annarlega menn- ingu, þar sem kristindómurinn er ekki kunnur, eitthvað, sem lif ir aðeins þar sem kristindómur- inn er eða hefir verið? Og ef það er þá til, er það þá lítils eða mik- ils virði? Eins mætti líka spyrja, með hliðsjón af vorri eigin sögu: Hvað gerðist hér á íslandi til forna þegar kristindómurinn kom? Hvað var það, sem festi hér rætur við boðun trúarinnar og breiddist síðan út smátt og smátt og hefir haldizt hér allt til þessa dags? Menn vita að visu að skömmu eftir komu kristninnar rann frið- ar og menningaröld upp yfir þessu landi, líkt og yfir írlandi, nokkrum öldum áður, þegar kristnin kom þangað. Allir, sem íslandssögu lesa og skilja, vita að smátt og smátt var hætt að blóta goðin og bera út börn og varla er hætt við að menn taki þann sið aftur upp, þótt þeir af- neiti kristninni. En það gerðist margt annað líka. Samt höfum vér ef til vill talið það svo sjálf- sagt að vér höfum aldrei um það hugsað. Kristindómurinn gaf þjóð vorri lotningu fyrir lífinu og þess njótum vér enn í dag, en svo er því ekki varið meðal allra þjóða og það er enginn sjálfsagður hlutur. Virðum nú fyrir oss einn af mestu og beztu mönnum samtíð- ar vorrar, sem vér að vísu höfum heyrt nefndan, en vitum þó lítið um. Virðum fyrir oss kristniboð- ann og mannvininn mikla, Albert Schweitzer. Hann var einn þeirra sem fengu Nóbelsverðlaunin í fyrra. Menn hafa hlaðið á hann lofi, háskólarnir hafa sæmt hann doktorsnafnbót. Sjálfur hefir hann getið sér mikla frægð á sviði tónlistar, heimsspeki og guðfræði. En mestum tíma og beztu manndómsárum ævi sinnar hefir hann varið sem kristniboði í Afríku, nánara til tekið í Kongó, sem er eitt af óheilnæmustu lönd um jarðar. Þar hefir hann verið læknir og byggt mikið sjúkrahús og glímt við hina ægilegu erfið- leika frumskógarfátæktar og skæðra drepsótta. Hitstörf hans eru líka svo mikil og vönduð að þau hefðu út af fyrir sig verið nægileg til að afla honum frægð- ar. Guðfræði Schweitzers markaði tímamót í sögunni. Hann vakti athygli manna á því að kenning Jesú um hina síðustu tíma og endalok veraldar væri miklu þýð ingarmeiri heldur en menn höfðu ætlað og að án hennar væri ó mögulegt að skilja rétt ævi Jesú og starf. Þessa guðfræði munum vér ekki rekja hér, heldur að eins taka það fram að eftir þann tíma tók smátt og smátt að dofna yfir hinni svökölluðu „Ævi-Jesú guðfræði" (Leben-Jesu Theolog ie) og önnur guðfræði ruddi sér til rúms, þar sem lögð er meiri áherzla á þjáningu Jesú, dauða og upprisu. En til þess að veita svör við spurningum vorum, viljum vér heldur snúa oss að heimspekinni Schweitzer er ættaður frá Elsass og var þar af leiðandi talinn með Þjóðverjum þegar fyrri heims- styrjöldin stóð yfir. Þá var hann ekki lengur frjáls að vinna að læknatrúboðinu, en sneri sér að heimspekinni. Og þá mótaði hann kcnningu sína um lotning- una fyrir lífinu. En hún er ein- mitt frá kristindóminum komin, segir hann. Vér finnum hana í Nýja Testamentinu og í hinni fyrstu kristni og getum fylgt henni gegnum kirkjusöguna með ýmsu móti, þó ekki sé hún alls staðar jafn lifandi og innileg. Með því að veita menningunni þessa lotningu fyrir lífinu, hefir kristindómurinn markað afar djúp spor alls staðar þar sem við honum hefir verið tekið. Þannig hafa hin heiðnu þjóðfélög for- feðra vorra gjörbreyzt og tekið hinum stórkostlegustu framför- um. Lotningin fyrir lífinu hefir einnig skapað almennan framfara vilja og þess vegna hafa fram- farirnar á svæðum hinnar kristnu menningar orðið miklu meiri og hraðari heldur en ann- ars staðar í heiminum, t.d. í Afríku, Indlandi og Kína. Hin indverska heimspeki og trú, ásamt Búddhadóminum, er yfirleitt neikvæð í þessu efni seg ir Schweitzer vegna þess að þar er haldið að mönnum flótta frá lífinu og ábyrgð þess. Einstakl* ingurinn reynir að frelsa sjálfan sig með lífsflótta og lífsafneitun og það er hið æðsta markmið að lífið leysist upp og renni saman við Nirvana. Aftur á móti telur hann hina fornu heimspeki Kín- verja að mörgu leyti merkilega og jákvæða í ýmsum atriðum, ekki sízt Lao-tze. Þegar minn kínverski vinur, sagði mér söguna, sem ég minnt- ist á rétt áðan, hafði ég ekki kynnt mér þessa kenningu hjá Schweitzer og samt datt mér einmitt þetta í hug. Vér höfum allt aðra afstöðu og aðra menn- ingu en þeir, sem ekki kæra sig um að hjálpa mönnunum út úr hellinum. Vér erum ekki að þinga við menn um björgunarlaun, heldur björgum þeim, sem vér getum bjargað. Um leið og vér gerum það, þá vitum vér að vér erum að þjóna Guði. Það, sem þér hafið gert einum af þessum mínum minnstu bræðrum, segir Jesús, það hafið þér gert mér. Þegar vér líknum hinum þjáðu, hjálpum börnum, gamalmennum, líknum blindum, holdsveikum, særðum, lömuðum og fötluðum, þá er það kærleikur Jesú Krists og lotningin fyrir lífinu, sem hef ir knúð bæði einstaklinga og þjóðfélög til að gera þetta. Og þessi þjónusta, sem byrjaði í smá um stíl, hefir hlotið viðurkenn- ingu valdhafanna í þjóðfélögum vorum, svo að ríkisvaldið eflir þetta starf eða tekur það jafnvel alveg að sér.-------En í heiðn- um þjóðfélögum virðist þetta hin mesta fjarstæða. Og hér kem ur líka annað til greina: Krist- inn söfnuður lætur ekki staðar numið við sína eigin þjóð, hanix leitar einnig þeirra, sem eru inni lokaðir í hellinum í fjarlægum löndum, í eymd og ótta, fátækt og neyð. Þar boða kristnir menn trúna og vinna sitt líknarstarf — margir á sama hátt og Schw- eitzer — þótt ekki séu margir eins afkastamiklir og hann, sem stendur á hátindi menningar og menntunar á mörgum sviðum og hefir áhrif á fjölda manna, sem vilja þó ekki fylgja honum, held ur dást aðeins að afreksverkum hans. Lotningin fyrir lífinu mótar ekki aðeins líknarstarf og þjóð- félagslega þjónustu, heldur einn- ig daglegt líf manna og afstöðu þeirra til gjörvallrar tilverunnar ef þeir eru þá vakandi kristnir menn. Tökum t. d. garSyrkju- manninn. Hann fer mjúkum fingrum um rætur blómanna, sem hann gróðursetur og gerir það sem hann getur til að hjálpa þeim til að lifa. Dýravinurinn elskar dýrin, þau eru vinir og félagar, sem hann talar við, hann finnur til með þeim, fer vel með þau og saknar þeirra þegar þai# deyja. Verkamaðurinn fagnar því að framleiða verðmæti handa komandj kynslóðum, honum þyk- ir vænt um vegina, brýrnar, byggingarnar og mannvirkin, er Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.