Morgunblaðið - 12.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1960, Blaðsíða 8
8 M ORC VISBI AÐIÐ Þriðjudagur 12. apríl 1960 Tillaga Jóns Pálmasonar á þingi; Nýr landaurareikninqur byggður á verði framleiddra afurða A FÖSTUDAGINN var út- býtt á Alþingi þingsályktun- artillögu frá Jóni Pálmasyni um nýjan Iandaurareikning. Tillagan er svohljóðandi: ..Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að undirþúa fyrir næsta reglulegt Alþingi frum- varp til laga um nýjan landaura- reikning, er byggður sé á verði þeirra afurða, er þjóðin framleið- ir úr skauti náttúrunnar og seldar eru á innlendum og erlendum markaði. Sé við það miðað, að eftir verðbreytingum afurð- anna framvegis fari breytingar á þeim verðmætum, sem á undan- förnum árum hafa breyzt eftir framfærsluvísitölu.“ Ýtarleg greinargerð fylgir til- lögunni og er þar m. a. komizt svo að orði: „Landaurareikningurinn gamli var byggður á verðlagi búpen- ings og afurða. Hann var í gildi um margra alda skeið og var notaður sem verðmælir í við- skiptum fólfcsins. Var sú ráð- stöfun þrauthugsuð og viturleg, eins og margt í fari forfeðra okkar. En því miður var frá þessu horfið með vaxandi við- skiptum við aðrar þjóðir og það án þess að nokkuð kæmi í stað- inn, er á viti væri byggt. Loks var svo að því horfið á Alþingi 1940 eftir kröfu embættismanna og verkalýðsfélagá að setja lög um framfærsluvísitölu, er mið- ast skyldi við allt verðlag allra þarfa mannanna á dýrasta stað í landinu, sjálfri höfuðborginni. Eftir breytingu þessarar vísitölu skyldi svo breytast með ákveðnu millibili og lengst af um hver mánaðamót allt kaupgjald og laun, sem síðan verkaði á allt verðlag í landinu, tolla, skatta og síðan gildi íslenzku krónunn- ar. Þessi endemis vitleysa hefur með nokkrum breytingum gilt í 20 ár og haft í för með sér þær afleiðingar, að allt fjármálakerfi þjóðarinnar hefur síðustu 3 árin riðað á gjaldþrotsbarminum. Þegar þetta glæfraspil var fyrst upp tekið, þá benti ég á það, að ekkert þjóðfélag og allra sízt okkar fámenna og fátæka þjóð gæti þolað slíka aðferð. Alltaf síðan hef ég verið í orði og verki andvígur vísitöluskrúf- unni. En allan tímann hefur ekkert tillit verið tekið til að- varana minna. Loksins var reynslan orðin svo alvarleg eftir 20 ára kennslu, að núverandi ríkisstjórn sýndi þann mann- dóm að skera á hnútinn og banna það í efnahagsmálalög- gjöf sinni að bæta upp laun og kaupgjald og fleira samkvæmt vísitölu. Hún var líka komin í þá aðstöðu að vera til þess neydd að taka þrotabúið til uppgerðar. Með þessu banni er mikið feng- ið, og vonandi verður meiri hluti á Alþingi íslendinga aldrei framar svo gersneyddur heil- brigðri skynsemi að setja skrúf- una í gang á nýjan leik. En und- an skrúfufarginu er þjóðin ekki að fullu laus, meðan því er hald- ið áfram að reikna út vísitölu á þeim fráleita grundvelli, sem gert hefur verið. Á meðan það er gert, má búast við, að áfram haldi meira og minna jag og stagl um meiri niðurgreiðslur á vöruverði eða einhverjar upp- bætur beint eða óbeint. Þess vegna er nauðsynlegt að taka Jón Pálmason, alþm. upp heilbrigðari aðferð, sem hægt er að láta gilda og stand- ast, án þess að það hafi í för með sér glötun á fjárhagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Nú er það vitað og mætti vera kunnugt öllum mönnum, að grundvöllur allra fjármála okk- ar er sjálf framleiðslan. Arður- inn af henni er það verðmæti, sem þjóðin hefur til skiptanna sér til framfæris, menningar og framkvæmda. Þetta sáu forfeður okkar og breyttu í samræmi við það. Þess vegna tóku þeir upp landaurareikninginn, og þess vegna héldu þeir honum í gildi svo lengi sem raun varð á. Sömu aðferðina eigum við nútíma- menn að taka upp með þeim breytingum, sem aðstaða nú- tímans gerir nauðsynlegar". 1 lok greinargerðarinnar minnist Jón Pálmason þess, að hann hafi, ásamt þeim Jóni Sig- Prestur sakaður um landráð KINGSTON, Jamaíka, 11. apríl. (Reuter): — Lögreglan hand- tók í dag 57 ára gamlan klerk, Claudius Henry að nafni, og 24 fylgismenn hans. Eru þeir sak- aðir um landráð — m. a. er talið, að klerkurinn og flokkur hans hafi staðið í nánu sambandi við Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu. Fundu lögreglumenn bréf í fórum Henry’s sem farið höfðu milli hans og Castros. — ★ — Einnig fann lögreglan nokkrar birgðir af byssum og skotfærum hjá klerkinum og mönnum hans, ásamt sprengiefni og litlum sprengjum — og eiturlyfinu marijuhana. — Henry þessi hefir mjög barizt fyrir því að Nsgrarn- ir í Jamaika hverfi til Afríku. — ★ — Fyrir tæpu ári voru handtekn- ir 30 menn í Kingston, og eru þeir taldir áhangendur Henry’s. — Hámarksrefsing fyrir landráð á Jamaíka er ævilangt fangelsi. Þetta landráðamál mun vera hið fyrsta þar í landi á friðartímum síðan 1865. urðssyni og Jóhanni Þ. Jósefs- syni, flutt á Alþingi 1936 frum- varp um landaura- og verðlags- skrár, er nota skyldi í viðskipt- um þjóðarinnar. Málið hafi þá ekki náð fram að ganga, en nú vilji hann „mega vænta þess, að allir þeir menn, sem hafa opnað augun fyrir afleiðingum vísi- töluskrúfunnar, Ijái þessari til- lögu lið sitt, svo að hún geti náð samþykki, áður en þingi slítur“. Bannað að nefna nafn arasarmannsins Verwoerd úr hættu eftir banatilræðið Jóhannesarborg, 11. april. — (Reuter) — HENDRIK Verwoerd, for- sætisráðherra Suður-Afríku, „líður vel eftir atvikum“ og er úr hættu, að því er segir í tilkynningu frá sjúkrahús- inu í Pretoria, þar sem hann er nú undir læknishendi. — Haft er eftir læknum, að það sé „hreinasta kraftaverk“, að hann skyldi komast lífs aí, er bóndinn David Pratt skaut á hann af stuttu færi á laugar- daginn. (Sjá mynd á bls. 13). — Því var lýst yfir af lög- regluyfirvöldunum í dag, að Pratt yrði ekki leiddur fyrir rétt að sinni, heldur hafður í varðhaldi, samkvæmt lögun- um'um neyðarástand, dvalar- stað hans yrði haldið leynd- um — og bannað að nefna nafn hans opinberlega, án leyfis stjórnarinnar. — Fyrr- greind lög voru í dag „færð út“, svo að þau gilda nú í 122 af 300 héruðum landsins. — Stjórnin hefur lýst því yfir, að engin breyting verði á stefnu hennar varðandi kyn- þáttaaðskilnaðinn. • ÓBREYTT STEFNA Á fundi með 20 erlendum blaðamönnum í Höfðaborg í dag, sagði Eric Louw, utanríkisráð- herra, að Normán Phillips, kanadiski blaðamaðurinn, sem handtekinn var sl. föstudag fyr- ir „ósannan fréttaflutning", yrði látinn laus, þegar hann hefði verið yfirheyrður — með því skilyrði, að hann hyrfi úr landi. — Brezka blaðið „Daily Herald“ segir, að fréttaritari þess í S- Afríku hafi verið handtekinn. — Hefur blaðið sent mótmæli vegna þess atburðar. Þá sagði Louw, að kynþátta- stefna stjórnarinnar yrði óbreytt framvegis. Ef breytt yrði um stefnu þýddi það, að „hvíti mað- urinn og allt, sem hann hefði byggt upp í landinu í 200 ár“, væri úr sögunni. Ennfremur var það upplýst á blaðamannafund- inum, að enginn forsætisráð- herra yrði skipaður til bráða- birgða, eins og talið var — Ver- woerd væri fyllilega fær um að hafa forystuna um stjórnarað gerðir, þótt hann yrði auðvitað ekki ónáðaður, nema mikið lægi við. • ÞÁ VERÐUR AFTUR SKOTIÐ Louw var aff því spurffur, hvort lögreglan mundi aftur beita semu ráffum og í Sharpe- ville -hinn 21. marz, undir sömu að ef 20.000 bölkkumenn hótuðu aftur 140 lögreglumönnum, eins og gerzt hefði í Sharpeville, þá mundi lögreglan í sjálfsvarnar- skyni og til þess að halda uppi Iögum og reglu neydd til að kringumstæðum. Louw svaraði, skjóta. En hann bætti við, að nú væru menn varari um sig en áð- ur og ætti því ekki að geta til slíks komið. • ENN HANDTÖKUR X dag réðst lögreglan inn í einn smábæinn enn í grennd við Jóhannesarborg, fór hús úr húsi, rak blökkumenn með harðri hendi út á göturnar og fór með marga brott til yfirheyrslu. — Strætisvagnar og ýmsar bifreið- ir voru stöðvaðar og lögreglu- menn kröfðust þess að fá að sjá vegabréf blökkumanna. Blökku- HAFIN er framkvæmd viff endurbyggingu Ráðhús- torgs á Akureyri. Mynd þessa tók fréttaritari blaðs- ins þar nyðra, St. E. Sig. sl. laugardag. Hefur jarð- ýta rótað upp torginu og mun eiga að breyta því all- verulega. Nýlega hefur umferðar- nefnd lagt fram tillögur um breytingar á torginu með sérstöku tilliti til þess að strætisvagnar stanza sunn- an og vestan torgsins. Bæj- arstjórn hefur fallizt á til- lögur umferðarnefndar, og eru framkvæmdir því hafn- ar. menn veittu enga mótspyrnu I þessum aðgerðum. — Tilkynnt hefur verið, að 26 innfæddir hafi verið handteknir sl. tvo sólar. hringa í tveim öðrum bæjum, Redhouse og Brighton. Erkibiskup anglikönsku klrkj- unnar í S-Afríku, dr. Joost de Blank, sagði í dag, að ef hin kalvínska kirkja Búanna lýsti ekki yfir andstöðu við kynþátta- mismunun, gætu aðrar kirkju- deildir ekki lengur haft neins konar samstarf eða samband við hana. Hvalavaðan Frh. af bls. 3. heljarskepnur. Hér er ein- göngu um karldýr að ræða, því á þessum tíma eru kven- dýrin að leika við ungana sína suður við Florida. En það má nýta fleira en spikið og lýsið í hausnum. Sporðurinn er heljarmikið stykki og hann má gera að herramannsmat með því að súrsa hann. Tenn- urnar eru einnig verðmætar. Eru þær a$eins í neðri skolti, en hann er um 200 kg að þyngd. Segir Bjarni að bezt sé að reyna að ná skoltinum af í heilu lagi og vinna síðan tennumar úr honum. Þegar við fórum frá Vopna- firði í gær var enn ekki full fallið út og því ekki gott að gera sér grein fyrir hve að- staða yrði góð að nytja hval- ina. I>eir munu allir hafa verið nokkuð grafnir í sand, sem þarna er laus og á eilífri hreyf ingu. Lítið eitt hafði verið skorið af einum hvalnum úr bátum og það síðasta, -sem við sáum úr flugvélinni er við yf- irgáfum Vopnafjörð, var að menn voru komnir út á tvo hvalanna, en bátur lá milli þeirra. Hundruff tonna af úrgangi En þótt takast megi aff nýta eitthvað af þessum risaskepn- um er þrautin enn óleyst aff koma hræjunum á brott. Við spurðum Benedikt Vilhjálms- son, sem einkum hafði orð fyrir þeim Vopnfirðingunum í þessu máli hvað þeir hygff- ust gera í því efni. Hann sagði að engin leið myndi að koma hræjunum á brott meff þeim skipakosti er Vopnfirðingar" hafa yfir að ráða. Myndi því ekki um annaff aff ræða en fá dráttarskip að til þess verks. Ef ekki tekst að forffa þessum hundruðum tonna af úrgangi úr Sandvikinni er ófyrirsjáanJ legt hve mikið tjón hann get- ur valdiff þar í firffinum. Við fjarðarbotninn er talsvert æff- arvarp og mundi fuglinn án efa ekki þola að svamla í grút ardrullunni ef hún legðist aff ströndinni. Eins er óséff hver áhrif þetta kann að hafa á fiskgengdina í laxveiðiár Vopnfirðinga. Það er því sýnt að eitthvaff verffur aff gera þegar búið er að nýta allt það sem hægt er af þessum sér stæða sjávarafla. vig. Hættir að skera í gærkvöldi símaði svo fréttaritari blaðsins: Eftir að búið var að skera 10 lestir af< spiki, kom í ljós að ekki er' hægt að fá markað fyrir það Hvalur hf. vill ekki kaupa og, Mörbræðsla KEA aðeins efi hvalurinn er skorinn í 1% tommu flísar. Ekki eru heldur1 tæki til að ná lýsinu. En menn eru nú farnir inn í fjöruna til að reyna að ná sporðum af, því þetta mun vera bezta sporðtegund sem fæst. Einnig hafa menn áhuga fyrir að reyna að ná tönnunum, en fyrir hverja fást 30 kr. —S. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.