Morgunblaðið - 12.04.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.04.1960, Qupperneq 12
19 MORGVNTtLAÐIÐ Þriðjudagur 12. apríl 1960 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6' Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVAÐ ERU HÁ- TEKJUR? r RUND V ALLARLÖGMÁL allra skattalaga hlýtur að sjálfsögðu að vera það að þeir menn eigi að borga hæsta skatta, sem hæstar tekjur hafa og við bezt efni búa. Vandamál löggjafans er svo hinsvegar það, að rata hinn gullna meðalveg, haga skattheimtunni þannig, að í senn sé gætt hagsmuna ríkis- ins og ekki ofboðið gjaldþoli einstaklinganna eða dregið úr framtaki þeirra. Skatta- löggjöf, sem í bili getur tryggt ríkinu miklar tekjur, getur engu að síður verið hagsmunum þess hættuleg, ef hún lamar einstaklings- framtakið, dregur úr fram- leiðslunni og veikir grund- völl atvinnulífsins. Úr hófi fram Óhætt er að fullyrða, að þetta hafi ekki verið haft nægilega í huga af forystu- mönnum íslenzkra stjórn- málaflokka. Þess vegna hafa skattaálögur í þessu landi gengið langt úr hófi fram. Byrði opinberra gjalda hefur verið alltof þung, bæði á lág- tekjufólki og einnig hinum, sem kallaðir hafa verið há- tekjumenn. Gamlir skattstigar hafa verið notaðir löngu eftir að þeir voru orðnir ger- samlega úreltir, vegna verðfalls peninga og marg- víslegra breytinga í efna- hagslífi þjóðarinnar. Tekjur íslendinga hafa far- ið stórhækkandi á undanförn um árum. Hefur þetta í senn verið afleiðing þess, að af- raksturinn af starfi þjóðar- innar hefur aukizt með stór- virkari framleiðslutækjum og hinu, að með aukinni verð bólgu hefur veltan og krónu- fjöldinn orðið meiri. Tekju- upphæð flestra einstaklinga í þjóðfélaginu í dag er því algerlega ósambærileg við það sem var fyrir örfáum árum. Eru þeir „auðký£ingara? Tal kommúnista og Fram- sóknarmanna um það, að menn, sem hafa 120—160 þús. kr. árstekjur séu „há- tekjumenn“ eða „auðkýfing- ar“, sem refsa beri með ofur- háum sköttum, á því við lítil rök að styðjast, svo ekki sé djúpt tekið í árinri Mikill fjöldi iðnaðarmamid, yfir- manna á skipum, jafnvel há- setar á vélskipaflotanum, kemst upp í þessa tekjuhæð. Hvaða ástæða er til þess að elta þessa menn með óhóf- legum skattaálögum, og draga þannig úr hvöt þeirra til þess að leggja sig fram um sköpun verðmæta í þjóð- arbúið? Nei, kommúnistar og Fram sóknarmenn verða að gera svo vel og átta sig á því, að hinar litlu verðbólgukrónur, sem vinstri stjórnin átti rík- astan þátt í að skapa eru allt aðrar ávísanir á verðmæti en íslenzka krónan var, til dæmis fyrir 10—15 árum. — Þeir verða því að endurskoða hugmyndir sínar um hátekj- ur og hátekjumenn. Baráttan gegn fátæktinni Allir góðviljaðir og frjáls- lyndir menn hljóta að vera sammála um það, að gegn fá- tækt og hverskonar bágind- um beri að berjast. Höfuð- takmarkið í uppbyggingu þjóðfélagsins er að bæta efnahag þjóðarinnar og alla aðstöðu hennar í lífsbarátt- unni. En því takmarki verð- ur aldrei náð með því að lama framtak og umbótavilja einstaklinganna með sligandi skattaálögum. Einstakling- arnir verða þvert á móti að finna að það borgar sig fyrir þá að vinna mikið og leggja sig fram. Ef þeir finna það ekki, ef sú skoðun verður almenn að bezt borgi sig að sitja með hendur í skauti og hafast ekki að, þá er v.issu- lega hætta á ferðum fyrir þjóðfélagið. MikiJs virði fyri»r almenning Núverandi ríkisstjórn hef- ur beitt sér fyrir afnámi tekjuskatts af almennum launatekjum. Er það skref vissulega mikils virði fyrir allan almenning í landinu. — Jafnframt hefur ríkisstjórnin ekki hikað við að segja þjóð- inni þann sannleika að verð- breytingar á íslenzkri krónu hljóti að leiða af sér breyt- ingar á hinum gömlu og úr- eltu skattstigum. Allur almenningur í landinu gerir sér áreiðan- lega ljóst að með þessu er stefnt í rétta átt. Hve lengi getur minnihlut inn kúgað meirihlutann? Stjórn Suður-Afríku hefir safnað glóðum haturs að höfði sér A F R1K A er að vakna, heyrist nú oft sagt. Og rétt er það, að hinir hörundsdökku frumbyggjar þessarar stóíu og auðlindaríku heimsálfu eru að vakna til sjálfsmeð- vitundar, ef svo mætti segjá — vakna til sjálfstæðisvilja og þjóðerniskenndar. — Þeir una því ekki lengur að eiga allt sitt að sækja undir hina hvítu menn, sem lengst af hafa ráðið lögum og lofum í löndum þeirra. Þeir vilja losna undan okinu — því vissulega er það stað- reynd, að hinir fámennu, hvítu stjórnendur í „svörtum“ löndum Afríku hafa löngum litið á blökkumenn sem óæðri verur — og stjórn þeirra hefir því miður of oft og of víða mótazt af þeim hugsunarhætti. Sem sagt — hin- ir hvítu hafa undirokað þá svörtu í krafti valdaaðstöðunnar. Minnihlutinn hefir setið yfir hlut minnihlutans. — Slíkt er í andstöðu við eðlilega, sjálfráða þróun, og blessast því aldrei til lengdar. Og nú er Afríka að vakna — blökkumenn krefjast þess að fá að ráða málum sínum sjálfir — eða í minnsta lagi að njóta jafnréttis við hvíta menn. ^ Svartir óþroskaðir, segja hvítir Viðkvæði hinna hvítu, sem yfirleitt vilja tefja fyrir þessari þróun mála, er gjarna j - s ! Astandinu í land- \ \ inu hetuf verið líkt \ s ^ | vib það, sem gerðist | i í Þýzkalandi á \ \ Hitlerstímanum. — | \Hvencer fellur hat- i i ursflóðbylgja | i milljónanna yfir \ i hvítu herrana i miskunnarlausu ? i 1_______________________j það, að enn sé þess langt að bíða, að svartir hafi náð þeim þroska, sem nauðsynlegur sé, til þess að fært geti talizt að veita þeim sjálfsstjórn. — Vafalaust má renna allstyrkum stoðum undir þessa skoðun, a. m. k. í ýmsum tilvikum — en það er líka athyglisvert dæmi í þessu sambandi, sem dr. Hastings Banda, leiðtogi þjóðfrelsishreyf- ingar blökkumanna í Njassa- landi, setti fram í viðtali í Lund- únum á dögunum, er hann kom þangað, nýleystur úr rúmlega ársfangelsi, sem hann hafði ver- ið hnepptur í án saka — að flestra dómi. ^ Þurfa að fá fækífær! Dr. Banda svaraði spurn- ingu fréttamanna um gildi fyrr- greindrar röksemdar eitthvað á þessa leið: — Við skulum hugsa okkur, að maður hafi kynnzt nokkuð „krikket“-leik. Hann fær mikinn áhuga á leiknum — og stefnir að því að taka þátt í meistaramóti í honum. En þá er sagt við hann: — Þú getur svo sem fengið að taka þátt í mótinu — einhvern tíma. — Og svo líður nær og nær meistaramótinu — en aumingja manninum er bara með öllum ráðum meinað að æfa sig nokk- uð fyrir það! Er við því að bú- ast ,að honum takist vel, þegar á mótið kemur? — Svipað er að segja um þjóð, sem er að hefja sig frá hinu frumstæða, hefir lengi búið við annarra stjórn, en vill fá að stjórna sér sjálf. Hún þarf að fá tækifæri til þess að reyna, fikra sig á- fram, „þjálfa“ sig — áður en á hólminn kemur. — Eitthvað á þessa leið fórust dr. Banda orð, og fáir munu frýja -honum vits — þótt hann sé Negri. Augu alls heimsins hafa beinzt að Suður-Afríku — og hafa menn fylgzt af viðbjóði og skelfingu með atburðum þar, er lögregla og herlið hafa myrt og misþyrmt hinum svörtu íbúum landsins, sem krefjast aukinna réttinda sér til handa og mót- mæla — yfirleitt friðsamlega — ýmsum kúgunaraðgerðum hinna hvítu stjórnenda. Stjórnarvöldin vilja, sem kunnugt er, halda uppi algerum aðskilnaði kyn- þáttanna og líta á blökkumenn — og raunar ýmsa aðra kyn- flokka í landinu — sem óæðri og vanþroska verur, er halda beri í hæfilegri fjarlægð frá hin- um „hreina", hvíta stofni. ^ Skotnir í bakið Ein þeirra ráðstafana rík- isstjórnarinnar, sem blökkumönn um hefir sviðið hvað sárast, eru lög þess efnis, að sérhver þeirra skuli ávallt bera á sér sérstakt vegabréf eða persónuskilríki — og framvísa þeim við lögreglu- yfirvöldin, hvenær sem þess sé krafizt. — Negrar hafa mótmælt þessum lögum harðlega — og hinn 21. marz sl. dró til mikilla og hörmulegra tíðinda í því máli. Þá fóru blökkumenn fjöldagöng- ur til lögreglustöðva víða í landinu og hugðust skila þar þessum vegabréfum og mótmæla þannig lögunum. — Stjórnarvöld og lögregla brugðust harkalega við þessu — og a. m. k. á tveim stöðum hóf lögreglan skothríð á blökkumenn, sem ekki er vitað til, að hafi verið vopnum bún- ir. A þessum eina degi féll a. m. k. um hálfur áttundi tug- ur blökkumanna í valinn. Marg- ir þeirra fengu kúlur lögreglu- mannanna í bakið, er þeir flýðu undan skothríðinni — en eng- inn hinna hvítu týndi lífi. Nú herma fregnir, að banda- rískur lögfræðingur hyggist leggja fyrir Sameinuðu þjóðirn- ar vottfest gögn, er sanni, að atburðirnir í Sharpeville fyrr- greindan dag, er 72 blökkumenn voru skotnir til bana, hafi gerzt með þeim hætti, að blökkufólk hafi verið boðað til lögreglu- stöðvarinnar á vissum tíma — að áliti þess til þes að skýra fyr- ir því framkvæmd vegabréfa- laganna. Síðan segir svo í gögn- um þessum, að þegar mannfjöldi mikill hafði safnazt við lög- reglustöðina, hafi lögreglumenn, að gefnu merki frá einum for- ingjanna, hafið skothríð á fólk- ið úr hríðskotabyssum. \ ^ Barsmíð og misþyrmingar Þessir atburðý- vöktu að vonum uppreisnarhug og hatur í brjóstum blökkumanna — og HÉR er mynd af einu hinna marghötuðu vega- bréfa, sem blökkumenn eru skyldaðir til að bera. — Þar er að sjálfsögðu skráð nafn og heimilisfang við- komandi manns, ásamt ljós mynd. Auk þess skal þar sýnt fingrafaramót manns- ins, og loks á vinnuveitand- inn að setja undirskrift sína á vegabréfið, sem ber áprentunina „INNFÆ.DD- UK” (Native). má segja, að síðan hafi sann- kölluð ógnaröld ríkt í landinu — en þó, að sögn fréttamanna, fyrst og fremst af völdum hers og lögreglu hinna hvítu vald- hafa, því að blökkumenn hafi undantekningarlítið látið mót- mæli sín og andspyrnu í Ijós á friðsamlegan hátt — með því að brenna hin hötuðu vegabréf sín, með verkföllum o. s. frv. _— Óhugnanlegar frásagnir hafa borizt af aðförum lögreglu og herliðs dag hvern undanfarið, er ráðizt hefir verið inn í blökku- mannahverfin íbúarnir dregnir út harðri hendi, nauðugir vilj- ugir og fjöldahandtökur fram- kvæmdar. Hafa fréttamenn sagt frá mörgum dæmum þess, að iögreglumenn hafi misþyrmt hinum varnarlausu, þeldökku mönnum, barið þá miskunnar- laust með gúmmíkylfum, svip- um og byssuskeftum o. s. frv. <0, Blindaður af kynþáttahatri Vegna allra þessara hryggi legu atburða hefir stefna stjórn- ar Suður-Afríku verið fordæmd og henni mótmælt í flestum löndum heims. Einkum beinist gagnrýnin að Hendrik Ver- woerd, forsætisráðherranum, sem talinn er höfundur kyn- þáctastefnu stjórnarinnar. Mann inum, sem telur ,að hinum hvítu ber’i óskoruð yfirráð í landinu, þar sem þeir hafi flutt þangað menninguna — og skipti engu í því sambandi, þótt blökku- menn séu fjórum sinnum fleiri en þeir hvítu. — Margir frétta- Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.