Morgunblaðið - 12.04.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.04.1960, Qupperneq 10
10 MORGUIS TiL AÐIÐ Þriðjudagur 12. apríl 1960 Hópurinn stígur á land í Skotlandi. Egg á morgnana og blöðrusmyrsl á kvöldin I Ur gönguferð um Skotland í FYRRASUMAR fór hópur ís- lenzkra nemenda i sumarleyfi til Skotlands og gönguferð um það fagra land. Fyrir gönguferð þess- ari stóð enski sendikennarinn við Háskóla íslands, mr. Donald Brander, sem hér er á vegum British Council. Er nú aftur ráð- gerð svipuð ferð í sumar, 4. júní og verður að öllum líkindum gengið um norð-vesturhluta Skotlands. Því báðum við dr. Brander að segja okkur ofurlítið frá ferða- laginu í fyrra og fórust honum orð á þessa leið: Það fer kliður um vorloftið — kliður ótal radda, skraf um löngu liðin og ókomin sumarleyfi. Hinn fámenna hóp nemenda, sem hélt til Skotlands í júní í fyrra, langar einnig til þess að taka undir. Sumum þeirra er þetta sumar- leyfi i Skotlandi jafnt fortíð sem Jramtíð; sumir þeirra ætla sér að fara bangað aftur. Ekki verður annað sagt en að þessi tólf manna hópur hafi ferð- azt á lýðræðislegasta og heims- borgaralegasta plássi, sem ís- lenzkir farkostir hafa upp á að bjóða — þriðja farrými á „GULLFOSSI“. Mönnum mun þessi hluti sögunnar næsta kunn- ugur — skyldi maður æt-la — svo að ekki verður fjölyrt um hann.. Ekki þyrfti heldur að fara mörg- um orðum um dvölina í Edin- borg, heimsóknina í Edinborgar- kastala, dýragarðinn og leit okk- ar að sem Ijúffengustum „ham- borgurum". Sagan um rölt okk- ar milli verzlananna í Princes Street væri nægilega efnisrík í gilda bók, svo að einnig henni verður sleppt. Sjálf sagan hefst, þegar hinn skrúðugi hópur karla og kvenna axlar bakpoka sína, slær hendinni við öllum vél rænum farkostum og þrammar af stað í vesturátt. Hálfrar mílu mörkin Lagt var af stað frá Aberfeldy, og innan skamms við komin til Garth gistihússins, sem eingó igu Dr. Brander ásamt tveimur öðrum göngugörpum er ætlað æskufólki. Þetta gisti- hús er á friðlýstu landsvæði, þar sem kennaranemar og aðrir stunda náttúrurannsóknir í grasa fræði og fuglafræði. Okkur varð það til láns, að þarna hafðist við stór og fjörugur hópur nemenda, svo að von bráðar leið okkur öll- um eins og heima hjá okkur. Við „lékum“ meira að segja í kvik- mynd, sem verið var að gera um lífið á æskulýðsgistihúsunum. Það sem verið var að taka á þess- um stað skyldi fjalla um félagslíf unga fólksins úti undir beru lofti á kvöldin. Auðvitað er dansinn þar snar þáttur, og vafalaust eru sum okkar enn að dansa við skozka dansfélaga í kvikmynd, sem við sjáum líklega aldrei. Nú lögðum við af stað með hin- um skozku kunningjum okkar í stuttan vísindaleiðangur. En þegar upp í hæðirnar var kom- ið, treysti prófessorinn, sem var leiðangursstjóri vísindamann- anna ungu, sér. ekki til þess að bera ábyrgð á okkur íslendmg- unum og ákvað, að „hálfrar mílu mörk“ skyldu skilja okkur hóp- ana að. Hvort það var af skorti á kímnigáfu, að hann tók ekki undir hlátur bæði okkar og nem- enda hans, skal látið ósagt. Ef til vill hefði honum brugðið í brún, hefði hann séð að hve litlu gagni skipun hans kom, því að þótt orð hans væru virt á dag- inn, þá nálguðust hóparnir mjög á kvöldin, sumir hverjir kannski ískyggilega mikið. Við verðum að fara fáum orð- um um labb okkar og príl um skóga og lyngheiðar. Bátsferðir og sund í spegilsléttum vötnum, veiðar í straumhörðum ám, rabb yið smákaupmenn í þorpunum, sem vildu óðir og uppvægir fræð ast sem bezt um okkur og jafn- framt því kenna okkur að velja gómsætustu bitana af ósviknu skozku nautakjöti — til þess að segja frá þessu og öðru slíku þyrfti ærin skrif. Og í sögunni sjálfri felast aðrar sögur, því að kvöld eitt skemmti gistihúseig- andi nokkur og kona hans okkur með krydduðum sögum um menn og manndáðir í sveitinni og bentu okkur á staði og kenni- leiti, þar sem margur hildarleik- urinn hafði verið háður. Og við lifðum að nýju atburði liðinna alda, þegar við lögðum aftur af stað um þetta söguríka land. Klipptur út úr nútíma fornsögu Við rákumst meira að segja á mann,' sem var eins og klipptur út úr nútíma fornsögu, ef svo mætti að orði kveða. Þetta var undarlegur, veðurbarinn lítill karl, líklega huldumaður, sprott- inn út úr næsta álfhól. Og ekki stóð á honum að tala um sjálfan sig og ferðir sínar um Evrópu. Hann hafði verið námumaður í skozku plássi í nánd við Glasgow, hafði farið niður í námuna tólf ára gamall og stritaði þar dægrin löng allt til sjötugs. Upp frá því hafði hann lifað flækingsævi. Hann gekk í skotapilsi, og alls staðar var honum tekið opnum | örmum. Og hann launaði vel- ‘ gjörðarmönnum sínum ríkulega; hann sýndi okkur, hvernig hann fór að því að kyrja stemmur eftir sjálfan sig, og textann samdi hann einnig sjálfur. Við gátum auðveldlega gert okkur í hugar- lund, þegar við hlustuðum á ein- falda og takmarkaða kveðandi gamla mannsins, hvernig þessi hæfileiki hans fékk að njóta sín niðri í dimmri og drungalegri námunni. Hann lék eínnig á hijóð færi — þótt ekki þyrfti ýkja- mikla hæfni til að leika á það. Hljóðfæri þetta nefnist Gyðinga- harpa, en hún er ekki annað en strengur, sem nær vissri tíðni, þegar raulað er upp við hann, og gefur frá sér veikan óm. Við viss- um ekki hvort við áttum heldur að hlæja eða gráta, þegar við skildum við þennan raunalega litla karl, sem þó virtist loks hafa fundið hamingjuna. Við leit uðum að Gyðingahörpum í verzl- unum í Leith, með það fyrir aug- um að kynna þetta hljóðfæri á íslandi, en allt kom fyrir ekki. Og enn kynntust við manni, sem hefði getað verið lifandi per- sóna út*ævagömlum þjóðsögum. Sem niðjar Víkinganna, tókum við okkur það bessaleyfi að heimsækja gamlan skozkan ætt- arhöfðingja. Hann hafðist við í bústað forfeðra sinna við sögu- frægt vatn. Okkur var tekið með kostum og kynjum, og þar voru okkur sýndir erfðagripir ættar- innar og skýrt frá megindrát:um sögu ættarhmar. Húsbóndi hreykti sér mjög af því að vera kominn af mönnum, sem tóku þátt í fraun Stúartanna 'il þess að endurheimta skozku krún- una, og okkur var ley^, áð fara höndum um eitt sigurmerki ætt- arinnar, sverðið, sem Bonnie Prince Charlie bar, þegar hann reyndi í síðasta sinn að endur- reisa konungsríkið. Fisk-fasta allan timann En það var ekki einungis hin rómantízka fortíð, sem bauð upp á ævintýri, því að á hverjum degi þurftum við að leysa ný og ný verkefni. Yfirleitt elduðum við sjálf ofan í okkur (í prýðis- góðum eldhúsum æskulýðsgisti- húsanna), og mörg ævintýri spunnust utan um matreiðsluna og ferðir þeirra, sem áttu að bera björg í búið — ættum við að hætta á að borða þennan ein- kennilega og dularfulla ost, hvaða flesksneiðar eigum við að velja, og auðvitað eilífðarspurn- ingin eftir matarkaupin, hver kunni að matreiða þetta eða hitt. Það er okkur stolti blandin á- nægja að segja, að öll'þessi verk- efni levstum '-’ð =Bm sapnir meistarar, og matarlystin var af- bragðsgóð — stundum jafnvei of góð. Auðvitað áttum við aldrei við fisk að stríða: við héldum fisk-föstu allan tímann, þar til við komum heim. Glæsilegustu kaupin, sem gerð voru í ferðinni gerði einn úr hópnum, og það átti hann einungis að þakka þokka- legri framkomu — þótt ekki gerði hann sér grein fyrir því sjálfur. Hann kom dag einn’ með morgunmjólkina, sem hann hafði fengið á litlum, afskekktum bóndabæ, en þegar einhver úr hópnum fór þangað er liðið var Raunalegi litli karlinn með Gyðingahörpuna á daginn, til þess að ná í meiri mjólk, og sagði fólkinu á bænum, að þarna hefði áður verið keypt mjólk, svaraði húsfreyjan, „Ójá, það kom hingað indæll piltur, hár og ljós yfirlitum. En við átt- um enga mjólk afgangs, svo að við létum hann bara fá mjólkina okkar.“ Þannig létum við hverjum degi nægja sína þjáning, suðum eggin ofan í okkur á morgnana og bár- um smyrsl á blöðrurnar á kvöld- in en nutum þess á milli lands- ins og sögu þess. Dag eftir dag blandaðist strit hversdagsleikans hástemdri lýrik umhverfisins, og bezt sannaðist þetta að ferðalok- um, þegar við klifum upp á tind Ben Lomond, rómaðasta fjalls Skotlands. Fyrst var þrammað upp þröngan stíginn í dalnum, síðan bröltu menn upp mosa- Framh. á bls. I<\ mílu mörkin voru ekki virt á kvöi<’;

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.