Morgunblaðið - 01.05.1960, Síða 2
2
MORGUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 1. maí 1960
Herlög í Ankara
og Miklagarði
MIKLAGARÐI, 30. apríl —
Hernaðarástandi hefur nú verið
lýst í Miklagarði og Ankara og
mun það gilda í þrjá mánuði
fyrst um sinn. í dögun í morgun
voru fjölmargir stúdentar hand-
tcknir og fluttir í fangabúðir
hersins.
Þetta gerðist í Miklagarði. Mik
ill fjöldi stúdenta neitaði að yfir-
gefa háskólann þrátt fyrir að
lýst hafði verið yfir hernaðar-
átsandi og útgöngubanni. Var
þeim gefinn stundarfjórðungs-
fnestur til að hverfa úr háskól-
anum í gærkvöldi, en þeir fóru
hvergi.
Hraðkeppnismótið;
Úrslit
f kvöld
ÚRSLITALEIKIR Hraðkeppnis-
mótsins verða að Hálogalandi í
kvöld og hefjast kl. 8.15 — Búast
má við skemmtilegri keppni.
F. H. stillir öllum landsliðsmönn-
um sínum upp í a-liðið, en beztu
2. fl. piltarnir skipa b-lið félags-
ins. Gaman verður einnig að sjá
Fram aftur meðal meistaraflokk-
anna, en sem kunnugt er vann
Fram sig upp úr 2. deild á íslands
mótinu. Úrslitaleikurinn á ís-
landsmótinu milli F. H. og K. R.,
er einnig enn í huga K.R.-inga,
og er enginn vafi á að þeir munu
gera sitt til að stöðva hina miklu
sigurgöngu F. H., en F. H. hefir
tekið þátt í 13 hraðkeppnismót-
um innanlands og utan og sigrað
tíu sinnum.
Allur ágóði rennur til utan-
farar Kvennalandsliðsins og ætti
það eitt að draga menn og konur
til leikjanna.
Ellefu bátar nieð
38 Vz lest
SANDGERÐI, 29. apríl. — Ellefu
bátar komu til Sandgerðis í gær
með 88% lest. Guðbjörg var
hæst með 15,2 lesJtir, Stafnes
hafði 13,2 lestir og Steinunn
gamla 12,9 lestir. Línubáturinn
Jón Gunnlaugsson íékk 9,5 lestir.
— Axel.
Ekkert var aðhafzt í nótt, en
snemma í morgun sló herinn
hring um háskólann og handtók
mikinn fjölda stúdenta. A. m. k.
20 herflutningabílar óku skömmu
síðar frá skólanum þéttskipaðir
stúdentum, sem fluttir voru
beint í fangelsi.
Hermenn voru hvarvetna á
verði í Ankara, Miklagarði og
Izmir og skriðdrekar voru settir
við mikilvaegar byggingar. Þegar
síðast fréttist var samt allt með
kyrrð í borgunum.
Ánægjulegir
tónleikar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ var þéttskip-
að áheyrendum sl. föstudags-
kvöld á fimmtu afmælistónleik-
úm Sinfóníuhljómsveitar íslands
undir stjórn Dr. Smetaceks frá
Prag. — Efnisskráin var tékk-
nesk-íslenzk: Forleikur að gam-
anleik eftir Jinrich Feld, því
næst kom verk eftir Hallgrím
Helgason: Intrada og kanzóna —
samið fyrir strengjasveit. Var höf
undur verksins kallaður á sviðið
og hylltur sérstaklega er það
hafði verið leikið. Síðan var leik-
in syrpa af dönsum frá Mæri. —
Eftir hléið var leikin hin fræga
9. sinfónía 1 e-moll eftir Dvorák,
„Frá nýja heiminum".
Stjórnanda og hljómsveit var
frábærlega vel tekið. Sérstklega
í lok hljómleikanna er fagnaðar-
lætin náðu hámarki sínu. Smeta
cek var kallaður fram hvað eftir
annað og hylltur ákaflega af
hrifnum og þakklátum áheyrend-
um. Voru tónleikarnir í heild sér
staklega ánægjulegir.
Hásetarnir, sem voru við landtökuna. — Þeir bera hinn
ósvikna „tjalia-svip“, eins og togarasjómenn okkar kalla hina
brezku starfsbræður sína. — (Sjá frétt á bls. 24).
Sýning á verkum nem-
enda Myndlistaskólans
MYNDLISTASKÓLINN í Reykja
vík opnaði í gær sýningu á verk-
um nemenda skólans í húsnæði
Ásmundar Sveinssonar að Freyju
götu 41. Á sýningunni eru 140
teikningar og krítarmyndir eftir
nemendur í teiknideild, 20 olíu
málverk eftir nemendur í málara
deild og 15 höggmyndir eftir nem
endur í höggmyndadeild.
Alls eru þarna listaverk eftir
' AVMVtt > •t' /««wrn» ■■ t t t tr tt t tt\ 'ííKWflft,t t rt'-t f t t ttrtfifirrrrtv r s vv.ttt . j tt
| Z*' NA 15 hnútor J l/ S V 50 hnutar ¥: Snjókoma > OSi X7 SJrúr/r K Þrumur w%, Kuldaskil Hitaski/ H L
1 MORGUN var hæðarmiðja
(1032 mb) nálægt Akureyri,
svalt í veðri en heiðríkt um
land allt. Austanlands var N-
kaldi og A-átt sunnanlands en
logn á Vestfjörðum og Norður
landi. Kaldast var í Möðrudal
5 st. frost, en hlýjast í Eyjum
2 st. hiti.
1 nótt var lágmarkshiti í
Reykjavík — 1.6 stig og alveg
niðri við jörð var 4 stiga frost.
Fyrir norðaustan landið er
allmikii lægð á hreyfingu SA
eftir.
Veðurútlit
Sv-land tii Norðurlands, Sv-
mið til Norðurmiða: Breytileg
átt og hægviðri, bjartviðri. NA
land og Austf. NA-mið Aust-
fj. mið: — Vaxandi norðan
átt, léttskýjað. SA-land og SA-
mið: Stillt og bjart veður
iTvær ungar húsmæður í hinu/
)nýja og enn ört vaxandi íbúð-/
■larhverfi í Hálogalandi, hafay
,fyrir skömmu opnað vefnaðar-
/vöruverzlun. Kaupkonurnart
, eru frú Ragnheiður Jónsdóttir^
J)og Svanhildur Svanbergsdótt-
kir og heitir verzlunin Sólheima)
; búðin og er í verzlunarhúsinu')
Sólheimar 35. Auk þess semv
/þar er á boðstólum hvers kon-t
)ar álnavara og fatnaður, hafa/
) kaupkonurnar í hinni smekk-/
. Iegu verzlun sinni einnig á)
, boðstólum ýmis konar smá-v
/vörur, tölur, tvinna og þessC
)háttar. Á þessum stað verður/
)helzti verzlunarstaður þessa/
\ hverfis og er þar þegar komin >
, kjörbúð, Jónskjör, fiskbúð og)
/kjötbúð.
Drengurinn
fannst
I GÆRDAG var auglýst í út-
varpinu eftir fjögurra ára dreng,
sem hafði horfið að heiman frá
sér um morguninn og var enn
ókominn. Var hafin leit að
drengnum og tilkynnt lögregl-
unni, en hann fannst um miðj-
an dag.
um 50 nemendur. Viðfangsefni
eru mjög fjölbreytt, einkum
teiknideildar, enda hefur kenn-
ari hennar, Ragnar Kjartansson
haft þann hátt á að fara með
nemendur sína víðsvegar um bæ
inn, og þeir síðan teiknað myndir
af því, sem fyrir augu bar, m. a.
eru þarna myndir frá höfninni,
frystihúsum, gróðrarstöðvum,
söfnum og fl.
Flestar myndirnar eru gerðar
með penna, blýani og kolum, auk
þess eru æfingar með japanskri
olíukrít, pastel og vatnslitum að
ógleymdri glerprentun (svartlist
araðferð), sem er nýjung hér á
landi.
Þá eru athyglisverðar tilraunir
í nýjum formum í myndhöggvara
deild undir handleiðslu okkar
aldna og ágæta Ásmundar Sveins
sonar, myndhöggvara. Kennari
málaradeildar er Veturliði Gunn
arsson, listmálari.
Sýningin verður aðeins opin í
dag kl. 2—10, en um miðjan þenn
an mánuð verður væntanlega sýn
ing á verkum nemenda í barna-
deild skólans.
Viðskipti
við Pólland
SAMKOMULAG um viðskipti
við Pólverja, er undrritað var í
Varsjá 5. marz 1959 og falla átti
úr gildi hinn 31. marz sl., hefur
nú verið framlengt óbreytt til
septemberloka 1960 með erinda
skiptum milli utanríksráðuneyt-
isns og sendráðs Pólverja í
Reykjavík.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 29 apríl 1960.
— Lúðvik
Dagskrá Alþingis
DAGSKRAR á fundum Alþingis á
morgun kl. 13:30 verða sem hér segir:
Efri deild: — 1. Utsvör, frv. 3. umr.
— 2. Sjúkrahúsalög, frv. — Frh. 3. umr.
— 3. Jarðræktarlög, frv. — Frh. 3. umr.
— 4. Orlof húsmæðra, frv. — 3. umr. —
5. Lækningaleyfi, frv. — 1. umr. —
6. Ráðstöfun erfðafjárskatts og erfða-
fjár til vinnuheimila, frv. — 1. umr. —
7. Lögheimili, frv. — 3. umr.
Neðri deild: — 1. Ríkisborgararéttur,
frv. — 3. umr. — 2. Reykjanesbraut,
frv. — 1. umr. — 3. Abúðarlög, frv.
— 2. umr — 4. Matreiðslumenn á skip-
um, frv. — 1. umr. — 5. Menntaskóli
Vestfirðinga, frv. 1. umr. Ef deildin
leyfir. — 6. Innflutnings- og gjaldeyr-
ismál, frv. — Frh. 2. umr. — 7. Dýra-
læknar, frv. — 1. umr. — 8. Skólakostn
aður, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir.
— 9. Sala tveggja jarða í Austur-Húna
vatnssýslu, frv. — 3. umr.
Framh. af bls. 1
staðlhæfingu Lúðvíks, að þeir
Hermann Jónasson hafi viljað
flytja tillögu annars efnis?
— Það er rétt, að slík hugmynd
kom fram í nefndinni, en sam-
komulag varð um, að ekki væri
vit í að flytja slíka tillögu, fyrr
en búið væri að kanna, hvaða und
irtektir hún mundi fá.
Tók Lúðvík Jóseísson að sér
að kanna fylgi kommúnista-
ríkjanna. Eftir að hann hafði
tekizt það á hendur lét haim
aldrei í nefndinni heyra í sér
um tillöguna. Og þegar hann
á síðara stigi var spurður,
hvort hann vildi filytja aðrar
tillögur en þær, sem lágu fyr-
ir, kvað hann nei við!
Er augljóst að þegar hann
' kynntist afstöðu kommúnista
ríkjanna, vildi hann ekki að
hún kæmi í ljós á ráðstefn?
unni, en notar nú þessa hug-
mynd til þess að skapa tor-
tryggni í - garð samnefndar-
manna.
— Lúðvík lætur nú svo sem
það hafi verið rangt að iýsa í
fyrstu ræðu utanríkisráðherra
yfir stuðningi við kanadisku
tillöguna, eins og hún þá lá fyrir.
— Já, viðtalið við Lúðvík verð
ur ekki skilið á annan veg og
hlýtur það að koma öðrum nefnd
armönnum á óvart, því að um
það var aldrei snefill af ágrein-
ingi í nefndinni, að við ættum
að samþykkja hina upphaflegu
tillögu Kanada, meðan í henni
var ekki gert ráð fyrir neinum
sögulegum réttindum.
Miðaði allt við hagsmuni Rússa
— Lúðvík Jósefsson fjölyrðir
um, að við höfum gerzt líklegir
til að „svíkja samherja okkar“
á ráðstefnunni.
— Það leynir sér ekki, hverjir
voru samherjar Lúðvíks á ráð
stefnunni. Hann miðaði allt
við að fylgja Rússum í einu
og öllu og varð æfur af til-
hugsuninni um þann mögu-
leika, að íslendingar gætu
tryggt sér viðurkenningu á
óskertri fiskveiðilandhelgi.
Hann taldi meira um vert, að
ráðstefnan færi út um þúfur,
heldur en þó baráttunni fyrir
12 mílum Iyki með fullum
sigri íslendinga.
Samhugur Rússa við okkar
málstað náði þó ekki lengra en
svo, að þeir voru ófáanlegir til
að samþykkja nokkuð um sér-
stöðu utan 12 mílna, þó að flestir
aðrir fengjust að Íokum til að
samþykkja tillögu í þá átt, sem
að vísu er þó ekki fullnægjandi,
en spor í rétta átt.
Einlægnina í stuðningi komm-
únistaríkjanna við baráttu Is-
lendinga fyrir 12 mílum má svo
marka af hótunum Lúðvíks um
pað, að þessi ríki mundu hefja
veiðar innan við 12 mílurnar, ef
önnur ríki samþykktu tillögu
um, að hinn „sögulegi réttur“
skyldi ekki taka til Islands.
Sýslumaður
Húnvetninga
RUGLINGUR varð á myndum er
blaðið í gær var búið til prent-
unar. Myndin með fréttinni af
því að Jón Lsberg hefði verið
skipaður sýslumaður í Húnavatns
sýslu var ekki af honum. Rétta
. myndin af hinum nýja sýslu-
j manni Húnvetninga birtist hér