Morgunblaðið - 01.05.1960, Page 6

Morgunblaðið - 01.05.1960, Page 6
* MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. maí 1960 llr verinu Eítir Einar Sigurðsson Togararnir HÉR við land hefur tíðin verið ágæt hjá togurunum, yfirleitt hægviðri. Flest öll skipin eru á heima- miðum, en þó eru nokkur við Austur-Grænland. Halda þau, sem heima eru, sig aðallega á Selvogsbanka, en eitthvað hafa þau þó verið á Eldeyjarbanka og á Jökultungunni. Afli á heimamiðum hefur ver- ið allgóður hjá mörgum, en áber- andi mikið af ýsu og nærri hrein ýsa hjá sumum. Við Grænland hefur líka verið góður afli, en þó hafa einhverjar tafir verið þar vegna veðurs og íss á mið- unum. Fisklandanir sl. viku: Marz ........... 229 t. 10 dagar Jón forseti .... 123 t. 11 — saltfiskur 43 t. Hafliði ......... 46 t. 5 — Uranus ......... 277 t. 14 — Jón Trausti .... 72 t. 6 — Sölur erlendis sl. viku: Egill Skallagr.ss. 205 t. £ 16.998 Röðull ......... 173 t. £ 14.312 Pétur Halldórss. 158 t; £ 11.680 Síðasta skipið seldi ekki allan afla sinn í Bretlandi, þar sem náð var þeirri upphæð, sem ís- lenzkir togarar máttu selja fyrir f apríl, og varð því skipið að koma heim aftur með 45 lestir af fiski. Reykjavík Sjóveður voru góð alla vikuna Ðg róið alla daga. Bátar hafa verið að flytja sig aí grunnmiðum og vestur að Jökli og þá flestir tekið ís og verið tvo sólarhringa úti. Aflabrögð hafa verið sæmi- leg hjá flestum, komizt upp í 30 lestir eftir tvo sólarhringa. Hjá handfærabátum hefur afli verið nauðatregur. Aflahæstu útilegubátarnir: Guðm. Þórðarson .. .... 898 t. Helga .... 887 — Hafþór .... 800 — Bjöm Jónsson .... .... 775 — Auður .... 715 — Rifsnes .... 692 — Aflahæstu dagróðrabátar frá 1. marz til 29. apríl: Svanur ................ 572 t. Asgeir ................ 558 — Barði ................. 486 — Kári................... 484 — Margir eru þama á næstu grösum. Keflavík Tíðin hefur verið ágæt og róið upp á hvern dag alla vikuna. Afli hefur verið sæmilegur, algengast 8—10 lestir í róðri, og sumir fengið miklu meira, eins og Júlíus Bjömsson, sem fékk c:nn daginn við 45 lestir, Bára við 40 lestir, Svanur við 30 lest- ir og Jón Guðmundsson við 26 lestir. Askur er með mestan afla frá áramótum, alveg við 1000 lestir, og Ólafur Magnússon með við 95C lestir. Bátamir hafa aðallega verið norðvestur af Skaga, 20—30 míl- ur, 2—3 stunda siglingu. Heldur hefur dregið úr aflan- um síðustu daga, en menn eru að vona, að úr rætist aftur núna eftir helgina. Tveir netabátar, Bára og Vil- borg, eru að byrja með línu. Trillurnar hafa aflað sæmi- Trillubátunum fjöigar stöðugt lega, upp í skippund á færi yfir daginn. Akranes Róið var alla daga vikunnar og var reytingsafli, 10—18 lestir í róðri. Bátarnir eru nú bæði djúpt í Miðnessjónum og undir Jöklin- um. Fiskurinn stendur glöggt í Miðnessjónum, rétt einstaka bát- ur, sem fær þar góðan afla. Bát- amir eru því að flytja sig norð- ur á bóginn, enda þótt þar hafi verið tregt undanfarið. 10 aflahæstu bátarnir frá ára- mótum: Sigrún 1046 tonn Sigurvon 932 — Sigurður 882 — Böðvar 872 — Sæfari 847 — Ólafur Magnússon .. 805 — Höfrungur 795 — Sveinn Guðmundsson 763 — Heimaskagi 725 — Skipaskagi 693 — Vestmannaeyjar 1 vikunni voru góðar gæftir, en afli heldur rýr. Eru bátamir nú að taka upp netin, nokkrir fara með línu, en flestir hætta alveg veiðum, því að erfiðlega gengur að fá menn i beitingu. Velvakandi — sunnudagsbl. 11 ÞEGAR snjórinn er horfinn af jörðunni og náttúran farin að taka á sig sumarsvip, vakna margir ósjálfrátt til meðvit- fcndar um, að mannfólkið get- ur líka gert sitthvað, til þess að fegra og prýða umhverfið. Þannig hefur Velvakandi nýlega fengið tvær upphring- ingar frá konum, sem kvartað hafa yfir sóðaskap eða leiðin- legri umgengni hér í höfuð- staðnum eða við hann. •^in^úrtjrrasfiö^^^ Sú fyrri býr í einu fjölbýl- ishúsanna við Hringbraut, vestan íþróttavallarins á Mel- unum, og ræddi hún um gras- flötina fyrir sunnan húsin. Flöt þessi sagði konan, að hefði aldrei verið girt af, og gangstígar lægju því yfir hana í flestar áttir. Samfara átroðningnum væri svo aikyns bréfarusli og drasli fleygt þarna á bak við húsin og flækt ist það síðan á víð og dreif yfir alla flötina. Þessu ófremd arástandi mæltist konan til að bætt yrði úr og bletturinn gerður af þeim yndisauka, sem til hefði verið ætlazt í upphafi og með örlítilli framtakssemi gæti auðveldlega orðið. Bugðu og Elliðaár, þar vestan við veginn. 1 þessa gryfju fleygði fólk öllu mögulegu andskotans drasli til sárra leið inda fyrir flesta vegfarendur. Sem dæmi um þann varning, sem þarna blasti við sjónum manna, nefndi konan slitnar rúmdýnur, gamla vaska, bíla- hluti og annað þess háttar. Væri þetta að öllum líkindum komið frá fólki því, sem ætti sumarbústaðina í nágrenninu. — Það er ósköp æskilegt, að þessi staður verði sem allra fyrst gerður svolítið þrifalegri, sagði konan. — Þetta er fjöl- farin leið á sumrum, og eng- inn vafi er á því, að næstu mánuðina eiga ótal margir eft ir að aka þarna um með vini sína og kunningja, bæði inn- lent fólk og erlent. Og það er reginskömm, ef ekki verður bætt um þetta. Sóðaskapur- inn þarna upp frá ber sannar- lega fagurt vitni þeim sem þarna búa. Svæðið tilheyrir Kópavogi ög ættu yfirvöldin hið bráðasta að láta ryðja yfir ruslið í gryfjunni. • „Njótum^semjbezt^^ sumars og sólar Þetta er í stuttu máli það sem konurnar tvær höfðu að ségja, og vonandi verður þeim að ósk sinni. Við hin getum svo kannske, þegar hægt er um, litið í kringum okkur, ef vera kynni að við gætum sjálf lagt eitthvað af mörkum tii þess að gera húsagarð okkar, bæinn eða sveitina hreinni og fallegri. Enginn vafi er á því, að í slíku umhverfi munum við enn betur njóta sumars og sólar Yfirleitt hefur afli hjá bátum verið 3—10 lestir í róðri. lú—20 bátar róa nú með línu og afla sæmilega, 8—10 lestir í róðri. Sérstaklega hefur Stígandi aflað vel á línuna, fengið 12—20 lestir i róðri. Nokkrir bátar fóru með net vestur í Breiðafjörð, en eru nú komnir aftur, og fengu lítinn afla, munu netin, sem þeir nota við Eyjar, vera of stórriðin fyrir íiskinn í Breiðubugtinni. Talsverð síld virðist vera við Eyjar. Fór einn bátur með 5 net og lagði þau skammt frá landi fyrir sunnan Eyjar og fékk í þau 10 tunnur af fallegri síld. 24. apríl var Lifrarsamlag Vestmannaeyja búið að taka á móti 3217 lestum af lifur á móti 3653 lestum í fyrra. Svarar mis- munurinn til 6000 lesta af fiski eða meðalafla af 12 bátum. 10 aflahæstu bátarnir frá ára- mótum: Stigandi .............. 1043 t. Leó ................... 1003 — Gullborg ............... 909 — Reynir ................. 835 — Eyjaberg ............... 826 — Gjafar ................. 826 — Gullver NS ............. 789 — Ófeigur II ............. 787 — Snæfugl SU ............. 785 — Kári ................... 783 — Mál málanna Undanfarna daga hefur ís- ienzka þjóðin staðið á öndinni vegna úrslitanna á Genfarráð- stefnunni. Og sl. þriðjudag urðu þau kunn. Gerð hefur verið samlíking á Davíð og Golíat, þar sem litla ís- iand og stóra Bretland eigast við. Við lestur þeirrar sögu í Biblí- unni hefur víst flestum farið svo að hafa samúð með Davíð í átök- ur.um við risann^Golíat. Við er- um að vona, að það sé eins nú, að þjóðir heims hafi samúð með íslendingum, enda þótt fulltrúar sumra þeirra hafi vegna hags- rnuna þjóða sinna, að þeir töldu, greitt atkvæði á pnóti íslandi. Almenn samúð þjóða er áreiðan- lega mjög mikilvæg íslending- um. Þessi litla þjóð er að berj- ast fyrir lífsbjörg sinni, og hvernig sem aðrir, sem eiga í högéi við Íslendinga, líta á mál- ið, eru fiskveiðarnar hið mikil- vægasta í okkar augum eins og sakir standa og verða sjálfsagt enn um langan aldur. Það má segja, að samúð þjóða verði ef til vill ekki látin í ask- ana, en ef svo hefði farið, að fiskiskip allra þjóða, sem stund- að hafa veiðar við ísland, hefðu næstu 10 árin ruðzt með botn- vörpur sínar og síldamætur inn að 6 mílum, hefðu mörgum ís- lendingum þótt þrengjast fyrir dyrum, þegar þeir voru orðnir svo góðu vanir sem að hafa 12 mílurnar svo til alveg friðaðar fyrir útlendum fiskiskipum. — Þessi veiði Breta innan þeirra var aldrei teljandi, þótt hún væri nógu hvimleið fyrir þá, sem slóðu í ströngu, íslenzku land- hel gisgæzluna. En þrátt fyrir allt hefur ekki sprottið hatur hjá íslendingum til Breta. Bretar eru gömul og ný viðskiptaþjóð okkar og hafa aldrei fyrr en nú sýnt verulega ágengni við landsmenn. Að vísu börðust brezkir fiskimenn og kaupmenn við þá fyrr á öldum, og myndi það vera kallaður smá skæruhernaður nú til dags, en það var aldrei neitt í þá átt að undiroka þjóðina, og hefði þó Bretum sjálfsagt verið það í lófa lagið, þegar nýlenduveldi þeirra stóð með mestum blóma. Brezk- ir togaramenn hafa vissulega oft eldað grátt silfur við landsmenn, sem reyndu að verja sína þrSngu landhelgi, en það hafa fiskimenn allra þjóða gert, sem leitað hafa að íslandsStröndum. Það er ekki verið að mæla þessu bót, síður en svo, en þar sem varnarleysi var fyrir, var gengið á lagið. Þetta hefur gjörbreytzt seinni árin með bættri landhelgisgæzlu, og má segja, að mjög langt hafi verið komið í þá átt að halda i heiðri íslenzka landhelgi. Viðskiptin við Breta hafa ver- ið hagstæð fyrir Islendinga. Þeir hafa selt okkur ódýrar vörur og löngum greitt vel fyrir fisk okk- ar og aðrar útflutningsvörur. Og það sýnir bezt, að íslendingar hafa ekki erft átökin við Breta, að þeir hafa aldrei verið með nein samtök um að kaupa ekki brezkar vörur, og hafa viðskiptin milli þjóðanna gengið eðlilega þrátt fyrir landhelgisdeiluna, þegar löndunarbannið er undan- skilið, sem Islendingum fannst alltaf bolabragð af hálfu Breta. En samt þá minnkuðu þeir ekki kaup sín hjá Bretum neitt telj- andi, heldur greiddu þau með gjaldeyri, sem þeir öfluðu fyrir vörur, sem þeir seldu í öðrum löndum. Nú þegar málum er ráðið til iykta í Genf, er það háttur allra drenglundaðra manna að láta deilur niður falla. Og vona Is- len.dingar, að Bretar sætti sig við orðinn hlut og virði íslenzka fiskveiðilandhelgi, eins og aðrar þjóðir hafa gert. Munu undan- farin átök þá fljótt gleymast og allt falla í ljúfa löð milli þjóð- anna, Islendingar selja Bretum sinn fisk og kaupa af þeim nauð- synjar sínar, og hafa eins og löng um áður við þá margháttuð r íenningartengsl. En eitt verða þó Bretar og all- ar þjóðir að vita og ekki ganga neins duldar í þeim efnum, að 12 mílurnar eru ekki lokatak- mark. Stöpullinn, sem landið stendur á, landgrunnið, er eign íslenzku þjóðarinndr, jafnt sem landið sjálft, og rétturinn til að nytja þann fisk, sem syndir þar í sjónum, íslendinga einna. Þetta er frumburðarréttur íslenzku þjóðarinnar, sem aldrei getur verið um að ræða að afsala sér að meira eða minna leyti, þótt * kyrrt sé látið liggja í bili. ☆ FERDIIMAND ☆ Jiuslagr^fja^ í alfaraleið Hin konaa kvartaði yfir ruslagryfju mikilli, sem væri rétt neðan við efri stífluna í Elliðaánum, milli brúnna yfir 6876

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.