Morgunblaðið - 01.05.1960, Síða 11
Sunnudagur 1. maí 1960
MORGVNBLAÐ1Ð
11
lagfært af vinstri stjórninni.
Menn skulu því gjalda varhug
við upphrópunum kommúnista.
Það ber að fagna því að ís-
lendingar verða framvegis óháð-
ir óeðlilegum viðskiptum við
herinn og komið verði í veg fyr-
ir að efnahagskerfið bíði tjón af
brottför hans. Þar með er efna-
hagslegt sjálfstæði styrkt frá því
sem var og viðreisnin meiri en
f orði kveðnu. Kommúnistar
hætta sér því út á hálan ís með
þvi að gagnrýna þennan þátt
viðreisnarinnar. Það sannar enn
betur að þeir vilja hafa varnar-
liðið sem tekjulind.
Þekkingarskorturinn var þáð
sem núverandi stjórnarandstaða
ætlaði að byggja á. Því ætlaði
liún vitlaus að verða, þegar
ríkisstjórnin lét dreifa upplýsing
um um efnahagsástandið um
landið. Það er mikill fengur fyr-
ir þjóðarheildina að vita glöggt
hvar við stöndum í dag og
bera upplýsingarnar saman við
réttmæti viðreisnarráðstafan-
Jóhann Sigurðsson:
99Vinir verkalýðsins
og efnahagsráð-
stafanirnar
66
ÞAU breyttu viðhorf í efnahags-
málum, sem nú mæta alþýðu-
manninum 1. maí, bera á marg-
an hátt annað og hreinna yfir-
bragð en oft hefir verið á liðnum
árirni, og á ég þar við hreinni
línur skýrari og raunhæfari á-
form til viðreisnar efnahag þjóð-
arinnar, áform sem kalla á mörg'
og stór átök og nokkra fórn um
isspa
Jóhann Sigurðsson
stundar sakir. Það er því eðlilegt,
að launþeginn horfi með gætni
fram á veginn. Réttlátur dómur
hlýtur ávallt að byggjast á raun-
sæju mati, ef engum á að gera
rangt til, og „til þess eru vitin
að varast þau“, stendur einhvers
staðar. Hér verður því staldrað
við , áður en dæmdar eru gerðar
efnahagsráðstafanir núverandi
ríkisstjórnar.
Hverfi maður aftur til ársins
1956, fylgi ilðan tímanum fram
að síðast, á árinu 1958, kemur
í ijós svo ekki leikur á tveim
tungum, að þessi tími, undir for-
ustu „vina verkalýðsins", eins og
þeir sjálfir kalla sig, hefir verið
einn sá örlagaríkasti í efnahags-
sögu þjóðarinnar og kippti raun-
ar endanlega máttarstoðunum
undan fjárhagslegu sjálfstæði
þjóðarbúsins, svo hverjum má
vera ljóst, að sú braut varð ekki
gengin feti lengra nema upp-
lausn og hrun fylgdi á eftir.
Þetta tímabil snéri að verkalýðn-
um hlið kjararýrnunar skatta og
tollaálagna í alls konar lítt skilj-
anlegum gervum, og er þar
milljónasúpan frá þessum tíma
ólygnasti minnisvarðinn. Þar
að auki, voru þar, er því varð við
komið, verkalýðssamtökin mis-
notuð til lífsframdráttar þáver-
andi valdhöfum. Nú koma þessir
6Ömu menn, berja sér á brjóst og
vilja láta fólkið trúa því, að þeir
einir viti rétta lausn og séu fær-
ir um að sigla fleyinu heilu í
höfn. Aðrir megi þar ekki koma
nærri, því þeir leiði aðeins eymd
yfir þjóðina, og séu sérstaklega
fjandsamlegir vinnustéttum.
Slík afstaða og stóryrði fara
illa í munni kommúnista og Fram
sóknarmanna nú, þeir hafa feng-
ið sín tækifæri, en dæmt sjálfa
sig úr leik. Reynslan sannaði, að
þeir eru ekki vandanum vaxnir,
eða hver myndi sækjast eftir að
ráða sem stjórnanda í farkost
sinn þann sem uppvís væri að
því, að sigla skútu sinni í strand,
vegna þess að hann kunni ekki,
brast kjark og gat ekki lært leið-
ina, sem fara varð.
Kommúnistar Qg Framsóknar-
menn, í sinni stjórnartíð, tefldu
sjálfa sig mát, afstaða þeiira nú
er því allt í senn ábyrgðarlaus,
hjákátleg, svo ekki sé sagt blátt
áfram hlægileg. Alþýða þessa
lands ætti því að geyma í huga
sínum kafla áranna, sem nefnd
eru hér að framan, og veigra
sér ekki við að bjóða kommún-
istum og Framsóknarflokknum
uppá lestur registurs sinna eigin
verka fyrr og síðar.
Það er yfirlýst stefna núver-
andi ríkisstjórnar, að snúa sér
þegar á fyrsta áfanga, að við-
reisn efnahagsmálanna, enda höf
uðnauðsyn, því efnahagurinn er
óumdeilanlega hornsteinninn að
allri annarri veraldlegri velferð.
Hér veltur því á miklu, að vel
takist og rétt sé á haldið. Það
ber því að hafa í huga, að þeg-
ar vinstri stjórnin gafst upp var
engra góðra kosta völ. Það lá
því beinast við sem gert var, að
upplýsa og leggja vandann um-
búða- og undanbragðalaust á
borðið svo þjóðin ætti þess kost
að gera sér ljóst, hvar á vegi
hún væri stödd í þessum efnum.
Þær ráðstafanir, sem nú hafa
verið gerðar í efnahagsmálum,
eru ekki settar fram með því
gylliloforði, að enginn þurfi neins
í að missa, heldur var þegar í
upphafi skýrt frá þeirri stað-
reynd, að það væri óframkvæm-
anlegt, að gera það sem að gagni
kæmi, nema það hefði í för með
sér nokkra fórn í bilL Stjórn-
arandstaðan hefir því gripið feg-
ins ‘ hendi þá afstöðu, að túlka
efnahagsaðgerðirnar einhæft sem
kjararýrnun og árás á fólkið.
Hins geta þeir ekki, að efna-
hagsaðgerðirnar fela í sér grund-
völl heilbrigðrar efnahags-
afkomu í framtíðinni, og einnig
þegja þeir um það, að sérstakar
ráðstafanir eru gerðar til að
koma til móts við þá sem eru
verst settir og erfiðasta hafa að-
stöðuna. Á ég þar við niðurfell-
ingu skatta og stórhækkaðar
fjölskyldubætur, sem og örorku
og ellilífeyrir. Það er bjargföst
skoðun mín, að fái þær efna-
hagsráðstafanir, sem nú hafa séð
dagsins ljós, tíma og frið til að
sína hvers þær eru megnugar þá
muni að skömmum tíma liðnum,
allir réttsýnir menn fagna því
sfóra og þunga skrefi, sem nú
verandi ríkisstjórn hefir stigið
til bjargar og uppbyggingar landi
og þjóð. Það er ekki ósanngjörn
krafa að fórna nokkrum tíma
svo í Ijósi reynslunnar fáist úr
því skorið, hvort hér er verið
á réttri leið. Það er því ósk mín
til íslenzkrar alþýðu í dag, að
hún beri gæfu til að fella ekki
sinn dóm á nú gerðar ráðstafanir
í efnahags- og gjaramálum fyrr
en hún hefir dóm reynslunnar til
hliðsjónar.
Jóhann Sigurðsson.
Pélur Sigurðsson alþm.
Hvað er framundan?
A HATIÐISDEGI verkalýðsins
fer sá siður í vöxt og fer vel á, að
sem flestir launþegar láti til sín
heyra um kjaramál sín og önnur
hagsmunamál, baráttuna sem er
að baki og sem framundan er.
Nú sem oftar eru það síðustu
efnahagsaögerðir sem efst eru á
baugi.
Enginn vafi er á því að allur
almenningur hefur fullan skiln-
ing á nauðsyn þeirra aðgerða, og
því að lengur yrði ekki haldið
á sömu braut og farin hefur
verið.
Engmn vafi er heldur á því að
yfirgnæfandi meii’ihluti allra
launþega vill gefa aðgerðum
ríkisstjórnarinnar tíma til að
sanna gildi sitt, og vill una óhjá-
kvæmilegum kjaraskerðingum
um skeið, sérílagi vegna þess að
nú hefur verið ráðist að sjálfum
orsökum vandamálanna, en ekki
kákað við afleiðingarnar. Og því
verið skapaður möguleiki á fram
búðarlausn þessara viðkvæmu
mála, um leið og grundvöllur er
lagður að skilyrðum til raun-
hæfra kjarabóta þjóðinni allri til
hagsbóta.
Þá er og víst að yfirgnæfandi
meirihluti allra launþega telur
sjálfsagt að bíða átekta unz allar
aðgerðir þingmeirihlutans og
ríkisstjómarinnar eru komnar í
ljós og til framkvæmda, ekki sízt
hinar miklu mótráðstafanir til að
mæta verðhækkunum þeim sem
stafa af gengislækkuninni, og
má telja þar á meðal fjölskyldu-
bæturnar, afnám og lækkun
tekjuskattsins, auk framlagsins
úr Jöfnunarsjóði 'Sveitafélaga, til
lækkunar á útsvörum.
Afkoma einstaklinga og fjöl-
skyldna verður því alls ekki met-
in fyrr en ársafkoman öll er
krufin til mergjar og athuguð í
heild.
Sá uggur er menn bera í
brjósti nú er ekki vegna aðgerð-
anna sjálfra, því efnahagsaðgerð
Pétur Sigurðsson
V-Evrópuríkin hafa á síðustu
árum hvað af öðru tekið upp hið
svokallaða frjálsa hagkerfi.
Við sem komum í þessi lönd
í dag erum furðu lostnir, á hinni
tröllauknu uppbyggingu, stór-
kostlegu framförum á öllum svið
um og hinni almennu velmegun.
Þessi ríki hafa náð þessu með því
fyrst og fremst að innleiða frels-
ið. Með því að leysa úr læðing
sterkaiga mátt hverrar þjóðar,
mátt einstaklingsins. Þær hafa
létt af höftum og drepandi skött-
um og gefið þjóðum sínum at-
vinnu og frámkvæmdafrelsi.
Þegar kommúnistar hafa viljað
draga fram hin lélegu kjör
verkamanna hér heima, þá hafa
þeir fyrst og síðast borið þá sam-
an við verkamenn hins frjálsa
hagkerfis í nágrannalöndunum,
en aldrei þá, sem búa við hag-
kerfi kommúnista og þeir telja
æðstu sælu fyrir fslendinga að
búa við. Nú þegar rikisstjórn
okkar er að stíga fyrstu skrefin
til að koma á efnahagsker'fi, sem
skapar þá almennu velmegun
sem kommúnistar sjá ástæðu að
vitna til sem fyrirmyndar, þá
ætla þeir vitlausir að verða, þrátt
fyrir eigin viðurkenningu á því,
að þrátt fyrir völd sín í hinum
voldugu launþegasamtökum og
beitingu þess valds undanfarin
ár, auk setu í eigin ríkisstjóm
sem stjórnaði í anda hafta,
skattpíningar og ófrelsis, þá sé
afkoma launþega verri í dag, en
hún var fyrir 10 árum!!! Skyldi
'hagur launþega, hagur þjóðar-
innar ráða þessari afstöðu?
Ég hefi heilshugar stutt að við-
reisn ríkisstjórnarinnar. Því ég
veit af eigin raun, að efnahags-
aðgerðir hennar, eru, þrátt fyrir
tímabundnar kjaraskerðingar, öll
um launþegum, allri þjóðinni hin
raunverulega leið til bættra lífs-
kjara. Og þótt steinvölum og
björgum þurfi að ryðja úr þeirri
leið, held ég því hiklaust fram,
að hagsmunaharátta launþegans
í dag og næstu framtíð, sé stuðn-
ingur hans við viðreisn ríkis-
stjórnarinnar, stuðningur i bar-
áttunni gegn niðurrifsöflum, sem
koma blygðunarlaust fram I
gervi erlendra leppa og annar-
legra sérhagsmunamanna.
Mín bezta ósk til félaga minna
á sjónum og annarra launþega á
hátíðisdegi verkalýðsins er sú að
þeim auðnist að slá skjaldborg
um sína eigin hagsmuni.
Sigurður G. Sigurðsson
ir í einni eða annarri mynd hafa
verið árlegur viðburður síðustu
ár. En um þær aðgerðir má und-
antekningarlaust fullyrða, að
síðan gengislækkunin var fram-
kvæmd 1950, hafa aðgerðirnar
síðan átt það sameiginlegt, að i
hafa engan möguleika haft til að
standa til frambúðar.
Það er fyrst nú, að þeir mögu-
leikar eru fyrir hendi og ótti
launþegans í dag, er óttinn um
að viðreisn sú, sem verið er að
framkvæma fái ekki að standa,
heldur verði brotin niður af þeim
óábyrgu niðurrifsöflum, sem vita
að akur þeirra er niðurbrotið efna
hagslíf þjóða, óða-verðbólga og
almenn upplausn.
Launþegasamtök allra þeirra
landa sem lengst eru komin á
sviði almennrar velmegunar við-
urkenna að grundvallarskilyrði
kjarabóta sé aukin framleiðsla.
Hjá okkur gildir þessi staðreynd
ekkert síður. Fyrsta skilyrði raun
hæfra kjarabóta, er aukning út-
flutningsverðmæta. Með þeim
stórvirku vinnslutækjum sem við j
eigum nú þegar í landinu sí-
vaxandi, fullkomins fiskiskipa-
flota, sky nsamlegri hagnýtingu
þeirrar aflaaukningar, sem frið-
unaraðgerðimar hafa skapað, og
stóraukin vinna kringum allt lendinga seu orðnir f'jölþættirog
land vegna nytja hans, (þ. e.
flatfiskjarins) vegna þessa og
heilbrigðs starfsgrundvallar út-
flutningsframleiðslunnar sem
aftur stafar af raunhæfri gengis-
skráningu. Þá geta nú verið fram
Sigurður Guðmann Sigurðsson:
Verkalýður á íslandi
bregzt ekki skyldu sinni
MEÐ heildarsamtökum sínum,
Alþýðusambandi íslands, treysti
verkalýðurinn baráttu sína fyrir
bættum lífskjörum. Sú barátta
hefur orðið árangursrik, enda
þótt hún hafi stundum mótazt
af vafasömum aðgerðum mis-
heppnaðrar forystu. í þeirri bar-
áttu hefur 1. maí öðrum dögum
fremur túlkað kröfur verkalýðs-
ins og markað spor hans til sókn-
og sigurs.
Víst munu — að þessu sinni —
koma fram ýmsar kröfur vegna
efnahagsmálanna og aðgerða
rikisvaldsins, sem verða túlkað-
ar á vissan hátt, af róttækri
stjómarandstöðu. Enda þótt þær
fái misjafnan hljómgrunn hjá
verkalýðnum, er þó víst, að hann
á sínar sameiginlegu kröfur um
atvinnuöryggi í hinum einstöku
starfsgreinum og trygga lífsaf-
komu i efnahagslega sjálfstæðu
þjóðfélagi.
Þýðingarmesti atvinnuvegurinn.
Þótt atvinnuvegir okkar ís-
undan blómlegri tímar hjá ís-
lenzku þjóðinni, en nokkru sinni
fyrr.
Hinar mjög tímabæru kaup-
hækkanir til togarasjómanna á-
samt efnahagsaðgerðunum, hafa
fært nýtt líf í starfsemi þessara
atvinnutækja, sem ómótmælan-
lega hafa verið og eru stórvirk-
sjávarútvegur og landbúnaður
ekki lengur þær einu, sem lands
menn sækja afkomu sína til, er
sjálfur útvegurinn þó sá atvinnu
vegurinn sem skapar nær öll út-
flutningsverðmætin og byggir
npp gjaldeyrisgetu þjóðarinnar.
Efnahagsleg afkoma landsmanna
og þá ekki síður afkoma ann-
arra atvinnugreina, er því undir
því komin hvernig að þeim aðal
atvinnuvegi er búið og fram-
leiðsla hans selst.
íslenzkur verkalýður hefur
ávallt fundið að lífskjör hans
eru nátengd aðalatvinnuvegi þóð
ustu og afkastamestu framleiðslu arinnar. Hann veit að arður sjáv
tæki okkar. / larútvegsins var undirstaða hinna
miklu framfara og þjóðfélags-
legu þróunar sem skapast hafa
hér á landi síðustu áratugina. Sú
þróun var jöfnum höndum verk
hinna vinnandi stétta og þeirra
dugmiklu einstaklinga sem ruddu
nýjar brautir í atvinnulífinu. Og
þótt verkalýðurinn fari stundum
með skarðan hlut frá borði dró
hann ekki af sínu þýðingarmikla
starfi: Að afla og hagnýta verð-
mætin, þótt aðbúðin væri oft lé-
leg og vinnudagurinn langur.
Verðbólgan ógnaði atvinnulífinu,
Sú nýsköpun atvinnulífsins ex
hófst fyrir 15 árum undir for-
ustu Sjálfstæðisflokksins, færði
verkalýðnum miklar vonir um
atvinnuöryggi og betri lífsaf-
komu. Þær vonir hafa ekki bein
linis brugðizt, þótt okkur auðn-
aðist ekki að skapa hinum nýju
atvinnutækjum þá aðbúð, sem
gæti tryggt starfsemi þeirra og
traustan efnahag þjóðarinnar.
Verðþensluhjólið hélt áfram
að snúast. Útflutningsframleiðsl-
an varð of dýr til þess, að selj-
ast á kostnaðarverði, en þar sem
gjaldeyrisöflun var nauðsynleg,
komu útflutningsstyrkir með
hækkandi sköttum og síðan geng
islækkun. í þeirri verðþennslu
varð hlutur verkalýðsins enn
minni og ekki síður í stjórnartíð
verkalýðsflokkanna undir for-
ustu Framsóknarflokksins. Þrátt
fyrir hin mörgu loforð um betri
lífsafkomu.
Samhugur og samstarf.
Lengi hefur íslenzkt þjóðlif
borið svip þeirrar hagsmunabar.
áttu einstakra stétta, sem setja
Framh. á bis. 23