Morgunblaðið - 13.05.1960, Page 2

Morgunblaðið - 13.05.1960, Page 2
2 MORCVISM AÐ1Ð Föstudagur 13. maí 1960 Hófleg ve/ð/ gagn- legri en alger friðun NOKKRAR umræður fóru fram á Alþingi í gær um tak- markaðar dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi, en frum- varp sjavarútvegsmálanefnd- ar Neðri deildar um að slík- ar veiðar verði nú heimilað- ar að nvju, var þá öðru sinni á dagskrá. Fvrsta umræða um frumvarpið í Neðri deild hófst á þriðjudag- inn var og fylgdi Birgir Finnsson því úr hlaði og gerði grein fyrir helztu röksemdum þess, að drag- nótaveiðarnar verði nú hafnar undir vísindalegu eftirliti. Við framhald umræðunnar í gær tók Jón Pálmason fyrstur til máls og lýsti andúð sinni á slíkum veið- um. Eftir að hafa fyigzt með þeim umræðum, sem fram hefðu , farið um þessi mál á Alþingi, ailt frá bví að hann fyrst tók þar sæti, kvaðst jhann hafa sann- I færzt um að dragnótaveiðar í I landhelgi væru I eitt það mesta skaðræði, sem gerzt gæti. Taldi J. P. svo mikla hættu stafa af dragnótaveiðum bátanna, að mun áhættuminna væri að hleypa tog- urunum nær landi með veiðar- færi sín. Þá vitnaði ræðumaður til mótmæla, sem borizt höfðu frá smábátaeigendum í kjördæmi hans. J. P. sagðist lítið leggja upp úr vísindalegu eftirliti, svo oft sem reynslan hefði kennt okkur að vísindin gætu brugðist. Úthluta skálda- launum FJÓRIR menn voru í gær kosnir a£ Sameinuðu Alþingi, til þess að skipta fé því, sem á fjár'ögum ársins 1960 er ákveðið að veitt skuli til skálda, rithöfunda og lista- tnanna. Nefndarmenn eru þessir: Bjart- tnar Guðmundsson, alþingismað- iir, Helgi Sæmundsson, ritstjóri, Jónas Kristjánsson .magister, og Sigurður Guðmundsson, ritstjóri. — Ekki komu fram á Alþingi í gær uppástúngur um fleiri menn en kjósa átti, og voru þeir því jjálfkjörnir. Fjárupphæð sú, sem hér um ræðir, nemur kr. 1.260.000,00, en við afgreiðslu fjárlaga var nú, eins og um nokkur undanfarin gr, ákveðið, að af fénu skyldu njóta sérstakra heiðursverðlauna þeir Gunnar Gunnarsson og Hall- dór Kiljan Laxness, og nema þau kr. 33.220,00 til hvors. — Að öðru leyti skal fyrrgreind 4 manna nefnd skipta fjárhæðinni. Dagskrá Alþingis DAGSKRA á deUdarfimdum Alþingis í dag kl. 13.30 eru þessar: Efri deild: 1. Innflutnings- og gjald- eyrismál, frv. 2. umr. 2. Ferskfiskeftir- lit. frv. 3. umr. Neöri deild: 1. Sjúkrahúsaiög, frv. 2. umr. 2. Lögheimili, frv. 2. umr. 3. Fyrningarafskriftir, frv. 2. umr. 4. Verzlunarstaður við Arnarnesvog. frv. 3. umr. 5. Aburðarverksmiðja, frv. 2. umr. 6. Landnám, ræktun og bygging- ar I sveitum, frv. 2. umr. 7. Dragnóta- veiðar i fUkveiðilandhelgi, frv. Frh. 1. umr. 8. Bifreiðaskattur o. fl., frv. 2. umr. 9. Toliskrá, frv. io. Tollskrá, frv Álit hinna dómbærustu Guðlaugur Gíslason var með- mæltur frumvarpinu og kvað tímiabært að byrja nú að nytja þann fisk, sem vaxið hefði upp á því svæði umhverfis landið, sem íslendingum einum væri ætlað. Þar væri um að ræða hagsmuna mál allrar þjóðarinnar. Ekki væri skynsamlegt, að ala upp fiskinn til þess eins, að togar- ar, mestmegnis erlendir, gætu veitt hann, þegar hann leitaði út fyrir fiskveiðitakmörkin. G. G. kvaðst ekki skyldu dæma um skaðsemi dragnótarinnar, en sú væri skoðun þeirra manna, sem. þjóðin teldi dómbærasta í því efni, að réttmætt væri að hefja nú dragnótaveiðar og það jafn- vel í ríkara mæli en frumvarpið gerði ráð fyrir. Á ekkert skylt víð rányrkju Pétur Sigurðsson sagðist fylgja þessu frumvarpi og telja rétt að byrja nú dragnótaveiðar, þó að nann á hinn bóginn hefði verið einlægur stuðningsmaður þeirra friðunaraðgerða, sem hér hefði verið framfylgt á síðustu árum. Vitnaði P. S. til umsagna Arna Friðrikssonar og fleiri fiskifræð- inga um að dragnótaveiðar inn- an fiskveiðitakmarkanna væru ekki aðeins æskilegar heldur væri hófleg veiði þar til meira gagns en algjör friðun um lang- an tíma. Afstöðu. sjómanna kvað P. S. í mörg- um tilfellum markast af því, hverra hags- muna þeir ættu að gæta, en það væru hagsmunir þjóðarinnar allrar, að nú yrði hafizt handa og veiðarnar heimilaðar. Drag- nótaveiðarnar sköpuðu aukna at- vinnu á æskilegum tíma, og gætu aukið mjög gjaldeyristekjur þjóð arinnar. Þær takmörkuðu drag- nótaveiðar undir vísindalegu eftirliti, sem fyrirhugaðar væru samkvæmt frumvarpinu, ættu ekkert skylt við þá rányrkju, sem hér hefði átt sér stað fyrr á ár- um. Birgir Finnsson mælti nokkur orð og skýrði m. a. frá áskorun 46 útvegsmanna af Suðurnesjum, sem óskuðu eftir því að drag- nótaveiðamar yrðu leyfðar með þeim einu takmörkunum, sem fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans og Fiskifélag íslands settu. Að svo búnu var umræðunni aftur frestað. Kartöflulaust fram að næstu helgi Kjartan Thors setur fundinn BÆRINN mun nú vera um það bil kartöflulaus í bili. Kartöflur voru búnar hjá Grænmetissöl- unni upp úr hclginni og munu nú vera á þrotum hjá verzlunum. Stafar kartöfluskorturinn af því að Dettifoss, sem átti að vera kominn til lándsins, kemur ekki fyrr en næstkomandi laug- ardag. Og ef þær upplýsingar eru réttar, þá koma kartöflurnar í búðirnar strax eftir helgi, sagði Þorgils Steinþórsson, fulltrúi hjá Qrænmetissölunni, er blaðið leitaði upplýsinga um þetta í gær. Með Dettifossi koma mánaðar- birgðir af kartöflum frá Póllandi. Ekki gat Þorgils upplýst okkur um hvað þá tæki við, hvort meira af kartöflum kæmi frá Póllandi eða hvort hugsanlegt væri að hægt yrði að fá eitthvað af nýrri uppskeru frá Hollandi. A&alfundur Vinnuveifendasambands íslands hófst í gœr 25. AÐALFUNDUR Vinnuveit- endasambands íslands hófst í Kaupþingsalnum í Reykjavík í gær, en Vinnuveitendafélag ís- lands, nú Vinnuveitendasamband fslands var stófnað hér í Reykja- vík 23. júlí 1934. Formaður V. S. í., Kjartan Thors, sem jafnframt var kjör- inn fundarstjóri, setti fundinn og tilnefndi Gústaf E. Pálsson, verk fræðing, sem fundarritara. Gaf fundarstjóri síðan fram- kvæmdastjóra V. S. í., Björgvin Sigurðssyni orðið. Áður en Bjorg vin hóf flutning skýrslu sinnar minntist hann 70 ára afmælis Kjartans Thors, hinn 26. apríl sl., en hann hefir verið formaður V. S. í. frá stofnun þess. Risu fundarmenn úr sætum og hylltu formann með ferföldu húrra- hrópi. Framkvæmdastjóri V. S. í. flutti síðan ítarlega skýrslu um störf sambandsins, sem sýndi glögglega, hversu fjölþætt og yfirgripsmikil starfsemi þess er. Hefir Vinnuveitendasambandið afskipti af nær öllum kaup- og kjarasamningum, sem gerðir eru í landinu auk þess, sem það kem- ur mjög oft fram sem sameigin- legur fulltrúi vinnuveitenda gagnvart ríkisvaldinu. Meðal þeirra málefna, sem framkvæmdastjórinn ræddi voru aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Fórust honum í því sambandi orð á þessa leið: „Vinnuveitendasamband ís- lands hefur ávallt, hvaða ríkis- stjórn, sem í hlut hefur átt, reynt að styðja þær aðgerðir, sem mið- að hafa að því að hefta verð- 'f' NA /5 hnútor / SV 50 hnútar K Snjótoma » 05 i m* V Stúrír íí Þrumur w% Kuldaskil Hif.sk,/ H H»» L Lcm» FRÁ meginlandinu streymir þurrt og hlýtt loft vestur um ísland og Grænlandshaf. Enda þótt vindstaða sé SA-læg á landi sézt varla ský á lofti. Hins vegar er ljósleit móða í loftinu eins og títt er á megin- landinu og stafar að veru- legu leyti af verksmiðjureyk. Þar sem sjórinn við strönd- ina er mun kaldari en loftið, myndast þoka, einkum að næt urlagi. Um hádegisbilið í gær var 19 stiga hiti á Egilsstöðum en 17 stig í Reykjavík og er það svipaður hiti og á sama tíma austan hafs. Veðurútlit: SV-mið: Austan gola, SV-land til Vestfj., Faxa fl. mið til Vestfj.miða: Hæg- viðri, léttskýjað, en þokumóða. N-land til SA-lands, N-mið til SA-miða: Hægviðri. bólgu, auka öryggi í atvinnu- rekstri og koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum og svo mun enn verða. Margir erfiðleikar eru .. Björgv. Sigurðsson flytur skýrslu á veginum framimdan og veður öll válynd á þeim vettvangi, sem V. S. f. hefur haslað sér. En við munum horfast í augu við stað- reyndir og haga viðbrögðum okk ar eftir því.“ Flutningur skýrslu frkv.stj. stóð í rúml. 2 klst. Er framkv.stj. hafði lokið skýrslu sinni fór fram stjómar- kosning. Stjórn sambandsins skipa nú 36 menn en þriðjungur þeirra gengur úr stjórn árlega Þessir voru kjörnir í stjórnina til næstu þriggja ára: Elias Þorsteinsson, Guðrnundur Vilhjálmsson, Ingólfur Flygen- ring, Ingvar Vilhjálmsson, Jón Árnason, Jón Bergsteinsson, Ól- afur H. Jónsson, Skúli Thoraren- sen, Kjartan Thors, Guðjón Teitsson, Björgvin Fredriksen, Jón Bergs, Öm O. Johnson, Jó- hannes Zoega, Jónas Jónsson og Árni Brynjólfsson. Endurskoðendur voru kjörnir — 109 sluppu Framh. af bls. 1 í skipulegri röð og renndu sér niður um segldúksrennur sem festir voru við þá. Gekk þetta allt mjög greitt. Meðal far- þeganna var 91 árs kona og gekk henni ágætlega að renna sér niður seglið. Það hefur nokkuð borið á því á farþegaþotum af tegund- inni Boeing 707, að hjólaútbún aður þeirra sé í ólagi. Til dæm is gerðis það sl. sumar yfir Idlewild-flugvelli, að Boeing- þota varð að eyða benzínforða sínum í það að hringsóla í 4 klst. yfir vellinum áður en liún nauðlenti með bilaðan hjólaútbúnað. Oddur Jónsson og Jón E. Agústs- son. Fundurinn hefst aftur kl. 10 30 og verða þá rædd nefndaálit. Klukkan 17—19 sitja fundar- menn síðdegisboð félagsmálaráð- herra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundinum lýkur á laugardag. Verða fréttir af hoaum birtar jafnótt og þær berast. Frú Laurn Finsen kona Vilhjálms Finsens, fyrrv. sendiherra, lézt í sjúkrahúsi í Osló í fyrradag. — Ráðherrarnir Framh. af bls. 1. fundurinn hafi verið hinn gagn- legasti og góður árangur hlotist af honum. — Héiduð þið svo heim á leið strax að fundinum loknum? — Meðan á fundinum stóð, bauð gríska stjórnin okkur að koma til Grikklands og dveljast þar í nokkra daga. Við þáðum það og fórum að fundinum loknum til Aþenu og dvöldum þar í góðu yf- irlæti. Gríska stjórnin vildi með þessu boði sýna þakklæti sítt til ís- lendinga fyrir stuðning íslands við málstað Grikkja í Kýpur- deilunni. Megum vel viff una Utanríkisráðherra hefur dval- izt ytra, síðan skömmu áður en sjóréttarráðstefnan í Genf hófst, eða um nær 2ja mánaða skeið. Tíðindamaður Mbl. spurði hann, hvað hann vildi helzt segja í stuttu máli um niðurstöðu ráð- stefnunnar. — Við hefðum að sjálfsögðu óskað, sagði ráðherrann, — að við gætum fengið okkar 12 mílna fiskveiðilögsögu viðurkennda. Úr því að það var ekki hægt, megum við mjög vel sætta okkur við nið- urstöðurnar. — Hvað viljið þér segja um gang mála að henni lokinni? Málstaffur okkar kynntur — Eftir ráðstefnuna voru mikl- ar ýfingar með mönnum, ekki sízt meðal vestrænu ríikjanna. Við áttum því von á, að áfram- halcl yrði á umræðum um málið í Miklagarði og fórum því þangað báðir, Bjarni Benedikts- son og ég. Málið var ekki á dag- skrá fundarins og kom þar ekki til umræðu. Við notuðum hins vegar tækifærið til að ræða okk- ar sjónarmið við fulltrúa þar og teljum að það hafi orðið til að skýra og upplýsa málið, málstað okkar til framdráttar. Eftir dvöl sína í Grikklandi héldu þeir ráðherrarnir svo heim á leið um París og gekk ferðin vel. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.