Morgunblaðið - 13.05.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.05.1960, Qupperneq 6
6 MORCUISBLAÐIÐ Föstudagur 13. maí 1960 Kristján Davíðsson við eitt málverk sitt. Sýning Kristjins DovíSssonar ÞAÐ er hressandi að lita inn á sýningu Kristjáns Davíðssonar í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Fyr- ir tveim árum hélt Kristján sýn- ingu á sama stað, og vakti sú sýning mikla og verðskuldaða eftirtekt. Ég fæ ekki annað séð en að nú hafi Kristjáni tekizt enn betur en fyrir tveim árum. Þessi sýning sannar greinilega, að hann er list'amaður í örum vexti. Að þessu sinni sýnir Kristján Davíðsson 36 olíu- málverk, sem hann hefur unnið að undanförnu. Þau verkefni, er Kristján nú glímir við, eru tekin fastari og alvar- legri tökum en áður. Hann bygg ir verk sín í litum og formum af meiri tilfinningu, og litasjón hans hefur fengið meiri þrótt. Litameðferð Kristjáns Davíðs- sonar hefur alltaf verið snar þáttur í list hans, en ég held, að óhætt sé að fullyrða, að hon- um hafi ekki áður tekizt eins vel að nota sjálfan litinn. Fá hann til að magnast á léreft- inu, ef svo mætti að orði kveða. Kristján er að eðlisfari skáld, og hann hefur alltaf lagt mikla áherzlu á að yrkja í sjálft efnið, Kristján Davíðsson er vakandi listamaður, sem alltaf er opinn fyrir nýjum áhrifum, leiðum og' viðfangsefnum.Hann er skemmti legur og örvandi í list sinni, og í verkum hans er jafnan eitthvað ferskt og spilandi. Þessi sýning í Bogasalnum er gott dæmi um það. En hún ber þess einnig vitni, að Kristján Davíðsson er enginn viðvaningur í málaralist og að baki hans er margra ára starf og reynsla. Það er ástæðulaust að orð- lengja um þessa sýningu Krist- jáns Davíðssonar, en ég vil ein- dregið hvetja alla þá, er ánægju hafa af myndlist að heimsækja sýninguna í Bogasalnum. Hún er fjölbreytt og skemmtileg. Hún er merkilegur áfangi í þróun málarans Kristjáns Davíðssonar. Þetta er tvímælalaust bezta sýning, sem Kristján hefur efnt til, og honum til hins mesta sóma. Að lokum vil ég þakka Krist- jáni Davíðssyni fyrir þá ánægju er þessi ágæta sýning hefur veitt mér. Valtýr Pétursson. Grœna lyftan frumsýnd hjá Sýningar á Delerium Bubonis eru nú orðnar 96 og er alltaf hús- fyllir. Er það met hjá Leikfélagi Reykjavíkur. 1 þessum mánuði verður Deleri um Bubonis svo sýnt í nágrenni Rieyikjavlíkur og í júnímánuðd Á LAUGARDAGSKVÖLDEÐ kl. 8,30 frumsýnir Leikfélag Keykja- víkur Græuu lyftuna eftir Avery Hopwood í Iðnó. Þetta er ósvik- inn gamanleikur, sem vakti mikla kátínu er Fjalakötturinn sýndi hann hér fyrir 12 árum, þá 40 sinnum. Leikstjóri er Gunnar Róberts- son Hansen, sem sett hefur á svið mörg leikrit fyrir leikfélagið áður, síðast Glerdýrin fyrir tveim ur árum, en síðan hefur hann verið önnum kafinn við að setja á svið úti á landi og við störf sín sem skólastjóri Handíðaskól- ans í vetur. Aðalhlutverkin leika Arni Tryggvason og Helga Bachman, en þau hlutverk léku Alfreð heit- inn Andrésson og Inga Þórðar- dóttir fyrir 12 árum. Aðrir leik- endur eru: Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson, Guðmund- ur Pálsson, Guðrún Asmundsdótt ir, Brynjólfur Jóhannesson og Valdimar Lárusson. Þýðinguna gerði Sverrir Thoroddsen. En Öndvegi h.f. sýnir L.R. þá vin- semd að lána húsgögn á sviðið. Leikritið Græna lyftan heitir á frummálinu Fair and Warmer, samið 1915. Það hefur lengi verið ákaflega vinsælt, einkum á Norð urlöndum og í Þýzkalandi. Höf- undurinn, sem er bandarískur, ritaði á sínum tíma átján vel- heppnuð leikrit á fimmtán árum, að því er segir í leiksskránni, grínleiki og melodramatíska leiki, og voru vinsældir leikja hans miklar. Kom fyrir að fjögur af leikritum hans voru samtímis sýnd í New York. Árið 1925 sló hann svo botn í allt saman og hætti að skrifa leikrit, en þrem- ur árum síðar drukknaði hann er hann var að synda í Miðjarð- arhafinu. Græna lyftan er eina leikritið eftir Hopwood, sem hér hefur veríð sett á svið. Deleríum slær út öll met Starfsemi Leikfélagsins hefur gengið vel í vetur, og hafa þegar verið 97 leiksýningar á þessu ári. Listasafninu berst málverk FRÚ Dorit Foght hefur gefið Listasafni ríkisins olíumálverk af manni sínum, Louis F. Foght, for stjóra, sem nú er látinn. Málverk ið er eftir einn þekktasta listmál- ara Dana, Kræsten Iversen. Eins og kunnugt er gaf Louis Foght Listasafninu allmörg olíumál. verk og graflistarmyndir eftir danska listamenn árið 1953 og var þá efnt til sýningar á mynd- unum. Gjöf þessi barst hingað fyrir milligöngu Ludvigs Storr, aðal- ræðismanns. verður farið með það 1 sýning- arferð út á land. Þrítugasta og síðasta sýning á Gesti til miðdegisverðar verður á sunnudagskvöld. Hætt er sýn- ingum á Beðið eftir Godot eftir 7 sýningar. Hollenzkur listmálari opnar málverkasýningu í GÆR opnaði hollenzki list- málarinn Anton Rooskens mál- verkasýningu í málverkaverzlun- inni að Týsgötu 1. Sýnir hann þar 20 myndir, sem hann hefur málað sl. 2 ár. Anton Rooskens er mjög þekkt ur listamaður, sem haldið hefur sýningar víða um heim við ágæt- an orðstir. Fyrir fáum árum sýndi Rooskens hér nokkrar af myndum sínum og fékk hér sem annars staðar mjög góða dóma. Þarf ekki að efa að íslenzkir list- unnendur gefi þessari sýningu hans nú gaum. Þar sem listamaðurinn er ekki staddur hérlendis, hefur Dr. H. C. Cassens, sendiráðsfulltrúi í þýzka sendiráðinu, haft milli- göngu um sýningu þessa. Sýningin verður opin næstu 10 daga frá kl. 9—6 e.h. er hann notar við myndgerð sina Hann ræður yfir ágætri tækni, og það á meira en einu sviði, og hann hefur kjark til að not- færa sér kunnáttu sína. Mikið af þessum nýju verkum eru fast mótuð, rík og glæsileg í litum, en stundum er eins og litauðgin verði of mikil, samt tekst honum jafnan að halda byggingu verks- ins saman á snjallan og hnit- miðaðan hátt. Önnur verk sín byggir Kristján í fáum og mjúk- um litatónum, og þá er eins og hann nái mestriefyllingu í verk sín. AKRANESI, 10. maí. — 20—30 trillubátar reru héðan í morgun. Þeir hæstu fengu nær þúsund kg. Sumir róa með línu, en fleiri róa með færi. Selt hafa þeir fisk- sölum bæjarins, en þar er mark- aður mjög takmarkaður. Síðustu dagana hefur Hallgrímur Árna- son keypt fisk af trillunum, salt- að sumt og hert sumt, en nú hef* ur Hallgrímur hætt þessum kaup um af trillunum, a. m. k. í bili. Biðu sumir trillumanna með aflakösina á bryggjunni í dag og þótti ekki gott í efni. Hinir eldri trillubátamanna hafa árum sam- an haft föst sambönd við fisk- sala í Reykjavík og svo er enn. * Misnotkun á síma? Not af síma eru ein af þess- um hlunnindum nútimans, sem okkur finnst við ekki lengur geta verið án. Sumir segja að vísu að síminn sé misnotaður í mörgum tilfell- um. En er það misnotkun, ef hann getur aukið á ánægju okkar af að spjalla við aðra manneskju? Sumir sálfræð- ingar halda því fram, að það sé beinlinis lífsspursmál fyrir manneskjuna að geta létt á huga sínum með því að ræða það sem á hann sækir við einhvern annan. Hvað sem um það :ná segja, hafa margir gaman af rabbi, og við hljót- um að reikna með því að þeir einir sem hafa gaman af því tali að óþörfu í sima. En svo eru þau skipti, þeg- ar síminn kemur að miklu gagni, getur beinlínis bjarg- að mannslífum, t. d. er þarf að ná í lækni á stundinni. Og eitt er víst, þær eru teljándi manneskjumar, sem vilja án síma vera, ef þær eiga þess kost. * Símaafnotin dýr? En þá kemur að því atriði, að símaafnotin eru dýr, of dýr til að hægt sé að veita sér þessi þægindi, að sumum finnst. Ýmsar óánægjuraddir heyrðust þegar símagjöldin hækkuðu nýlega og fékk Vel- vakandi þá nokkur bréf (sém flest voru frá ónafngreindum og því ekki hægt að birta þau). í því sambandi datt mér í hug sú spurning hvort síma- afnot væru orðin dýrari hér en í öðrum löndum. Ýmislegt hlýtur að þurfa til símaþjón- ustu, hvar sem er og útgjöld- in sennilega svipuð. Og nú þegar búið er að skrá krónuna okkar rétt, hlýtur að mega fá einhverja hugmynd með samanburði. Mér hefur verið sagt, að símagjöld séu hærri á Norður löndum en hér, en ekki veit ég sönnur á því. Ef borið er saman við Bretland og Banda ríkin er útkoman þessi: FERDINAND • Fleiri frísamtöl hér Ársgjaldið er hér hærra en i Bretlandi, en lægra en í Bandaríkjunum. Hér er árs- fjórðungsgjaldið kr. 450.00 á heimilissímum, en 650.00 á verzlunarsímum eða 1800.00 kr. ársgjald _ á venjulegum heimasima. I Bretlandi er afnotagjaldið kr. 1284,80 á ári, en í Bandaríkjunum 2568.00 kr. En svo kemur ann- að til greina. Hér fáum við 600 símtöl á ársfjórðungi frítt eða 200 á mánuði, en í Bret- landi ekkert og í Bandaríkj- unum 75. I Bretlandi kostar hvert símtal sem svarar kr. 1,35, auk afnotagjalds. Svo eru það langlínusam- tölin. Að síma 48—56 km. í Bretlandi kostar kr. 5,35, 56— 80 km kr. 9,40, 80—-120 km kr. 12.05, 120—200 km. 16.05, en þar yfir kr. 18,75. í þess- um tölum er miðað við 3 mín- útna samtal. Langlínusamtölin á íslandi virðast heldur dýrari Að síma 25—100 km kostar kr. 11,00 á 3 mín., 100—225 km kr. 15 00, 225—350 km 17,00 kr. og þar yfir kr. 21.00. Bandarísku gjöldin eru svo töluvert dýrari. T. d. kostar að síma 40—48 km vegalengd þar kr. 11,60 og 160—200 km vegalengd kr. 23.20. Þetta er ekki óhagstæður samanburður fyrir okkur. Nú skal það tekið fram að verið getur að samanburður við önn ur lönd sé óhagstæðari. Þessi tvö eru valin af handahófi — Einnig eru tölurnar ekki alveg nákvæmar, því í breytingu á mílum í km og erlendum gjald eyri í íslenzkan, rúnnaði ég af tölur. En það breytir engu sem nemur. En þetta er sem sagt nið- urstaðan af vangaveltum mín- um um verðlagið á símanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.