Morgunblaðið - 13.05.1960, Page 8

Morgunblaðið - 13.05.1960, Page 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 13. maí 1960 Einstæð salffiskverkun á Þorsteini Ingólfssyni I Reykjavík: B/v Ingólfur Arnarson landaði 7. maí 63 tonn af ísfiski og 87 tonn af saltfiski, samtals 150 tonnum. Við mat skiptist salt- fiskurinn þannig: 1. fl.: 62,50%, 2. fl.: 21,43%, 3. fl.: 16,07%. Tog- arinn fer nú í .slipp, því að fyrir dyrum stendur 12 ára flokkunar- viðgerð. B/v Skúli Magnússon landaði 7.—8. maí 310 tonnum af ísfiski, er aflazt hafði við Vestur-Græn- land. Skipið mun halda áfram að veiða í ís. B/v Þorsteinn Ingólfsson land- aði 4.—5. maí 48 tonnum af ís- fiski og 63 tonnum af saltfiski, samtals 116 tonnum. Við mat skiptist saltfiskurinn þannig: 1. fl.: 80,00%, 2. fl.: 15,71%, 3. fl.: 4,29%, og þykir þetta einstæður árangur. Togarinn fór síðán á saltfiskveiðar við Grænland. Erlendis: B/v Hallveig Fróðadóttir seldi í GrimsBy 168 tonn fyrir £14.222. Hann er nú til viðgerðar í Brem- erhaven. S s s s s s \ s s s s s s s Skemmtiþáttur Cunnars og Bessa í kvöld. DANSAÐ til kl. 1. Sími 35936. Félagslíf Frá Ferðafélagi íslands Ferðir á sunnudag. Gönguferð á Keili og Trölladyngju, og göngu för í Raufarhólshelli. Upplýsing- ar í skrifstofu félagsins, símar 19533, 11798. íslendingi þökkuð bókagjöf Dr. med. Eduard Busch, yfirlækr. ir heilaskurðadeildar danska Rík isspítalans, hefur ritað sendiherra íslands í Kaupmannahöfn bréf, þar sem hann skýrir frá því, að deildinni hafi borizt vegleg bóka gjöf frá óþekktum íslenzkum sjúklingi. Er hér um að ræða 75 bindi bóka á íslenzku, flest í fallegu bandi. í bréfi dr. Busch segir síðan, að þar sem honum sé ókleift að ná til gefandans beint, vilji hann biðja sendiherr- ann að koma á framfæri inni- legum þökkum fyrir þessa góðu gjöf. Dr. Busch tekur fram, að hin- um mörgu íslenzku sjúklingum, sem á undanförnum árum hafi verið til lækninga á deildinni, hafi oft þótt miður, hversu lítið hafi verið þar til af bókum á íslenzka tungu. Úr þessu sé nú bætt, til mikillar ánægju fyrir þá sjúklinga, sem nú séu á deild ir.ni, og gjöfin muni áreiðanlega verða mörgum til gleði í fram tíðinni. Knattspyrnufél. Þróttur Æfing verður í kvöld fyrir 3., 4. og 5. fl., sem hér segir á há- skólavellinum: 5. flokkur kl. 7; 3. og 4. flokkur kl. 8. Knattspyrnufélagið Þróttur Æfing verður í kvöld kl. 8 fyrir meistarafl. og 2. flokk, á íþróttavellinum. Mjög áríðandi að allir mæti. — Nefndin. Reykjavíkurmót 1. flokks á Melavelli 14. maí kl. 2 Þrótt- ur og Valur; kl. 3,15 K.R.—Fram. (Frá menntamálaráðuneytinu). Tveir ungir menn, sem vinna vaktavinnu, óska eftir aukastarfi í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði. Bílpróf. Tilboð óskast send Mbl., merkt: — „Mikið frí — 3321“, fyrir há- degi n. k. mánudag. Vélbátar til sölu 12 Iesta rtieð 70 ha. June-Munk. Elac mæli, í góðu standi. 13 lesta með nýlegri Kelvin-Dieselvél, Atlas mælir. 18 Iesta I góðu standi, dragnótaveiðafæri og humarveiða- færi sem ný fylgja 18 lesta smíðaá,r 1956, Caterpillar vél, góður mælir, góð spil. 25 lesta smíðaár 1958, sérstaklega fallegur og vandaður að öllum frágangi, 150 ha. G.M. diesel spil og allur vélbúnaður fyrsta flokks, línu og netaveiðarfæri, ásamt ufsanót geta fylgt. 28 lesta með 115 ha. Caterpillar, nýgegnumtekinrj. 38 lesta með nýrri G.M. vél. 51 lesta með nýlegri Buda-Diesel 260 ha. 50—60 lesta bátar tilbúnir á síldveiðar með öllu útb. Vélbátar frá 12 til 100 lesta. Austurstræti 10, 5. hæð sími 13428 og 24850 eftir kl. 7, sími 33983. ísvélin nýja að verki. Emmes — rjómaís kemur á markaðinn BLAÐAMENN Reykjavík-urblað anna voru í óvenjulegri veizlu í gær, og víst er að ungviði höfuð- borgarinnar hefði öfundað þá. Mjólkursamsalan bauð þeim í eigi nafni og hinna stærstu mjólk ursamlaga landsins, til veglegrar rjómaísveizlu. Er nú tekin til starfa í Mjólkurstöðinni rjóma- isframleiðsla. En ísframleiðsla er ein höfuðgrein mjólkuriðnaðar- ins í öðrum löndum, sagði Stefán Björnsson, forstjóri Samsölunn- ar, er hann í gærdag skýrði frá þessari nýju starfsemi. Gat hann þess, að takmarkið með þessu væri að gera rjómaís að mjólk- urmat, sem komi á hvers manns borð. Rjómaísinn er framleiddur í nýjum fullkomnum vélum, sem eru i Mjólkurstöðinni, og verður í þrem mismunandi stórum um- búðum og gerðum, frá V* lítr. í 1 lítr. og loks verða íspinnar. Við önnumst ekki sjálfir dreifingu á honum, sagði Stefán, heldur mun um við fela það þeim aðilum, sem þegar annast þá dreifingu, en hér í bænum eru margir slík- ir staðir. Einnig verður hann á boðstólum á íssölustöðum úti á landi. Verður kostað kapps um að ísinn verði sem allra auðfengn- astur, sagði forstjórinn. f smásölu mun verðið vera frá kr. 7,50 og upp í 26,00, en íspinn- arnir munu væntanlega kosta kr. 4.50. Þeir koma á markaðinn eft- ir nokkra daga, en hinar rjóma- ístegundirnar nú um helgina. Samsalan hefur keypt bíl, bú- inn frystiklefa til dreifingar hér í bænum og næsta nágrenni, en út um land verður búið um ísinn í sérstökum umbúðum. Forstjórinn og þeir Oddur Helgason og Oddur Magnússon, sýndu blaðamönnunum rjómaís- framleiðsluna eins og hún gengur fyrir sig í hinum nýja vélakosti, en síðan var boðið til ísveizlu. Var það sannkallaður 'veizlumat- ur, og var m.a .borin fram is- terta, fagurlega skreytt sem af- mælisterta. Þessi nýja framleiðsla heitir einu nafni Emmess ís, en nafnið er skammstöfun á orðinu „mjólk ursamlögin“. Hefur með þessari nýju framleiðslu hafizt nýr þátt ur í starfsemi mjólkursamlag- anna, en sem kunnugt er hafa mjólkurafurðir okkar þótt frem- ur fábreytilegar. — Hjá Edison j Frh. af bls. 3. aðferðina. — Sem dæmi um pað, hve ákaflega nákvæm- Lega þetta undratæki Edisons Elutti tóna, er þessi litla saga, sem einh forstjóranna sagði mér: + GENGUR EKKI Edison og nánustu samstarfs- nenn hans höfðu legið yfir því dögum saman að reyna nýjar plötur, sem teknar löfðu verið upp á hljóðrit- ann. Miklum fjölda þeirra var fleygt vegna einhvers xmávægilegs framleiðslugalla. —• Svo kom röðin að nokkr- um verkum, sem frægur fiðlusnillingur hafði leikið inn a plötur og Edison vænti mikils af. En þeim var einnig fleygt. — Fiðlusnillingurinn gekk nú á fund hugvitsmanns ins og beiddist skýringar á því, hvers vegna plöturnar hans hefðu ekki þótt nógu góðar. Edison yppti öxlum. „Þær eru ekki nógu góðar fyrir mig. Þetta er slæm músík — heyrið bara þessa hljóma. Maður veitir slíku reyndar ekki eftirtekt í hljómieikasal, en þegar tal- vélin mín á að flytja það — ja, þá gengur það ekki“. Snillingujinn varð að við- urkenna, að ekki væri allt með felldu um vissa tóna, er hann hlustaði á plöturnar — en ekki gat hann gert sér grein fyrir, af hverju það stafaði. Edison tók nú fiðluna hans og rannsakaði strengina í öfli'gri smásjá. Þá kom í ljós, að ofurlítill slitflötur var kominn á einn strengjanna — og voru tónar hans því ekki fullkomlega hreinir og tærir. ☆ Þegar við komum aftur út, j mættum við Edison, sem var á leið til rannsóknarstofunn- ar. Eg notaði tækifærið til þéss að lýsa aðdáun minni á því, sem ég hafðí séð og heyrt. Hann stóð hreyfingar- laus nokkur andartök, gróf hendurnar djúpt í frakka- vasana, tuggði vindilstubb- inn og horfði rannsakandi á. mig gráum augum sínum, sem mér virtust nú dýpri en nokkru sinni. Svo mælti hann skyndilega: „Be sure you are right, young man, then go ahead“ — vertu þess fullviss, að þú sért á réttri leið, ungi maður, og haltu svo þitt strik. — Að svo mæitu rétti hann mér hönd- ina til kveðju og hvarf inn um dyrnar. _________________________ Enui Magnús Sigurður Alþingi kaus í gœr; Karl Halldór Nefnd til úthlutunar atvinnu- og fram- leiðsluaukningarfjár ir menn voru sjálfkjörnir, þar eð ekki var stungið upp á fleir- SAMKVÆMT fyrirmælum fjárlaga kaus Alþingi í gær 5 manna nefnd, til þess að út- hluta 14 millj. króna, sem veittar eru á fjárlögum til atvinnu- og framleiðsluaukn- ingar í landinu. 1 nefndina voru kosnir þeir Emil Jónsson (A), ráðherra, og alþingismennirnir Halldór E. Sigurðssor. (F), Karl Guðjóns- son (K), Magnús Jónsson (S) og Sigurður Bjarnason (S). — Þess- um. Af áðurnefndum 14 millj. kr., sem nefndin skal úthluta, er í fjárlögum kveðið á um að 4 millj. kr. skuli varið til sam- göngubóta á landi, eftir nánari ákvörðun nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.