Morgunblaðið - 13.05.1960, Side 10

Morgunblaðið - 13.05.1960, Side 10
10 MORCVISBLAÐ1Ð Fðstudagur 13. maí 1960 Fimmtugur i dag: Falur S. Guðmundsson útgerðarmaður í Keflavík FIMMTUGUR er í dag Falur Guðmundsson . útgerðarmaður í Keflavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson sjómað- ur frá Stokkseyri og Margrét Sveinsdóttir frá Keflavik — Til 12 ara aldurs ólst Falur upp hjá móðurforeldrum sínum, hjónun- um Sveini Einarssyni og Ástríði Gunnarsdóttur. f>á varð það að íáði, að hann vistaðist til Jó- hanns Guðnasonar, útvegsbónda að Vatnsnesi við Keflavík og konu hans, Bjarnfríði Sigurðar- dóttur. Þar átti hann aðeins að vera um skamma hríð. En dvöl- in að Vatnsnesi varð iengri en í fyrstu var ætlað — og næsta af- drifarík. Það mun ekki fjarri sanni, þótt fullyrt sé, að þegar hinn 12 ára drengur lagði leið sína heim að Vatnsnesi, þá hafi hann stigið sín stærstu og mestu gæfuspor. Að Vatnsnesi dvaldist Falur síðan til fullorðinsára, sem fóst- ursonur þeirra hjóna, Jóhanns og Bjarnfríðar. Hjá þeim naut hann í fyllsta mæli allrar þeirrar um- hyggju og ástúðar, sem foreldra- hús fá nokkrum manni veitt. Lengi framan af vann Falur að búi fóstra síns og fórst honum það starf hið bezta úr hendi. En árið 1934 tók hann að stunda sjóinn, og aðeins tveimur árum síðar var hann orðinn formaður hjá fóstra sínum. Eigin útgerð hóf Falur árið 1943. Fyrstu árin var hann í fé- lagi við annan, en frá 1947 hefir hann gert út sinn eiginn bát. Og sjálfur var hann formaður til ársins 1954. Formannsferill Fals einkennd- ist af farsæld. Sjálfur var hann þekktur fyrir difrsku og áræðni, þegar því var að skipta. En á hættunar stundu — eða þegar á móti blés á einn eða annan hátt, þá var Falur öruggur, hugrór og traustur. Þeir fundu það jafnan, sem með honum voru, að þar fór maður, sem öruggt var að treysta. Eigi hefir Falur látið við það eitt sitja, að þreyta fangbrögð við Ægi. Frá fyrstu tíð hefir hann verið einn af skeleggustu baráttumönnum stéttarfélags síns. Skipstjóra- og stýrimanna- félags Keflavíkur og nágrennis. Lengst af hefir hann verið for- maður þeirra samtaka. I bæjar- málum hefir hann og látið til sín taka — og á nú sæti sem vara- maður Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn Keflavíkur. Skoðanir hans eru skýrt mótaðar og ákveðnar. En alls staðar leitast hann við að koma fram til góðs. Og hvert það mál, sem miðar til framfara og heilla er hans hjart- ans mál. — Falur er maður hrein skilinn og djarfmáll, og segir þegar því er að skipta, óhikað álit sitt, — en ávallt af dreng- skap og sannsýni. Það var mikil gæfa fyrir hinn 12 ára vikapilt að verða fóstur- sonur hjónanna á^Vatnsnesi. En þó er hans mesta hamingja enn ótalin. Á Vatnsnesi mætti hann þeirri konu, er síðar varð eigin- kona hans. En það er uppeldis- systir hans, Guðný Helga Þor-' steinsdóttir. Þau giftu sig 27. maí árið 1939. Allt frá þeirri stundu og fram til þessa dags hefir Helga verið hamingja manns síns og styrkur. Þau hjón in hafa eignazt 4 börn. Yngsti drengurinn, Margeir, lézt á fyrsta ári. Hin eru öll í föðurgarði. Elztur er Ingólfur, þá Hörður og vngst Jóhanna Birna. Öll eru þau hin mannvænlegustu, bæði i sjón og reynd. Með hliðsjón af því, sem nú hefir verið sagt, getur afmælis- barnið horft yfir hamingjuleið. Það blandast engum, sem til þekkir, hugur um það, að Falur er gæfumaður. En hitt skal líka skýrt tekið fram, að hann verð- skuldar það fyllilega, sem honum hefir fallið í skaut, — eftir því sem um mannlegra verðskuldan getur verið að ræða. Við óskum þess og biðjum, vin ir hans, að heill og hamingja megi fylgja honum og störfum hans, — heimili hans og fjöl- skyldu á ókomnum dögum og ár- um. Bj. J. S.V.F.Í. byggist á fórn- , fúsu starfi margra Þriðjudaginn 9. maí fluttu þeir Pétur Sigurðsson forstjóri Land- helgisgæzlunnar og Hjálmar Bárðarson, skipaskoður.arstjóri erindi á þingi SVFÍ, sem gest- ir Slysavarnafélags íslands. ■— Pétur Sigurðsson ræddi um björgunrastarf og bátaþjónustu. og gerði grein fyrir starfi Land- helgisgæzlunnar á því sviði. ■— Hjálmar Bárðarson, skipaskoðun arstjóri flutti erindi um öryggis- eftirlit með skipum, og skýrði frá nýjungum, sem fram höfðu komið í þeim efnum. Um kvöldið, þágu fulltrúar kvöldverðarboð Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands í Reykja vík. Mörg ávörp voru þá flutt, og jafnframt sýndi Bjöm Páls- son flugmaður, skuggamyndir af ferðum sínum um landið. Loks sáu fulltrúarnir revíuna „Alvöru krónan“ í Kópavogsbíói í boði slysavamadeildarinnar í Kópa- vogi, og þágu veitingar þar í Keykjavfk 2168 Pr, •*. r^f.tunte, L S I !i n . EINS og nýlega var getið í f'-éttum, hófst áætlunar- flug Loftleiða milli Reykja- víkur og Helsinki 30. apríl sl. og í tilefni þessa flugs voru send með þessari fyrstu ís- lenzku áætlunarflugferð til Finnlands nokkur umslög sem áprentuð voru sérstaklega til minningar um flug þetta, og var Morgunblaðinu sent eitt þeirra og birtist hér mynd af því, en fjöldi erlendra safn- ara sækjast eftir slík- um umslögum og bera þau stundum sérstimpla, sem gerð ir eru í tilefni „fyrsta flugs“ milli ákveðinna staða. Félag frímerkjasafnara í Winnipeg í vestur-íslenzka blaðinu Lögberg-Heimskringla birtist nýlega eftirfarandi grein um söfnun frímerkja, íslenzk frí- merki, og félag það, er frí- merkajsafnarar í Winnipeg stofnuðu nýlega og er frá- sögmn svohljóðandi: Frímerki Islands Ein hin vinsælasta tóm- stundaiðja — föndur eins og það er nú pefnt — er frí- merkajsöfnun. Oft eru það I menn, sem hafa miklum opin- berum störfum að gegna, sem velja þessa leið til að hvíla hugann frá daglegum skyldu- störfum. T. d. var George VI. mik:1! frímerkasafnari, og sagt er, að hinn mikilhæfi lög- maður, Isaac Pitblado í Winni peg eigi fágætt safn kana- diskra frímerkja. Svo sem gefur að skilja, getur enginn frímerkjasafnari náð saman nokkurn veginn fullkomnu safni, nema því aðeins að hann takmarki sig við frí- merki einnar eða tveggja þjóða, því allar þjóðir eru stöðugt að breyta frímerkjum sínum til að sýna merka menningarviðburði, landslag og annað, sem fræðir um- heiminn um þjóðirnar og löndin. — Frímerkjasafnarar verða því venjulega mjög fróðir um það land, er þeir safna frímerkjum frá. Einn af áhugamestu frí- merkasöfnurum hér í Winni- peg er Wm. D. Hurst, yfir- verkfræðingur borgarinnar. Kona hans, frú Gyða, átti dá- lítið safn frímerkja, þegar þau giftust, en það höfðu foreldr- ar nennar gefið henni, Gísli Johnson ritstjóri og Guðrún heitin Finnsdóttir skáldkona. Mr. Hurst fékk áhuga fyrir þessu safni og tók að bæta við það og hefir haldið því áfram síðan; hann hefir sambönd við frímerkjasafnara á Islandi; hefir komizt yfir fágæt ís- lenzk frímerki í New York, London og víðar, og mun nú safn hans með þeim fullkomn ustu íslénzkra frímerkja vest- an nafs. Frímerkjasafnarar í Winni- peg hafa myndað félag og hélt það fund í St. Charles hotel á miðvikudagskvöldið í fyrri viku. Mr. Hurst var að- alalræðumaður kvöldsins og flutti hann fyrst ágæta ræðu um Island, er fundarmenn urðu mjög hrifnir af, en fæst- ir þeirra munu lítið hafa vit- að áður um þjóðina og landið. Vildum við seinna, þegar rúm leyfir, mega birta þá ræðu. Því næst skýrði Mr. Hurst frá fnmerkjasöfnun sinni og ræddi aðallega um þau frí- merki, sem afar fágæt eru orðin, en það eru þau fyrstu frá 1873 og 1874, en þá hófst ■ frímerkjanotkun á Islandi. íslenzk frímerki eru mörg afar fögur, eins og þau, er gefin voru út 1930. Hafði Mr. Hurst sýnishorn af þeim, og voru frímerkjasafnararnir mjög hrifnir af þeim. Var þessi kvöldstund hin ánægju- legasta. D A N M Ö R K Nýlega gáfu Danir út frí- merki, sem vekja eiga athygii á dönskum landbúnaði og eru þau frábrugðin fyrri útgáfum danskra frímerkja bæði hvað . gerð og útlit snertir, en held- ur þótti lítið til koma með útgáfu flóttamannafrimerkis- ins sem út var gefið í Dan- mörku 7. apríl sl. Þann 24. þ. m. eiga dönsku konungs- hjómn • silfurbrúðkaup og verða í tilefni þess gefin út ný dönsk frímerki.J. Hallgr. húsinu í boði bæjarstjórnar Kópavogs. Þingið var allan tíman mjög önnum kafið, því að fulltrúar voru margir langt að komnir og þurftu að komast heim. Miðviku daginn 10. maí hófst fundur kl. 10.00 árdegis. Þá flutti Björn Pálsson flugmaður erindi um sjúkraflugið og nauðsyn þess. Þingfulltrúar létu óspart í ljós þakklæti sitt við Björn Pálsson fyrir ómetanlegt brautryðjanda- starf hans á þessu sviði. Það kom greinilega í Ijós af ræðum fulltrúa hvaðanæfa af landinu, hve mikil þörf er fyrir þessa þjónustu. Björn Pálsson lagði áherzlu á að þar sem flugvélin væri orðin 6 ára gömul þyrfti hún bráðlega endurnýjunar við, og auk þess væri orðin aðkallandi þörf að kaupa nýja flugvél, en hver slík flugvél kostar nú fullbúin um 1 milljón króna. Voru þingfulltrúar á einu máli um að koma yrði á fastri skipan þessara mála með aðild og þátt- töku Slysvarnafélags íslands og var stjórninni falið að beita sér af alefli fyrir því máli við op- inbera aðila. Fórnfúst starf. Á landsþinginu kom nú fram eins og endranær, frábær áhugi og fórnfýsi félagsdeildanna út um land. Sem dæmi um það má nefna að Steindór Hjaltalín út- gerðarmaður tilkynnti þingmu það, að Björgunarskúturáð Norð urlands hefði ákveðið að ráð- stafa tekjuafgangi sínum, sem nú væri fyrir hendi á þessa leið: Til sjúkraflugvélar .. Framh. á bls. 23 Aðal bí I a s a I a n, I ngólfsfrœti 11 hefur stærsta og bezta sýnlngarsvæðið í bænum, rétt við Bankastræti. Símar 15.0.14 og 2.31.36

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.