Morgunblaðið - 13.05.1960, Síða 15

Morgunblaðið - 13.05.1960, Síða 15
Föstudagur 13. maí 1960 MORCTJNRTAfílÐ 15 Lagt aS hinni fornu verstöð í Hrísey — Með Drang Framh af bls. 13 £að er bæði flutningur og far- þegar, sem þurfa að komast á land í Haganesvík, svo að ekki kemur til mála annað en að at- huga, hvernig umhorfs sé þar inni. En vindurinn reynist það suðvestlægur, að nokkurn veginn sæmilegt er, þegar komið er inn á víkina. Tveir menn koma á litlum árabát, róandi út á leg- una. Farþegarnir stíga um borð í litlu kænuna, kveðja og halda til lands, stefnan er tekin vestur fyrir Sauðanes og út fyrir Málm- ey. Rætt um skipasmíðastöð Á leiðinni rabba ég ofurlitla stund við Norðmanninn Magne Windsens, fulltrúa skipasmíða- stöðvarinnar í Florö, sem byggði Drang. Fyrirtæki hans er ekki nema 10 ára gamalt og Drangur 22. skipið, sem hleypt var af stokkunum þar í stöðinni. Nú eru byggðir þar fjórir til fimm bátar á ári, af stærðinni 70—350 tonn. Starfslið þar er 185 manns, þegar allt er talið. í maí n.k. mun 33. bátnum, sem skipasmíðastöðin lætur frá sér fara, verða hleypt af stokkunum. Windsens er glaðleg- ur og fjörugur náungi. Hann er sífellt með myndavélina á lofti og ljósmyndar hið sérkennilega landslag, sem við siglum framhjá. Við okkur blasir nú Málmey og Hrolleifshöfði á bakborða. Kald- bakur heitir hæsti blettur Málm- eyjar. Er það standberg, sem rís móti norðvestri. Hin sögufræga Málmey í Málmey þótti fyrir margra bluta sakir gott að búa Nú er hún í eyði, þótt áður fyrr væri þar jafnan gott bú. Miklar þjóð- sögur hafa myndazt um þessa eyju og hún er kunn úr sögu landsins fyrir fræga atburði. Um 1220 flýði Guðmundur biskup Arason með fylgdarliði sínu út í Málmey undan Tuma Sighvats- syni. Sú trú var að í Málmey lifðu hvorki mýs né hestar. En mikil- vægust voru þó álög þau, er á eyjunni hvíldu, að engin hjón mættu búa þar full 20 ár, svo að húsfreyjan ekki hyrfi og kæmi aldrei aftur. Einmitt þetta hafði hent þar sem segir í þjóðsögunni um Hálfdán prest á Felli og för hans á Grána (Kölska) með Málmeyjarbóndanum. Sjórinn freyðir um stefnið á Drang, er við siglum inn með Málmey, og nú sjáum við til Drangeyjar. Þótt eflaust hafi veðrið verið hrika- legra, þegar þeir bræður Grettir og Illugi voru sóttir heim í Drangey, þó liggur við að þessi vísa úr Illugadrápu Stephans G. gæti nú átt við: „Drangey var risin úr rokinu og grímunni, réttir upp heiðnaberg, hvassbrýnt að skímunni. Drangana hyllti úr hafsjónum flæðandi. — Hríðin var slotuð og stormurinn æðandi“. Það má segja að flæðandi haf- sjór hafi skollið á Drang þennan dag og við séð drangana hilla gegnum sælöðrið. Bezta hafnarstæði landsins Veðrið er nokkuð tekið að lægja, þegar við siglum rétt undir bergi Þórðarhöfða og lítum hið sérkennilega litskrúð og myndir, sem blasa við á klettaveggnum. Hér hafa margir bjartsýnir hug- sjónamenn látið sér detta í hug að gera mætti einhverja beztu höfn á þessu landi, með því að grafa skipgengan skurð gegnum svonefnda Bæjarmöl, sem gengur í suður frá höfðanum, en að baki hans er Höfðavatnið, djúpt og kyrrt í hvaða veðri sem er. Næsti áfangastaður er Hofsós. Það er komið undir kvöld og sól- in er að ganga bak við Tindastól, þegar við rennum þar upp að bryggju. Enn hvarfla vofveifileg- ir atburðir fram í hugann, þegar hér er komið að landi. Enn er okkur í fersku minni höx-mulegt slys, sem hér skeði við bryggjuna, aðeins fyrir skömmu síðan, er þrír ungir menn fórust í ofsa- veðri. Hér er höfð aðeins skömm við- dvöl, brátt er Drangur kominn á fulla ferð á ný og siglir nú þvert vestur yfir Skagafjörðinn. Við okkur blasir Tindastóllinn í kvöld húminu en undir honum stendur höfuðstaður Skagfirðinga, Sauð- árkrókur, og þar ætlum við að stíga á land. A bryggjunni stend- ur skipstjóri Drangs, Guðbjartur Snæbjörnsson, sem í mörg ár hef- ur farsællega siglt flóabátnum á hafnir Skagfirðinga og Eyfirð- inga. Hann mun nú taka við stjórninni og halda til baka með skipið, en við þremenningarnir, Steindór Jónsson, Norðmaðurinn og ég, tökum við bílnum og höld- um akandi fram Skagafjörð, ég lendi í Varmahlíð en þeir ætla að leggja norður yfir Öxnadals heiði í kvöld, jafnvel þótt hríðar mugga sé nú skollin á og férða- útlit nokkuð tvísýnt. vig. Fákur efnir til firma- keppni á gæðingum FELÖGUM í hestamannafélag- inu Fák í Reykjavík fjölgar ört, þar eð fleiri og fleiri bæjarmenn fá sér gæðing, og er starfsemi þess í örum vexti. Nú efnir kvennadeild félagsins til nýstár- legrar keppni næstkomandi sunnudag á skeiðvelli félagsins við Elliðaár. Er þar um að ræða firmakeppni, sem um 130 fyrir- tæki taka þátt í. Draga þau um gæðinga, en síðan dæmir þriggja manna dómnefnd um gæði hest- ana og verða 5 viðurkenningar veittar. Keppnin hefst kl. 4 á skeið- vellinum og er öllum frjáls ó- keypis aðgángur. Knapar, sem eru á öllum aldri frá 8 ára til áttræðs, konur og karlar, ríða hestunum tvo hringi á vellinum. en dómnefndin dæmir svo gæði hestanna eftir sjón og ásetu knap ans. í dómnefndinni eru Bogi Eggertsson, Gunnar Bjarnason og Birgir Kristjánsson. Konur í Fáki skipa fjáröflun- arnefnd félagsins og stendur hún að keppni þessari. Mun hún selja happdrættismiða á vellinum. Aðalvinningurinn er gæðingur, en dregið verður á kappreiðum Fáks á annan hvítasunnudag. 200—300 hesta hús í byggingu I Fáki eru nú um 400 meðlimir, 50 bættust við á sl. ári. Félagið undirbýr nú flutning bækistöðva sinna úr bænum og á orðið hest- hús fyrir 56 hesta á skeiðvellin- um. Er unnið þar að fram- kvæmdum og áformað að þar verði í framtíðinni hægt að hýsa 200—300 hesta. Fyrir 5 árum voru aðeins 30 hestar á fóðrum hjá Fáki, en nú ex-u þeir 174 og liggja fleiri beiðnir fyrir en hægt er að sinna. Með byggingu hins nýja hesthúss, hyggst félagið skapa sér bætta aðstöðu til að vera megnugt þess að geta tekið á móti vaxandi þátttöku bæjar- manna á þessari hollu íþrótt. f stjórn Fáks eru Þorlákur Ottesen formaður, Haraldur Sveinsson varaform., Björn Hall- dórsson, ritari, Jón Brynjólfsson, gjaldkeri og Ingólfur Guðmunds son. Hestfjall. — Hvessir af „Helgrindum" VtOT/fKJAVINMUSTOfA QG VIOTÆKJASALA Laufásvegi 41. — Sími 13673. . Langmest selda garðsláttuvélin á Norðurlöndum NORLETT mótorsláttuvélin slær og fínsaxar grasið, og dreifir því aftur jafnt á flötina. Rakstur því óþaríur. Slær alveg að húsveggjum og út í kanta. Hæðarstilling á öllum hjólum, sem ræður því hve nærri er slegið. Amerískur Briggs & Stratton benzínmótor. Vinnslubreidd 19 tommur. Létt og liðleg í notkun. c^raój fíötlaa meci g-s' •i'V "v ^ iSm VerÖ með söluskatti kr. 3.455.00 Fyrirliggjandi Einkaumboðsmenn á tslandi fyrir % flnrsh Leflmetafl ÖESTSSON ’ UMBOBS OO HEILDVERZLUN Vatnsstig 3 — Sími 17930.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.