Morgunblaðið - 13.05.1960, Side 22

Morgunblaðið - 13.05.1960, Side 22
22 MORGVNBLAÐ1Ð Fostudagur 13. mai 1960 Körfuknattleiksmenn vilja sérsamband ÍPelé, hinn brazilíski knatt- ) spyrnumaður er aðeins 19 ára, en vart er nokkurn að finna, sem á annað borð hafi áhuga fyrir knattspyrnu og þekki ekki hinn brazilíska snilling. Siðan Brazilía vann heims- meistarakeppnina í knatt- spyrnu hefir hinn ungi snill- ingur verið talinn hinn ó- krýndi konungur knattspyrn- unar. Myndin hér að ofan er tekin í Kaupmannahöfn og sýnir að danskir drengir dá Pelé eigi síður en jafnaldrar þeirra í Brazilíu. Pelé er hinn alúðlegasti við dönsku dreng- ina, enda má hann muna það að fyrir nokkrum árum var hann aðeins skóburstari, þó hann í dag sé á góðri leið með að verða milljónaeigandi. Akranes átti leikinn -en tapaði REYKJAVÍK vann Akranes 2:1 í bæjakeppninni í gær að 6 þús. manns áhorfandi, þó fóru fáir svo af vellinum, að þeim fyndist ekki hlutur Reykjavikur of stór. Akranesliðið kom mjög á óvart, þeir komu án flestra hinna stóru stjarna, en sýndu strax á fyrstu mín. að svipur liðsins var sá hinn saml og þegar þeir léku með. Uraði, leikni og kraftur eru enn aðaleinkenni liðsins. Ellert Schram skoraði bæði mörk Reykjavíkur, ‘en Helgi Björgvinsson fyrir Akranes. Sundmeistaramótið SUNDMEISTARAMÓT íslands 1960 verður haldið í Sundhöll Hafnarfjarðar 8. og 9. júní nk. — Fyrri dagur: 100 m skriðsundi karla, 400 m bringusundi karla, 100 m skrið- sundi drengja, 50 m bringusundi teipna, 100 m baksundi kvenna, 100 m bringusundi drengja, 200 m bringusundi kvenna, 3x50 m þrísundi drengja, 3x50 m þrí- sundi kvenna og 4x100 m fjór- sundi karla. Seinni dagur: 100 m flugsundi karia, 400 m skriðsundi karla, 100 m skrið- sundi kvenna, 100 m baksundi karla, 50 m skriðsundi telpna, 100 m baksundi drengja, 200 rr bringusundi karia, 3x50 m þrí- sundi telpna og 4x100 m skrið- sundi karla. Þ; Lttökutilkynningar skulu sendar íþróttabandaiagi Hafnar- fjarðar fyrir 28. mai. AÐ lokinni keppni ÍR og úr- valsliðsins að Hálogalandi, bauð stjórn Körfuknattleiks- ráðs Reykjavíkur, keppend- um ásamt blaðamönnum til kaffisamsætis að Café Höll. ic ERFITT MEÐ DÓMARA Formaður KKRR, Viðar Hjartarson, hélt við það tæki- færi ræðu og sagði frá starfsemi körfuknattleiksráðsins í vetur og íæddi um ýmis þau mál, sem efst eru á baugi hjá körfuknatt- leiksmönnum. Viðar gat þess að miklir erfiðleikar væru að fá dóm- ara til að dæma körfuknatt- leiki. Taldi hann að ein ástæðan væri sú að leikmenn væru oft nokkuð óvægir í gagnrýni sinni á störfum dómara að leik loknum. Hefði til dæmis ekki tekizt að fá dómara á úrslitaleik fslands- mótsins fyrr en klukkustund New York-búar bíða eftir keppni meistaranna ER ÞAÐ fréttist til Banda-verði kölluð „Keppni meist- ríkjanna að Burnley hefði orðið Englandsmeistarar í knattspyrnu, gerði ameríska stórblaðið New York Herald Tribune það að tillögu sinni, að hin mikla alþjóðlega knattspyrnukcppni, sem hefst í New York 25. þ. m. Róstur í vígsluleik EJASKEGGJAR á Mallorca hugðust hafa mikinn viðbúnað er þeir vígðu hinn nýja knatt spyrnuvöll eyjarinnar. Og til þess að fá að sjá góða knatt- spyrnu buðu þeir brezka at- vinnuliðinu Birmingham þann heiður að kynna enska knatt- spyrnu í vígsluleiknum gegn ínattspyrnuliði eyjarinnar At- letico de Balears. Það má iegja að Spánverjarnir hafi haft gott eitt í huga og farið inn á völlinn í hinum sanna íþróttaanda. — En hinn góði ásetníngur er ekki ávallt nógur til raunhæfra framkvæmda og það sannaðist átakanlega í þessum leik þeirra Spánverjanna og Eng- lendinganna. Englendingar hafa ávallt kunnað illa við að tapa í knattspyrnu og Spán- verjar hafa alla tíð þótt örir í skapi og lítið þurft til að blóð- ið ólgaði í æðum þeirra. Þegar leikar stóðu þannig, að heimamenn höfðu náð 2ja marka hreinni forustu var Bretunum farið að líða illa, sem bezt kom fram í fólsku- iegum árásum þeirra á heima- menn. Einn slíkur árekstur milli Bretans Murphy og Spán verjans Crespi olli því að Spánverjinn varð að yfirgefa mllinn. Þetta var of mikið fyrir blóð Spánverjanna sem réðust til hreinna slagsmála við Bretann, svo dómarinn varð að slíta leiknum, er átta mínútur voru eftir af leiktím- aranna ‘. Meðal þátttakenda í keppninni verða fjögur knattspyrnulið, sem í ár hafa unnið meistaratitil lands síns í knattspyrnu, auk Burnley eru það Rapid, knattspyrnumeist- arar Austurríkis, Red Star knatt spyrnumeistarar Júgóslavíu og ír landsmeistararnir Glenavon. Og auk þessara liða má nefna sænska liðið Norrköping, Bangu frá Brazilíu, The Sporting Club frá Portúgal og Kilmarnock frá Skot landi, þannig að í meistarakeppn inni verða átta knattspyrnulið, af 11 þátttakendum, sem hvert í sínu heimalandi hafa skipað tvö efstu sætin í 1. deildarkeppni, hvers lands fyrir sig. „Keppni meistaranna" verður leikin í tveim riðlum og endar annar í júní en hinn í júlí og ákveðið er að úrslitaleikurinn fari fram 6. ágúst. í keppninni er keppt um fork- unnar fagran bikar sem Wagner borgarstjóri í New York hefir gefið. Til þess að gera keppnina enn tvísýnni hafa „hinir fjórir stóru“ verið settir í sinn hvern riðilinn og keppa England og ír- land saman í riðli og Júgóslavía og Austurríki í hinum riðlinum. Burnley keppir fyrsta leik sinn í keppnmni á Polo Grounds 28. mai n.k. og mæta þá Bayern- Múnchen frá Þýzkalandi, en ír- landsmeistararnir Glenavon opna keppnina að Roosevelt Stadium í Jerseyborg þann 26. maí n.k., en þá keppa írarnir við New York úrvalið. Kilmarnock frá Skotlandi mun keppa fyrsta leikinn að Polo Grounds þann 25. maí gegn Þýzka landi, en The Sporting Club frá Portugal, sænska liðið Norrköp- ing og Bangu frá Brazilíu eru í síðari riðlinum sem byrjar 2. júlí í sumar. Ernie Cunliffe 1.47.8 - 880 jards ic Á frjálsíþróttamóti í Los Ang- eles sl. laugardag vann Ernie Cun liffe 880 jarda (804,67 m) hlaup- ið á 1:47,8, stuttu eftir að hann hafði komið fyrstur í mark í mílu hlaupinu, en þar náði hann 4:12,2. Tími Cunliffs samsvarar 1:47,1 —1:47,2, er miðað er við 800 m hlaup og er það 5/10 lakari tími en hann hefir náð áður. Ástæð- una taldi Cunliffs einungis þá, að hann hefði ekki h'aft nægan tíma til að jafna sig eftir míiu- hlaupið. Norska landsliðið valið i NORÐMENN hafa lagt mikla vinnu í undirbún. að vali norska landsliðins. Og þó að menn vilji halda því fram að norsk knatt- spyrna hafi litlum breytingum tekið frá því í fyrra, þá eru til menn sem halda því *fram að eftir hverja keppnishelgi megi benda á „ljósa punkta“, sem fram hafa komið í leikjum helgarinn- ar, sem dæmi um rétta fram- þróun til betri knattspyrnu. — Fremstir í þessum flokki eru íþróttafréttaritarar blaðanna. Norðmenn eiga að leika lands- leik við Dani 26. þ.m. og verður norska landsliðið valið eftir frammistöðu knattspyrnumann- anna í leiknum „Landsliðið — Pressan", sem fram fór í Ósló í gærkvöldi. íþróttafréttaritarar hafa lagt sig fram um að velja nýja menn til landsliðsins o>g gefa þannig ung- um efnilegum knattspyrnumönn- um tækifæri til að sýna getu sína í liði „Pressunnar". Báðir hlið- arframverðirnir í „Pressuliðinu" eru nýliðar. Er þetta gott dæmi um það traust sem íþróttafrétta- ritarar sýna ungu kynslóðinni því í nútíma knattspyrnu eru það einmitt hliðarframverðirnir, sem einna mestar kröfur eru gerðar til. Þeir eru ef til vill ekki knatt- spyrnulega séð mestu snillingar liðsins, og þannig þeir, sem á- horfendur taka fyrst eftir, en sendingar þeirra verða að vera öruggar, og reyndin er sú að í nútíma knattsjjyrnu finnst ekki sterkt knattspyrnulið, sem ekki hefir sterka og trausta menn í þessum tveim stöðum. Úthald áður en leikur átti að hefjast. Sagðist hann vonast að tak- ast mætti að bæta samstarf leikmanna og dómara. Á síðastliðnu ári hefðu 9—10 menn tekið landsdómarapróf, en fæstir þeirra fengjust til að dæma. Tíu leikmenn hefðu lokið boklegu dómaraprófi í fyrra og hefðu átt að dæma 10 leiki hvor til að öðlast full réttindi. Aðeins einn. Sigurðuf Guðmundsson, Ármanni, hefði lokið þeim áfanga og afhenti Viðar honum dómaraskírteinið, sem út er gef- ið af ÍSÍ. Viðar gat þess að KKRR hefði skipað þriggja manna nefnd til að endurskoða og gera tillögur til breytinga á reglum ISl um körfuknattleiksmót. en þær regl- ur eru orðnar úreltar. ★ UTANLANDSVIÐSKIPTI Viðar gat um bréfaskrift- ir ÍSÍ fyrir atbeina KKRR við stjórn danska körfuknattleiks sambandsins. Hefði lengi stað- ið á svari frá Dönum og hefði nú nýlega loksins borizt svar þar sem Danir telja sig ekki geta af fjárhagsástæðum kom- ið til Íslands og leikið lands- leik í Reykjavík. Formaður DBBF kvartaði undan litlum skilningi, sem óskir körfuknattleiksmanna mættu hjá danska íþrótta- sambandinu. Viðar gat þess að stjórn KKRR hefði íarið þess á leit við ÍSl að haldið yrði áfram við- ræðum við Dani og einnig yrði leitað hófana við Svía og Finna um væntanlega landsleiki ytra. * SÉRSAMBAND Formaður KKRR gat þess ennfremur að ráðið væri nú að vinna að undirbúningi stofnunar sérsambands körfuknattleiks- Framh. á bls. 23 Talið að ofan. Jan Nilsen frá Lisleby og Arne Jacobsen frá Válerengen. þeirra og styrkur verður að vera slíkur, að þeir verða að geta fylgt sókn sem vörn. Þetta eru miklar kröfur, en hafi knatt- spyrnulið tvo hliðarframverði, sem uppfylla þessar kröfur, þá er keppnin um miðju vallarins unnin. í pressuliðinu í gær, stilltu íþróttafréttaritararnir upp tveim ungum knattspyrnumönnum, sem hafa leikið hliðarframverðir í Unglingalandsliðinu. Þessir tveir ungu menn eru Jan Nilsen frá Lisleby og Arne Jacobsen frá Válerengen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.