Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 22
22 MORGUl\BLAÐlÐ Föstudagur 20. maí 1960 T'ilþrifahtill pressuleikur: Tilraunir brugðust - en breyt- ingar á landsliöi nauðsynlegar Ellert Schram og Gunnar Guðmanns- * Jéku sig inn i landsliðið" son LEIKUR landsliðsins og liðs blaðamanna í gærkvöldi opin- beraði óneitanlega fátækt íslenzkrar knattspyrnu. Að þarna skyldu leika „22 þeir beztu“ er sár staðreynd. Að vísu voru skilyrði frekar slæm, votur völlur og háll og þetta fyrst' leikur ísl. knattspyrnumanna á grasi á þessu ári. En leik- urinn var aldrei tilþrifamikill. Sigur landsliðsins var aldrei í hættu eftir að þeir tóku forystu í mörkum eftir 22 mín leik. Á löngum köflum var spil beggja liða ósköp jafnt og mátti vart á milli sjá hvort liðið var landslið — en er að markinu dró var landsliðið ágengara og heilsteyptara og sigraði með þrem mörkum gegn einu (1 : 0 í hálfleik). Árnason og að nokkru HreiS- ar, sem sýnt hafa lélega vor- Tilraunir brugSust Hluti liSs blaSamanna brást aS verulegu leyti þeim vonum, sem blaSamenn bundu viS þaS. Þeir völdu til leiksins þá menn sem bezt höfSu staðiS sig í vorleikjun- um. Var þá aS vísu eingöngu miSað viS leik á malarvelli. Sumir liSsmanna, t. d. Grétar og Ormar framvörSur brugS- ust á grasinu og urSu aldrei „dús“ viS völlinn. Þetta mun vera fyrsti leikur þeirra á Laugardalsvelli og jók þá á erfiSleikana, sem sköpuSust i bleytunni. Tilraunin meS Rúnar GuSmannsson í stöðu miðherja mistókst einnig. — Magnús Bergsteinsson féll heldur ekki inn í liSið á milli Framaranna. Þessar veilur voru umfram allt afgerandi í leiknum. Þær urðu til þess að landsliSið náði yfirráðum á miðjunni — einkum er á Ieið Ieikinn. — ý Jafnt spil Leikur landsliðsins var aldrei glæsilegur og hvað spil úti á vellinum snerti náði það ekki hreinum yfirburðum fyrr en í síðari hálfleik. Er sú stað- reynd alvarleg ábending lands- liðinu. Liðið er samreynt í tug- um leikja og æfinga (utan einn maður) en náði þó ekki saman gegn misheppnuðu „pressuliði" völdu úr 6 félögum. Árni Njálsson, Garðar Buileson og Elliott heyjn einvígi Eugene Ore. 16. maí (UPI) DYROL Burleson frá Oreg- on, bezti miluhlaupari Bandaríkjanna mun heyja einvígi við heimsmethafann Herb. Elliott frá Ástraliu á Modestoleikjunum í Kali- forniu, sem fram fára 28. maí n.k. Burleson hljóp míluna á 3:58.6 í keppni við Ernie Cunliffe frá Stanford háskól anum á iþróttamóti hér fyr- ir mánuSi síðan, — en heims met Elliotts er 3:54.5. Bill ðowerman, þjálfari Oregon háskólans sagði að Burleson hafi óskaS eftir að fá að keppa viS Elliott og Bower mann bætti við: Ég álít að það verði góð reynzla fyrir hann að keppa við þann bezta í heimi'*. leiki, skipuðu sér nú aftur örugglega í sínar stöður í lendsIiSinu. Átti Árni mjög góSan leik. En vinstri væng- ur sóknarinnar var veill, þeir Ingvar 'Elísson og Þórður Jónsson, sem þó fékk ekki erfiðan mótherja. Vinstri vængur „pressuIiSsins“ Ellert og Gunnar voru að mun skæð til Veðurtepptur SJÖRN Helgason frá fsa- irði lék ekki með pressu- iðinu í gær þar sem áætl- narflugvél Flugfélags ís- ands varð að snúa aftur til teykjavxkur á miðri leið egna veðurs. Gott veður 'ar bæði í gær og fyrradag x fsafirði, en vegna vinnu sinnar var það heppilegra fyrir Björn að koma í gær. Getur verið að Björn hafi hér misst af Óslóferð? ari og skipuðu sér hiklaust í landsliðið eftir þessum leik að dæma. Allur var vinstri vængur „pressuliðsins“ betri þexm hægri, allt frá bakverði til út- herja og sömuleiðis skiluðu Kristinn miðvörður og Baldur Scheving hlutverkum sínum sem vænzt var. Þórður Ás- geirsson sýndi og góðan leik í.marki — að visu ekki galla- lausan, en mjög lofandi. Gangur leiksins Landsliðið átti 5 tækifæri marka í fyrri hálfleik móti einu „pressuliðsins". Öll mistok- ust þau og ekkert þeirra var af- gerandi hættulegt utan þess er Þórólfur skaut af stuttu færi en Þórður varði vel. Auk þess átti landsliðið fjórar hornspyrnur á blaðaliðið, en engin skapaði hættu. Það er athygilsvert. Þórffur Jónsson skoraði á 22. mín. fyrir landsliðið. — Fékk hann knöttinn eftir þvögu við „pressumarkið“ og var tækifærið opið. 1 upphafi síðari hálfleiks náði landsliðið algerum tökum á leikn um og sótti látlaust og þesum hálfleik sýndi Þórólfur Beck góð tilþrif og á stundum glæsilegan leik. Varði þá Þórður glæsilega gott skot Beck og tvívegis bjarg- aði Helgi Hannesson á línu, ann að skipti skoti Þórólfs og hitt sinnið skoti frá Þórði Jónssyni. Á „Pressan“ skorar í hið þriðja sinn forðaði Helgi marki á línunni með áöndunum. Úr vítaspyrnu koraði Þórólfur Beck auð- /eldlega 2—0. Þessu svaraði pressuliðið* nokkru siðar með laglegu marki. Guðjón gaf út til Gunnars Guðmanns, sem lék í gegn, gaf fyrir til Rún- ars, sem „kikksaði" en Berg- steinn var nálægur og skor- aði örugglega. Færðist líf 1 „pressuliðið“ við þetta og átti Bergsteinn og Guðjón skot sem ekki nýttust. 10 mín. fyr- irleikslok bætti Ingvar Elís- son þriðja marki landsliðsins við af 12 metra færi. Var hann þar óvaldaður og afgreiddi knöttin af öryggi. Heildarsvipur leiksins er: dauf ur leikur, þar sem „pressuliðið'* brást að nokkru leyti, en lands- liðið náði þrátt fyrir það aldrei að sýna þá yfirburði sem slíkt hefði átt að skapa því. Tveir „pressuliðsmenn" skip- uðu sér greinilega í landslið, þexr Ellert og Gunnar. „Gömlu“ landsliðsmennirnir, sérstaklega Árni Njálsson, sem burðizt hafa í vorleikjunum, hristu af ser slénið og sýndu að á þá má betur treysta við erfiðari aðstæður. — A. St. Ný knattspyrnukeppni EINS og kunnugt er þeim, sem fylgjast með knattspyrnufréttum frá Evrópu, þá hafa menn á- stæðu til að ætla, að hinir evróp- ísku knattspyrnumenn hefðu meira en nóg að gera yfir keppn- istímabilið, svo vart væri bæt- andi á þá leikjum. Af síðustu fréttum kemur aftur á móti ann- að í ljós, því að líkur eru fyrir því að í sumar verði stofnað til nýrrar keppni, sem mun fara fram í sambandi við keppnina um Evrópubikarinn, og þá mil’i þeirra landa, sem um Evrópubik- arinn keppa hverju sinni. Fulltrúar frá hir ..m átta lönd- um, 3cm i\ú ,pa um Evrópu- bikarinn, Ungverjalandi, Vestur- Þýzkalandi, Ítalíu, Tékkóslóva- kíu, Sviss, Axxsturríki, Júgóslavíu og Englandi sátu á rökstólum í Vín í sl. viku og ræddu fyrir- komulag hinnar nýju keppni, en munu siðan leggja tillögur þar Knattspyrnuþrautir KSl eiga miklum vinsældum aff fagna meffal yngri knattspyrnumanna Reykjavíkurféiaganna, sem og um allt land. Hér á myndinni sjást fyrstu Valsdrengirnir, sem opinberlega voru afhent afreksverðlaun í ár. Afhendingin fór fram í leikhléi er KR og Valur kepptu í Reykjavíkurmótinu og nældi varaform. KSl, Ragnar Lárusson, silfur- og bronsmerki í hina ungu knattspyrnumenn eftir því sexr- þeir höfðu til unnið. Olympíuvonin Dyrol Burleson að lútandi fyrir hlutaðeigandi knatspyrnusambönd áðurnefndra landa. Fyrirkomulag keppninnar mun verða svipað og keppninnar um Evrópubikarinn. Keppt „heima og heiman“ og úrslitaleikurinn leikinn á upplýstum velli. Áætlað er að hin nýja keppni verði tilraunakeppni og nái að- eins yfir eitt keppnistímabil, komi í stað Mið-Evrópukeppn- innar, sem farið hefir fram nokk- ur hin síðari ár, en hún fer fram í áföngum þ. e. a. s. nokkrir leik- ir hvert ár í senn. Mið-Evrópu- keppriin hefir þótt mistakast og urðu löndin, sem beztum ár- angri höfðu náð að taka það fyrirkomulag upp að leika einn við alla og allir við einn (Aust- urríki, Tékkóslóvakia, Ungverja- land og Júgóslavía) eftir að sviss nesku og ítölsku liðin dróeu sig út úr keppninni. * TIL eru þeir Bandaríkja- menn, sem álíta að nú hilli undir langþráðan sigur þeirra í 1500 metra hlaupinu á Olympíuleikj- unum, en gullverðlaunin í þeirri íþróttagrein hafa þeir ekki unnið síðan 1908, er Mel Sheppard vann hið erfiða hlaup. ★ „Draumamíla“ Orsökin til hinna björtu vona er 19 ára stúdent við Oregon háskólann Dyrol Burleson aff nafni, en hann setti nýtt bandarískt met í Dv-ol Burleson míluhl. — 3:58.6 — er hann sigraði Ernie Cunliffe í há- skólakeppni Oregon-Stanford, sem fram fór í Eugene í s.l. mánuði. — Burleson varð þannig annar Bandaríkjamað urinn, sem nær því takmarki að hlaupa míluna undir fjór- um minútum. Hinn er Don Bowden, sem fyrir þrem ár- um hljóp vegalengdina á 3:58.7—. Bowden er í hernum of æfir af kappi til aff komast í flokk þeirra, sem valdir verða til Olympiuleikjanna. Við hann eru samt ekki tengd- ar eins miklar vonir og Burle- son, vegna þess að Bowden er slæmur í hásininni og á erfitt með að hlaupa á hörðum brautum. Burleson er því sá er Banda- ríkjamenn tengja vonir sínar við, til að ná hinu langþráða tak- marki, og engir sem til þekkja láir þeim það. Burleson hefir alla þá kosti til að bera, sem sérfræðingar telja ag góður mílulhlaupari þurfi að vera gæddur. Hann er hár vexti og sterkur. Hann er ungur, en samt mikill keppnismaður. Og honum fer fram með degi hverj- um. ★ Keppnisreynslu skortir írski hlauparinn Ron Deiany, sem vann gullverðlaunin í 1500 metra hlaupinu á Olympíuleikj- unum í Melbourne 1956, hefir látið þau orð falla um Burleson: , að hann hafi eins mikla mögu- leika eins og sérhver okkar hinna“. „Hann er meðlimur í klúbbnum" eins og Delany komst að orði. Það eina sem gæti orðið til þess að Burleson næði ekki sínu bezta í Róm, hvað Delany vera það að ef til vill myndi hann skorta keppnisreynzlu. „Það er eitt að vinna góðan hlaupara og annað að keppa gegn sjþ til átta mönnum í alþjóðlegri íþróttakeppni, sem allir hafa brot ið fjögurra mínútu múrinn". Norska landsliðið gegn Dönum í GÆR valdi norska landsliðs- nefndin norska landsliðið, sexú leika á gegn Dönum í Kaup- mannahöfn 26. maí nk. Þeir sem hlutu náð landsliðsnefndarinnðr voru þessir, talið frá markmanni: Asbjörn Hansen, Saipsborg, Arne Bakker, Asker Arne Nat- land, Erik, Kaare Björnsen, Vik- ing, Thorbjörn Svendsen, Sande fjord, Arne Legernes, Larvik, Einar Larsen, Vaalerengen, Ro- ald Muggerud, Lyn, Björn Backe, Görvik, Per Kristofersen, Fred- rikstad og Stein Johannesen, Frigg. Gengið á Eyja- fjallajökul UM næstu helgi, 21—22. maí, efna Farfuglar til skemmti og göngu- ferðar á Eyjafjallajökul. Verður lagt af stað kl. 3 síðdeg- is á laugardag og ekið austur að Seljavöllum, en þar verður gist f tjöldum um nóttina . Á sunnudagsmorgun verður gengið á jökulinn, en komið í bæ- inn um kvöldið sama dag. Skrifstofa Farfugla að Lindar- götu 50, er opin á miðviku- og föstudagskvöllum, kl. 8,30—10, og eru gefnar allar upplýsingar um ferðina þar. Síminn er 15937 á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.