Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNRT. 4 ÐIÐ Föstudagur 20. mai 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavik rramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. . Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald £r. 45.00 á mánuði innanlands^ 1 lausasölu kr. 3.00 eintákið. VERJENDUR HROKANS ■OROKI og steigurlæti fer öllum mönnum illa. — Hrokafull framkoma er held- ur ekki líkleg til þess að verða nokkrum manni eða málefni að gagni. Þvert á móti er slík framkoma vís- asti vegurinn til þess að spilla ■öllu samkomulagi og koma í veg fyrir lausn hinna þýðing- armestu mála. Þetta mun vera skoðun allra venjulegra manna. En kommúnistar hafa allt aðra afstöðu til slíkrar framkomu. Þjóðviljinn, málgagn ís- lenzkra kommúnista, hefur t. d. tekið að sér það hlutverk að verja hinn einstæða hroka- gikkshátt Nikita Krúsjeffs á Parísarfundinum. Kommún- istablaðið skrifar í gær heila forystugrein, þar sem lagt er kapp á að sanna það, að framkoma forsætisráðherra Sovétríkjanna hafi í öllu ver- ið eðlileg og sjálfsögð. Vegna 2>ess að Bandaríkin höfðu fyrir rúmum hálfum mánuði sent flugvél inn yfir Sovét- ríkin, telur blað íslenzkra kommúnista að ekkert hafi verið eðlilegra en að Krúsjeff kæmi í veg fyrir allan árang- ur af Parísarfundinum! Til æsinga og illinda Þessa ákvörðun tók for- sætisráðherra Sovétríkjanna, þrátt fyrir það að Banda- ríkjaforseti hafði lýst því yf- ir, að slíku könnunarflugi mundi hætt. En Krúsjeff vildi halda áfram að nota það sem tilefni til áframhaldandi æsinga og illinda. Hann varð- aði ekkert um það, þótt milljónir manna hefðu bund- ið miklar vonir við fund æðstu manna og jafnvel álitið að þar gætináðstsamkomulag um mjög þýðingarmikil mal, útrýming kalda stríðsins og eflingu heimsfriðarins. Það hefur enn einu sinni sannazt, að íslenzkir komm únistar dansa jafnan þegar á reynir á línunni frá Moskvu. Þeir eiga enga sjálfstæða skoðun. Það er helgasta skylda ritstjóra Þjóðviljans að hlýða hverju kalli frá Moskvu. Þungt áfall Sú staðreynd blasir nú við augum allra sjáandi manna, að heimsfriðurinn hefur orðið fyrir þungu áfalli af hálfu forráðamanna Sovétríkjanna. Klukkan hefur í raun og veru verið færð til baka mörg ár aftur í tímann. Uggur og óvissa setur nú í vaxandi mæli svip sinn á ástandið í alþjóðamálum. Hinn skelfi- Iegi skuggi styrjaldaróttans vofir á ný yfir þjóðunum. VEÐDEILDIN UTAN UR HEIMI Leið sú sem rússneska geimskipið fer iiggur yfir Washington, London og París. Rússneskt geimskip á fiugi yfir New York |- FYRRADAG samþykkti •■■ Alþingi tillögu frá þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins tim eflingu veðdeildar Bún- aðarbankans. Tillaga þessi er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta rann- saka fjárþörf veðdeildar Búnaðarbanka íslands og undirbúa tillögur um, hvern- ig tryggja megi veðdeildinni starfsgrundvöll með það fyr- ir augum, að hún geti gegnt hlutverki sínu fyrir landbún- aðinn á viðhlítandi hátt“. Flutningsmenn þessarar til lögu voru fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Jónas G. Rafnar, Jónas Pét- ursson, Magnús Jónsson, Bjartmar Guðmundsson og Sigurður Ágústsson. Illa búið að veðdeildinni Jónas G. Rafnar, alþingis- maður, var framsögumaður fjárveitingarnefndar í þessu máli. Benti hann á að í reynd- inni hefði verið mjög illa bú- ið að veðdeild Búnaðarbank- ans á undanförnum árum. Hún hefði sáralítið getað lánað miðað við hina miklu þörf, sem fyrir hendi hefði verið. Þetta getuleysi hefði að sjálfsögðu komið mjög hart niður á bændastéttinni. Þessi ummæli Jónasar Rafnars eiga vissulega við fyllstu rök að styðjast. Veð- deild Búnaðarbankans hefur frá upphafi verið févana. — Eins og verðlagi er nú orðið háttað í landinu, má segja, að það sé miklum erfiðleikum bundið fyrir unga menn í sveitum landsins að hefja bú- skap, kaupa jarðir, bústofn og verkfæri til þess að geta rekið nýtízkubúskap. Mjög brýna nauðsyn ber til þess að úr þessu verði V»tf á næstu árum. EINS og kunnugt er af frétt- um, sendu Rússar sl. sunnu- dag á Ioft geimskip, sem veg- ur 4.540 kg, og er langstærsti gervihnöttur sem komizt hef- ur á braut umhverfis jörðu. Hver hringferð tekur skipið 91 mínútu og fer það í 315— 380 km hæð. í skipinu er klefi þar sem komið er fyrir dúkku, sem er að stærð, þyngd og lögun eins og mað- ur. Hjá dúkkuniai eru ýmis tæki, svo sem súrefnisgeym- ar, sendistöð, stjórntæki eld- flaugarinnar, matvæli og vatn. í nefi geimskipsins eru einnig ýmis rannsóknartæki, og samkvæmt fréttum frá Moskvu hafa öll tækin reynzt vel og miklar upplýsingar borizt, m. a. um áhrif þau er dúkkan verður fyrir í ferð- inni. Moskvuútvarpið segir að þeg- ar nauðsynlegar uppiýsingar hafi fengizt frá geimskipinu, verði klefinn, sem vegur 2 Vi tonn, losaður frá skipinu með merkjaskeyti, og mun hann brenna upp er hann kemur aft- ur inn í gufuhvolfið. Ekki er ætl unin að reyna að ná honum aft- ur til jarðar. E]jki hafa Rússar gefið neinar upplýsingar varð- andi eldflaugina sem flutti geim skipið upp í himingeiminn, en j segjast hinsvegar munu senda mörg slík skip á næstunni. Dúkka eða maður? Geimskipið hefur að sjálf- sögðu vakið umtal og umhugsun um allan heim. Fulltrúar Banda- ríkjanna hafa til dæmis bent á það í sambandi við ásökun Krú- sjeffs í þeirra garð um njósna- flugið yfir Rússlandi, að geim- skipið fari á 91 mínútu fresti yf- ir Bandaríkin, Bretland og . Frakkland. Þá halda ýmsir vis- | indamenn því fram, bæði í | Bandaríkjunum og víðar, að • það sé bara af varúð að Rússar J segi að dúkka sé í geimskipinu. j Ef þeim takist að ná því til jarð ! ar, komi í ljós að maður sé um I borð. Ef hinsvegar að skipið ! brenni upp í gufuhvolfinu, hafi það verið dúkka! Eldflaugin agn fyrir U-2 Tveim dögum áður en geim- skipið var sent á loft, skýrði Washington-fréttaritari brezka stórbiaðsins Daily Express frá (því að samkvæmt upplýsingum . í Washington væri mikið um að 1 vera á eldflaugastöðvum Rússa hjá Tyura Tam við Aralvatn. Hefðu U-2 flugvélar tekið myndir af svæðinu og séð þar eldflaug, sem var 200 fet (rúml. 60 metrar) á lengd. Var álitið að U-2 flugvélin, sem skotin var niður, hafi átt að afla nánari upplýsinga um eldflaugina. — Herma fréttir í Washington að Rússar hafi viljandi leyft Banda- ríkjunum að frétta af eldflaug- inni til þess að þeir sendu njósnaflugvél yfir landamærin. U-2 vélin, sem skotin var niður, hafi orðið fyrir vélbilun og því orðið rússneskum orustuþotum að bráð. Heppilegur tími En hvað sem því líður, breytir ekkert þeirri staðreynd að Rúss- ar hafa enn sýnt það að þeir eru komnir lengra en Bandaríkja- menn á sviði öflugra eldflauga. Ekki er að efa það að þeim mis- tejcst oft, og er það þá ekki aug- lýst. En þeim hefur tekizt sér- staklega vel að velja timann fyr- ir geimskot sín. Hinn 2. janúar í fyrra skutu þeir á loft eld- flaug, sem fór fram hjá tungl- inu. Tveim dögum síðar kom Mikoyan í heimsókn til Banda- ríkjanna. Hinn 13. september sl. lenti Lunik á tunglinu. Krúsjeff kom í opinbera heimsókn til Was- hington tveim dögum seinna. Og svo núna senda þeir geimskip á loft kvöldið áður en toppfundur- inn átti að hefjast í París. Samanburður Til samanburðar á þeim gervi- hnöttum Bandaríkjamanna og Rússa, sem komizt hafa á braut umhverfis jörðu eða sól, birtist hér listi yfir þá: Rússl. : „Sputnik 1“ 4. okt. 1957, þyngd 83 kíló. Rússl. : „Sputnik 2“ 3. nóv. 1957, þyngd 508 kíló. U.S.A.: „Könnuður 1“ 31. janúar 1958, þyngd 14 kíló. U.S.A.: „Framvörður 1“ 17. marz 1958, þyngd 2 kíló. U.S.A.: „Könnuður 111“ 26. marz 1958, þyngd 14 kíló. Rússl. : „Sputnik 3“ 15. maí 1958, þyngd 1325 kíló. U.S.A.: „Könnuður IV“ 26. júlí 1958, þyngd 20 kíló. U.S.A.: „Atlas“ 19. des. 1958, þyngd 3855 kíló (með eldflaug). Rússl. : „Lunik 1“ 2. jan. 1959, þyngd 1500 kíló. U.S.A.: „Framvörður 11“ 17,- feb. 1959, þyngd 10 kíló. U.S.A.: „Frumherji IV“ 3. marz 1959, þyngd 7 kíló. U.S.A.: „Könnuður Vl“ 7. ágúst 1959. Rússl. : ..Lunik 2“ 12. sept. 1959, þyngd 390 kíló. U.S.A.: „Framvörður 111“ 18, sept. 1959. Rússl. : „Lunik 3“ 4. okt. 1959, þyngd 278 kíló. U.S.A.: „Könnuður VII“ 13. okt. 1959. U.S.A.: „Frumherji Vl“ 11 marz 1960. U.S.A.: „Thiros 1“ 1. apríl 1960. U.S.A.: „Transit lb“ 13. april 1960, þyngd 119 kíló. Rússl. : „Sputnik 4“ 15. maí 1960, þyngd 4540 kíló. Bcndoríkjaför fyrir beztu ritgerð DAGBLAÐIÐ New York Herald Tribune mun á næsta ári eins og að undanförnu bjóða fram- haldsskólanemendum frá ýmsum Bretland vill veita viðtöku ótakmörkuðum fjölda sjúkra og bæklaðra flóttamanna fyrir milli göngu Flóttamannahjálpar S.þ. Hin endanlega tala þeirra veltur aðeins á því, hve mörgum flótta- mönnum ýmsar stofnanir, bæjar- félög, félagasamtök og einstakl- ingar vilja taka á móti. Dr. A. R. Linds, forstjóri Flóttamanna- hjálparinnar, sagði að þessi ákvörðun Breta væri „einstæð". Bretar hafa fyrr á yfirstandandi flóttamannaári tekið á móti 210 sjúkum flóttamnnpum Qfi skyMu- liði þeirra. löndum, einum frá hverju landi, í þriggja mánaða kynnisför til Bandaríkjanna, og greiðir blaðið fargjöld og kostnað við dvölina vestra (janúar — marz 1961). Þátttakendur verða valdir með hliðsjón af ritgerðasamkeppni, og er ritgerðarefnið á íslandi að þessu sinni: „Gildi persónulegra kynna fyrir sambúð þjóða“. — Lengd ritgerðarinnar skal vera 4—5 vélritaðar síður. Þátttaka í samkeppninni er heimil öllum framhaldsskóla- nemendum, sem verða 16 ára fyr- ir 1. janúar 1961, en ekki 19 ára fyrir 30. júní það ár, eru íslenzk- ir ríkisborgarar og hafa góða kunnáttu í ensku. Ritgerðirnar, sem eiga að vera á ensku, skulu hafa borizt mennta málaráðuneytinu fyrir 15. sept. næst komandi. (Frá menntamálaráðuneytinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.