Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 17
Föstudagur 20. maí 1960 MORCVTSB1 AÐIÐ 17 Sigurður P. Jónsson Dalvík — Sjötugur HINN 22. apríl 1890 fæddist þeim hjónum Jóni Stefánssyni og Rósu Þorsteinsdóttur á Dalvík, sonur, sem 1. maí s. á. var vatni ausinn og skírður SigurSur Páll. Hann varð fyrir fáum dögum sjötugur. í tilefni af þessu merkisafmæli hans eru nú þessi fátæklegu orð skrifuð. Sigurður ólst upp hjá foreldr- um sínum við svipaðan kost og heimilishætti og aðrir jaínaldrar hans. Sjálfsagt héfur hann strax á ungum aldri gengið að hvers konar vinnu á heimilinu, senni- lega þó fremur við sjávarútgerð- ina en landbúskapinn, en hvoru tveggja var stundað þar á heim- ilinu. Bókakostur var nokkur á heimili foreldra Sigurðar og mun hann því hafa lesið allmikið á bernsku érum sínum heima hjá sér. Nám hóf hann á gagnfræðaskólanum á Akureyri, en lauk því eigi og áttu veikindi óbeina sök á því. Árið 1910 gengur hann í Verzlun- arskólann í Reykjavík og lauk þar námi með góðu prófi. í byrj- un fyrri heimsstyrjaldarinnar (1914) sigldi Sigurður til Kaup- mannahafnar og var þar nálega eitt ár við skrifstofustörf, en hvarf síðan heim aftur. Var heún förin allsöguleg, þó að ekki verði frá henni greint hér. Um þessar mundir stundaði Sigurður ýmisleg störf, bæði á sjó og landi. Stundum mun hann hafa verið ráðsmaður og með- eigandi við útgerð en þess á milli verzlunarmaður. Upp úr því stofnaði hann sina eigin verzlun. Hana hefir hann farsællega rekið nú í 44 ár. Verzlun hans hefir Miiming frú Guð- rúnar Erlings EKKJA Þorsteins Erlingssonar skálds, en hún lézt sl. sunnu- dagskvöld, stofnaði svonefndan Sólskríkjusjóð hinn 10. janúar 1948 í minningu eiginmanns síns og afhenti Dýraverndunarfélag- inu. í gjafabréfi frú Guðrúnar segir: „Tilgangur sjóðsins er sá, að geta eignast ofurlítið forðabúr með korni því, sem litlu snjó- titlingarnir helzt vilja og geta bezt notið (þar eru hrísgrjón bezt) og grípa mætti til í vetrar- hörkum — þegar þessir svöngu, köldu gestir „finna hvergi fis eða barr, né frækorn í nokkru strái“ —. Afla skal sjóðnum tekna ár hvert, með ýmsu móti. — Fyrir næsta haust langar mig til að láta gera kort, frumteiknað, með litum á forsíðu, og láta prenta á þau Ijóð um fuglana — dýra- vernd, mannást og mildi. — Eg vona að þessum sjóði verði vel til um smágjafir og áheit þegar fólk fær um han nað vita. Á meðan ég lifi langar mig að hlynna að sjóðnum allt það er ég má. Og ég vil bjóða Dýraverndar- félaginu herbergi (mjög gott og rakalaust) í kjallara í húsi mínu, endurgjaldslaust, fyrir þetta korn-forðabúr litlu fuglanna. — Skal ár hvert Dýraverdunarfé- lagið annast um kornkaup, svo hagkvæm sem mögulegt er, og það mikil, sem efni leyfa. Rent- um sjóðsins má velja til korn- kaupa — eða brauðs, á vetrum, en höfuðstóll standi óskertur þangað til hann hefur vaxið svo að af honum megi taka. Er ætl- ast til, að við höfuðstól bætist það fé, sem til fellur og ekki þarf til nauðsynlegra kornkaúpa". Gjöfum í sjóðinn og samúðar- kveðjum er veitt viðtaka í bóka- búð ísafoldar, Bókhlöðunni, Laugavegi 47, hjá Gotfred Bern- höft í Kirkjuhvoli og í skrifstofu Hilmars Foss, Hafnarstræti 11. aldrei verið stór, þegar miðað er við krónutal umsetningarinnar, en oftast mun hún þó hafa gefið honum sæmilega lífsafkomu, en hann hefir að vísu jafnan verið maður nægjusamur og stillt kröf- um til eigin þæginda í hóf. Hann er og maður ókvæntur og barn- laus. — Þó að verzlun hans hafi aldrei verið talin til stórfyrir- tækja, hefir hún átt almennum og óvenjulegum vinsældum að fagna og notið jafnan fyllsta trausts. Hana hefir „enginn grun- að um græsku.“ Því mun i fyrsta lagi valda, að verzlunareigandinn er maður strangheiðarlegur. — Blind kona verzlaði jafnan við Sigurð P. Jónsson. Hún tjáði hon um, hvað hún þyrfti að fá og rétti honum svo peningabudduna og bað hann taka sjálfan andvirði úttektarinnar. „Það er óhætt“, sagði gamla konan. „Það hefi ég reynt“. Síðan bætti hún við: „Aldrei minnist hann á, að pen- ingarnir hrökkvi ekki þó að verð ið hækki og fyrir kemur, að meira er í buddunni, þegár ég læt telja heima, en áður var, er ég fékk honum hana.“ —- Þarna er Sigurði rétt lýst. í öðru lagi: Sigurður P. Jóns- son leggur allt kapp á að hafa aðeins góðar vörur á boðstólum í búð sinni. Hann hefir gott vit á vörugæðum og hefir öðlazt mikla reynslu og þekkingu í þeim efnum. Óhætt er að fuiiyrða, að segi hann að einhver vara, sem hann hefir á boðstóum, sé góð, — þá er hún það áreiðanlega. Reynslan sannar að óhætt er að treysta því, sem hann segir. Þetta meta viðskiptavinirnir að verð- leikum. í þriðja lagi: Komi það fyrir, að Sigurður verði fyrir því ó- happi að fá lélega vöru til verzl- unar sinnar, þá er hann vís til að vara viðskiptavini sína við að kaupa þær vörur hjá sér. Hann vill heldur, að verzlunin skaðist en viðskiptavinirnir. Þetta þrennt, og fleira þó, aflar Sigurði trausts og verzlun hans vins.Uda. Þá má ckki láta þess ógetið, að öll aígreiðsla lætur Sigurði ágætlega. Frágangur hans á viðskiptareikningum er til fyrirmyndar og bókhaldari er hann ágætur. Hann er maður kurteis og bæði viðræðugóður og viðræðuglaður. Hann hefir mikla ánægju af því, að ræða um bæk- ur, sem hann hefir lesið, og að brjóta efni þeirra til mergjar, enda er hann bæði greindur og gætinn. Sigurður P. Jónsson ólst upp á þeim tíma er ungmennafélags- skapurinn mótaði lífsstefnu og lífsviðhorf ungra manna hér um slóðir. Hann hyllti stefnu félags- skaparins af heilum hug. Hann gerðist einn af stofnendum U. M. F. SVARFDÆLA, og hefir alla daga verið hinn bezti félags- þegn. Trúlega eru þeir ekki margir, fundirnir. sem Sigurður hefir ekki sótt. Félagið kaus hann líka heiðursfélaga sinn á 50 ára afmæli sínu nú fyrir skemmstu. Hann átti það fyllilega skilið. í leiklist hafa Svarfdælir iafn- Vill fá bílastæði FVRIR nokkru var rætt um nauð syn nýrra bílastæða í Miðbænum, á fundi umferðarnefndar bæjar- ins. Á þessum fundi lagði nefndin það til að þegar lokið verður að fullu við að rífa húsið Tjarnar- götu 5, þá verði gert bílastæði á lóðinni. Þá var rætt um að bær- inn tæki á leigu lóðina Vonar- stræti 14 og har y'& •tkipulagt bílastæði. /timælisrit Carð- yrkjuiélags isiands FYRIR tveimur árum gaf Garð- yrkjufélag íslands út myndar- lega matjurtabók, þar sem lýst er ræktun allra helztu matjurta, kryddjurta og berjarunna. Enn- fremur eru í bókinni leiðbein- ingar um áburðartegundir og á- burðarnotkun, fyrirsögn um gerð sólreita og vermireita og leið- beiningar um ræktun helztu jurta í þeim, svo sem gulróta, salats, jarðarberja o. fl. Kafli er einnig um jurtasjúkdóma og varnir gegn þeim; ennfremur bendingar um val garðstæðis, jarðvegsteg- undir o. fl. Á félagið þakkir skil- ið fyrir svo nytsama bók. 26. maí í vor eru liðin 75 ár frá stofnun félagsins. Er þessa afmælis minnzt í nýútkomnu árs riti félagsins. í því eru ýmsar fróðlegar og hagnýtar greinar. Axel Magnússon garðyrkjukenn- ari skrifar mjög fróðlega ritgerð um garðyrkju og jarðvegsathug- anir, Óli Valur garðyrkjuráðu- nautur ritar um klippingu runna og birtir tvær skrúðgarðateikn- ingar með glöggum skýringum. Ritstjórinn Ingólfur Davíðsson skrifar um ræktun laukblóma úti og inni. Munu margar húsmæð- ur fagna fræðslunni um lauk- blómin. Ingólfur ritar einnig um skrautgrös, gróðurkvilla og plöntulyf. í ritinu eru einnig greinar um gróðurhúsabygging- ar, gróður og garða, sögu rós- anna, minningargrein um séra Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi, garðyrkjukennslu í Húsmæðra- kennaraskólanum, Sölufélagið og Grænmetisverzlunina o. fl. Á forsíðunni er mynd af Ein- ari Helgasyni, sem lengi var máttarstólpi Garðyrkjufélagsins — og raunar allrar garðyrkju í landinu. Er þetta hið eigulegasta rit. Garðyrkjufélag íslands vinnur þjóðþrifaverk með garðyrkju- fræðslu sinni. Hefur það t.d. hald ið fjóra fjölsótta garðyrkju- fræðslufundi í vor og gengizt fyr ir útvarpserindum um garð- yrkju. Verulegt starfsfé hefur fé- lagið aldrei haft, og vinna starfs- menn þessi verk sín kauplaust í sjálfboðavinnu. Er slíkt fágætt á þessum tímum. Á sumardaginn fyrsta an staðið framarlega og oft lagt stund á að sýna góð og gagnleg leikrit, og hafa átt og eiga eftir- tektarverða leikara. Sigurður hefir jafnan verið styrktarmað- ur leiklistarinnar á staðnum, hvort sem leikið hefir verið á vegum ungmennafélagsins eða annarra félagssamtaka. Hann hef ir unnið þar mikið og merkilegt starf í kyrrþey. Hann er hvorki í því né öðru neinn auglýsinga- karl. — Af opinberum störfum hefir hann lengst gegnt störfum í skattanefnd Dalvíkurhrepps. Sigurður P. Jónsson er maður einbeittur og stefnufastur, eins og ráða má af framansögðu. Hann byggir skoðanir sínar á traustum grundvelli, að því er virðist, eftir mikinn lestur og íhuganir, enda mun hann ótrauður verja þær, ef því er að skipta. í stjórnmálym hygg ég, að hann hafi jafnan íylgt Sjálfstæð- ismönnum og þar er hann enn að finna heilan og óhvikulan. Hann er Sjálfstæðismaður af hreinum hvötum og sannfæringu um góð- an málstað, en ekki i von um að honum kunni að „hrjóta góður bita af borðum foringjanna“ að launum. Það mun óbrotgjarn sannleikur, að hann hefir ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að vekja athygli á sér eða minna á sig á nokkurn hátt. Ég efast stórlega um, að hann hafi nokk- urn tíma gengið á fund valda- manna flokksins, þótt hann hafi hefir hann aldrei beðið um nein fríðindi sér til handa. Ég tel Sigurð P. Jónsson kaup- mann hinn merkilegasta mann um margt og að ýmsu leyti sér- stæðan. Heill honum sjötugum! Vald. V. Snævarr. ESKIFIRÐI, 18. maí: — Von er á tveim nýjum bátum til Eski- fjarðar eftir hvítasunnu, þannig að þeir verða tilbúnir fyrir síld- veiðarnar. Eru báðir svipaðir Hólmanesi að stærð, stálskip, byggð í Noregi. Eigandi annars bátsins er Hraðfrystihúsið, en hins þeir Hilmar Bjarnason og Kristmann Jónsson. Vélbátarnir Hólmanes og Guð- rún Þorkelsdóttir eru nú á línu. Heildarafli þeirra hvors um sig er um 600 tonn af slægðum fiski með haus. Afli trillubáta er um 200 tonn. Eskfirðingar líta mjög björt- um augum á atvinnuhorfur með vetrinum, er nýju bátarnir verða gerðir út frá Eskifirði. Nýr stálgeymU. Talsvert ér um verklegar fram kvæmdir á Eskifirði um þessar mundir. í fiskimjölsverksmiðjunni er unnið að ýmsum endurbótum og lagfæringúm fyrir síldveiðitím- ann. Verður reistur þar stál- geymir, sem taka mun um 1500 VOR hefur verið í lofti um nokk- urn tíma, en nú er nokkuð kald- ara. Þó bendir allt til þess, að vor- blíðan haldist og sumarið sé kom ið í alvöru. Lóan er komin, þrösturinn syng ur sitt lag og út um eyjar og sker verður meira líf. Flugtak fer áð sjást og fugla- kvak að heyrast. Jörðin klæðist óðum grænum lit, og gróðrar- moldin vinnur sitt gróðurmikla verk. Ég hef oft á þessum árum mínum hér í Brautarholti boðið fram frið og samninga við þá menn, sem á sjóinn fara til fiski- veiða eða ’skemmtiferða, að þeir létu í friði varplönd hér efra meðan eggtíð stendur yfir til þess að forðast eyðileggingu og tjón, sem af rápi og rupli stafar. Það er andleg niðurlæging og sálartjón þeim, sem ræna og drepa æðarfugl, sem er spakur sem húsdýr og fagur. Þeir sem það gjöra brjóta og landslög. — Beiðni mín í þessu efni um frið í æðarvarpi hefur _oftast borið góð- an árangur. Við varpeigendur viljum enn hafa frið og vernd við æðarvarp eins og íslenzk lög mæla. Blessaðir, þið fiskimenn og mál. Verður annar slíkur geymir reistur á Raufarhöfn. Ef síldveiðin verður eins og í fyrra vantar bryggjupláss og at- hafnasvæði á Eskifirði, en bryggjurnar eru svo litlar að til vandræða horfir. Vatnsveita fyrir 2000 manna bæ. Þá er unnið að því að leggja nýja vatnsveitu í kauptúnið. — Vatnið er tekið úr lind í Kola- botnum, skammt frá Ljósánni og verður áin höfð til vara, ef á þarf að halda. Er áætlað að vatnsmagn hinnar nýju vatns- veitu muni nægja 1500—2000 manna bæ. Vinnuskilyrði pósts og síma batna. Nýja símstöðin komst undir þak snemma í vetur og er nú unnið að innréttingu hússins. — Vinnuskilyrði pósts og síma munu batna mjög með tilkomu hússins. Gert er ráð fyrir við- byggingu fyrir sjálfvirka sím- stöð. skemmtiferðamenn, látið varp- löndin í friði, og varizt alla styggð í nánd við þau. í áframhaldi af þessu skrifi mínu vil ég um leið átelja harð- lega Kristmann Guðmundsson rit höfund fyrir ummæli hans í bók- inni „ísold hin svarta", þar sem hann gerir að umtalsefni við- skipti mín við föður sinn, Guð- mund frá Helgastöðum. Það erú ósannindi, að ég hafi kært Guð- mund fyrir „kolludráp“. Hið sanna er, að vorið 1923 voru fiskimannabátar á ferð upp við Kjalarnes óg allt út við Andriðs- ey og gjörðu nokkurn usla með skotum og fyrirgangi. Því var það einn góðviðrisdag þegar bátar þessir gerðust nær- göngulir æðarvarpi við Andriðs- ey, að ég fór í bát mínum til fundar við þá. Þá bar fundum okkar Guðmundar á Helgustöð- um saman all harkalega fyrir vestan Andriðsey og skildum við mjög ósáttir. Guðm.undur tók þá ekki sigti hátt í „Esjutinda". Skal ég ekki skrá neitt um við- ureign okkar Guðmundar. Nokkru síðar sættumst við Guð mundur fullum sáttum að undir- lagi Páls bróður míns. Guðmund- ur á Helgustöðum hélt sættina vel og taldi ég hann frekar vernd ara æðarvarpsins þar eftir en hitt. Við vorum góðkunningjar. Það er misskilningur eða tilbúning- ur hjá Kristmanni- Guðmunds- syni, að ég hafi kært Guðmund föður hans fyrir „kolludráp" og er mér óskiljanlegt, að hann skuli halda því fram eða að vera að illskast við mdg út af kæru sem ekki hefur átt sér stað. Umræðum er lolcið frá minni hálfu um „kolludráp“. Ólafur Bjarnason. Sigurjón Sigurðs- son, Hamarsbraut 10 Hafnarfiröi Fæddur 18. september 1923 Dáinn 17. marz 1960 Sigurjón góði, við söknum þín nú. En sálin þín fagnandi lifir. Við eigum hér eilífa upprisu trú. Þinn andi fer lífsbrúna yfir. Guðs englar þig leiða til lífsins á þó líkaminn grafinn sé jörðinni í. / Trumennska þín var í lífinu ljós, lipur og prúður á æskunnar dögura. Víst áttu skilið þá virðing og hrós er valmenni hljóta og geymast í sögurnu í»ú bauðst þína orku til blessunar þeim. sem bágindi þvinga 1 jarðneskum heim, I sælunnar bústöðum sálin þín góð sameinist blessandi englanna hjörðlk Þú hefur ávaxtað eilífðar sjóð þó árin þín verði ei fleiri á jörðu. Astvina kærleikur blessar þig bezt. J'eimar fá velkominn gest. Bjarni frá Hörgsholti. Tveir nýjir bátar vœnf- anlegir til Eskifjarðar Miklar verklegar framkvædir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.