Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 20
23 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 17. júlí 1960 PATRICIA WENTWORTH Qamlor syndir ] --------------------21 — Nú, svo dyrnar voru opnar? — Vitanlega, úr því ég gat heyrt hvað ungfrú Anning sagði. — Og hvað sagði ungfrú Ann- ing? Stúlkan dró andann djúpt. — Til hvers ætti ég að vera að segja yður það, þegar þér trúið mér ekki, hvort sem er? — Ég lofa auðvitað engu um það. En ég vil fá að vita, hvernig á því stóð, að dyrnar voru opn- ar, meðan ungfrú Anning var að tala við kunningja sinn, og eins hvað þér heyrðuð.. ef þér þá hafið nokkuð heyrt. Það kom ofurlítill roöi í fðlt andlit stúlkunnar. Augnalokin lyftust og það mátti sjá, að hún reiddist. Svo svaraði hún, og rödd in var ekki eins þægileg og róleg og áður: — Þarf ég að vera að ljúga, þó ég segi ekki allt í einu? Þegar stúlka verður reið, seg- ir hún oft sannleikann. Og nú var þessi stúlka greinilega reið. Þá var bara eftir að vita, hvort hún segði sannleikann, í þetta sinn. — Ég skal segja yður það, og það sem ég ætla að segja er heil- agur sannleikur! Ef þér ekki trú- ið mér, er það yðar eigin heimsku að kenna, en ekki mér. Á þriðju- dagskvöldið þegar ég gekk um forstofuna, ætlaði frú Burkett að fara inn í skrifstofuna þar sem ungfrú Anning og hr. Field voru að tala saman. Hún hafði opnað hurðina og ætlaði inn, en snar- stanzaði. Og hún stanzaði vegna þess, að ungfrú Anning var að tala.. ekki hátt, heldur eins og fólk talar, þegar það óskar þess, að það hefði hníf í hendinni. Og viljið þér heyra, hvað hún sagði? Við frú Burkett urðum báðar hræddar. Fram að þessu hafði ég enga hugmynd um annað en þau væru algjörlega ókunnug. En maður talar ekki við bláókunn- ugt fólk eins og hún talaði við hann, herra! Aftur á móti við elskhuga eða eiginmann! Nú býst ég ekki við, &ð hr. Field hafi ver- ið maðurinn hennar — hún lagði sérstaka áherzlu á orðið — Nei, það dettur mér ekkert augnablik í hug. — Og hvað heyrðuð þér ung- frú Anning segja? — Hún sagði: „Ég gæti drepið þig fyrir þetta!“. Og það var ekki ég ein, sem heyrði það, heldur frú Burkett, sem er frænka henn ar ungfrú Silver, vinkonu yðar! Frank Abbott var talinn vera ekki alls ósvipaður mynd af henni ömmu sinni gömlu, frú Ev- elyn Abbott, sem allt skyldfólkið hræddist og hataði, sökum kald- lyndis hennar og skapofsa. Já, frændfólk hans var stundum að láta hann heyra þetta og það jafn vel þótt hann ætti sér ýmsar mannlegar tiifinningar. En þegar hann komst í skapið, sem hann var í núna, var samlíkingin ekki svo fjarri sanni. Hann var þeirrar skoðunar, að Marie Bonet væri að segja satt, og um leið skildi hann mætavel, hversvegna Maud Silv- er vildi ekki blanda sér í málið opinberlega. Hann minntist póst- kortsins, sem hann hafði fengið frá henni fyrir nokkrum dögum. A því stóð meðal annars: ,,Við Ethel kunnum afskaplega vel við okkur hérna við sjóinn. Hún fer á miðvikudaginn, en ég verð hér viku enn“. Ethel var frú Burk- eit. Maðurinn hennar var banka- stjóri norður í miðju landi, og hún var uppáhaldsfrænka Maud Silver. Úr því að hún fór á mið- vikudag, hlaut hún að vera kom- in heim til bús og barna. 'Hann leit köldum augum á Marie Bonnet og sagði: — Þetta eru nú orð, sem ekki þarf að vera mikið að marka. — En að Jobbi skyldi fyrirgefa mér, þegar ég kyssti Jonna! Það get ég aldrei fyrirgefið Jobba! Og hverju svaraði hr. Field? Hann sagði ekki neitt, herra. Þetta gekk fyrir sig á einu augna bliki. Frú Burkett opnar dymar, og ég heyri ungfrú Anning segja þetta og svo biður frú Burkett afsökunar og hörfar út í snar- kasti. Hún lokar dyrunum og ég flýti mér áfram.. Og Marie gerði sér upp hroll. Frank Abbott hugsaði sig um. Auðvitað hafði frú Burkett sagt Maud Silver frá þessu atviki, svo að hann gat þannig fengið sögu stúlkunnar staðfesta. En til hvers hafði hún farið að segja honum þetta? Til þess gátu legið marg- ar ástæður, og þá fyrst og fremst Iöngun til að láta á sér bera. Aðr- ar gátu komíð til greina, svo sem óvild til ungfrú Anning, eða það að leiða hann á villigötur. En í bili fann hann þó enga ástæðu til hins síðast nefnda. Nú spurði hann í hvössum tón: — Hversvegna er yður illa við ungfrú Anning? Stúlkan glennti upp augun. Þessi augu voru svo sem ekki neitt sérstakt, hvorki að lit né sköpulagi, en það mátti nota þau til ýmissa bragða, engu að síður. Og nú voru þau ekkert nema sak leysisleg undrun. — Já, en. . herra.... — Ég skil, yður er alls ekki illa við hana og hafði aldrei lát- ið yður detta neitt slíkt í hug! Vitanlega. En yður er nú samt ekki neitt sérlega hlýtt til henn- ar? Kannske þér segið mér hvers vegna. Er hún ströng.. hrotta- leg.. eftirgangssöm.. eða vand- lát um smáatriði eins og vika- skildinga eða þessháttar? Þér þurfið ekki að vera hrædd við að segja mér það. Hún virðist ekki vera sérlega liðleg í umgengni, en ég læt það ekki fara lengra. Hann brosti og brátt var hún farin að brosa líka, og augna- lokin sigu aitur. — Já, en herra, mér er ekkert illa við ungfrú Anning. Hún er húsmóðir mín. — Hversu lengi hafið þér verið hérna? Hún gerði sér aftur hroll. — 1 Englandi.. tíu ár. Hérna í hús- inu.. fjóra mánuði. Þetta er vel borgað. Þegar ég er búin að spara nóg saman, ætla ég til Frakk- lands aftur. Og yður er ekkert illa við ungfrú Anning? — Nei, herra. Það er ekki auðvelt að leyna hatri og þess hafði hann orðið var þegar í upphafi samtalsins. Hann minntist nú þess, að hann hafði spurt Maud Silver um stúlk una og svar hennar hafði verið einkennilega loðið. Hún hafði sagt: „Frú Anning segir, að hún sé ekki trúverðug". Frú Anning. Svo að það var þá þessi farlama móðir, sem henni var illa við. Hann sagði kæruleysislega: — Það var heppilegt. Það er ekkert í það varið, að fólki sé illa við mann. Getur það þá hugs ast, að ungfrú Annig hafi látið yður finna, að henni sé lítið um yður? Marie lyfti hendi. — Hún hef- ur ajls enga ástæðu til þess! Ég kann mitt verk og leysi það vel af hendi. Hun má prísa sig sæla, að ég skuli hafa tollað hér svona lengi. Það hefðu ekki allir gert, eins og ég hef líka látið hana heyra! Hún segir: „Móðir mín er gömul og hefur verið veik. Hún ætlar sér alls ekki að móðga þig“. En ég segi, að hún sé hvorki svo gömul né veik, að henni eigi að líðast að tala við mig eins og hún gerir. ..Þessi fransarastelpa", Ætti ég kannske að skammast mín fyrir að vera frönsk? Og „hún liggur á hleri á hurðinni". Eins og ég hafi áhuga á því, sem vitlaus kelling er að blaðra? Og „hversvegna ertu að hafa þessa útlendinga? Ég get ekki þolað þá“. Það mætti eins vel spyrja mig, hvort ég gæti þolað hana! — Svo það er þá gamla frúin, sem yður kemur svo illa sam- an við? Marie brosti. — Til hvers ætti ég að vera að taka mark á hálf vitlausri kellingu? 19 kafli. Frank Abbott gekk út úr skrif- stofu ungfrú Anning og inn í setustofuna. Fyrir siða sakir varð hann að kveðja Maud Silver, en hinu er ekki ali neita, að hann átti annað erindi jafnframt. Hann vildi sem sé fá staðfestingu á sögu Marie Bonnet og frétta hvað frú Burkett hefði heyrt, þegar hún anaði inn til ungfrú Ann- ing, henni og Alan Field að ó- vörum. Nú var þarna ennþá óárenni- legri kellingahópur en í fyrra skiptið, þar eð einir tveir auka gestir höfðu bætzt við. Þegar hann gekk inn, var eins og stung ið væri upp í allan söfnuðinn og af því réði hann, að gömlu kon- unum væri kunnugt um, að hann væri lögreglumaður, og eins hitt, að þær hefðu verið að ræða morð ið. Hann stakk upp á því við Maud Silver, að hún kæmi og labbaði svolítið með honum niður að sjó. Hún flýtti sér að svara, að það gæti verið gaman og gekk með honum fram í forstofuna, þar sem hann svo beið meðan hún skrapp upp að ná sér í hatt og hanzka. Hún kom að vörmu spori aftur og þau gengu saman út í kvöldloftið, sem gamla konan sagði, að væri svo hressandi. Þau settust á bekk með út- sýni yfir fjörðinn, og Maud Silv- er horfði á litbrigðin á sjónum. Ókunnugir hefðu ekki getað hald ið, að hún ætti sér meiri fróðleik um glæpamál en fyrir kemst 1 einni fyrirsögn í blaði. Þegar Frank hafði beðið nokk- uð eftir því, að hún hæfi máls og komizt að þeirri niðurstöðu, að hún væri ekkert í þann veg- inn, þótti honum tími til kom- in að hefja árásina: — Þér þýðir þetta ekkert, væna mín. Þú skilur, að ég verð að fá að vita, hvort Marie Bonn- et hefur sagt mér satt. Hún mundi nú ekki segja satt, nema það þjónaði hennar eigin hags- munum.. það er ég að minnsta kosti viss um. En hún er gröm Anning-mæðgunum og hefði á- a i u á BEFORE YOU PACK Ug BARNE^ LET ME CHECK WITH BITSY . ONE MORE TIME/ t—írf Meanwhile goober, having fought HI3 WAY THROUGH SWAMP AND TANGLED UNDERBRUSH, tS NEAR THE POINT OF EXHAUSTION ÖIVING UP HOPE OF SHOOTING A MCVIE OF THEBLIND BIRD DOG ACTUALLY HUNTING, BARNEY AND HIS CREW PREPARE TO LEAVE gfegPHf <XAY, BOVS... 'er let's get packed... 1 m SORRý MARK, BUT WE ’ CANT WASTE At-IY MORE TIAAE WAITING FOR GOOBER TO SHOW UP/ ALL RIGHT, MARK. BUT HURRY IT Ut> PLEASE / Fáðu einhverja af hinum hundunum, Markús. Við skul- um taka myndir af þeim að veiðum án Bangsa, svo ferðin hingað hafi ekki verið eintóm erjincli*leysa. Allt í lagi, Barney. Vinir þínir, íþróttafréttaritararnir, eru þegar farnir að pakka sam an, og ég er að verða vonlaus. En á meðan, þégar líða tekur á daginn... nægju af að gera þeim einhverja bölvun. En jafnframt hefur hún ástæðu til, ef ekki að Ijúga upp sögunni, þá að minnst kosti til að skreyta hana eitthvað. Ef hún segir satt frá, hefur Ethel frænka þín ruðzt inn á ungfrú Anning og Alan Field i míðju samtali þeirra. Marie átti þar leið um af tilviljun og segir, að þær báðar hún sjálf og Ethel, hafi heyrt hana segja við hann: „Ég gæti drepið þig fyrir það“. Ef þetta hefur nú raunverulega gerzt þannig, þykist ég viss um, að Et- hel hafi sagt þér frá því. Var ekki svo? Þegar Maud Silver svaraði engu, brýndi hann raustina. — Hér er um að ræða sann- sögli vitnis, skilurðu það ekki? Hún sneri sér að honum, eins og í mótmælaskyni. — Þú þarft ekki að fræða mig á því. Ég vildi bara hugsa málið almennilega áð ur en ég talaði um það. Saga stúlkunnar er í öllum aðalatrið- um sönn. sflútvarpiö Sunnudagur 17. júlí 8.30 Fjörleg músílc fyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar. a) Messa í Es-dúr eftir Schubert (Rathauscher, Planyavsky, Hof státter, Berry, — Akademiskl kammerkórinn og Sinfóníu- hljómsveitin í Vínarborg flytja — Rudolf Moralt stjórnar). b) Fiðlukonsert í g-moll eftir Max Bruch (Jascha Heifetz og Sin- fóníuhljómsveitin í Lundúmim flytja. — Sir Macolm Sargent stjórnar). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. Organleikari: Páll Isólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: „Romeo og Júlía“, dramatísk sinfónía eftir Berlioz (Sinfóníuhljómsveitin í Boston, einsöngvari og kór flytja — Charles Munch stjórnar). 15.30 Færeysk guðsþjónusta (hljóðrit- uð í Þórshöfn). 16.00 Sunnudagslögin. (16.30 Veðurfregnir). 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). a) Framhaldssagan: ..Eigum við að koma til Afríku?“ eftir Laur itz Johnson; XI. b) Leikrit: „Oli, Anna og hvolp- urinn“ eftir Babbis Friis Bá- stad. — Leikstjóri: Helgi Skúla son. (Aður flutt 21. september 1958). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Vinsæl hljómsveitar- lög. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Dýraríkið: Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur spjallar ,um hestinn. 20.45 Bandaríski píanóleikarinn Ric- hard Cass leikur: a) Toccata í D-dúr eftir Bach. b) 'Sónata í Es-dúr, op. 81a — (Kveðjusónatan) — eftir Beet- hoven. 21.20 Heima og heiman (Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson sjá um þáttinn). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög: Heiðar Astvaldsson dans kennari kynnir lögin til 22.50. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 18. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Tónleikar: „Sumardans'*. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.09 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lög úr kvikmyndum. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar: Sönglög eftir Richard Strauss. — (Ase Nordmo Lövberg syngur við unuiiieik Gerald Moore). 20.50 Um daginn og veginn (Axel Thor steinson blaðamaður). Kórsöngur: Isl. kórar syngja sum arlög. Smásaga vikunnar: „Tré. Klett- ir og ílytur). 22.00 Fréttir, veSurfregnir og síldveiöi- skýrsla. 22.20 BúnaSarþáttur: UmræSur um heimilisráSunauta (Gísli Krist- jánsson talar viS Helgu Sígurð- ardóttur skólastjóra, Helgu Magn úsdóttur húsfreyju og Ola Val Hansson garðyrkjuráSunaut). 22.45 Kammertónleikar: a) Fiðlusónata í F-dúr, op. 8 eftir Irieg. ’okkata fyrir fjóra blásara. lagverk og strokhljómsveit eft 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.