Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 12
12 r MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júlí 1960 tTtg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. „SÉR GREFUR GRÖF ÞÓTT GRAFI" A LKUNNA er, að Fram- sóknarílokkurinn hefur frá upphafi verið meginstoð þess haftaskipulags, þvingana og ofstjórnar, sem hrjáð hef- ur íslenzkt þjóðfélag allt frá því að sá flokkur komst til valda, á 4. áratug aldarinnar. Kerfi það. sem þannig hef- ur verið byggt upp, hefur beinzt að pví að skapa Fram- .sóknarflokknum og fyrir- tækjum hans sérréttindaað- stöðu í þjóðfélaginu og gera öðru atvinnulífi sem erfiðast fyrir um samkeppni. Skal ekki langt farið út í þá sálma, því að öllum er kunnugt um •ótakmörkuð fjárfestingar- leyfi samvinnufélaganna, skattfríðindi þeirra, sívaxandi hlutdeild í heildarinnflutn- ingsleyfum meðan þau voru við líái o. s. frv. } Af þessum sökum hefði mátt ætla að samvinnufélög- unum hefði reynzt róðurinn auðveldur og þau hefðu í skjóli forréttindanna getað eflzt svo, að því marki Fram- sóknarmanna yrði náð að úti- loka samkeppni, án þess að fara út fyrir ramma haftalög- gjafarinnar. Nú er hinsvegar að koma á dagínu, að fjarri fer því að samvinnumenn hafi talið hina lögboðnu forréttindaaðstöðu nægilega og hafa því gripið til ólöglegra aðgerða til að styrkja sinn hag. Olíumálið svonefnda hefur nú tekið þá stefnu, að héðan í frá mun það vafalaust nefnt „SÍS-mál- ið“. Liggur í loftinu að hafin sé rannsókn á gjaldeyrissvik- um Sambandsins og marg- háttuðu misferli, þótt rann- sóknardómararnir hafi enn ekki talið tímabært að birta greinargerð um rannsóknina. Nú vita það allir menn, að í ýmsu tilliti hefur verið erf- itt að umgangast heiðarlega sérhverja þá löggjöf, sem hér hefur verið tildrað upp. Munu þeir vera margir, sem hand- leikið hafa punds- eða dollara seðil, sem smogið hefur fram hjá lögunum, ef þeir hafa ætl- að að bregða sér út fyrir landssteinana. Þannig eru vissulega fleiri en Sambands- mennirnir brotlegir við gjald- eyrislöggjöfina. Löggjafinn hefur líka beinlínis neytt menn til þess, þegar þeim hefur verið meinað um nauð- synlegasta farareyri. En slík- um stórafbrotum, sem nú eru að koma á daginn, höfðu menn ekki búizt við. En athyglisverðast við þetta mál er það, að einmitt þeir, sem löggjöfin átti að vernda og efla, skyldu snið- ganga hana svo hrapallega og ekki láta sér nægja vernd hennar. Verður vart komizt hjá því að álykta sem svo, að þessir menn hafi verið farnir að taka forréttindin sem svo sjálfsagðan hlut, að þegar þau ekki væru lögboðin, þá gætu þeir sjálfir tekið sér þann rétt, sem þeim sýndist. Og að svo miklu leyti, sem lögin, sem þeim voru sett til vernd- ar, komu iila við þá sjálfa, hlyti að leiða af eðli löggjaf- arinnar, að ekki teldist sér- lega saknæmt, þó að þeir snið- gengju hana. Einhvern veginn hefur það farið svo, að einkafyrirtæki hafa staðið af sér þær ofsókn- ir, sem á hendur þeim hafa veri^ hafnar. Þannig hafa fyrirætlanir Framsóknar- manna og þeirra annarra, sem megináherziu hafa lagt í að lama heilbrigt einkaframtak, ekki heppnazt. Hinsvegar sit- ur sjálfur forréttindaaðilinn fastur í því neti, sem hann svo vandlega hafði riðið og ætlað til að granda öðrum. Þetta er sú sorgarsaga Framsóknarflokksins, sem ekki verður að fullu skráð í dag, en væntanlega á næstu mánuðum og árum. Fyrir þá, sem af hugsjónaeldi börðust fyrir samvinnuhreyfinguna og Framsóknarflokkinn á upp vaxtarárum þeirra, hlýtur þetta að vera mikið áfall. Fyr ir hina, sem förinni hafa stýrt, ætti það að geta orðið góður skóli. Að minnsta kosti verður í lengstu lög að vona að þeim auðnist að draga af því réttar ályktanir, þegar enn sannast hið fornkveðna, að „sér grefur gröf þótt grafi“. UTAN UR HEIMI „Leonardo da Vinci" siglir milli heimsálfanna Hið glœsilega ítalska skip kemur í stað „Andrea Doria" HIÐ glæsilega farþegaskip ítölsku-línunnar, Leonardo da Vinci, sem smíðað hefur ver- ið í stað hins eftirminnilega skips, „Andrea Doria“, er um þessar mundir rétt að ljúka „jómfrúferð“ sinni, en skipið mun verða í förum milli Italíu og Bandaríkjanna, þ. e. Genova og New York, með viðkomu í nokkrum höfnum við Miðjarðarhaf. Stærð skipsins „Leonardo da Vinci“ tekur 1326 farþega, en það er 33 þús- und lestir að stærð, 770 feta langt og gengur með 23 sjómílna hraða. Farþegarými skipsins er skipt niður í þrennt; klefar eru alls 524 talsins, um 30 salir eru í skipinu, þar á meðal kapella og kvikmyndahús, auk 5 sundlauga. Glæsilega búið Allur frágangur skipsins er hinn glæsilegasti og víða um skipið getur að líta listaverk ýmissa núlifandi ítalskra lista- manna. Af hinum fullkomna út- búnaði skipsins má geta sjón- varps í farþegaklefum, sem gerir farþegum m. a. kleift að fylgjast með atburðum, sem eru að ger- ast annars staðar í skipinu, þannig geta t d. mæður fylgzt með leik barna sinna í leikstof- um skipsins, og tónlistarunnend- ur geta fylgzt með tónleikum og notið þeirra svo sem nútíma tækni frekast leyfir. Einnig eru í skipinu fjarritvélar og talsími til öryggis og þæginda. Loks skal nefnd fullkomin eimingar- stöð, sem framleitt getur 155,500 gallon af vatni, en það er nægi- legt fyrir alit vatnskerfi skipsins. AF öllum tegundum mann- greinarálits og kynþáttarígs er sú skaðlegust og fyrirlitleg ust sem á sér stað á vettvangi menntunar, sagði Rene Ma- heu, aðstoðarforstjóri Menn- ingar- og vísindastofnunar SÞ (UNESCO). Hann var að tala til tækni- legra og lögfræðilegra sérfræð- inga frá 35 löndum sem kvaddir höfðu verið saman til ráðstefnu í aðalstöðvum stofnunarinnar. — Ráðstefnan hófst 13. júní og stóð yfir rúmar 2 vikur. Hún gerði drög að alþjóðlegum sáttmála um algert jafnrétti til skóla- göngu. Mikið í húfi Maheu lagði áherzlu á hið al- varlega verkefni sem sérfræðing- unum væri lagt á herðar og benti í því sambandi á, að kynþátta- rígur og manngreinarálit í skól- um væri lífshættulegt, bæði ein- staklingum og þjóðfélaginu, því Skírt eftir uppfinningamanninum „Leonardo da Vinci“ hefur verið gefið nafn eftir hinum fræga ítalska lista- og uppfinn- FJÁRSÖFNUN Alþjóðlega flóttamannaársins hefur gef- ið ákaflega mikið í aðra hönd í mörgum löndum, en þörf- inni er enn ekki fullnægt, segir forstjóri Flóttamanna- hjálpar SÞ, Auguste R. Lindt. í húfi væri sjálf mótun æsku- mannsins. — Manngreinarálit á þessu sviði leiðir af sér afdrifaríkan klofning, sagði Maheu, sem hefur áhrif á val heillar kynslóðar, ekki aðeins nú heldur og í fram- tíðinni, val milli frelsis og þræl- dóms, milli jafnréttis og ofstækis, milli bræðraiags og óslökkvandi haturs. Á vettvangi uppeldis og menntunar birtist manngreinar- álitið auk þess í sínu auvirðileg- asta og ógeðslegasta formi, því þar eru það fyrst og fremst börnin sem verða fórnarlömb. Augljós mannréttindi — Þrátt íyrir þetta verða stöð- ugt milljónir varnarlausra æsku- manna að þola þessa niðurlæg- ingu — og því miður í æ ríkara mæli. Og það er enn til fólk, sem ekki aöeins reynir að skýra þetta ástand, heldur líka afsakar það. Þessi íáðstefna er kvödd saman til að koma í veg fyrir það, að menn geti í framtíðinni skotið sér undan að viðurkenna augljós mannréttindi. ingamanni, sem uppi var á 16. öld og m. a. átti hugmyndina að hjólaskipunum. — Eins og mönn- um er enn í fersku minni, sökk „Andrea Doria“ eftir árekstur við sænska farþegaskipið „Stock- holm í júlí-mánuði 1956. Til að hægt verði að leggja niður fyrir lok þessa árs þær búðir, sem flóttamenn hafa búið í yfir áratug, er enn þörf á 2 milljónum dollara, og til ýmissa annarra fram- kvæmda skortir 3 milljónir dollara til viðbótar. Góður árangur af söfnuninni Forstjórinn lýsir því yfir með mikilli ánægju, að fjársöfnunin, m. a. á Norðurlöndum, hafi borið mjög góðan árangur. Bretar hafa fjórfaldað þá upphæð, sem þeir höfðu í öndverðu einsett sér að safna. — En þetta má ekki koma mönnum til að halda að frekari söfnun sé ónauðsýnleg, segir Lindt. Til dæmis höfðu verið ráð- gerðar sérstakar ráðstafanir til að hjálpa flóttafólki í Túnis og Marokkó — og til þessarar hjálp- ar einnár var þörf á 3 milljónum dollara. Þörfin er mikii Því fer fjarri að þessu fé hafi verið safnað, og í stað þess að fara inn á nýjar brautir í hjálp- inni við flóttamenn, svo sem heilsuvemd, menntun og tækni- þjálfun, eins og gert hafði verið ráð fyrir, hafa menn verið nauð- beygðir til að nota það fé, sem safnazt hefur, til að halda lífinu í flóttafólkinu. — Ef menn fá ekki nú þegar rétta mynd af ástandinu, er hætta á að áhuginn minnki vegna þess að almenningur álykti sem svo, að árangurinn sem náðst hefur sé nægilegur. Ef svo færi yrði sjálfur árangurinn til hindrunar frekari viðleitni við að halda hjálpinni áfram og auka hana. Þess vegna heiti ég á alla að láta ekki staðar numið í viðleitninni, sagði Auguste Lindt að lokum. Sáttmáli um jafn- rétti til menntunar A vettvangi uppeldis og menntunar er manngreinarálit verst „Leonardo da Vinci“. Frá Sameinuðu Jbjóðunum: Mikilvœg aðsfoð við flóttafólk Enn er Jbó Jbörf fyrir mikið fé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.