Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júlí 1960 SL. miðvikudag sagði brezk- ur bókaútgáfustarfsmaður frá því í viðtali við Mbl. að ein- hver mesta' sölubókin, af nýút- komnum bókum í Bretlandi, væri ,,Born Free“, sem kom út hjá Collins útgáfunni. Og hér birtum við myndir af sögu hetjunni Elsu. Á minni mynd- inni er hún í faðmlögum við höfund bókarinnar, Joe Adam son. Elsa er sem sagt Ijómandi falleg fjögurra ára gömul ljónynja frá Kenya, en hún hefur lifað dálítið óvenjulegu Ijónalífi. Æfintýrið byrjaði 1. febrúar 1956. Dýrin voru vinir hennar George Adamson og veiði- vörður á veiðisvæði einu í Kenya fundu þennan morgun slóð eftir Ijónynju, sem dag- inn áður hafði drepið innfædd an mann. Þeir eltu hana og skutu. Skammt frá fundu þeir svo bæli hennar og þrjá unga. Þeír fóru með þá heim. Tveir voru sendir í dýragarð í Hol- landi en Elsa litla varð eftir hjá Adamsonhjónunum, sem brátt máttu ekki til þess hugsa að senda hana frá sér. Fyrstu þrjú árin lifði Elsa rólegu lífi sem nokkurs kon- ar veiðihundur. Húsbændur hennar dekruðu við hana og hún lét sér nægja að sækja bráðina. Hún drap aldrei, hafði ekki lært það. Öll dýrin voru vinir hennar, einkum gíraffarnir sextíu, sem héldu sig í nánd við húsið. Einustu óvinirnir voru ljónin, kyn- bræður hennar, og fílarnir, sem voru hræddir um ungana sína fyrir henni. Elsa varð stærðar ljón, vó sem þurfti að iœra hjá mönnum að vera villidýr 140 kg, og fékk stórhættulegar tennur og klær. En hún vissi það bara ekki ennþá. Hún fór með Adamson í allar veiði- ferðir og hjálpaði til við að rekja slóð villidýranna, sem höfðu drepið innfædda menn og þorpsfólkið óttaðist. Stund um fór hún með niður á strönd ina og lá í sólinni, og á ferða- lögum lá hún uppi á þakinu á Eandrover-jeppanum. Lærði að lifa sjálfstæðu lífi En um vorið fór að bera á óróa og augaóstyrk hjá ljón- ynjunni, svo það fór að verða erfitt að hemja hana. Adam- son hjónin ákváðu þá að sleppa henni aftur í sitt rétta umhverfi. En þá kom vanda- málið. Elsa kunni ekki að drepa sér til matar. Það varð að kenna henni að sundurlima bráðina, yfirvinna særða bráð, og að lokum að ráðast að dýr- unum, þeim að óvörum. Og það urðu „foreldrar“ hennar, Georg og Joe Adamson auð- vitað að gera. Það tók langan tíma. Smám saman lærði hún að vinna fljótt á þeim, og dag nokkurn stökk hún á naut úti í á og vann á því. Þá loks var Elsa fær um að lifa sjálfstæðu lífi í frumskógi Kenýu. En þó Elsa sé aftur orðin að blóðþyrstu villidýri, er ekki strikað yfir allt hennar upp- eldi hjá mönnunum. í fyrstu kom hún oft í heimsókn og loks með þrjá nýfædda ljóns- unga, til að sýna fósturforeldr- unum afkvæmi sín. Elsa orðin fræg Meðan Elsa bjó hjá Adam- son-hjónunum tók Joe Adam- son margar myndir af henni og stuttar kvikmyndir. Hún skrifaði einnig bók um Elsu, Ijónynjuna, sem þurfti að læra hjá mönnunum að vera villi- dýr, til að geta lifað í skóg- inum. Bókin kom út og Elsa varð fræg. Myndirnar af henni hafa birzt í blöðum um allan heim, og kvikmyndin verið sýnd í London. Þegar fram- kvæmdastjóri eins af stórir bandarísku kvikmyndafélög- unum frétti af Elsu, vildi hann fá hana og bauð í hana háa upphæð. Það væri ekki ónýtt fyrir kvikmyndafélag að hafa svo góðum og þægum leikara á að skipa í ljónahlutverkin. En Adamsons hjónin höfnuðu borðinu. Elsa, fósturdóttir þeirra væri enginn sirkus gripur, sögðu þau og hún skyldi fá að lifa hamingju- sömu lífi í sínu rétta um- hverfi. Bsf. FRAMTAK Tvær íbúðir lausar í húsi 2. byggingarflokks Bsf. FRAMTAKS að Sólheimum 25. íbúðirnar eru 3ja herbergja- Stærði þeirra er 84 ferm., fyrir utan sameign, sem er nál. 20 ferm. Hverri íbúð fylgja tvær geymslur, vanalega á sömu hæð og íbúðin og köld geymsla í kjall- ara. Hverri íbúð fylgir hlutur í: leikherbergi barna, tómstundasal unglinga, barnavagna- geymslu, reiðhjólageymslu, vélþvottahúsi, samkomusal, og húsvarðaríbúð. Upplýsingar á skrifstofu félagsins að Sól- heimum 32 í dag og næstu daga frá kl. 17 til 19 — síntí 35240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.