Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf
er á bls. 13.
Íbrótfasíðan
er á bls. 32.
160. tbl. — Sunnudagur 17. júlí 1960
Vonbrigði hjá
síldarfólki
Lílið varð úr síldarfregnunum
LÍTEÐ varð úr síldarbreiðu
þeirri sem leitarflugvélin sá
út af Hraunhafnartanga í
fyrrinótt. Var hún svo dreifð
og torfurnar þunnar, að skip-
in, sem voru nokkuð mörg
þarna fengu ekki meira en
50—150 mál. Um það ieyti
sem skipin voru á leið á
þennan stað fann Fanney síld
á Digranesflaki og gat snúið
nokkuð morgum þeirra við.
Munu þau skip hafa haft allt
frá 400 máium upp í 1000 mál.
í gærmorgun hafði ekkert
frétzt af sild.
1 gær var verið að salta á
Raufanhöfn. Þangað höfðu komið
um tuttugu bátar með 2000 tunn-
ur um morguninn.
sw Á Austfjarðahafnirnar
Til Neskaupstaðar komu í gær
3 skip: Goðaborg með 700 mál,
Iváinn með 400 og Hafrún með
400. Síldin veiddist austur af
Bjarnarey og fór í bræðslu.
Til Vopnafjarðar komu 7 skip
með síld í bræðslu: Asgeir RE
550, Ársæll Sigurðsson GK með
700; Sindri VE með 200; Víðir
SÍJ með 900; Sunnutindur SU
með 350; Ölafur Magnússon AK
með 1000, Ófeigur III. VE með
450
Til Seyðisfjarðar komu 3 skip
í gærmorgun, Dalaröst með um
500 mál og Bragi með 700, Ás-
mundur með 700 mál. Aflinn er
áætlaður.
Sólskin, en engin síld.
Fréttaritari blaðsins a Siglu-
firði skýrði svo frá að þar væri
sumar og sólskin, en engin síld,
hvorki verið að salta né bræða.
Höfðu menn orðið fyrir miklum
vonbrigðum í fyrrinótt yfir að
svo lítið skyldi verða úr síldar-
fréttunum.
Sá brezki breiddi
nafn og númer
Á FIMMTUDAG reyndi
brezkur togari, sem var að
ólöglegum veiðum í land-
helgi að bieiða yfir nafn og
númer, en úr gæzluflugvél-
inni Rán tókst að lesa nafnið
gegnum yfirbreiðsluna og ná
góðum myndum af þessu. Um
atburð þennan segir í frétta-
tilkynningu frá Landhelgis-
gæzlunni:
Eins og kunnugt er kemur
það fyrir við og við að skip, sem
reyna að hylja nafn sitt og ein-
kennisstafi, svo að þau ekki
þekkist.
Eitt slíkt tilfelli skeði í fyrra-
kvöld við Kolbeinsey. Kom
Gæzluflugvélin RÁN þar að
brezkum togara, Coldstreamer
G. Y. 10, þar sem hann var að
ólöglegum veiðum um tvær sjó-
milur innan fiskveiðitakmark-
anna. Voru breiddar netadruslur
yfir nafn og númer skipsins báðu
megin á bóg og aftarlega á síðu
svo og á skutnum.
Nafn og númer skipsins sáust
ætla að stunda ólöglegar veiðar, þó í gegnum druslurnar og tókst
Of mikil
olía?
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi athugasemd frá S.Í.S.:
„Stutt frétt á baksíðu Morgun-
blaðsins s.l. fimmtudag um smá-
bruna í kyndiherbergi Sambands
hússins ber fyrirsögnina: „Bréf-
um brennt hjá SÍS í Í3rrrinótt“.
í fréttinni er sagt að bruninn hafi
orðið meðan verið var að brenna
„skjölum". — Til að firra mis-
skilningi, má geta þess, að slík
brennsla „skjala" fer þarna fram
hverja nótt og hefur svo verið
undanfarin ár. „Skjölin", sem svo
eru nefnd, eru það affall, sem
kemur við ræstingu hússins og
tæmingu pappírskarfa að kvöldi
hvers vinnudags".
Eftir þessari yfirlýsingu SÍS að
dæma er ástæðan til eldsvoðans
um nóttina ekki sú að þá hafi
verið brennt óvenju miklu af
„skjölum“. Líklegasta tilgátan
er því sú, að helzt til mikið hafi
verið notað af olíu.
Er réttum aðilum vinsamlega
bent á að rannsaka þá tilgátu um
tildrög eldsvoðans, enda hefur
Tímanum gengið eitthvað erfið-
lega að grafast fyrir um þau,
því það tók hann tvo daga að
finna það út, að ekkert væri
„skrítið“ við brunann í S.Í.S.
Fyrri túnasláttur
búinn á Kjalarnesi
RÁN að ná góðum ljósmyndum
af því öllu.
Er flugvélin gaf togaranum
stöðvunarmerki með Ijóskúlu og
reyndi að hafa radiosamiband við
hann, dró hann í skyndi inn vörp
una og hélt sem hraðast til
brezks herskips sem var nokkru
vestar. Mun það einnig hafa ýtt
undir brottför hans úr fiskveiði
landhelginni að varðskipið
ÆGIR var á leiðinni á staðinn,
enda þótt hann hefði ekki við
þessum nýja og ganggóða tog-
BREZKI togarinn Coldstream-
er GY 10 með netadruslur
breiddar yfir nafn og númer
báðum megin á bóg og aftar-
lega á síðu, svo og á skutn-
um. Ef myndin prentast vel
má lesa nafn og númer. —
Myndin var tekin úr gæzlu-
flugvélinni Rán.
Dönsku konungs-
hjónin íGrænlandi
DÖNSKU konungshjónin og rík-
isarfinn, Margrét krónprinsessa,
eru nú á ferðalagi um Grænland.
— Hafa hinir tignu gestir m. a.
heimsótt bæinn Upernivik og
Umanak — og hafa Grænlend-
ingar tekið þeim með kostum og
kynjum.
Erfiðleikar á að
greiða sjúkravélina
Kjalarnesi 15. júlí.
Túnasláttur byrjaði hér um
Jónsmessuna. Voru tún þá að
verða vel sprottin, en vegna ó-
þurrka fóru bændur sér hægt,
og það, sem heyjað var, var látið
í vothey.
Nú er dásamleg heyskapartíð
og hefur staðið frá og með 5.
júlí, þó með þeirri uhdantekn-
ingu, að á laugardaginn var, kl.
5, gerði úrhellisrigningu af suð-
austri og fylgdu þrumur og eld-
ingar. Var þá, sem allt ætlaði
úr skorðum að ganga. Supnudag
inn næsta á eftir var norðaust-
an þræsingsveður. Þó blés af
heyi, og þornaði nokkuð, þegar
leið á daginn.
Svo vel hefur heyskapur geng
ið, að þeir bændur, sem lengst
eru komnir, eru búnir rrreð fyrri
slátt á túnum. Túnaslætti verður
senn almennt lokið. Þá
fylgir fast á eftir uppsæting og
hirðing inn í hlöður, og gengur
svo vel, að næstum undurum sæt
ir, því að frekar er fólksfæð en
hitt. Það, sem gerir þennan góða
gang á heyskapnum í fólksfæð-
inni, er góður vélakostur bænda,
hyggindi þeirra og vinnuþol, sem
byggist á mikilli reynslu og
brýnni nauðsyn. —Ó. B.
í GÆR kom Björn Pálsson, flug-
maður, heim frá Bandaríkjunum
með flugvél Loftleiða. Hann hef-
ur fest kaup á Bonanza-flugvél
í Bandaríkjunum, eins og áður
hefur verið skýrt frá og greitt
sinn hluta, en hlutur Slysavarna-
félagsins enn ógreiddur og þurfti
Björn að skreppa heim í því
sambandi. Hann fer væntanlega
utan aftur á mánudag eða þriðju-
dag.
Slysavarnafélagið 60%
Áður en Björn fór utan, mun
hafa verið umtalað að Slysa-
varnafélagið tæki þátt í kaup-
unum og ætti 60% flugvélarinn-
ar. Var búið að sækja um sam-
eiginlega gjaldeyrisheimild og fá
hana.
Komst undan lögreglu-
hjólinu á 140 km hraða
EINN af lögregluþjónum véla-
deildar götulögreglunnar Magnús
Einarsson, elti, aðfaranótt föstu-
dagsins, bíl af Keflavíkurflug-
velli, lengi nætur, en missti af
honum á Hafnarfjarðarvegi. —
Stóð þá hraðamælir bifhjólsins á
140 km. hraða, en bíllinn geystist
áfram og fékk lögregluþjónninn
ekki náð í ökuþórinn.
Það var komið undir morgun,
er leigubílstjóri einn, sem vitað
hafði um þennan eltingarleik, sá
bíl ökuþórsins. Var hann þá
kominn á yfirráðasvæði Hafnar-
fjarðarlögreglunnar. Fór hún
með þessum leigubílstjóra á
stúfana og tókst þá að ná bíln-
um.
Var farið með manninn, sem
er ungur Bandarikjamaður í
varnarliðinu, til Reykjavíkur og
var hann settur í Steininn. Ekki
hafði maðurinn verið ölvaður,
enda hæpið að ölvaður maður
hefði getað haldið bíl á öllum
fjórum hjólum á 140 km. hraða.
Hermaðurinn hafði aftur á móti
ekki ökuleyfi.
Þar eð Slysavarnafélagið mundi
ekki hafa nema hluta af fjár-
hæðinni handbæran, hafði ver-
ið ákveðið að athuga hvort
Hannes Kjartansson ræðismaður
gæti útvegað lán vestra fyrir því
sem á vantaði. Var Hannes bú-
inn að tilkynna að hann gæti
útvegað lánið.
Björn festi svo kaup á flugvél-
inni 7. júlí, greiddi sinn hluta og
sendi Slysavarnafélaginu skeyti
um kaupin og að nú þyrfti þess
hlutur að greiðast. Hann fékk
ekkert svar við tveimur skeyt-
um, en talaði þá við flugmála-
stjóra, sem gekk í málið.
Ráðherra ábyrgist
Barst þá skeyti frá Slysavarna
félaginu, þar sem segir að með
velvilja ríkisstjórnarinnar m.uni
félagið gera sitt ítrasta, en
greiðsla eða ábyrgð óframkvæm-
anleg og svo stöddu. Voru flug-
vélakaupin þá í hættu svo og
fjárhluti Björns. Sneri Bjöm sér
þá til Ingólfs Jónssonar, flug-
málaráðherra, sem símaði rík-
isábyrgð fyrir láninu fyrir vest-
an ,en greiðsla Slysavarnafélags-
ins héðan að heiman hefur ekki
borizt og er Björn nú kominn
heim í stutta ferð vegna þessa
máls.
Björn hefur í hyggju að fljúga
Bonanza flugvélinni til íslands,
ásamt Skúla Axelssyni, flug-
manni hjá Lof.tleiðum, sem kom-
inn er vestur. Er hann nú að sjá
um endanlegan frágang á flug-
vélinni fyrir þessa löngu ferð.
Eins er verið að ganga frá út-
flutningspappírum fyrir hana.