Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 11
Sunnudagur 17. júlí 1960
MORGVNBLAÐIÐ
II
Sigurður A. IHagnusson:
ÞAÐ er kannski sérvizka, en mér
er orðið ómögulegt að ferðast
með þessum skipulögðu hópum
sem allar ferðaskrifstofur verald-
ar keppast um að hafa á sínu
framfæri. í Aþenu er a.m.k. heil
tylft slíkra stofnana og ferða-
mannahóparnir bruna út úr borg-
inni á fárra stunda fresti í vel-
smurðum, björtum og þægilegum
langferðabílum sem ganga undir
nafninu Pullman. Ég kýs hins veg
ar að kaupa mér far með gömlu,
úrsérgengnu áætlunarbílunum,
sem skrölta til Navplíon á klukku
tímafresti. Með því móti einu er
ég sjálfum mér ráðandi, þó það
sé bæði tímafrekara og á'margan
hátt erfiðara.
Leiðin frá Aþenu liggur um
„veginn helga“ hjá hinu fræga
Dafní-klaustri frá 11. öld, þar
sem áður stóð hof Apollóns, um
Elevís hina fornfrægu miðstöð
launhelganna, hjá Megara sem
forðum ól fræga sægarpa og
sendi menn af örkinni til að
stofna nýlenduna Býzans, sem ís-
lendingar nefndu Miklagarð, yfir
Kórintu-skurðinn sem grafinn
var árið 1858 gegnum eiðið sem
tengdi Pelopsskagann við megin-
land Grikklands, og eftir 85 kíló-
metra akstur erum við í Kórintu
sem fræg er úr fornum annálum
og bréfum Páls postula. Yfir Kór-
intu gnæfir hin tilkomumikla há-
borg, Akrókórinta, 527 metra yf-
ir sjávarmál. Þar var til forna
hof ástargyðjunnar, Afródítu, er
hafði í þjónustu sinni þúsund
hofskækjur þegar bezt lét.
Eftir stutta viðdvöl í Kórintu
er haldið í suðurátt yfir Nemeu-
sléttuna þar sem fram fóru al-
grísk íþróttamót til heiðurs Seifi
annað hvert ár. Það var hér sem
Herakles leysti hina fyrstu af tólf
þrautum sínum með því- að
kyrkja Nemeu-ljónið.
Nokkru sunnar liggur þröngt
fjallaskarð, Dervenakía-skarðið,
sem frægt er úr frelsisstríði
Grikkja á síðustu öld. Þar eyddi
kappinn Kólókótrónis ásamt þús-
und Grikkjum her Tyrkja sem
var sexfalt mannfleiri. Skjanna-
hvít höggmynd af hinni öldnu
hetju prýðir skarðið, sem er kafið
í grænum gróðri og stingur í stúf
við hrjóstrugt umhverfið.
Þegar skarðinu sleppir blasir
við augum víðáttumikil og gróð
ursæl Argos-sléttan, einhver
sögufrægasti staður í gervöllu
Grikklandi. f suðri gnæfa tvær
hnarreistar háborgir typptar kast
alarústum frá miðöldum yfir
sléttuna. Sú sem nær liggur er
Larissa, háþorgin í Argos, en sú
fjærri er Palamídi, háborgin í
Navplíon á strönd hins djúpbláa
Argos-flóa. Feneyingar reistu
kastalana þegar þeir réðu Pelops
skaga á miðöldum.
í austri þegar ekið er suður
sléttuna áleiðis til Navpiíon koma
í ljós tvö tignarleg ávöl fjöl.', sem
renna saman rótum. Af einhverj-
um kynlegum orsökum minna
pau mig strax á íturvaxinn konu
barm, kannski vegna þess að ég
er með hugann við Helenu fögru
og systur hennar Klýtemnestru
drottningu í Mýkene, en rústir
þeirrar glæstu borgar liggja ein-
mitt á mótum fjallanna. Það er
satt að segja engu líkara en sjálft
landslagið árétti sagnirnar um þá
hrikalegu harmleiki ástar og hat-
urs sem hér voru settir á svið af
duttlungafullum örlögum. Há-
borgin í Mýkene lætur lítið yfir
sér úr fjarska, þar sem hún stend
ur 280 metra há á mótum hinna
tígulegu fjalla, en eigi að síður
geymir hún einhverjar elztu og
merkilegustu fornminjar á megin
landi Evrópu.
Mýkene á ekkert af þeirri
björtu og stórfenglegu tign sem
ýmsar fornar rústir í Grikklandi
búa yfir, svo sem Akrópólis í
Aþenu, Lindos á Ródos, Póseid-
ons-hofið á Súníon-oddanum,
Delfí og margir fleiri staðir. Hér
skín ekki á glitrandi marmara og
hér eru engar hofrústir með fag-
ursköpuðum, þokkafullum súlna
röðum. Hér eru bara þunglama-
legir, móleitir klettar sem hverfa
inn í umhverfið þegar þeir eru
Konungagrafirnar innan við borgarmurana. I hæði nni til hægri á myndinni er „gröf Agamemnons"
ann. f suðri risa háborgirnar með
sína einkennilega seiðmögnuðu
kastala, en handan við þær glitt-
ir í sólstafaðan Argos-flóann og
dökkblá fjöllin bak við hann.
„Mýkene hinn gullna“, nafnið
er umvafið töfrabirtu úr kviðu
Hómers. Rústirnar sem við okk-
ur blasa eru leifar borgar sem
byggð var rúmum 20 öldum áð-
ur en nokkurt mannlegt auga leit
koma fram hefndum á syni Atre
osar, Agamemnon.
Agamemnon varð ofan á í bar-
áttunni við frændur sina um kon-
ungdóm í Mýkene og um hans
daga varð vegur borgarinnar
mestur. Agamemnon var um
skeið voldugasti konungur í öllu
Grikklandi og það féll í hans
hlut að stjórna herförinni til
Tróju árið 1192 f. Kr. til að hefna
þar sem steinarnir tala
eftir 3500 ár
þegar hann kom að hefna föður síns.
séðir úr fjarska.
Eigi að síður er gesturinn sem
þrumu lostinn þegar hann stend-
ur frammi fyrir Ljónahliðinu,
þessum rammbyggða inngangj í
háborgina sem staðið hefur af
sér allar hryðjur síðustu 3500
ára. Hér réð ríkjum sjálfur Aga-
memnon, sögufrægasti konungur
í Grikklandi, sem lét lifið fyrir
hendi konu sinnar og ástmanns
hennar þegar hann kom heim úr
10 ára sigursælli herför sem sjálf
Ilíonskviða Hómers fjallar um.
Útsýnið frá Mýkene er óviðjafn-
anlegt: víðáttumikil Argos-slétt-
an, gróðurmikil og þakin litlurn
þorpum, umkringd fjallahring
sem hækkar og blánar út í fjarsk
I.jónahliðið í Mýkene.
fsland. Múrarnir, hallimar, graf-
irnar, allt var þetta reist um 1600
árum fyrir fæðingu Krists af
mönnum sem ekki höfðu annað í
höndunum en frumstæðustu verk
færi. Þessi borg átti eftir að
verða fræg um víða veröld, því
hér sat að völdum konungurinn
sem stjórnaði 10 ára umsátri
Grikkja um Tróju, sjálfur Aga-
memnon, söguhetja Hómers og
harmleikaskáldsins Eskylosar.
Hér blandaðist auður, vegsemd og
völd váböli haturs, afbrýði og
ættingjamorða.
Goðsögnin hermir að Persevs,
sonur Seifs og ógoðborinnar konu
hafi stofnað Mýkene. Lindin
Perseia, sem liggur utan við há-
borgina norðaustanmegin, vall
fram þegar hann hjó sverði sínu
í klett. Ætt hans dó út og til
valda kom Pelops-ættin með
margfalda bölvun í blóðinu. Pel
ops, faðir Atreosar og afi Aga-
memnons, drap ökumann tengda-
föður síns sem hafði hjálpað hon-
um að vinha brúði sina, Hippó-
damíu. Og Tantalos, faðir Pelops,
hafði kallað yfir sig eilífa bölvun
guðanna með því að bjóða þeim
til veizlu og bera fyrir þá hold
sonar síns sem hann hafði slátr-
að. Þýestes sonur Pelops lagðist
með konu bróður síns, og Atreos
greip þá til ráðs afa síns og lét
bera holdið af börnum Þýestesar
fyrir hann í veizlu sem hann
efndi til. Eitt barnanna, Egisþos,
kornst þó lífs af, og varð til að
háðungarinnar sem París prins í
Tróju hafði gert Menelaosi kon-
ungi í Spörtu, bróður Agamemn-
ons, með því að nema brott konu
hans, Helenu fögru, sem var syst-
ir Klýtemnestru drottningar í
Mýkene.
Agamemnon keypti forustuna
dýru verði því hann varð að fórna
Ífígeníu dóttur sinni til að fá byr
fyrir gríska flotann til Tróju.
I fjarveru hans varð Egisþos ást-
maður Klýtemnestru. Þegar Aga-
memnan sneri heim aftur sigur-
sæll herkonungur með Kassöndru
prinsessu í Tróju, sem í senn var
ambátt hans og ástkona, tóku þau
hjúin Klýtemnestra og Egisþos á
móti honum, bjuggu honum heitt
bað og myrtu hann. Síðan ríktu
þau í Mýkene um árabil, og hjá
þeim var Elektra dóttir Klýtemn-
estru, sem lagði fæð á móður sína
og hafði komið Órestesi, ungum
bróður sínum, undan. Hún beið
hans öll þessi ár, og í fylling
tímans birtist hann til að hefna
föður síns með þvi að drepa móð-
ur sína og ástmann hennar. Síð-
an reikaði Órestes um friðlaus af
samvizkukvölum, unz hann kom
til Attíku og hlaut að lokum sak
aruppgjöf fyrir dómstólnum (are
ópagos) í Aþenu að tilstuðlan
gyðjúnnar sem borgin dró nafn
af.
Harmleikaskáldið Eskylos hef-
ur samið ódauðlega trílógíu,
„Orestía“, um örlög þessarar raun
um þjáðu konungsættar, og eru
leikritin meðal stórfenglegustu
leikhúsverka heimsins.
Mýkene fékk ekki umflúið ör-
lög annarra griskra borgríkja.
Eftir blómaskeiðið kom hnign-
unin og loks var bofgin eydd.
Dórar tóku hana kringum 1100
f. Kr., og miklu síðar, eða árið
468 f. Kr., jöfnúðu nágrannarnir
í Argos þorgina við jörð.
Síðan var Mýkene sandi örpin
og gleymsku annars staðar en á
spjöldu msögunnar, þar til þýzk-
ur draumóramaður og sjálfmennt
aður fomleifagrúskari, Heinrioh
Sehielmann, gróf hana úr jörð
öllum heiminum til stórkostlegr-
ar furðu. Sohliemann hafði á-
sett sér að færa sönnur á að
kviður Hómers væru ekki ein-
tómur skáldlegur hugarburður
og á árunum 1874-79 rauf hann
tjaldið sem byrgt hafði mönn-
um sýn lengra aftur en tii
tíma Hómers á 8. Öld f. Kr.
Hann gróf einnig úr jörð rúst-
ir Trójuborgar og vann eitt-
hvert mesta afreksverk í sögu-
fornleifarannsókna, þó sumir sér-
fræðingar í faginu hafi hlegið að
honum og geri raunar enn.
Uppgröftur Schliemanns leiddi
í ljós glæsilegt menningarskeið
í Grikklandi löngu fyrir daga
Hómers. Þetta skeið er venjulega
kennt við Mýkene-menninguna
er var í blóma á sama tíma og
Minos-menningin á Xrít. f önd-
verðu virðist menningin í Mýk-
ene hafa verið undir áhrifum frá
Krít, en þegar fram í sótti fékk
Mýkene yfirhöndina. — Hún
gengdi og að því leyti merki-
legra Chlutveirki en menningin
á Krít, að hún varð uppspretta
hinna miklu bókmennta sem
að framan getur.
Svipazt um i Mýkene.
Það er steikjandi hiti þegar
ég kem til Mýkene um ellefu-
leytið með áætlunarbílnum frá
Argos. Ég er eini farþeginn,
því langsamlega flestir ferða-
mennanna koma hingað í hin-
um skipulögðu hópum ferða-
skrifstofanna. Þegar ég kem á
staðinn eru yt'ir einir fimm
stórir langerðabílar og hóparn
ir eru að klöngrast upp tröpp-
urnar til konungshallarinnar
undir forustu mælskra leið-
»
sögumanna. Þeir hafa skamma
viðdvöl, renna augum yfir það
helzta í höllinni og halda svo
burt. Ég nýt þess í fullum mæli
að geta rambað um rústirnar í
þrjá-fjóra tíma án afskipta ann-
arra.
Megininngangurinn í háborg
ina, Ljónahliðið, er stórfengleg-
ur ekki síður en sjálfir borgar-
múrarnir. Þeir eru byggðir úr
stórgrýti og vega stærstu stein
arnir að sögn fimm til sex tonn
Samkvæmt goðsögninni voru
þessir rammgeru múrar byggð-
ir af risum frá Asíu, svone^nd-
um Kýklópum, og ganga þvl
undir nafninu Kýklópa-múrar.
Slíka múra er að finna á nokkr
um stöðum í Grikklandi, þar
sem Akkear áttu sér virki fyr-
ir innnás Dóra.
Ljónahliðið er mikið mann-
virki, 3,15 metra hátt og 2,75
til 3 metra breitt. Það er gert
úr þremur voldugum stein-
hellum og yfir því er holur þrí-
hyrningur, sennilega til að draga
úr þunganum sem á hliðinu
hvíldi. í holrúminu er hámynd af
tveim Ijónynjum sem standa á
afturfótunum sitt hvorum megin
við sívala súlu og hvíla fram-
lappirnar á stalli hennar. Höfuð
ljónanna eru horfin, sennilega
vegna þess að þau voru gerð úr
viðkvæmara efni eða dýrum
málmi sem rænt hefur verið.
Þessi hámynd er meðal allra
elztu listaverka Evrópu og form
hennar bendir til áhrifa frá Krít.
Menn greinir á um hvað hún hafi
átt að tákna.JSumir halda að hún
hafi haft trúarlega merkingu,
aðrir að hér sé um að ræða skjald
armerki konungsins og enn aðrir
Framh. á bls. 14
ýkene