Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.1960, Blaðsíða 17
Sunnudagur 17. júlí 1960 MORCVISBl AÐIÐ 17 Styiktariélug vangeiinna einir til happdrættis Hefur umboðsmenn um land allt EINS og auglýst hefir verið í blöðum og útvarpi undanfarið, hefir Styrktarfélag vangefinna efnt til happdrættis í fjáröflunar- skyni, til þess að koma í fram- kvæmd áhugamálum sínum til hagsbóta fyrir vangefið fólk á landinu. Má þar nefna byggingu dagheimilis í Reykjavík, bygg- ingu starfsmannahúss við Kópa- vogshæli, sem þegar er hafin fyrir nokkru og vonir standa til að á þessu ári verði hafizt handa um byggingu nýs hælis fyrir van- gefna að Skálatúni í Mosfells- sveit. Til þessara framkvæmda þarf mikið fé, og er happdrætti Styrktarfélagsins einn liður í fjár öflun til þessara framkvæmda. Happadrættið er þannig skipu lagt, að bifreiðaeigendur um land allt eiga þess kost að kaupa einn happdrættismíða á númer bif- reiða sinna. Miðinn kostar kr. 100,00 og vinningar eru að verð- mæti 320 þús. kr. Aðalvinningur er Opel Kapitan de Luxe sex manna bifreið, að verðmætí kr. 250 þúsund. Aðrir vinningar 9 talsins eru að verðmæti kr. 70 þúsund. Ákveðið er að dráttur fari fram 1. nóv. n.k. 1 Reykjavík eru happdrættis- miðarnir afgreiddir á skrifstofu félagsins á Skólavörðustíg 18, símar 15941 og 24651. Ennfnemur má panta miða á öllum benzín- afgreiðslum í Reykjavík. Happ- drættismiðarnir verða sendir heim til þeirra er pantanir hafa gert. Úti á landi hefir Styrktarfélag- ið umboðsmenn á þessum stöð- um: Akureyri: Frú Björg Bene- diktsdóttir, Bjarkarstíg 1. — Ól- afsfjörður: Frú Ragna Pálsdóttir, verzl. Lín. — Siglufjörður: Frk. Kristín Hannesdóttir, bóksali. — Húsavík: Frú Þóra Hallgríms- dóttir. — Reyðarfjörður: Sigurð- ur Sveinsson, bifreiðaeftirlitsm. — Neskaupstað: Pétur Waldorff, kaupm. — Vík í Mýrdal: Oddur Sigurbergsson, kaupfélstj. — Sel- foss: Grímur Thórarensen. — Hvolsvöllur: Magnús Kristjáns-. son, kaupfélstj. — Vestmanna- eyjar: Már Frímannsson, bifreiða eftirlitsm. — Kópavogur: Sigurð- Ur Ólafsson, Bræðratungu 47. — Hafnarfjörður: Frú Lilja Bjarna- dóttir, Hraunkambi 7. — Kefla- vík: Haukur H. Magnússon, Faxa braut 22. — Keflavíkurflugvöll- ur: Þórður Halldórsson, póstm. — Akranes: He’lgi Júlíusson, úr- smiður. — Borgarnes: Þórleifur Grönfeldt, verzlm. — Búðardal: Frú Kristjana Ágústsdóttir. — Framhald á bls. 23 ★ Það hcfur komið fram áður, að svertingjarnir eru Belgum síður en svo þakk- látir fyrir athafnir þeirra í Afríkulöndum. Þeir gátu jafnvel ekki stillt sig um, á sjálfan frelsisdaginn, 30. júní sl., að móðga Baldvin Belgíukonung, þegar hann kom til Leopoldville að af- henda innfæddum sjálf- stæðið. Voru þessar mynd- ir, sem hér birtast, teknar við það tækifæri, þegar svertingi einn gekk að bif- reið konungsins og svipti hann heiðurskorða sínum. Skömmu síðar hlýddi konungur á ræðu Lum- umba forsætisráðherra og er mælt að hann hafi roðn- að í annað skipti, er hann heyrði þessi orð af tungu hins ofstækisfulla svert- ingjaleiðtoga: ★ „Við höfum kynnzt háðs- glósum, móðgunum og höggum, sem við urðum að þola, morgun, miðjan dag og að næturlagi, vegna þess, að við vorum negrar. Launin, sem svörtum mönnum voru greidd, nægðu ekki til að seðja hungrið, fyrir klæðum né sómasamlegu húsnæði. Hver getur gleymt af- tökusveitunum, sem svo margir bræðra okkar féllu fyrir?“ Fyrsta myndin sýnir svertingjann ganga að bif- reið Baldvins konungs, eng inn varð til að hindra för svertingjans. í bifreiðinni standa þeir hlið við hlið, Baldin konungur og Kasa- vuhu, forseti Kongó-lýð- veldisins. Stóra myndin sýnir, þeg- ar svertinginn er búinn að hrifsa sverðið, sem lá í sæt- inu fyrir aftan konunginn. Hann sveiflaði því yfir sér og hrópar hástöfum: „Sjálfstæði! Sjálfstæði!“ Á þriðju myndinni ræðst stálhjálmuð lögreglan að óeirðaseggnum. Toguðust þeir á í hálfa mínútu um sverðið og börðu þrjótinn loks niður. Á sverðið sést vinstra megin á myndinni. Á síðustu myndinni hef- ur konungur fengið sverð sitt aftur. Hann hafði horft hljóður á, en roðnaði lítið eitt í kinnum. Eftir þetta hélt hann fast í sverðið. Baldvin sviptur sverði sínu SVO virðist sem svertingj- arnir í Kongó ætli nú að fengnu sjálfstæði að losa sig fyrir fullt og allt við Belgíumenn. Er hvítum mönnum ekki lengur vært í landinu og ríkir hefndar- hugur meðal svertingja eftir 80 ára nýlendustjórn Belga þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.